Vísir - 31.08.1966, Blaðsíða 8

Vísir - 31.08.1966, Blaðsíða 8
8 VÍSIR . Miðvikudagur 31. ágúst 19««. VISIR Utgefandi: Blaöaútgátan VISIR Ritstjóri: Gunnar G. Schraœ ABstoðarrltstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjóri: Jónas Kristjánsson Auglýsingastj.: Halldör Jónsson Auglýsingar Þingholtsstræti 1 Afgreiösia: Töngötu 7 Ritstjðm: Laugaveg: 178 Síml 11660 fS llnur) Askriftargjald kr. 100.00 á mánuði innanlands. I lausasölu kr. 7.00 eintakiö Prentsmiðja Vlsis - Edda h f íslenzk vísindastefna ]\ær vikulega birtast í blöðum fregnir af erlendum )) vísindaleiðöngrum, sem hingað leita til fanga. Það leiðir hugann að ómældum verkefnum á vettvangi \\ vísindanna, sem land okkar býður upp á, en einnig (( því að í rannsóknarefnum búum við enn á frumöld. (I Merkasta jarðfræðiland álfunnar á sér enn enga jarð- // fræðideild, og ungir vísindamenn í læknisfræðum og ) öðrum raunvísindum verða enn að leita út til starfa ) með öðrum en sinni eigin þjóð. Vitanlega er efna* i skortur lítillar þjóðar hér meginorsökin. En þar kem- / ur fleira til, fyrst og fremst skilningsleysið á gildi ) æðri mennta með þjóð, sem er sífellt að flýta sér á eft* \ ir gulli augnabíiksins. Háskólinn er ímynd hins bezta l í íslenzku þjóðerni og hornsteinn andlegs sjálfstæðis ( þjóðarinnar, en samt er ekki meira fé til hans veitt / en innan við einu prósenti af ríkistekjunum. Að því / er vitanlega bæði smán og hneisa, og þá ekki síður ) því að fram á síðasta árið bryddaði ekki á neinni \ stefnu í raun- og hugvísindamálum hér á landi af hálfu V ríkisins. Háskólarektor hefur sjálfur vísað þar veginn ( í eftirminnilegri ræðu og ríkisstjórnin samþykkti þá / drög að Háskólaáætlun. En hér þarf miklu meira til. / Ekki aðeins þarf að byggja nýja háskólabyggingu og ) sérstofnanir næstu árin og fjölga mjög prófessorum, \ heldur þarf að endurskipuleggja allt kennslukerfi ( æðri skóíanna og Háskólans, í samræmi við viðhorf (i nýrrar aldar. Og jafnframt þarf að veita miklum mun / meira fé til bæði grundvallarrannsókna og hagnýtra / í íslenzkum vísindum. Annars gera árin okkur að ) afglapaþjóð í samkeppni veraldarinnar. En umfram \ allt þarf að skapa vísindastefnu, sem hér marki braut- ( ina, stórhuga og raunsæja í senn. Það er áskorun j{ Vísis til þings og stjórnar að hefjast strax handa í \l því mikla sjálfstæðismáli. \\ íslenzkt velferðarþjóðfélag ^lþýðublaðið mótmælir því í gær að með hinni stór- ( huga Byggingaráætlun sé farið inn á nýjar leiðir í þjóð ( félagsþjónustu ríkisins. Það er næsta kátlegt sjónar / mið, því þótt verkamannabústaðir hafi áður verið / byggðir með hagstæðum lánum er Byggingaráætlunin ) vitanlega allt annars eðlis, bæði miklu stærri í sniðum \ og ekki sízt að þar er byggingarfrumkvæðið í hendi ( ríkis og Reykjavíkurborgar. Ritstjóri Alþýðublaðsins ( þarf ekki að óttast að fjöður verði dregin yfir bar- / áttu Alþýðufl. að mörgum góðum þjóðfélagsmálum. / En það er mesti misskilningur ef hann heldur að sá ) flokkur eigi einhvern einkarétt á velferðarþjóðfélag- \ inu íslenzka. í sköpun þess hefur Sjálfstæðisflokkur- ( inn allt frá stríðslokum markað brautina, í þeirri full- (' vissu að með því væri bezt unnið í hag allra lands- / manna. Þeirri baráttu mun flokkurinn halda áfram / á ókomnum árum, því framtíðargengi hans er undir ) því komið. ) Svipmyndir Iðnsýningin 1966 var opnuð í gær í Sýningarhöllinni í Laugardal. Gefur þar að líta þverskurð íslenzks iðnaðar eins og hann er í dag, en 140 innlend iðnfyrirtæki sýna þar framleiðslu sína. Allir þeir, sem ekki trúa á íslenzkan iðnað, geta brugðið sér inn í Sýn* ingarhöllina, skoðað sig um í sýningarstúkunum og sannfærzt. Segja má, að þessi sýning sé sú tilkomumesta, sem hér hefur ver ið haldin til þessa, og mun hennar væntanlega lengi verða minnzt sem slíkrar. Blaðamenn og ljósmyndari Vísis fóru á Iðnsýninguna í gær og röbbuðu við nokkra aðila, sem þama sýna vörar sínar. í sýningarstúku Sápugeröar- innar Friggjar hittum við aðmáli Stefán Aðalsteinsson sölu- mann hjá fyrirtækinu. Sýning- arstúka Friggjar er innarlega í aðalsýningarsalnum, á að gizka 25—30 ferm. á stærð. Þar er útstillt þvottadufti, þvottalög, og fleiru sem verksmiðjan fram leiðir. Stefán segir okkur í upp- hafi, að hann hafi unnið við fyrirtækið í fimm ár, en var í upphafi bifreiðastjóri við verk- smiðjua, en lagði síðan út í sölumennskuna. Við spyrjum fyrst um fyrir- tækið sjálft. — Sápugerðin Frigg er rúm- lega 4Ö ára gamalt fyrirtæki. Hét að vísu áður Ásgarður og framleiddi þá smjörlíki, en hætti þeirri starfsemi, sem sjálfstæður aðili, en sameinaðist Afgreiðslu smjörlíkisgerðánna. Þá breyttist nafn fyrirtækisins og það hóf að framleiöa aðrar vörur, sem sé á sviði hreinlæt- Stefán Aðalsteinsson. isiðnaðarins. Sápugerðin Frigg: Framleiðsluaukning á hverju ári Fyrirtækið er nýlega flutt í að við teljum, að framleiðsla nýtt húsnæði í Garðahreppnum, okkar standi erlendri fram- og um leið var vélakostur þess leiðslu fyllilega á sporði. bættur að miklum mun, þannig Framhald á bls. 3. Húsgagnaverksmiðja Jóns Péturssonar: Hver maður vill hafa sérsnið á eldhúsinu Á Iðnsýningunni 1966 sýna þrjú fyrirtæki eldhúsinnrétting- ar, en auk þess sýnir fjöldi fyrirtækja aðrar innréttingar eins og t.d. húsgögn. 1 bás Hús- gagnaverksmiðju Jóns Péturs- sonar standa Jón og kona hans, Jódis Vilhjálmsdóttir, þegar við komum að básnum. Aðalvandamálið i sambandi við fjöldaframleiðslu innrétt- inga á íslandi, segir Jón, fyrir utan kannski smæð markaðar- ins, er tregða íslendinga til að kaupa það sama og nágrann- inn. — Hver maður vill hafa sína eldhúsinnréttingu með sér- stöku sniði. Þess vegna er okK- ur el:ki svo mikil hætta búin af innfluttum eldhúsinnréttingum. Framhald á bls. 3. * Jón Pétursson og kona hans, Jódís Vilhjálmsdóttir.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.