Vísir - 12.10.1966, Blaðsíða 1

Vísir - 12.10.1966, Blaðsíða 1
VAR STOÐVAÐUR AF RAD VISIR 56. árg. — Miðvikudagur 12. október 1966. — 233. tbl. ARLOGREGLU ók 4 min. s/ðor á konu á miklum hraða Furðulegur ökirferill leigubilstjóra Fjárlagofrumvarp ársins 1967 var lagt fram á Alþingi í gær: BNGIR NÝIR SKA TTAR EN MIK- ILL GREIÐSL UA FGA NGUR Rekstrarafgangur rík- isins árið 1967 er áætl- aður 381 milljón króna og greiðslujöfnuður rúm lega 150 milljónir króna. Heildartekjur ríkissjóðs eru áætlaðar um 4,6 milljarðar króna, sem er 22.4% hækkun, og heild- arútgjöldin um 4.2 millj- arðar króna, sem er 18% hækkun. Þessar tölur koma fram í fjárlaga- frumvarpi ársins 1967, sem lagt var fyrir Al- þingi í gær. Þrátt fyrir greiðsluafganginn gerir frumvarpið ekki ráð fyr- ir neinum nýjum skött- um. Meginstefna fjárlaganna er ó- breytt frá því í ár. Lögbundn- ar fjárveitingar eru um 75% af heildarútgjöldunum. í frumvarp inu er gert ráö fyrir, að fjár- festingarfé verði aukið, einkum til framkvæmda, sem eru langt komnar. Þetta fjárlagafrumvarp er hið fyrsta, sem samið er á vegum nýrrar fjárlaga- og hag- sýslustofnunar, sem sett var á stofn fyrr á þessu ári í fjármála- ráðuneytinu. Nánar er sagt frá frumvarp- inu á bls. 8 í VIsi f dag. Ökumaður einn var stöðvaöur í fyrrakvöld af Iögreglumönn- um umferöardeildar, sem höfðu n staðið manninn að ólöglegum s. ökuhraða í hinu slæma skyggni, sem var þetta kvöld af völd- um rigningarinnar. Var þetta í Borgartúni. Eftir að lögreglan hafði rætt við manninn hélt hann för sinni áfram austur Borgartún. Næsta sem gerist er að lögreglunni er tilkynnt um slys á mótum Hrísa- teigs og Sundlaugavegar. Kom í ljós, að hér var sami ökuþór að verki. „Mér datt satt að segja ekki í hug annað en hér væri um stórslys að ræða“, sagði Borg- þór Jónsson í rannsóknarlög- reglunni í morgun, „en sem bet- ur fer hafði kona meiðzt furðu lítiö". Bremsuför nýja ameriska leigubflsins reyndust vera 20 og 19 metrar. Blaöið hefur fregnað, að maö- ur þessi hafi á undanfömum ár- um hvað eftir annað verið vald- ur a3 ýmsum umferðaróhöppum og mun eiga sök á a. m. k. 6 árekstrum og hvað eftir annað verið tekinn fyrir allt of hraðan akstur. Mál mannsins er nú f rann- Framh. á bls. 6 Drengur fyrir bíl í morgun í morgun um níuleytið varö 9 ára gamall drengur á reiðhjóli fyrir bifreið á Reykjanesbraut skammt frá bensinafgróiðslu Skeljungs. Of hraður akstur virðist hafa verið meginástæðan fyrir óhappinu, því hemlaförin vom 27 metra löng, enda þótt ökumaður teldi sig hafa ekið á 40 km hraða. Menn bif- reiðaeftirlitsins reyndu hemlana á þessum hraða og þá reyndust förin aðcins 7 metrar! Drengurinn, Ellert Jón Þorgeirs- son til heimilis að Stigahlíð 28, meiddist furðu lítið, skrámaðist að- eins lftilsháttar. Samningar um fyrsta áfanga Sundahafnar í morgun kl. 11:45 voru á skrifstofu Hafnarstjóra í Reykja ‘ vík imdirritaðir samningar um, byggingu 1. áfanga Sundahafn-1 ar. Eru samningamir mllli ] Reykjavíkurhafnar annars vegar , og fyrirtækjanna Skaanska Cem 1 entsgjuteriet, Malbikun hf. og ' Loftorka hf.. Fyrlr hönd Reykja . vikurhafnar undirrituðu samn-1 ingana þeir Geir Hallgrímsson,' borgarstjóri og Gunnar B. Guð . mundsson, hafnarstjóri. Gert er 1 ráð fyrir, að lokið verði við ] framkvæmdir við 1. áfangann á < 22 mánuöum. Framkvæmdir1 munu hefjast mjög bráölega. BorgardómaraembættiS flytur I HallveigarstaSi Þrir dómsalir, einn útbúinn á þann hátt flýtt geti vitnaleiðslum og dómum að Um áramót flytur Borgardóm araembættiö væntanlega úr hús- næðinu, sem það hefur haft- að Laugavegi 13 £ nýtt húsnæði, Hallveigarstaði á mótum Tún- götu og Garðastrætis. Stórbatn- ar öll aðstaða embættisins við þessa flutninga. Hingað til hafa bæjarþing t. d. verið haldin í Hegningarhúsinu viö Skólavörðu -«> Bátur strandar vest- an við Dyrhólaey Vélbáturinn Öölingur frá Vest- mannaeyjum strandaði í nótt á söndunum 2 til 3 mílur vestan við Dyihólaey, einhvem tíma milli kl. 2 og 4. Sat báturinn þar fastur á sandi í morgun, en Lóðsinn var á leið austur þangað og björgunar- leiöangur lagði af stað úr Reykja- vik í nótt. Verður reynt að ná bátnum út á flóðinu í dag. um borð í neinni hættu, logn og Skipverjar eru allir Öðlingi og ekki í enda er veður mjög gott, sjólaust. Báðurinn, sem er eign Fiskiðjunn ar í Vestmannaeyjum, hefur verið á togveiðum við Suðurland í sumar. Ekki er vitað um orsakir strands ins, né hvort báturinn er mikið skemmdur. stíg og ennfremur hefur einn borgardómaranna haft skrifstofu sfna að Laugavegi 18. Með til- komu nýja húsnæðisins verður allt embættið á sama stað. Talaði blaðið í morgun við Magnús Thoroddsen fulltrúa hjá embættinu og sagöi hann aö í nýja húsinu yrðu réttarsalirnir miklu betri en verið hefur. Gert<5> væri ráð fyrir þrem dómsölum og væri hægt að-halda almennt bæjarþing í þeim. Ennfremur væri verið að ræða um þaö að með tilkomu nýja húsnæðisins yrði hægt að taka upp ýmsa tækni í þjónustu embættisins. Meðal annars með því aö taka vitnaleiðslur upp á segulband en fram að þessu hafa þær verið bókaðar. Ætti það að geta flýtt fyrir vitnaleiðslum; ef væri not- að að ráði. Væri einn salurinn sérstaklega útbúinn í þeim til- gangi. Þegar vitnaleiðslur færu fram á þennan hátt væru vana- lega hljóðnemar í salnum og seg- ulband í næsta herbergi, sem tæki upp. Væri dómari með einn hljóðnemann hjá sér en hinir hjá lögreglumönnum og vitni. Gæti dómari stjórnaö upptök- unni með tökkum í borðinu hjá sér. Ennfremur hefði verið talað um það að dómarar töluðu dóma inn á segulbönd, sem vélritunar- stúlkur tækju síðan upp og ættu dómar að geta gengið hraöar með því móti. Biðröð húsmæðra að taka slátur í dag lýkur slátursölunni hjá 1 tveim aðilum af þrem, sem að , henni standa, Afurðadeild SÍS < og Verzlanasambandinu en hjá ] Sláturfélagi Suðurlands stendur ( hún út alla þessa viku. Eru því síðustu forvöð fi-.r ’ húsmæður að taka slátur núna i og mynduðust í morgun biðraðir 1 við þá staði, sem slátursalan fer ( fram. Var komin all álitleg bið- röð fyrir framan Ás á Laugavegi ' 160 snemma í morgun. Er ekki ( óalgengt að húsmæður hafi stað- 1 ið tvo tíma í biðröð áður en þær ] ] komust að en allar vilja þær , taka daginn snemma i slálurtíð Helgi V. Jónsson settu< borgarendurskoðandi Helgi V. Jónsson, hdl., sem gegnt hefur starfi skrifstofustjóra borg- arverkfræðings, hefur nú verið sett ur borgarendurskoðandi, skv. til- lögu borgarráðs, sem borgárstjórn samþykkti. Helgi V. Jónsson er þrítugur að aldri. Lauk stúdentsprófi frá Verzl- unarskóla Islands og síðan lög- fræðiprófi frá Háskóla íslands ár- ið 1960. Að því loknu starfaði hann á endurskoðunarskrifstofu sér í borg, og síðan sem skrif- stofustjóri borgarverkfræðings. Jafnframt þessari tillögu borgar- ráðs um setningu Helga V. Jóns- sonar í fyrrgreint embætti, fól það honum og Kristjáni Kristjánssyni, borgarbókara, að taka bókhalds- kerfi borgarsjóðs og borgarstofn- ana til endurskoðunar og gera til- lögur um skipulag þess.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.