Vísir - 31.08.1966, Blaðsíða 2

Vísir - 31.08.1966, Blaðsíða 2
2 V1 S IR . Miðvikudagur 31. ágúst 1966. EM / frjálsum í fsróttum: A-ÞiÓÐVERJAR SIGURSÆLIR Á FYRSTA DEGI Evrópumeistaramótið í frjálsum íþróttum hófst í gærdag á hinum glæsilega Þjóðarleikvangi eða Nep Stadion eins og hann heit- ir. Aðeins 30 þús. manns höfðu komið til að horfa á opnunarathöfnina og keppnina í fyrstu greinun- um, en búizt hafði verið við miklum mannfjölda fyrsta daginn, þegar Istvan Dobi, forseti Ungverja- lands, setti 8. Evrópumeist aramótið. Setningarathöfnin hófst með því að keppendur gengu inn á völl- inn undir fánum þjóðlanda sinna, en mikla athygli vakti a-þýzka flaggiö, rautt, svart og gult meö hamri og sigð, en þetta er í fyrsta sinn sem Þjóðverjar koma í tvennu lagi í frjálsíþróttakeppni sem þess- ari.Með í þessum hópi á 9. hundrað íþróttamanria og kvenna voru Is- lendingamir tveir Jón Þ. Ólafsson og Valbjörn Þorláksson. fíeppni lauk í gær í þrem grein- j um og unnu A-Þjóðverjar tvær, ' svo greinilegt er að þeir keppa undir heillafána. 1 20 km göngu 1 kom hinn 29 ára gamíi Dieter Lindner fyrstur í mark á 1 klst. 29 mín. 25 sek. en 21 árs gamall hlaupari A-Þjóðverja vann 10 km hlaupið á 28,26.0 mín. Þriðja grein- in sem keppt var í til úrslita var kúluvarp kvenna og vann þar rússneska stúlkan Nadeyhda Chiy- ova með 17.22 metra kasti, en Tamara Press frá Rússlandi var ekki með í keppninni, en hún hefði örugglega borið sigur úr býtum annars. A-Þjóðverjar voru einnig hér á oddinum, tvær a-þýzkar stúlkur voru í 2. og 3. sæti. Göngukeppnin var mjög spenn- andi og jöfn, en annar maður eftir Lindner varð Rússinn Golunichy 40 sek. á eftir, þriðji varð Rússi, 4. A-Þjóðverji, 5. Rússi og 6. Ung- verji, 7. Breti og 8. Frakki. 1 10.000 metrunum var keppni hörkuspennandi og var hlaupið há- punktur keppni dagsins, en Ung- verjinn Lajos kom þar mjög á óvart og náði öðru sætinu en Rússinn Mikitenko varð þriðji. Haase fékk sem fyrr segir 28.26.0 en Lajos var á 28.27.0 og Mikit- enko á 28.32.2. Mercedes Benz 180 '59 góður bíll til sölu. Uppl. í sfma 30896. Heklu dralon peysur terylenebuxur, stretchbuxur, gallabuxur VerzL Njálsgötu 49. Verkamenn vanir byggingavinnu óskast nú þegar í vest- urbæ. Góð kjör. Uppl. í símum 34619 og 12370 eftir kl. 7. Nýkomið Spónskir vínbelgir Skemmtileg gjafavara. Magnús Ásmundsson & Co. Ingólfsstræti 3. Sími 17884. Jóhann — Framh. at bls. 7 ist í tilveru íslenzks veiðarfæra iðnaðar. Tollamálin: Við verðum að fyljjjast með þróuninni Það er misskilningur þegar því er haldið fram, að íslenzk- ur iðnaður eigi almennt i erfiö- leikum vegna tollalækkana, sem hafi veriö látnar skella yfir fyr- irvaralítiö, og iðnfyrirtækin þannig verið látin sæta óeðli- legii samkeppni erlends iðn- vamings. Lög um tollskrá eru frá 1963, en sú nýja tollskrá fól í sér kerfisbreytingar en ekki afnám vemdartolla iðn- aðarvamings. Þessum lögum var breytt á næstu þingum. Tollabreytingar 1964 voru eink- um fólgnar í tæknilegum lagfær ingum og samræmingu tolla á skyldum vörum, er stefndi yf- irleitt í lækkunarátt en höfðu í fæstum tilfellum áhrif á iðn- aöarframleiðslu innanlands. Breytingamar 1965 voru til hagsbóta fyrir iðnaðinn, fólu í sér lækkun tolla á vélum til iðnaöarframleiðslu. Lækkuöu vélatollar þá almennt úr 35% í 25% og vélatollar til útflutn- ingsiðnaðar niöur í 15% og 10% Tollabreytingamar á síðasta þingi fólu einkum i sér lækkun tolla á tilbúnum húsum og hús- hlutum í samræmi viö áætlanir um lækkaðan byggingarkostnað Þó aö tollabreytingar hafi sums staðar torveldað samkeppni ís- lenzks iðnaðar, þar sem lækkaðir hafa verið mjög háir tollar af fullunnum vörum, má ætla, að tollalækkanir til hags fyrir iðnaðinn vegi þar fylli- lega á móti. Allt annars eðlis er aukið innflutningsfrelsi, sem aö sjálf- sögðu snertir samkeppnisað- stöðuna, en um leið nýtur iðnað urinn enn að mestu óbreyttrar og mjög mikillar tollvemdar. Tollvemdin er hins vegar á af- Afgreiðslustarf Piltur eða stúlka, helzt vön kjötafgreiðslu, óskast nú þegar. Uppl. á staðnum. Melabúðin Hagamel 39. Stúlka New York íslenzk fjölskylda búsett í New York, óskar eftir að ráða stúlku til heimilishjálpar. Mat- reiðslukunnátta æskileg. Umsókn, ásamt mynd leggist inn á af- greiðslu blaðsins fyrir mánudag merkt New York — 2843. Ibúö óskast Ung reglusöm hjón óska eftir 2ja—3ja herb. íbúð. Uppl. í síma 17006. Aðstoðarlæknar Stöður 3 aðstoðarlækna við Borgarspítalann í Heilsuverndarstöðinni og stöður 3 aðstoð- arlækna við Slysavarðstofu Reykjavíkur eru lausar til umsóknar frá 1. október n. k. eða síðar. Stöðurnar veitast til 6 og 12 mánaða með möguleika á framlengingu um sama tíma. Laun skv. samningi Læknafélags Reykjavík- ur og Reykjavíkurborgar. Umsóknir með upplýsingum um námsferil og fyrri störf sendist Sjúkrahúsnefnd Reykjavík- ur Heilsuverndarstöðinni fyrir 30. sept n. k. Reykjavík 30. ágúst 1966. Sjúkrahúsnefnd Reykjavíkur. TIL SÖLU SilverCross barnakerra með skermi, kerru- poki, barnaleikgrind, barnabaðker og barna- róla. — Sími 35762. markaðri sviðum en menn hafa yfirleitt gert sér grein fyrir og því ekki eins viöurhlutamikiö fyrir iðnaðinn almennt, að létt sé á henni eins og sumir álíta. Ríkisstjómin hefur gert fyrir svarsmönnum iðnaðarins Ijósa grein fyrir því, að hverju kynni að stefna um lækkun tolla. Gerði ég ýtarlega grein fyrir þessum vandamálum á ársþingi iðnrelcenda í apríl sl. og get vitn að til þess. Menn verða aö hugleiöa, að í heimi lækkandi tolla og frjálsra viöskipta eigum við ekki ann- arra úrkosta en fylgjast með, hvort sem við gerumst beinir þátttakendur í bandalögum eða samningum við aðrar þjóðir eða ekki. Almenningur hér á landi, sem í sívaxandi mæli leggur land undir fót með ferðalögum til útlanda, lætur ekki bjóöa sér að vera hvaö vöruverð snertir lokaður innan íslenzkra toll- múra. Smygl og óheiðarleg við skipti yrðu óviðráðanleg og al- menningur yrði að búa við al- mennt hærra vöruverð, sem mundi eðlilega knýja á um hærra kaupgjald og þar með vaxandi verðbólgu, sem aftur kæmi iðnaöinum í koll og eyði legði tilveru og vaxtarmöguleika hans. Sjálfskaparvítin væru þannig óhindruð að verki. Hitt er eðlilegt, að iðnaðurinn hlýtur að gera kröfu til þess, að hann standi jafnfætis öðrum atvinnuvegum við aðgerðir þings og stjómar, sem eru af- leiðing verðbólgu eða til þess að hefta vöxt verðbólgu og hafa stjórn á þróun efnahags- mála. Aðalatriðið er, að hinar ýmsu stéttir og atvinnugreinar skilji aðstöðu hverra annarra nægjan lega til þess að frá árekstmm og misrétti verði forðað, enda bresti þá heldur ekki skilning stjómvalda. Iðnaðurinn verður að mega treysta því, að í þessum efnum verði hann ekki hlunnfarinn, en hann á heldur ekki að krefjast sér til handa verndar, sem felur í sér misrétti gegn öðrum og þjóðfélagslegt óhagræöi. Ég tek enn fram, að ég vil á engan hátt gera lítið úr erfið- leikum, sem við hefur verið að glíma og við blasa. En ég fæ ekki betur séð en iðnaðurinn hafi brugðizt vel við hlutskipti sínu í þjóðarbúskap okkar og margvislegir möguleikar til hagsbóta séu fyrir hendi. Ég ber engan kvíðboga fyrir því, að framtíðarmöguleikamir verði ekki nýttir til hins ýtrasta' á grundvelli þeirra samtaka og félagslegs þroska iðnrekenda og iðnaðarmanna, sem fyrir hendi em, í samvinnu við opinbera að ila, sveitarstjórnir, ríkisstjórn og löggjafarvald í skjóli gagn- kvæms skilnings og trausts. Framkvæmdaþrek, áræði, hug vit og bjartsýni einstaklinganna er sá hornsteinn, sem allt hvíl ir á. Iðnsýning sú, sem nú verö ur opnuð, mun bera iðnaðinum vitni, eftir þv( sem verða má á slfkum vettvangi. Það séu mín lokaorð, að ís- lenzkur iðnaður sé og veröi þess megnugur í samtíð og framtfð að leggja fullan hlut í þjóðarbú landsmanna, að hann búi ein staklingum og fjölskyldum betri hag og veiti komandi kynslóð um lítillar en ört vaxandi þjóð ar meira öryggi en ella væri um góða afkpmu, blómlegt at- vinnulíf, vaxandi menningu, — um farsæla framtíð. Iðnaðarmönnum, iðnverka- fólki og iðnrekendum óska ég heilla meö Jönsýninguna 1966.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.