Vísir - 05.09.1966, Blaðsíða 11

Vísir - 05.09.1966, Blaðsíða 11
m Reykingarmenn fá nýtt „sjokk44 Filters'igaretturnar nú sagðar . vera hættulegastar TVTargar filtersígarettutegundir 1 eru ennþá hættulegri en venjulegar sígarettur, segir hóp ur bandarískra vísindamanna, sem hefur starfað að krabba- meinsrannsóknum, eftir að hafa rannsakað margar þekktar síga rettutegundir. Vísindamennirn- ir halda því fram í skýrslu sinni að alla auglýsingastarfsemi um það að filtersígaretturnar séu ekki eins hættulegar megi nán ast kalla svindl. Þeir rannsökuðu tjörumagnið — sennilega skaðsamlegasta efnið og nikótínmagnið sem finnst í sígarettureyknum. Nið- urstöðurnar urðu þær, að reyk- urinn frá einni Pall Mall filter stgarettu inniheldur 43,3 milli- grömm af tjöru og 2,13 milli- grömm af niktótíni, eftir að hann hefur farið í gegnum filt erinn, en aftur á móti séu í reyk venjulegrar Pall Mall sígarettu án filters 32,7 milligrömm af tjöru og 1,75 milligrömm af nikótíni. Flestar eru núna framleiddar bæði með og án filters Flestar eru núna framieiddar bæöi með og án filter. Þessum tölum er mótmælt af framleiðandanum American To- bacco Company, sem staðhæfir, að rannsóknir á rannsóknar- stofu fyrirtækisins leiði i ljós að filterinn komi að haldi. Það er gefið í skyn, að til þess að fá almennilegan samanburð verði að reikna innihald tjöru og nikótíns í reyknum á hvern cm. tóbaks í filtersígarettu og sígarettu án filters. T vísindalegu rannsókninni, sem nú hefur verið skýrt frá opinberlega — og krabbameins stöð New York-fylkis t Buffalo FASTEIGNAMIÐSTÖÐIN Höfum til sölu: 6 herb. íbúðir tilbúnar undir tréverk og málningu. Allt sam- eiginlegt fullklárað. Verð kr. 780 þús. 3ja herb. íbúðir tilbúnar andii tréverk og mámingu. 4Itt sameiginlegt fullklárað. Verö 650 þús. 2ja herb. íbúðir tilbúnar undir tréverk og málningu. Allt sameiginlegt fullkláraö. Verð 550 þús. Raöhús í smiðum. Húsin eru 2 stofur, 4 svefnherbergi, eld- bús og oílskúr Húsin seljast pússuð og máluð utan og með gleri. Lítið 3ja herb. einbýlishús t gamla bænum, nýstandsett. Verð 750 þús. 3ja herb jarðhæð i Hltðunum. Mjög góð fbúð. Verð 750 þús. 2ja herb. íbúð i Austurbæ. Verð 650 þús. 3ja herb. tbúð i gamla bænum. Verð 450 pús. 3ja herb. ."búðir I Vesturbæ. Mjög góöar fbúðir. 4ra herb. fbúð f Austurbæ Mjög góð íbúð 4ra herb. tbúð i gamlá bænum. Verð kr 850 þús. 4ra herb. fbúð f Hafnarfirði Aðeins 2 tbúðir . húsinu. 5 herb. ibúð við Holtsgötu íbúðin er 2 stofur, 3 svefnherb., eldhús og baö. Einbýlishús i gamla bænum, nýstandsett Á 1. hæö er 3ja herb. íbúð Á jarðhæö eru 4 herbergi hentugt fyrir mann með iðnrekstur. Tvíbýlishús í Austurbænum. Hentugt fyrir fjölskyldur, sem vilja vera saman. Einbýlishús, tvíbýlishús og raðhús t smíöum. Iðnaðarhús með góðum innkeyrslum. Fasteignamiðstöðin, Austurstræti. 12 2. hæð Símar 20424, 14120. Kvöldsími 10974. ÚTSALAN Rouðarórstíg 20 heldur áfram. — Fatnaður á börn og fullorðna. M. a. á börn: Skyrtur, gallabuxur, terylenebuxur, mjaðmabuxur, peysur, úlpur. Á fullorðna: Peysur, skyrtur, nærföt, sokkar, kven- mokkasíur og strigaskór karlmanna. UtsaBnn iauðarárstíg 20 (horni Njálsgötu og Rauðarárstfgs). framkvæmdi — var önnur for- senda notuð. Yfirmaður stofnunarinnar, dr. George E. Moore, heldur þvt fram að filtersígarettan og venjulega sígarettan hafi sama tóbaksmagn, en að reyk- ingamaðurinn reyki filtersíga- rettuna venjulega til enda og fái með því meiri reyk en þegar hin venjulega sígaretta er reykt. „Hluti reykingarmannanna fær vissa vemd, en aðrir hafa yfir höfuð enga og hafa enga möguleika á þvf aö skera úr um það hvaöa filter sé beztur. Þetta má næstum kalla svindl", segir hann. Rannsóknir stofnunarinnar sýna ennfremur fram á það að þeir sem reyki Chesterfield fái í sig jafnmikið tjörumagn, um 27 milligrömm, hvort sem þeir reyki filtersígarettur eða þær venjulegu, en aö filtertegundin gefi meira nikótin. Hvað snertir Lucky Strike — þriðja merkið, sem hefur verið rannsakað á tilsvarandi hátt — urðu niðurstöðurnar þær, að tjöru- og nikótínmagn er svo til það sama f tegundunum tveim. TJ annsóknimar hafa líka náð yfir tjöra- og nikótininni- hald í nokkrum sígarettutegund um, sem aöeins eru framleiddar í nokkrum sígarettutegundum, sem aðeins eru framleiddar meö filter. Þar urðu niðurstöðumar þær, að tjöruinnihaldiö í Salem, Lark, Winston og Marlboro, er um 22—23 milligrömm á síga- rettu meðan tölumar fyrir Kent eru 18,8 og fyrir Trae 16,9. Rannsóknin var framkvæmd meö „reykingavél", sem aö mestu leyti er sömu gerðar og sú tegund, sem framleiðendur nota i rannsóknarstofum sínum. Vélin tekur einn reyk á minútu þangað til eftir er um 2% cm. sígarettunnar. Þar sem um var að ræða filtersígarettur með sérlega löngum filter var reikn- að með nokkuð stærri „stubbi.“ 1 umræðunum £ Bandaríkjun- um um skaðsemi tóbaksins hafa þær aðeins að takmörkuðu leyti beinzt að filtersígarettunum. 1 rannsókninni miklu, sem fór fram fyrir tveimur árum að tilhlutan stjómarinnar var gef- ið í skyn að maður hefði ekki nægilegan grundvöll fyrir sam anburð og niðurstöður, þegar um filtersígarettur væri að ræða, en að það heföu ekki fund izt almenn merki þess, að filter- inn minnkaöi skaðsemina. Jgn tóbaksiðnaðurinn I Banda- ríkjunum hefur f miklum mæli breytt framleiöslunni og auglýsingaherferðunum með tM- liti til filtersfgarettanna. Áriö 1952 voru filtersígarettumar aö eins 2% allrar sígarettufram- leiðslunnar, en árið 1965 voru þær aftur á móti 64,2% fram- leiðslunnar. Fyrirtækin hafa átt í harðri samkeppni um markaðinn og hafa komið fram með ýmiskcm- ar filtertegundir, sem er lýst á þann veg að öryggismáttur þeirra sé alltaf að aukast. Tilraunimar, sem hafa veriö reyndar með lagasetningu, í þá átt að hafa áhrif á framleiðslu sígarettanna hafa aðeins náð þeim árangri, að hverjum pakka á samkvæmt lögum að fylgja texti, sem upplýsir að reykingar geti verið „skaðlegar heiísunni", Þeir aðilar f löggjafarvaldinu, sem krefjast þess að til róttæk- ari ráða sé gripið, hafa orðið sammála um það að hverjum pakka eigi að fylgja miði þar ■ sem á standi hversu mikla tjöra reykurinn inniheldur. Jþær umræður sem hafa bloss að upp milli Krabbameins- stöðvarinnar £ Buffalo og fram leiðendanna gefa f skyn hversu erfitt það verður að verða sam mála um aðferðimar um mæl- ingu tjöramagnsins. í framtlöinni er einnig ætlun- in að takmarka með löggjöf sfga rettuauglýsingamar i sjónvarp- inu, mál sem er álitið ákaflega viðkvæmt, þar sem um ræðir eina mestu féþúfu verzlanafélag anna. Þegar allt kemur til alis stend ur maður frammi fyrir erfiðu verkefni er undirstrikað i skýrsl unni, þegar reynt er að ráðast á „Tóbak konung.“ Það er tölu verður tóbaksiðnaður f mörgum rikjanna og styðja hann margir sterkir hópar, sem geta komið sfnu til leiðar á margan veg. Kári skrifar: Keflavíkursjónvarpið og ensk tunga Islenzka sjónvarpið fer nú að taka til starfa innan langs tíma og vona menn, að vel takist. Ekki er mér kunnugt hvað ofan á verður að þvi er Keflavikur sjónvarpið varðar, — hvort sjónvarpsviðtækjaeigendur eiga áfram aö geta heyrt það og séö, eða hvort það verður einskorð- að við „völlinn", þegar hið fs- lenzka tekur til starfa. Um þessi mál öll hefur verið deilt talsvert svo sem kunnugt er, menn skiptast f tvær harðsnún ar fylkingar, með og móti dáta sjónvarpinu og allt liggur ljóst fyrir um afstöðu manna, og ó- þarft aö rekja. Á einu hefi ég oft furðað mig sem gamall kennari og það er hve sjaldan, — ef þá nokkum tíma — hefur verið á það bent, aö sú enska sem tiðast heyrist í Keflavíkursjónvarpinu er ekk.i sú enska, sem þeir ættu að taka sér til fyrirmyndar, sem eru að Iæra ensku — og áhrifin sér- staklega óheppileg á bömin, sem eiga eftir að læra ensku. — Það mál, sem fyrir þeim er haft sjónvarpinu læra bau án fyrir hafnar, en þegar sfðar kemur \ til þess að þau eiga að læra rétt an framburð og venjast réttum málhreim o.s. frv. verður erfið- ara um vik að uppræta áhrif dátasjónvarpsins. Samanburður Það er ekki mikil fyrirhöfn fyrir menn að kanna hvort hér er rétt með farið. Menn þurfa ekki annað en skrúfa frá þegar erindi era flutt eða fréttir í brezka útvarpinu. Þar koma að eins fram þrautþjálfaðir þulir, sem tala vandað og fagurt mál, sem hefur á sér þann sanna menningarblæ (kúltúrblæ), sem manni finnst oft gersamlega skorta á enskt tal í Keflavíkur- sjónvarpinu. Fyrirmyndin Ungt fólk sem vill læra ensku vel, ætti að leita sér fyr- irmyndarinnar annars staðar en f Keflavíkursjónvarpinu. Ég ræð því heilt, er ég bendi því á, að hlusta á brezka útvarpið fréttir og erindL Og þið megið trúa þvf, að þið heyrið einnig betri ensku í fréttatilkynning- um frá meginlandinu en f Kefla víkursjónvarpinu. Otvarpsstöðv amar, bæði í Vestur-Evrópu og kommúnistalöndunum, ráða nefnilega til sín aðeins þá til flutnings á fréttum á ensku, sem tala málið vel, og margt af þessu fólki mun vera enskt, en hitt svo vel menntað, að aðdá- unarvert er. Ekk! auðlært mál — Það má segja, að það sé auö- velt að komast niður f ensku til þess að geta bjargaö sér, en enska er ekki auðlært mál — þaö er eins og möguleikamir til að auka við þekkinguna séu óþrjótandi alla ævina, jafnveí fyrir þá, sem hafa haldið við og reynt að auka við hana á langri ævi. Við eigum að setja metn að okkar f að læra vel þau er- lend mál, sem við lærum, og sjálfsagt verður enskan fyrii valinu hjá flestum af augljósum ástæðum. Þið, sem erað að læra það mál, hefðuð gott af að kynn ast enskri útvarpsensku, og ef þið hafið hlustað á enskuna í Keflavikursjónvarpinu verðið þið ekki lengi að finna muninn- Meðal annars vegna þess, sem hér hefur verið gert að umtals- efni, tel ég litla eftirsjá að Keflavíkursjónvarpinu. —a.-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.