Vísir - 18.03.1967, Blaðsíða 16

Vísir - 18.03.1967, Blaðsíða 16
VISIR LaugardagurT8Tma?zT967 SjúBfvirk símstöð komin á Hvolsvelli Enn ein sjálfvirk símstöö hefur verið tekin i notkun, en hún er rtaðsett á Hvolsvelli. Stööin var opnuð í gær (föstudag). Hún er arð fyrir 100 númer, en 55 sím- ■'otendur fá samband við hana 'yrst um sinn, þ. e. a. s. þeir sem eru í næsta þéttbýli viö Hvolsvöll ig hafa sérlínu. Svæðisnúmer stöðvarinnar er bað sama og fyrir Selfoss, eöa 99, en símnotendur hinnar nýju stöðv- ar fá númerin á milli 5100 og 5199. Langlínuafgreiðslan á Hvols- velli mun hafa númerið 5100, en utan þjónustutíma mun númer hennar verða 02. Vertíðaryfirlit: VestfírSingar meí góðan afla upp í 716 tonn á bát — Léleg vertíð sunnanlands Ógæftir hafa mjög einkennt þessa vetrarvertið og er afli báta hér sunnan lands og vestan frem- ur lélegur af þeim sökum. Engar inn á vertíðinni með 716 lestnr í að glæðast í Faxabugtinni, en sæmi legur afli hefur fengizt við Jökul og á Breiðafirði, þegar gefið hefur. Vestfjarðabátar hafa aflað mjög vel þrátt fyrir ógæftirnar og er Helga Guðmundsdóttir langhæsti bátur- líkur eru á því að fiskirí sé neitt 32 róðrum. Aðeins örfáir bátar hafa fengið yfir 300 tonn. Léleg netavertíð í Vestmannaeyjum. Netavertíðin í Vestmannaeyjum hefur verið ákaflega rýr til þessa, stöðugar ógæftir og lítill afli þá sjaldan að gefur á sjó. Vestmanna- eyjabátar voru í höfn í gær en þar var mikil ókyrrð vegna sjógangs. Svo sem sagt hefur verið frá í fréttum í gær var foráttubrim fyrir suðurströndinni og olli gífuriegum skemmdum, einkum á Stokkseyri. Hæstir Vestmannaeyjabáta frá áramótum og fram í miðjan marz eru: Sæbjörg 275 lestir, Andvari 257 lestir, Stígandi 220 lestir, Leo 210, iestir, Hilmir II 175 lestir og Kap II 174 lestir. Línu- og netaafli 4878 tonn í Grindavík. Enginn Grindavíkurbáta var á sjó HEATH - skemmtir sér í Reykjavík 1 Leiðtogi íhaldsmanna á Bret-1 landi Mr. Edward Heath’ </gæti verið í kosningaleiðangri/ ■ á Islandi eftir myndinni að . dæma. Heimsókn hans hingað er þó auðvitað ekki farin í þe!m ; tilgangi heldur kom hann hing- að sem heiðursgestur íslenzkra blaðamanna og sat pressuballið í gærkveidi. Heath — maöur gráhærður,' t íbróttamannlega vaxinn — hef- ; / ur gaman af samræðum. Hann 1 hefur einnig gaman af því að j stilla sér upp fyrir framan sjón- v. varpsvélar — og hann svarar v spurningum blaðamanna, eins og , maður, sem skemmtir sér. Hann ( , ieikur á siaghörpu og skoðari Mstaverkabækur í tómstundum ’ : ' inum eða hann fer sér til af-,/ þreyingar út á sjó í hraðbát. —* Hann sækist eftir hraða. Hanni er óbolinmóður f andstööunni' gegn Wiison. Hann vill verða | forsætlsráðherra. Hann trúir' bví að hann sé heppilegri þjóðar j leiðtogi en hinn lágvaxni hag- fræðingur Haroid Wilson. Heath | 'er ekki í kosningaleiðangri á, íslandi, en hann veit af sjón-j ' varpsvélunum. Hann er talinn, snjall stjómmálamaður. Sleifarlag á mjólkurflutn- ingum til Stykkishólms Sleifarlag á mjólkurflutning- um til Stykkishólms í vetur hef ur vakið aimenna óánægju í kauptúninu. Stykkishólmur fær mjólk frá mjólkurstöðinni í Grundarfirði, eins og önnur kauptún á Snæfellsnesi. Það hef ur komið fyrir hvað eftir annaö í vetur að mjólkurflutningarnir hafa iegið niðri vegna snjóa en hreppsnefnd Stykkishólms hef- ur ekki fengizt til þess að láta ryðja veginn fyrir mjólkurbílinn. Stykkishólmur var mjólkur- laus í gær og hafði þá engin mjólk verið flutt þangað síðan á miðvikudag. Samt sem áður var leiðin til Grundarfjarðar slarkfær á jeppum og kraftmikl um farartækjum. Mjólkurskort- urinn kemur sér aö sjálfsögðu bagalega fyrir barnafjöiskyldur og einnig hefur þetta komið sér mjög illa fyrir vertíðarbáta. Norðurvegur lokast Versta veður er nú á Norður- landi og suður yfir Holtavörðuheiði þannig að horfið var frá áformum um að ryðja Holtavöröu- heiði í gær og verður ekkert átt við hana fyrr en á þriðjudag, ef veður leyfir. Eru vegir norðan Holtavörðuheiðar flcstir nú lokað- ir vegna snjóa. Vegir á Suöurlandi eru aftur á móti allgreiðfærir og ekki um nema samgönguerfiðleika þar að ræða. Fært er frá Reykjavík í Borgarfjörð og stórum bílum um Snæfellsnes og ef til vill í Dalina, að því er vegamálaskrifstofan tjáði Vísi í gær. Mikil hætta var á snjóflóðum í Ólafsvíkurenni í fyrradag og vegin- um þar því lokað, en nú hefur frosið og meðan frostið helzt er ekki talin hætta á snjóflóði og hefur vegurinn því verið opnaður á ný; í gær, enda stórsjór úti fyrir og brim. Heildaraflinn í Grindavík á þess- ari vertíð var orðinn 4.878% tonn um miðjan mánuð, úr 674 sjóferð- um. Alls róa 30 netabátar frá Grinda- vík og aflahæstir þeirra frá ára- mótum til 15. marz eru : Eldborg 305% tonn í 20 löndun- um og Sigurður Bjarni 243 lestir í 32 sjóferðum. Netabátar frá Grindavík sækja nú á heimamið. Nokkrir voru með net sín vestur í Breiöafiröi, en hafa nú fært þau í flóann eða suður fyr- ir Reykjanes. Með troll róa 7 bátar frá Grinda- vík og hafa þeir aflað 512 íonna í 160 sjóferðum. Mestan afla hefur Staöarberg, 130,770 tonn. Nokkrir aðkomubátar hafa landað afla sín- um í Grindavík og þaðan hefur hon um verið ekið á bílum til verstöðv- anna við Flóann. 11.777 tonn komin á land í Sandgerði í vetur (með loðnu). Heildarafli á land kominn í Sand gerði frá áramótum er 11.777 tonn í 790 löndunum. Þar af er síldar- afli 203 tonn, loðna 8000 tonn. Að- komubátar hafa landað þar um 1100 tonnum af fiski á vertíðinni, sem af er og er afla þeirra ekið til Keflavikur, Hafnarfjarðar eða Reykjavíkur. Afli Sandgeröisbáta frá áramót- um til 15. marz er orðinn 2.535% tonn í 506 sjóferðum, en þaðan róa 26 bátar. Aflahæstur er Vfðir II Garði með 220 tonn í 32 sjóferð- um. Jón Oddson er næstur meö 184 tonn í 32 róörum. _____* - Keflavík. Tölur um heildarafla Keflavíkur- báta lágu ekki fyrir 1 gær, en þa róa 30 bátar með net og einp línu. — Aflahæstir það sem af er vertíð Framh. á bls 10 Keflavikurkirkja endurvígð eftir gagngerar breytingar Klukkan tvö á morgun endur- vígir biskup fslands, herra Sig- urbjörn Einarsson, Keflavíkur- kirkju eftir stækkun og gagn- gerar breytingar. — Kirkjan hef ur verið endurbætt á marga lund, tekur nú rúmlega 300 manns í sæti í stað 250 áöur. Körinn hefur verið endurbyggð ur og í kjallara hefur verið inn- réttaður lítill salur, sem gefur möguieika til aukins safnaðar- starfs. Vígsluvottar við athöfnina í Keflavíkurkirkju á morgun veröa séra Garðar Þorsteins- son prófastur í Hafnarfirði, séra Guðmundur Guðmundsson, Út- skálum, séra Jón Ámi Sigurðs- son, Grindavík og séra Ólafur Skúlason, Reykjavík, Sóknar- presturinn í Keflavík, séra Bjöm Jónsson, predikar. Að vígsluathöfninni lokinni býður sóknamefnd kirkjugest- um til kaffidrykkju í félagsheim ilinu Stapa. Félagsmálastarfsemi Reykja- víkur endurskipulögð Niðurstaða stöðugra kannana og umræðna um félagsmál Reykjavík- urborgar undanfarin 4 ár voru grundvöllur tillagna borgarfulitrúa Sjálfstæðisfiokksins, Þóris Kr. Þórðarsonar, sem voru til fyrri umræðu á fundi borgarstjórnar í gærkvöldi. Með tillögum þessum er stefnt aö því að samræma í eina heild starfsþætti á sviði framfærslumála, barnaverndar, áfengisvarna og byggingu og rekstur barnaheimila. Gert er ráö fyrir nýrri stofnun, Félagsmálaskrifstofu, sem mun hafa með alla þessa málafiokka aö gera og mun starfa undir stjórn Félagsmálaráös, sem verður að sumu leyti hliðstæða borgarráðs. Þórir Kr. Þóröarson lagði á þaö áherzlu í framsöguræöu sinni, aö í barnaverndarstarfi yrði að taka upp fjölskylduvernd sem megin- sjónarmiö og yröu því vandamál bamanna skoðuð í liósi heimilis- aðstæðna þeirra. — Ennfremur lagði hann áherzlu á fyrirbyggj- andi starf og endurhæfingu í stað mikillar eyðsiu fjármuna til fram- færslu. Málverkusýning Rngnnrs Páls Málverkasýning Ragnars Páls í Listamannaskálanum er opin kl. 2—10 síðdegis fram á sunnudag. 55 málverk eru á sýningunni og hafa þegar 27 þeirra selzt. i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.