Vísir - 16.12.1966, Blaðsíða 5

Vísir - 16.12.1966, Blaðsíða 5
5 Framh. Ws. 7. ast næstti þingkosningar árið 1969. TJöfuðvandamál stjómarinnar eru fjátmál og skattamál. Erhard-stjómin féll á því, að enginn meirihluti náðist um að auka skattana eins og rfkis- yaklið þarfnaðist. Nú er það mál hins vegar að mestu leyst þegar í stjómarsamningnum, þar sem báðir flokkar em sam- mála um að hækka verulega skatta á bensíni og tóbaki, svo að langt nær aö brúa hið áö- ur óbrúanlega bil. Skattamálin eru víðsvegar helztu vandamál í nútíma þjóð félögum. Með aukinni velsæld og tækni fara ríkisútgjöld hvar vetna stórkostlega vaxandi. Það em gerðar æ meiri kröfur til ríkisvaldsins um stórfram- kvæmdir, vega og brúargerð, skóla og sjúkrahús og hin kostnaðarsömustu alþýðutrygg- ingakerfi. Um leið og almenn-- ingur gerir þannig sívaxandi j kröfur til ríkisvaldsins virðist j mér þaö furöulegt og jafnvel! ósæmilegt að vera sífellt með j nöldur yfir auknum skatta- j byrðum, ekki sízt þar sem all-! ur almenningur hefur nú víðs vegar um lönd miklu rýmri fjárráð en hann hefur nokkru sinni áöur þekkt. Að vísu er eðlileg óánægja með misskipt- ingu skattanna og hlýtur það að tryggja sem réttlátlegasta dreifingu þeirra. Er óhjákvæmi legt að fara út á þá braut, að reyna að fylgjast með, eða „njósna'* eins og sumir segja, lítillega um lífemi fólks og láta þá bera meiri skattabyrði en verið hefur sem lifa andstyggi- legum óhófs og spillingarlifn- aði. En hitt er ósæmilegt þegar á heíldina er litið, þegar stjóm arandstöðuflokkar reyna stöð- ugt a æsa upp óvild almennra kjósenda vegna þeirra skatta- aukninga sem hljóta óhjá- kvæmilega að fylgja vaxandi kröfum til ríkisins. Á þessu ber talsvert i öllum ríkjum og þá um leið ótta stjómmála- flokkanna almennt við að gera skyldu sína af heigulsskap gagnvart kjósendunum. lþað var sérstaklega einn flokk ur í Þýzkalandi sem virt- ist nú ætla að notfæra sér þennan * óheiðarlega skatta- áróður sem sé hinn Frjálsi lýð- ræðisflokkur, örlítill minnihluta flokkur, sem hefur haft allt of mikil völd miðað við tiltölu þar sem hann hafði oddaað- stööu á sambandsþinginu. Hann hugðist nú afla sér at- kvæðafylgis með því að rjúfa stjómarsamstarfið við Kristi- lega flokkinn vegna þess hve honum væri umhugað um skatt borgarana. Allt virðist þetta nú hafa snúizt í höndum hans. Tveir stærstu flokkamir hafa um sannleikann í skattamálun- um. En þeir munu gera meira. Fyrir næstu þingkosningar munu þeir bera fram ný kosn- ingalög sem fela í sér það mikla i pólitíska framfaraspor, að listakosningar verða af- numar og öllu landinu breytt í einmenningskjördæmi. Er það hin mesta hreingerning og sálarbót fyrir þýzkt stjórnmála i líf og mættu fleiri ríki taka sér Þjóðverja þar til fyrir- myndar, því að alkunna er að listakosningfer leiða oft til' pólitísks niðurdreps. Þorsteinn Thorarensen. Rottur — Framh. af 16. síðu. Hún er einnig til með að hreiðra um sig hjá dúfnakofum og hvers kyns útihúsum. Hún finnur þar brauðmola og ýmislegt ætilegt — Við eigum líka að útrýma dúf- unum, blessuðum. Það er ákaf- lega viðkvæmt mál, en það er miklu minna um dúfur hér en áð- ur var. — Og villikettir? — Það er alltaf talsvert um flækingsketti. Krakkar fá þetta, sem kettlinga, og svo hætta þeir að nenna að hugsa um þá og fleygja þeim semsagt út á gadd- inn. — Hvernig eyðið þið rottunum ? — Við eitrum fyrir þær. Við erum með danskt eitur, sem hefur gefizt mjög vel, bæði seigdrepandi og fljótvirk^r tegundir. Svo höf- um við einnig notað gildrur. Við erum semsagt meö fullkomnasta útbúnað, sem hægt er að fá til þessara hluta. Jólaumferð — Framhald af bls. 16 málið sömuleiðis, því vegakerfið hefur litiS komið til móts við aukninguna. Lögreglan hefur lagt aukna áherzlu á að ræða við þá bíl-1 stjóra, sem aka bifreiðum, sem | ekki fullnægja öryggisreglum og sem dæmi má geta þess að frá kl. 15 í gær til miðnættis stöðv- uðu menn umferðardeildarinnar 38 bila. Af þessum bílum var 18 eigendum bönnuð notkun, 10 teknir úr umferö, en 10 fengu frest til að gera við einhvern örygglsbúnað. Sérstaka áherzlu ber að leggja á það í jólaumfcrðinni að nota umferðaræðar eins og Skúlagötuna eða Hringbrautina, en hlifa Laugavegi sem mest við umferð. Getur þetta munaö ailt að 20 mínútum fyrir öku- menn, sem ætla í miðbæinn. Þá I er rétt að benda á að það cr óskynsamlegt að nota bifreiö til að fara milli verzlana i mið- borginni og fólki er ráðlagt að notfæra sér bifreiðastæði utan miðbæjarsvæöisins. Sjónvarp — Frámhald at bls I Jóladagur. Kl. 16.30 Stundin okkar. Bamaþáttur í sjónvarps-1 sal. Umsjónarmaður Hinrik j Bjamason. Kl. 17.30 Hlé. Kl.! 20.00 „Helg eru jól.“ Kvikmynd' um jól í Reykjavík. Kl. 20.30 Jólaundirbúningur í ýmsum löndum. Kl. 20.45 Koma frelsar-: ans. í myndinni eru fyrst rifj- j aðir upp Messíasarspádómar Gamla testamentisins, sýnd fæðing ." elsarans og helztu at- burðii í lífi hans þangað til hann heldur Fjallræðuna, og endar myndin þar. Þetta er ekki leikin kvikmynd, heldur safn frægra málverka af hinum biblíulegum atburðum. Kl. 21.10 Jólaþáttur Savanna-tríósins. Kl. 21.40 3. og 4. kantata Jóla- oratoriu J.S. Bach. Kl. 22.40 Dagskrárlok. Þulur er Ása Finns dóttir. Gamlársdagur. Kl. 15.00 Úr- slitaleikur heimsmeistarakeppn- innar í knattspyrnu. England og Sambandslýðveldið Þýzkaland. Kl. 17.00 Hlé. Kl. 19.00 Svip- myndir frá liðnu ári af erlend- um ettvangi. Kl. 19.30 Svip- myndir frá liðnu ári af innlend- um vettvangi. K1 20.00 Ávarp forsætisráðherra, Bjarna Bene- diktssonar. Kl. 20.20 Stjörnu- spáin. Norræn skemmtidagskrá. Listamenn frá öllum Norður- löndunum skemmta. Þessi dag-, skrá verður frumflutt í öllum sjónvarpsstöðvum Norðurlanda þetta kvöld. Kl. 22.25 Innlend- ur skemmtiþáttur. Kl. 23.15 Gamlárskvöld í Reykjavík. Kvikmyndaþáttur. Kl. 23.30 Annáll ársins og áramótakveðja.' Vilhjálmur Þ. Gíslason, útvarps- stjóri. Kl. 00.05 Dagskrárlok. Þulur er Sigríöur Ragna Sig- urðardóttir. Fjórlög — Framh. at bls. 1. — Skal ekki undra að fund- urinn hafi dregizt svo mjög á langinn, þegar það er haft í huga, að þegar annar fulltrúi Framsóknarflokksins hafði lok- ið ræöu sinni um breytingar- tillögur framsóknarmanna, sagð ist hann álíta sig hafa verið stuttorðan og bauðst til að gera frekari grein fyrir nokkr- um breytingartillögunum. — Um kl. 11 í gærkvöldi höfðu aðeins 3 tekið til máls, borgar- stjórinn og 2 fúlltrúah minni- hlutaflokkanna. I upphafi fundarins gerði borgarstjórinn, Geir Hallgríms- son, grein fyrir framkvæmdum yfirstandandi árs og framtíðar- fyrirætlunum. Einnig skýröi hann frá framkvæmda- og fjár- öflunaráætlun Reykjavíkurborg- ar fyrir árin 1967—1970, sem lögö hafði verið fram og gerir þessum þáttum báöum nokkur skil Þetta er í annað skiptið, ■ sem framkvæmda- og fjáröfl- unaráætlun er gerð fyrir R.vík- urborg á vegum hagfræðideild- ar borgarinnar. Hefur Sig- finnur Sigurðsson hagfræðing- ur yfirumsjón með verkinu. í f.amkvæmdaáætluninni 1967—70 er til samanburðar sýnd þróun framkvæmdaþátt- anna í verðmætum fyrir árin 1960—66. Tilgangur áætlunar- ínnar er annars vegar sá, að efla ir .uyrðis sámræhaingu milli stofnana borgarinnar og hinna einstöku framkvæmda- þátta og hins vegar sá aö vera fjármálastjórn borgar og ríkis til leiðbémingar um æskilega og eðlilega þróun opinbferra framkvæmda á borgarsvæðinu um fjögur næstu árin. — Þaö liggur i aúgum uppi, sagði borgarstjórinn, að áætl- unargerð sem þessi getur aldrei verið tæmandi, en engu að síð- ur nauðsynleg viðmiðun, þegar borgarráð og borgarstjórn tek- ur ákvarðanir um einstaka rramkvæmdaþætti. — Vék oorgarstjórinn að þvi, að æski- legt v~iri að slík framkvæmda- áætlun lægi fyrir við af- greiðslu fjárhagsáætlunar ár nvert, sem nú hefði tékizt, þótt æskilegra væri að framvegis yrði framkvæmdaáætlunin lögð fram við fyrri umræðu fjárhagsáætlunar. Á yfirliti fjármunamyndunar Reykjavíkur 1960—66 kemur fram að magnbreyting fjár- munamyndunar hefur verið nær 115% aukning frá árinu 1961—65, en lækkar um 6.8% á yfirstandandi ári, miðað við 1965, þótt framkvæmdir í krónutölu hækki úr 523.7 millj. kr. árið 1965 í 561.1 millj. kr. 1966. Af yfirliti framkvæmdaá- ætlunar 1967—70 kemur fram. að heildarframkvæmdir borgai sjóðs og borgarfyrirtækja nem» 623 millj. kr., sem er 62 miH; króna aukning frá fyrra ár’ og svarar til 2.2% magnauki. ingar framkvæmda milli ár». Á næstu fjórum árum verð ur heildarfjárfestingin í fram kvæmdum skv. áætlunim 2.450 milljónir króna, en var . sl. 4 árum 2.314 millj. króna hvort tveggja miðað við veið lag ársloka 1966. Verður þí tæplega 6% aukning á fjórurn árum eða tæplega 1.5% árleg aukning framkvæmda. — Ljóst er, sagði borgar- stjórinn, að aukningin hlýtur að erða meiri á næstu 4 árum en hér er gert ráð fyrir, þót; framkvæmdaaukning fyrra tímabilsins, 1960—1966, haf Verið geysimikil og léttir þvi é seinna framkvæmdatímabilinu, 1967—70. — Þegar tekið er tii lit til stækkunar borgarinna.- og útþenslu, verður að gers ráð fyrir fjárfestingu í fram- kvæmdum, sem ekki er getið • áætluninni. Borgarstjórinn skýrði frá því að reynt hafi verið að takmarka. framkvæmdir á næsta ári til að halda útsvarsupphæðum og op- inberum gjöldum niðri. Jafn- framt að áætlun um ’fram- kvæmdir næsta árs væri bund- in þeim fyrirvara, sem hann hefði gert í fyrri umræðu um fjárhagsáætlunina. Magnús Andrés- son lútinn Magnús Andrésson, forstjóri hjá O. Johnson og Kaaber, and aðlst á heimili sínu í fyrrinótt, 62 ára að aldri. Hann hóf ungur störf hjá fyrirtækinu O. John- son og Kaaber, starfaði þar ó- slitið í 48 ár, og var kominn í tölu eigenda fyrirtækisins. — Magnús lætur eftir sig konu, Ólöfu Möller og eina dóttur. Framsóknarflokk- urinn 50 úra í dag Framsóknarflokkurinn er 50 ára í dag. Flokkurinn var stofnaður 16. desember 1916 í Reykjavík. Áður höfðu nokkrir þingmenn komið saman á- fund á Seyðisfirði og á- kveðið ' stofnun stjómmálaflokks, sem nokkru síðar hlaut nafnið Framsóknarflokkur, á formlegum stofnfundi. Stofnendu: flokksins voru átta þingmenn. Aðalforgöngu- maður stofnunar Framsóknar- flokksins var Jónas Jónsson frá Hriflu. Hann sat þó ekki á Alþingi þegar flokkurinn var stofnaöur en tók virkari þátt f undirbúningi að stofnun flokksins en nokkur annar. Þingmennimir, sem stofnuðu Fram sóknarflokkinn voru þeir Sigurður Jónsson frá Yzta-felli. Einar Áma- son, Eyrarlandi, Sveinn Ólafsson, Firði, Jón Jónsson, Hvanná, Þor- steinn M. Jónsson, Borgarfirði eystra, Ólafur Briem, Álfgeirsvöll- um, Guðmundur Ólafsson, Ási, ojg Þorleifur Jónsson, Hólum. Núver- andi formaður Framsóknarflokks- ins er Eysteinn Jónsson. Saga Framsóknarflokksins, fyrra bindi, eftSr Þórarin Þórarinsson, alþing- ismann og ritstjóra, kemur út f dag. vera höfuðvandamál stjóm- myndað stjóm og komið sér mála næstu framtíðar að saman um að segja kjósendun- UPPBOÐSSALA á ótollafgreiddum vörum, fluttum inn á ár- inu 1965. Á uppboði, sem fram fer mánudaginn 19. þ.m. og haldið verður í afgreiðslu Eimskipafélags íslands h.f. í Borgarskála við Borgartún og afgreiðslu Hafskips h.f. í Tívolí við Njarðar- götu, að loknu bifreiðauppboði sem hefst kl. 1.30 e.h. í Vöku við Síðumúla 20, verða seldar til lúkningar aðflutningsgjöldum allt að 18 ótollafgreiddar bifreiðir af ýmsum gerðum, bæði nýjar og notaðar, fluttar inn áarinu 1965. Skrá yfir bifreiðimar er til sýnis í tollstjóraskrifstofunni. Á uppboði, sem hefst að Höfðatúni 4 kl. 10 árdegis þriðjudaginn 20. þ.m. og síðan verður haldið áfram í vöruafgreiðslu Hafskips h.f. við Lóugötu, verða seldar til lúkningar að- flutningsgjöldum margs konar ótollafgreidd ar vörur, fluttar inn á árinu 1965. Skrá yfir vörurna'r er til sýnis í tollstjóraskrifstofunni og mánudaginn 19. þ.m. verða vörurnar til sýnis, eftir því sem við verður komið á upp- boðsstaðnum. Tollstjórinn í Reykjavík. Skrifstofur vorar verða lokaðar eftir hádegi í dag vegna jarð- arfarar Hpildórs Kr. Þorsteinssonar fyrrverandi skipstjóra. Vinnuveitendasamband íslands

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.