Vísir - 01.07.1967, Blaðsíða 3

Vísir - 01.07.1967, Blaðsíða 3
V í SIR . Laugardagur 1. júlí 1967, MYNDSJ ir lagt leið sína um þaö. í hinum nýju húsakynnum þess að Hverf isgötu 116 (við Hlemmtorg). Á- huginn á því, sem Náttúru- fræöistofnunin hefur þar til sýn ingar, er talsverður hjá ungum og gömlum, þó yngri séu í meiri hluta. Margir, sem komiö hafa i vor, hafa saknað ýmissa sýn- ingargripa úr því, frá þeim tíma Síðan Náttúrugripasafnið var opnað snemma í vor, hafa marg sem það var til húsa í Safnahús inu við Hverfisgötu.. Slangur af fólki var að skoða safnið, þegar Myndsjáin leit þar inn í fyrradag. Eyj/ðt þnð löng um tíma til þesð rb dtosta jafnt smæstu skeljar 0« Stærri dýr. Á myndinni til vinstri má sjá stórfisk nokkurn, sem ekkja Thor Thors heitins, fyrrum sendiherra íslendinga í Banda- ríkjunum, gaf safninu, en hann veiddi fiskinn sjálfur og lét stoppa upp. Risastór leðurskjald baka er þar við hliðina (nærri miðri mynd), sem norskættaöur maöur, Einar Hansen, búsettur á Hólmavík, fann þar í fjör- unni nýdauða í október 1963. Vó hún þá 370 kg. I Náttúru- gripasafninu Himbriminn sómdi sér vel, þar sem hann var staðsettur meðal annarra íslenzkra fugla. Fuglarnir á safninu þykja með afbrigðum vel stoppaöir upp að áliti sérfróðra manna. Lítil telpa virti fyrir sér konung fuglanna í þungum þönkum, þegar ljósmyndarinn truflaði hana 1 hugsunum sinum. Líklega hefur hún verlð að bera saman hafernina tvo og uglurnar við hliðina. Sýningargripunum er, mörgum hverjum, komið ákaflega skemmtilega fyrir á safninu. 1 fyrstu glepst manni sýn og virðist sem súlan svífi yfir skarfinum og líkaninu af geirfuglinum (i miðju), í bak- sýn er mynd af Eldey, en þar er mesta súlubyggð í heimi. Reyndar þegar minnzt er á geirfugl, þá voru tveir síðustu fuglar.sem vitað var um af þeim stofni, drepnir í Eldey I fyrstu vikunni í júní 1844. Beinagrindin á myndinni til vinstri er af geirfugli. Er hún sett saman af beinum, sem fund- ust á Funkey við Nýfundnaland. Safnið keypti hana af Harwardháskóla 1954. Auk íslenzkra dýra eru á safninu nokkur dýr erlendis frá. Krókó- dílar, hitabeltisdýr, margt væri hægt að telja upp af dýrum, sem komin eru víðs vegar að. Apinn á myndinni er frá Bomeo, orang- útan-tegund. Tígrisdýrið er frá Súmatra og svo mætti halda áfram, ef rúm leyfði. mm

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.