Vísir - 24.04.1968, Blaðsíða 7

Vísir - 24.04.1968, Blaðsíða 7
V1S IR . Miðvikudagur 24. apríl 1968. EFNAHAGSMÁLIN EINKENNDU ÞINGIÐ M "■ . Forseti íslands, herra Ásgeir Ásgeirsson, slítur 88, en umræður um þingsköp og stjórnskipunurlög settu sinn svip á þuð einnig ■ 88. löggjafarþingi íslendinga var slitið um helgina, en það hefur verið þingmönnum nnnasamt — einkum undir lokin — og staðiö lengur en menn gerðu ráð fyrir, þegar þing- ið kom saman að nýju í janúar eftir jólahléið. ■ 1 lok síðasta fundar sameinaðs Alþingis, sem haldinn var á laugardag, hylltu þingmenn forseta islands, herra Ás- geir Ásgeirsson, og fósturjörðina, en forsetinn hafði flutt ræðu í tilefni þess, að þetta var í síðasta sinn, sem hann sleit þingi, og þakkaði hann þingmönnum góð kynni og samstarf að fomu og nýju. Rétt eins og fyrri hluti þessa þings einkenndist nú þessi síð- ari hluti af umræöum um efna- hagsmál, þótt önnur mál hafi ekki horfið svo gjörsamlega í skugga þeirra og raunin varö fyrir jól. Jók það mjög annríki þingsins, að varla höfðu menn fyrr komið sér niöur á lausn á einum vanda efnahagsmál- anna, en annar rak á eftir, sem jafn aðkallandi var til úrlausn- ar, og leið svo þingið, að unnið var að afgreiðslu árvissra mála nánast í ígripum. Þær rættust sem sé ekki þær bjartsýnu vonir, sem menn höfðu gert sér um, að séð væri fyrir þá erfiðleika alla sem íslend ingum stafaði af veröhruni á erlendum mörkuðum, aflaleysi og lélegri grassprettu með meiru, auk þess sem erfiðleikar sjávarútvegsins og hraðfrysti- iðnaðarins fóru fram úr því, sem svartsýnustu menn höfðu gert ráð fyrir. jþað leit því einna helzt út fyr ir, þegar þingið kom saman á ný í janúar, að ekkert gæti oröið úr fyr- irhuguðum tollalækkunum og framan af dró ríkisstjórnin við sig að leggja fram frumvarp um þær, meðan reiknað var til hlítar, hvemig staða og afkoma frystihúsanna væri. Umræður á þingfundum voru því með daufara móti á meðan fyrst framan af þingtímanum og fátt mála, sem vöktu athygli út fyrir þingpallana, utan um- ræður um húsnæðismál, sem spunnust úr af fyrirspurn, bor- inni fram í sameinuðu þingi. Þeim mun ákafari voru um- ræðumar á fundum rfkisstjórn arinnar og fulltrúa samtaka hraðfrystihúsanna um væntan- legar aðgerðir til' stuðnings þeim iönaði og í kjölfar þess fylgdu svo enn harðari umræður í þing deildum um þaraðlútandi frum- varp. Frumvörp ríkisstjórnarinnar um aðstoð við hraðfrystiiðnað- inn, tollalækkunarfrumvarpið og frumvarpið um sparnaöar- ráðstafanir mótuðu síðan um- ræðurnar mjög og settu þann svip á þingið, að svo virtist sem nálega öll mál yrðu að pen- ingamálum og væru vegin og metin eingöngu með tilliti til kostnaöar og hagnaöar í krón- um. Tnnn á milli skutu þó upp koll- 4 inum frumvörp eins og um frestun hægri umferðar, sem lagt haföi verið fram fyrir jól, og var fellt á síðara hluta þings ins. Lögfest var, að í framtíð- inni skyldu höfð í bifreiðum ör- yggisbelti. Loödýraræktarfrum- varpið var afgreitt til ríkis- stjórnarinnar og tillögur til þingsályktunar um stríðið í Vi- etnam voru lagðar fram og ræddar. Önnur tillagan reyndar samþykkt f efri deild í gerbreyttu formi. Þessi mál hurfu ekki alveg f skugga umræðnanna um efnahagsmálin og vöktu mikla athygli. Sumartíminn og tímgreikn- ingurinn ollu tali utan þings, meðan þau mál voru á döfinni á Alþingi, en um svipaö leyti stóðu yfir miklar umræður f þingi, sem spunnust út af fyrir- spura um Norðurlandsáætlun, Eitt mál hafði haft langan að- draganda í blöðum, áður en þaö léit dágsins Ijós í frumvarps- formi á Alþingi. og fjallaöi það um staðsetningu aöalskrifstofu og varnarþings Sfldarútvegs- nefndar. Var það afgreltt fyrir þinglok. Stjórnskipunarlög voru mikiö rædd á þinginu og hugmyndum um allrótækar breytingar stjórn skipunar Islands var varpað fram. úr ræðustólum beggja deilda, og ákveðið var að kosn- ingaaldur skyldi miðast við 20 ár. Þær umræöur skáru sig nokk uð úr þinghaldinu og umræður um utanríkismál, sem oröiö hafa allmiklar á þessu þingi, líkt og þvf síðasta. Flug Bandaríkja- manna með sprengjur yfir Græn landi gáfu tilefni til umræðna í þingsölum, svo og aðild íslend- inga að Nato, auk þingsályktun artiliagnanna • um Víetnam. Það fór heldur ekki hjá þvi, að verkfalliö bærist til tals inn an veggja Alþingis, en fram var lögð þingsályktunartillaga um að skora á rfkisstjórnina að koma fram með frumvarp um lögfestingu vísitölubindingu kaups, Það náði þó ekki fram að ganga, en nokkrar umræður spunnust út af því, hvort ætti að útvarpa umræðum um verk- fallsmálin, en að fengnu áliti deiluaðila í kaupgjaldsmálunum, þótti það óráðlegt. Tj’rumvörp um breytingar á lög unum til fullnægingar kröf- um þessara breyttu og nýju tíma urðu nokkur, sem rfkis- stjórnin lagði fram, svo sem Fundur í Sameinuðu Alþingi (séð af áhorfendapöllum). Fyrir miðju stendur forseti sameinaðs þings, Birgir Finnsson, til hvorr- ar handar honum sitja s'.crifarar og þar út frá ráðherrar. eins og um einfaldari meðferð einkamála í héraði, um Siglinga- málastofnun ríkisins, skipstjórn arréttindi, og um starfsemi Fiski mats og ferskffskeftirlits ríkis- ins, en um þau urðu engar sér stakar umræður, utan kannski skipstjórnarréttindin, enda komu þau fram smám saman og meðan önnur mál voru ofar á baugi. 1 vegamálum kom það fram á þessum sfðari hluta þingsins, að í framtíðinni vrðu það hrað brautir, gerö þeirra og nákvæm- ur undirbúningjir, sem núver- andi ríkisstjórn stefndi að. og meö breytingum á vegalögunum voru samþykktar hækkanir á nokkrum gjöldum af bifreiðum til fjáröflunar. í vegamálum. í mannúðarmálum skáru frum vörpin um hækkun á bótum Al- mannatrygginga, og frumvarpið um bætur frá tryggingastofnun- um vegna sjúklinga, sem leita þyrftu læknishjálpar erlendis, sig úr og náðu einróma sam- þykkt. Einnig frumvarpið um auknar lánveitingar til bygg- ingar dvalarheimila aldraðs fólks, sem nokkrar umræður uröu þó um, þrátt fyrir að það þætti heyra undir þau mál, sem þykja nálega samþykkt sjálf- krafa. í lok þingsins þótti skýrsla fjármálaráðherra um fram- kvæmdir og fjáröflun árið 1968 marka breytt viðhorf til lán- töku erlendis, en í sk’ýrslu hans kom fram. að gert vrði ráð fyr- ir f fjáröflunaráætluninni mikl- um lántökum erlendis. Eitt síðasta verk þingsins var svo afgreiðsla frumvarpsins um hækkun útflutningsskatts, en um það urðu miklar umræður, sem stóðu langt fram á nótt síðasta daginn fyrir þinglausn- ir.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.