Vísir - 27.05.1967, Blaðsíða 9

Vísir - 27.05.1967, Blaðsíða 9
9 V Í'SIR . Laugardagur 27. maí 1967. \ f Þemkar og minn- ’mgar frá alþjódlegu sfóstangaveiðimóti í Vestmannaeyjum l^itt af því fáa, sem Völuspá, Biblíunni og Kóraninum ber saman um, er það, að hlutir sem lítils eru metnir og litið niður á fyrst í staö verði síðar meir mikilvægir og mikilsvirtir. Sama kemur og fram í þjóðsög- um, er margir telja að boði eilíf sannindi þeim, sem kunna að lesa á milli línanna. í fyrr- nefndum helgiritum er beinlínis framtekið, að þetta megi skoöa sem lögmál allra „hreyfinga" t. d. trúarhreyfinga. Og þjóðsög- umar má skilja á sama veg með lítilsháttar yfirfæringu — láta Helgu í öskustónni tákna einhverja slíka „hreyfingu“, og þá er samræmiö fengið. Samkvæmt þessu þarf sjó- stangaveiði„hreyfingin“, og við, þessir fáu, sem henni fylgjum, engu að kvíða, því að á oss og hreyfingu vorri munu sannast spádómar Völuspár, Ritning- anna og Kóransins og framtíð hreyfingar vorrar lúta eilífu og óumbreytanlegu þróunarlögmáli því, sem skráð er táknmáli þjóðsagnanna. Því að þótt nú sé litið niður á oss af laxveiði- mönnum, sem telja íþrótt vora grófa og klunnalega; þótt þeir, Hreyfingin í algleymingi... allar stengur bognar! „Er það minn eða þinn sjóhattur...44 sem moka fiski í smálestatali upp í lestar skipa sinna með stórvirkum veiðivélum, glotti háðslega að oss og yppti öxlum, þegar vér tínum upp einn eöa tvo og í hæsta lagi þrjá ufsa í senn — já, þótt jafnvel trillu- skakkarlar telji sig þess um- komna að senda oss tóninn á miðum úti. Þá á hreyfing vor það fyrir sér að verða voldug og sterk veiðiíþrótt veiðiíþróttanna, þeg- ar síöasti laxveiöimaðurinn hef- ur goldið aleigu sína fyrir einn dag á bökkum Uggafljóts og ekki orðiö var. Veiöiaðferð allra fiskveiðiaöferða, þegar úthöfin hafa verið svo til tæmd af öllu kviku fyrir gengdarlausa of- notkun hinna stórvirku veiöi- véla, svo að þeir afkomendur núlifandi trillujaxla í 4. eða 5. lið, sem stelast til aö nota ryö- brunnar skakrúllur forfeöranna, fá hærri sektir en meintir land- helgisbrjótar nú — og verða meira að segja látnir greiða þær, þegar alþjóðleg ráðstefna til verndar þeim fáu eftirlegu- sporðkindum, sem enn finnast á miðum, hefur samþykkt þá til- lögu dr. Jóns Jakobssonar, Jóns- sonar, Jakobssonar, Jónssonar, Jakobssonar, að ekki skuli leyfður nema einn krókur á sjó- stangarfæri! Þegar hleypt verður af stokkunum í Skipasmíðastöð Akureyrar stærsta sjóstanga- veiðiskipi í heimi meö ein þrjú þúsund veiöisæti á borð, og skírt upp úr kampavini eftir garpinum Jóhanni Kristjánssyni, sem dró um fimm smálestir ufsa á Flúðunum út af Heimakletti á hvítasunnudag, anno Domini 1967. En sæll verð ég þá hjá Máríu minni, eins og Jón krukkur og aðrir þeir spámenn, sem taldir voru gamansamir ómerkingar af samtíð sinni, þegar þeir töiuðu í sem mestri alvöru .... Stórt orð, Hákot! Hiö alþjóðlega sjóstangaveiði- mót Akureyringa, Akurnes- inga, Keflvíkinga, Reykvíkinga, Vestmannaeyinga og annarra stórþjóða, hófst sem sagt í Eyj- um kl. 9.0P árdegis á hvíta- sunnudag sl. Brezka heimsveld- ið sendi fréttaritara tveggja sinna stærstu dagblaða ennlif- andi, til að njósna um dráttar- galdra þeirra Akureyrar- feðga, Kristjáns og Jóhanns, en fjölkynngi þeirra !ét ekki að sér hæða og fóru brezkir jafnvel öllu fávísari en þeir komu. Sovéttið sendi ekki keppnisveit á mótið aö þessu sinni, en sjáv- arútvegsmálaráöherra þeirra var þó í Eyjum fyrir nokkrum mán- uðum. til aö undirbúa slíka þátttöku, og má fastlega gera ráð fyrir aö þeim undirbúningi verði brátt lokið og sveit send til keppni á næsta móti. Sem stendur eru þeir annmarkar helztir á þátttöku þeirra, aö fiskur undan Eyjum reynist lítt ginnkeyptur fyrir rauöri gervi- beitu! Þetta alþjóðlega veiöimót stóð báða hvítasunnudagana, i því blíðasta sjóveöri, sem þar á Eyjamiðum er yfirleitt að fá. Glaöasólskin á hvítasunnudag, þokuðum bungum á annan en blæjalogn og spegilsléttur sjór báða daga, þvert ofan í allar harkspár veöurstofunnar. Sann- aðist þar sem oftar, að meiri er veöurgæfa okkar f hreyfing- unni en vísindi veðurvitanna, og breytir þar engu um þótt beir síðarnefndu njóti nú að- stoðar frá öðrum hnöttum. Jón og Jóhann, sem reru í Eyjum ... Vel á minnzt, vísindi .... Enginn skyldi halda að viö í sjóstangaveiðihreyfingunni höf- um ekki tekiö tækni og vísindi i okkar þjónustu, svo sem nýj- ustu.og fullkomnustu fiskileit- artæki og allt það. Ó-jú, þaö höfum við gert. en einhvern veginn er eins og það blessist okkur ekki fyllilega. Sjóstanga- veiðihreyfingin er að miklu leyti trúarlegs eðlis — mun frjáls- Þegar spádómamir hafa rætzt á hreyfingu vorri verður hærrl sekt fyrir að nota skakhjóliö en meint landhelgisbrot nú... lyndari að vísu en ofstækistrú- arhreyfing laxveiðimanna, sem m. a. byggist á þeim meinlætum aö greiða of fjár fyrir sama og ekki neitt, í von um að teljast þá til fárra útvaldra veiði- aðalsmanna. Og það er nú einu sinni þannig, að trú og vísindi eiga ekki alltaf samleið. Nær- tækt dæmi því til sönnunar, er atburður sem geröist í sam- bandi við þetta hvítasunnumót. Formaður á vísindalausum smábát laumaðist með fjóra af þátttakendum á annarleg mið, samkvæmt hugboði sínu. Leit hvorki á áttavita né fisksjá. Þarna lágu þeir svo allan hvíta- sunnudag í óðum fiski og settu heimsmet i aflabrögðum. Þe*s Framh. á bls. 3 Keflvíkingur með dávæna lúðu, en þó drógu aðrir stærri... í /

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.