Vísir - 17.09.1966, Blaðsíða 12

Vísir - 17.09.1966, Blaðsíða 12
12 V1SIR . Laugardagur 17. september 1966. tíma, — og ég þakka þér, ber fram einlægar þakkir fyrir mína hönd og líka fyrir Roderick og Saul... — Hættu fábjáni... og hún kreppti hnefann og steytti hann framan í hann og staröi á hann svo heiftarlega aö þaö var sem hann missti allan mátt, er hann nú hafði hellt eitri í bikarinn. Hann var nú greinilega hræddur, leit Orðsending til bifreiða- eigenda — Guöi sé lof, sagöi Philip, ég kaim bezt viö að allt sé biátt á- fram og gyilingalaust. Ég þekki fólk, sem er bðlvaniega við að verða að vakna á morgnana og lifa virkileikans Mfi, í stað þess að geta dreymt áfram. L0 gleðst alltaf yf- ir að vakna á morgnana og þá varpa ég af mér öllu því fargi, sem draumar hafa búið mér. í draumum mínum líður mér eins og einhverri undarlegri veru, sem fálm ar sig áfram í myrkri, og gerir kannski undarlegustu hluti. Lífið getur svo sem verið nógu bölvað, en það er þó þúsundfalt betra en það líf, sem undirmeövitundin býr okkur í draumheimum. Sammála? — Ekki alveg, sagði Penderel, ég verð víst að játa að ég er í hinum flokknum, þeim, sem er meinilla við aö þurfa að vakna. Eft ir lýsingu yðar á draumum eru þeir fjári likir mörgum dögum lífsins — kannski er þetta allt blandað saman? Og hver veit — kannski er yðar draumalíf mitt raunveru- lega líf — og öfugt. — Og alveg eins og í „Alice i Undralandi," þegar hún lítur í speg i'nnn, skaut Margaret inn í. Menn höfðu sagt henni, að hún væri ein feirra sem kónginn dreymdi um Var það rauði kóngurinn — eða sá hvíti — og hún fór ekki aö gráta. Ég man, að þegar ég var litil telpa hafði ég samúð með henni. — Hugsið þið ykkur, sagði Pend- erel, ef herra Femm dreymdi um okkur. Hann iöraðist þess þegar að hafa sagt þetta. Honum fannst Marg- aret allt í einu verða óttaslegin á svip — eins og allt í einu væri hún farin að hugsa eitthvað sem henni hafði gleymzt meðan þau mösuðu saman. Hafði eitthvað komið fyrir meðan hún var ein með Rebekku Femm? Kannski vissi hún það, sem hann ekki vissi — hvers vegna Hor ace Femm var svona hræddur? Hve furðulegt, ef í þessum fagra kolli geymdust einhverjar ógurleg- ar hugsanir mynd af einhverju sem hafði vakið skelfingu í huga henn ar? — Ég held nú frekar að okkur muni dreyma þau, en þau okkur sagði Philip hvíslandi röddu Ef til vili ekki Femm — en hin tvö. Þau eru einmitt af því sauða- húsi, sem mig gæti dreymt, eink- um karlmaðurinn, hvað heitir hann nú aftur — Morgan. Margaret gat ekki þagað lengur. — Já, en Philip, konan — Re- bekka Femm, hvíslaði hún. Hann hallaði sér aö henni. — Hún er vond — djöfull í mannsmynd. Hann horföi á hana eins og gengi alveg fram af honum. — Mig furö ar á því, aö þú skulir tala svona um hana — húsfreyjuna okkar. — Já, en mér er alvara Philip. Ég þoli ekki aö vera I sama herbergi og hún. Philip varð alvarlegur á svip. — En hvað hefur hún gert? hvísl aði hann. — 1 rauninni ekkert. Það er ekki það, það er bara þaö, aö hún er eins og hún er. Ég skal segja þér nánar frá því síðar. Margaret sneri sér við og sá, að Femm var kominn hljóðlega ti! þeirra. — Gerið þið svo vel, sagði hann Það var „kalt borð“ sem þeim var boðiö upp á. Á borðinu var fat með leifum af nautasteik fát með köldúm kartöflum, stór brauðhleif- ur, ostur og smjör. Rebekka Femm hafði þegar setzt að borði, vinstra megin, sat þar \ með samanbitnar varir. Philip og Margaret sátu saman. Femm settist gagnvart systur sinni, en Penderel settist þannig, að hann sneri baki að aðaldyrunum. Morgan sem var enn súrari á svip en áður hafði tekiö sér stöðu fyrir aftan Rebekku Femm. Sá sljóleiki, sem veriö hafði á| Philip eftir volkið var nú horfinn, \ hugsanimar voru famar að verða skýrari og ótai spumingar voru farnar að skjóta upp kollinum í huga hans. Þetta fór ekki fram hjá Pender erel og hann brosti til hans. Hann fann allt í einu til þess hve ógeð- fellt allt var honum, húsið og fólk ið, sem í því bjó — orðið hálfsturl að í einverunni á þessum af- skekkta stað. Margaret hvíslaöi allt í einu að Philip. — Það fer í taugarnar á mér hve ljósin era flöktandi — hvemig skyldi standa á þvf? — Straumurinn er sennilega veikur — leiðslur rakar eða eitt- hvað annað, svaraði Philip. Ég yrði ekkert hissa á því þó öll ljós slokkn uðu, þegar minnst varir og við sæt um í kolamyrkri. Við öillu má búast og við verðum að vera við því búin að taka hverju sem að höndum ber meö stillingu. Margaret kinkaði kolli, en henni rann kalt vatn milli skinns og hör- unds og hún ákvaö ef ljósin slokknuðu, að sitja hjá Philip alla nóttina viö arininn. Horace Femm, sem hafði verið að rabba eitthvaö við Penderel varö nú allt í einu minnugur gestgjafa- hlutverks síns og bauð gestunum að gera svo vel, en þá rauk Re- bekka upp og æpti, svo að hin hrukku við. — Hugsaðu ráö þitt Horace, kall aði hún — við erum þó ekki heiöin Horace krosslagði armana á brjóstinu og sagði lágum rómi, svo að systir hans heyrði ekki orðaskil: — Mér hafði víst gleymzt að systir mín er sannkristin kona og vill halda gamla siðnum að lesa borðbæn. — Horace Femm — guðlastari — ég heyri ekki hvað þú segir, en ég get lesið í hug þinn. — Systir mín, sagði hann nú og hallaði sér fram svo að hún mætti heyra orð hans: — Ég var aðeins að útskýra fyrir gestunurh, sem voru víst undrandi yfir að enginn bauð þeim að njóta þeirra dýrindis rétta, sem á borð eru bornir, að þú vildir að borð- bæn yrði lesin til þess að þakka gjafaranum allra góðra hluta gjaf- mildi hans ... — Nú er nóg komið, lygari, spott ari, ég þekki þig — — ... og fyrir heilbrigöi, friði og hamingju sem Hann hefur látið þessa fjölskyldu njóta á liðnum Nú getiö þið nýtt hjólbarðá ykk ar til fullnustu meö því aö láta okkur dýpka eða skera nýtt munstur í hjólbaröa ykkar. — Opið virka daga kl. 8—12.30 og 1—20, laugardaga frá kl. 8— 12.30 og 14—18 og sunnudaga eftir pöntun. MUNSTUR OG HJÓLBARÐAR Bergstaöastræti 15 (gengið inn frá Spítalastíg) ÞÝZKAR ELDHÚSINNRÉTTINGAR úr harðplasti: Format innrctfingar bjóða upp á annaS hundraS tegundir skópa og litaúr- val. Allir skópar með baki.og borðplata scr- smíðuð. Eldhúsið fæst með hljóðeinangruð- um stólvaski og raftækjum of vönduðustu gerð. - Sendið eða komið með mól af cldhús- inu og við skipuleggjum cldhúsið samstundis og gcrum yður fast verðtilboð. Ótrúlega hag- stætt verð. Munið að söluskattur er innifalinn í tilboðum fró Hús & Skip hf. Njótið heg- stæðra greiðsluskilmóla og /gV lækkið byggingakostnaðinn. HÚS & SKIP ,hf.- LAUGAVEGl II > SIMI 21515 T A R Z A N Með mikilli eftirvæntmgu, að hann finni bráðlega týnda flugmanninn, sveiflar apa- maðurinn sér líðlega á milli trjánna. Ég veit ekki enn þá hvort þetta er Guru- • þorpið og ef það er þaö, hvort Bilski flug- stjóri er þar. Hm. það lítur út fyrir að verið sé að halda hátíð, bezt er aö komast nær til þess aö geta séð betur. Gotfóhöld P. Eyfeld Ingólfsstræti 2. FRAMKÖLLUM FfLMUWAR FLJÓTT OG VB. CCVAFOTQ AUSTURSTRÆTI 6 METZELER hjólbarðarnir eru sterkir og mjúkir, enda vestur-þýzk gæða- vara. Hjólbarða- og benzínsalan við Vitatorg. Sími 23900 Barðinn h.f. Ármúla 7 Sími 30501 Ahnenna Verzlunarfélagið h.t. Skipholti 15. Sími 10199

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.