Vísir - 18.08.1966, Blaðsíða 11

Vísir - 18.08.1966, Blaðsíða 11
3 SiÐAN Karlmannaklæðnaður árið 1967? — Á geimklæðnaður Torres eftir að taka Forsetadóttirin sækir um vinnu: Vill gerast blaðakona Fyrir nokkrum dögum kom 22 ára gömul stúlka til New York í atvinnuleit. Hún var ekki sú eina sem kom þennan dag til milljónaborgarinnar til þess að Ieita sér að starfi — en hún var liklega eina forsetadótt irin, sem þangað var komin í fyrrgreindum tilgangi. Þetta var nefnilega Lynda Bird Johnson eldri dóttir Bandaríkjaforseta. Lynda Bird fullyrðir að faðir hennar hafi ekkert vitað af þessu, nema hvað hún hafi áð- ur sagt honum að hana langaöi til þess aö lifa sínu eigin lífi — helzt í New York. Allt útlit er fyrir að forseta- dóttirin ætli að gerast blaðamað ur, því að hún byrjaði vinnuléit ina á þvi að sækja um vinnu hjá kvennablaöinu „McCall“. Daginn eftir mætti hún hjá rit- stjóranum og í fylgd með henni var leikarinn Georg Hamilton og fjórir öryggisverðir. Það fara ekki sögur af því aö ráðning Lindu hafi verið ákveð- in, enda vildi hún fyrst athuga með vinnu á fleiri stöðum. Hún hefur þegar nokkra reynslu í blaðamennsku því að í fyrra birtist grein í „McCall" um þátttöku hennar í fornleifarann- sóknaleiöangri. Þá hafa birzt eftir hana greinar í „Look“ og hinu fræga tímariti „National Geographic". Lyndu tókst að komast frá Washington til New York án þess að tekið væri eftir henni — en er til New York kom fór á annan veg. Leikarinn Georg Hamilton sem þar var í fylgd með henni er þekktur af kvik- myndatjaldinu og auk þess voru öryggisverðimir fjórir grunsam- legir. Lynda, sem undanfarið hefur alveg horfið í skuggann vegna brúðkaups systur sinnar er nú aftur komin í sviðsljósið og biöa margir eftir því með eftirvænt- ingu hver verði endanleg á- kvörðun forsetadótturinnar í sambandi við stöðuvalið. Kmum hefðbundnu Á leið á skrifstofuna f hnappa- lausum fötum. ing hennar og öll framtíð eftir að vekja óskipta athygli þús- unda um heim allan og ekki sfzt hinna hollu þegna konungs dæmisins brezka. Anna prinsessa af Englandi varð 16 ára um daginn og þessi mynd er ein fyrsta opinbera myndin, sem af henni er birt en áreiðanlega ekki hin síðasta. Yf- irleitt hafa birzt óformlegri myndir af Önnu litlu hingað til en nú er hún komin af bemsku skeiðinu, þegar alvara lífsins byrjar að taka við. Á myndinni er Anna klædd samkvæmt hinni hefðbundnu venju brezkra prinsessa — með perluhálsband — og í silkikjól með perlum þræddum á krag- ann. Afmælisdeginum eyddi hún með hundmðum íþróttamanna frá brezka heimsveldinu í kveðjuboði, sem var haldið fyr ir þá. karlmannafötum „Geimurinn hefur áhrif á sköpunargáfu mína, en fyrst og fremst bý ég til klæðnað til þess að sigra með honum hinn daglega heim“. segir franski tízkuhöfundurinn Ruben Torres sem nýlega kom fram með karl mannaklæðnað, sem mörgum mun finnast æöi nýstárlegur. Fötin, sem Torres vill klæða karlmennina í árið 1967 em t.d. að því leyti frábrugöin hinum við af venjulega karlmannafatnaði að þau eru hnappalaus, auk þess sleppir Torres hinum venjulega skófatnaði, en kemur í staðinn með sérstaka tegund af stígvél- um. Nú er aðeins eftir að sjá hvemig viðtökur geimklæðnaö ur Torres á eftir að fá og hvort fatnaður hans verði klæðnaður ársins 1967. 16 ára prinsessa Þessi unga dama á myndinni brezka konungsdæmisins ef aö á eftir að koma mikið við sögu líkum lætur. án efa á gift- 16 ára. Kári skrifar: „Borgari" skrifar dálkinum: Gömlu umferðarljósin „Frá þvi hefur verið skýrt, að setja eigi upp ný umferðar ljós á ýmsum gatnamótum í borginni, og er það vel, en væri nú ekki ráð að láta hendur standa fram úr ermum um leið og fjarlægja „stútana“ á umferð arljósunum gömlu, en þeir munu véra arfur frá hættutíma (síöari heimsstyrjaldar), til þess gerðir að þau sæjust ekki úr lofti i myrkvun. Ég hef einhvern tíma séð kvartaö yfir þessum stútum — i blaði, ég held oftar en einu sinni. Það eru ekki þeir hættutímar nú, að þeirra sé nein þörf, og þar sem umferðar ljósin myndu sjást betur stúta laus, myndi því fagnað jafnt af akandi mönnum sem gang- andi, ef þeir væru fjarlægöir. Borgari." Það hafa ekki allir ísskáp „Ég kom inn í verzlun f gær til þess að kaupa mér sroior og baö um „lítið stykki“, en búðarmaðurinn blessaður kom með stórt og sagöi: Þeir eru hættir að pakka inn þannig — finnst ekki taka því, síðan smjörverðið Iækkaði. — Þetta kemur sér fráleitt illa fyrir þá, sem hafa ísskápa, en það hafa ekki nærri allir ísskápa, og ein hleypu fólki kemur betur að kaupa lítið í einu. Og meðal ann arra orða: Mundi ekki súrmjólk ursalan aukast mikið, ef fólk gæti fengið súrmjólk f hálfs lítra hymum? Kerling.“

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.