Vísir - 06.05.1967, Blaðsíða 3

Vísir - 06.05.1967, Blaðsíða 3
VlSIR . Laugardagur 6. maf 1967. Vorblíðan virðist ætla að heilsa okkur að þessu sinni í vertíðarlokin. Netin, sem velkzt hafa í sjó um langa ótíö, vertíðar langt eru nú dregin á þurrt í vorlygnunni, en sjómenn ganga daprir frá borði með létta pyngju eftir mikið strit. Þeir voru að leggjast að bryggjum, Keflavíkurbátamir, þegar Myndsjá var þar á ferð um miðaftan, uppstigningardag- inn. Landvinnufólk hélt daginn helgan og gekk prúðbúið um götur, enda lítill fiskur til þess aö vinna í frystihúsunum. Smá- strákar dorguðu ufsa á bryggj- unum og horfðu íbyggnir á bát- ana sigla fyrir Vatnsnesið, Iétt- hlaðna á lygnum sjónum, taka tígulegan sveig fyrir hafnar- garðinn, heyra vélarskellina dvína í hafnarmynninu og magn ast aftur, þegar gefið er aftur á bak, áður en komið er að bryggju. Spottinn flýgur i land og sjó- menn í gulum stökkum ganga rösklega til starfa með skvaldri og köllum, landa fiskinum á bílpall, þrífa síðan lestina og gera það í einni skorpu. Það er þeirra siður, aldrei neitt hálf- kák, Svo er setzt niöur 1 lúkar á eftir yfir kaffi og kremkexi, hlegið og gamnazt. Og þetta var síðasti róðurinn hjá Sigurbjörgu KE. Það er fræg ur bátur, um sextíu tonna, hét áður Sigrún og var gerð út af Skaga, komst við illan leik til hafnar í mannskaðaveðri fyrir nokkrum árum með alla innan borðs, happaskip og gott sjó- skip. Skipstjórinn er Hafnfirðingur Hilmar Sæberg, hress í máli og léttlyndur, þrátt fyrir aflaleysið og ótiöina. Þeir sigldu létthlaðnir inn í lygnunni. (Ljósm. Vísis, B. G.). VERTÍÐIN SUÐUR MEÐ SJÓ „Já, kaupið er lágt“, segir hann „Það yrði ekki mikið á klukkutímann, ef allt væri reikn að. Maður er alltaf að gjóa á þetta allan sólarhringinn, jafn- vel í landlegum. Fylgjast með veörinu, bíða næturlangt eftir aö það skáni og fara kannski út með morgninum, ef gefur. Nei, það er ekki einu sinni hægt að fá sér neðan í glas í góðu tómi. — Við verðum að hætta núna. Það eru fjórir Færeyingar á hjá okkur og þeir fara núna sjötta. Svo veitir ekki af að fara að Hilmar Sæberg: Maður hefur ekki einu sinni tíma fyrir glas í góðu tómi. búa sig út á trollið. Við veröum á humartrolli í sumar og þaö verður gefiö leyfi til veiðanna um miðjan mánuðinn. Við erum búnir að fá eitt- hvaö 375 tonn i vetur. Það þarf svo sem ekkert að kippa sér upp við það þó aflinn minnki. Það er vitaö mál, að þetta er orðin ofveiöi hjá okkur og ekki bara hjá okkur þannig er það í öllum Norðurhöfum. — Þessi afli hefur hafzt upp með fullkomnari leitartækjum en menn höfðu áður fyrr. Annars er ekki alveg að marka þetta í vetur, tíðin hefur verið ein- staklega slæm, eins og þið vit- ið. Næst bregðum við okkur í einu hendingskasti suður i Sand geröi. Þar lágu þrjú ný síldar- skip við bryggju. Stór og glæsi leg skip, en fyrir þau er ekkert að gera, engin leið aö gera þau út meö net, þorskanótaveið in brást og síldveiðarnar hefjast ekki fyrr en í júní, eftir því sem nú hefur heyrzt. Myndsjá gerir sér ferð um borð í Pétur Jónsson frá Húsa- vík, sem þar liggur við bryggju Það er verið að landa úr honum netaaflanum eftir nóttina og hann er tregur. Það eru fjórir Húsvíkingar um borð, líúk skip- stjórans, Pálma Karlssonar, sem rær nú sína fyrstu skipstjórnar vertíð. „Já, þetta byrjar ekki vel hjá manni“, segir hann „Vertíðin hefur verið okkur framúrskar- andi erfið eins og fleirum. Við reynum nú samt að halda út eitthvaö enn, höfum bara ekki efni á að hætta, svo virðist veðrið nú heldur að skána. — Það er enginn hættur hér í Sand gerði enn þá, en það er komiö lokahljóð í marga“. Þ'eir eru að klára löndunina skipverjarnir, ungir menn og vasklegir. „Við festumst ekki á mvnd“, segir einn Þingeyingur, en þaö tókst riú samt. Svo er haldið í kaffi niður í lúkar, kaffi og kremkex. Þama liggja þrjú glæsileg síldarskip bundin viö bryggju, duggan, sem þarna siglir inn, er sjálfur Víðir eízti, n., sem nú heitir Freyja. Það er aldrei unnið öðruvfsi en í skorpum. fe •

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.