Vísir - 16.05.1968, Blaðsíða 12

Vísir - 16.05.1968, Blaðsíða 12
12 V SIR . Fimmtudagur 16. maí 1968. Ég leit á hann og vorkenndi hon- um, bauð góða nótt og flýtti mér upp stigann. Fór út á svalimar og starði út á sjóinn, Loftið var þrungið af blómailmi. 1 fjarska heyröi ég danslög úr náttklúbbi. Þetta var lag sem við Peter höfð- um dansað eftir fyrr í kvöld — Tárin runnu niður kinnarnar á mér og ég fór inn í herbergiö aftur, afklæddi mig og skreið upp í rúm. Ég óskaði að ég hefði aldrei kom- ið til Torremolinos. Hvers konar kona var Marcia eiginlega? hugsaði ég sár. Þegar við vorum saman í skóla, haföi alltaf verið eitthvað dularfullt í fari henn ar, sem við höfðum allar tekið eft- ir. Við hinar vorum allar venjuleg- ar stúlkur frá góðum borgaralegum heimilum og eiginlega hver annarri líkar. En Marcia hafði Verið öðru- vísi. Þegar ég fór aö hugsa til vináttu okkar, byrjaði ég að efast iim hvort hún hefði nokkurn tíma ver- ið byggð á traustum grundvelli. Mér hafði aldrei þótt eins vænt um hana bg mér þótti um Mary og nokkrar aðrar vinstúlkur mínar í London. Þetta hafði öllu fremur verið eins konar hetjudýrkun af minni hálfu. Og þessa stundina hataði ég hana. Nú varð þessi upplogni höfuð- verkur, sem ég hafði fengið til þess að afsaka mig við Carlos, að stað- reynd. Mér var ómögulegt að sofna. En loks hlýt ég þó að hafa blund- að, þvl að þegar ég 'opnaði augun aftur, sá ég að farið var að birta af degi. Ég heyrði bíl aka heim að húsinu, og datt í hug hvort ein- hverjir gestir, sem komið hefðu flugleiðis til Gibraltar, væru aö koma. Ég hleypti mér í morgunkjólinn og læddist út að glugganum. Það var venjuleg forvitni sem kom mér til að gægjast út — bæði þaö og svo hitt, að Carlos hafði sagt að Marcia væri vön að koma seint heim stundum. Mér féllst hugur þegar ég sá að það var bíll Peters, sem stóð þarna. • Marcia stóö við hann og talaði lágt við Peter. Allt í einu opnuöust aft- ari dymar og gamall maður kom út. Ég sá hann ekki greinilega, en hann var baraxla og sköllóttur og ég gizkaði á að hann mundi vera milli sextugs og sjötugs. Peter kom út úr bílnum og tók undir hand- legginn á honum og leiddi hann inn í gistihúsið. ER HÚN SAMVIZKULAUS? Ég sofnaði ekki aftur þá nótt- ina. Hvers vegna kom Peter ak- andi með þennan gamla mann á þessum tíma sólarhringsins? Gat þetta verið veiki maðurinn, sem hafði gert boð eftir honum? Hann ÝMISLEGT ÝMISLEGT Tökum að oKkur hvers Konai rnúrbroi og sprengivinnu i húsgrunnum og ræs um. Leigjum út loftpressur og vfbra sleöa Vélaleiga Steindórs Sighvats ■,onai Aifabrekku við Suðurlands braut. sfmi 10435 GÍSLl JÓNSSON Akurgerði 31 Shni 35199 Fjölhæf jarðvinnsluvé!, annast lóðastandsetningar, greí hús- grunna, hoiræsi o. fl. TKK'UR ALLé.KÓNÁR kL/ÉÐNINGAR FLJÓT ÓG VÖNDUÐ VINNA ' ÚRVaL AF ÁKLÆÐUM LAUGAVEG 62 - SlMI 1082$ HEIMASlMI 83634 J var að minnsta kosti ósköp vesæld- arlegur. En hvar og hvernig kom Marcia við þessa sögu? Marcia kom inn til mín þegar ég var í þann veginn að fara niður 1 morgunverðinn. — Carlos sagði að þú hefðir komið heim með höfuðverk í gær- kvöldi, sagði hún áhyggjufull. — Ef þú hefur fengið aðkenning**, af sólstungu... — Ég hélt það í gærkvöildi, en ég er hress í dag. Og ég tímdi ekki að liggja í rúminu í svona indælu veðri... Ég var hissa á hve eðlilega við gátum talað saman. Hún horfði ó- hikað með einlægni í augun á mér, og sagðist vera komin á fætur fyr- ir löngu, þó hún hefði fariö seint að hátta. — Skemmtir þú þér vel f gær? spurði ég. — Já, prýðilega. Þú verður að kynnast Fuengrilos. Þau eru Ijóm- andi manneskjur. En mér dvelst alltaf of lengi hjá þeim. Hún brosti og tók í handlegginn á mér. — Við skulum koma niður. Þegar við gengum fram ganginn opnuðust einar dymar og gamall maður í slitnum slopp kom út. Ég var viss um að þetta var sami maðurinn, sem ég hafði séð fara inn í gistihúsið með Peter um nótt- ina. Hann stóð í dyrunum og virt- ist í vafa um hvort hann ætti að fara út eða inn. Marcia sagði glað- lega „góðan daginn!“ og við héld- um áfram niður stigann. Ég bældi niður í mér spurning- arnar sem leituðu fram á varirnar á mér, þvf að mér var farið að skiljast, að ég gæti lent f ógöngum ef ég talaði áður en' ég hugsaði. Ég gaf Marciu nánar gætur meö- an við vorum að tala saman niöri á svölunum. Er hún aiveg sam- vizkulaus? hugsaði ég meðan hún lét dæluna ganga. — Ég verð að síma í' gildaskál- ann, sem ég var í f gærkvöldi, sagði ég þegar ég loksins komst að. — Ég gleymdi faröadósinni minni á borðinu, en vil helzt ekki missa hana. — Ég skal síma fyrir þig, sagöi hún stra: — Ég skal gera það undireins og við erum búnar að borða. Hvar varstu í gær? Dökku augun hennar voru stór og sakleysisleg. — Ég held að staðurinn heiti .,La Quissicari" — Ég þekki hann. Hann er rétt við torgið. Dönsuðuð þið? — Já. Mér þótti vænt þegar vikadreng- urinn kom og sagði að það væri spurt eftir mér í símanum. Marcia brosti þegar ég stóð upp. — Ég get gizkað á hver þetta muni vera, sagði hún. — Peter. Það reyndist rétt. Rödd Peters var hlý og alúðleg í símanum. Og þó ég væri ennþá fokreið yfir því, sem gerzt hafði i gærkvöldi, varð ég glöð eins og krakki þegar hann sagðist ætla að koma og hitta mig sfðar í dag. — Þú. ert vonandi ekki reiö mér fyrir að ég varö að láta þig fara svona fljótt frá mér í gærkvöldi? spurði hann. Nei. Ekki gazt þú að því gert, eða var það? — Nei ég gat ekki að því gert, sagði hann. — Hvemig líður honum vini þfn- um? Ekki veit ég hvort það var í- myndun, en mér fannst hann hika dálítið áður en hann sagði, að vin- urinn væri talsvert skárri. — Þá hefur þér létt, sagði ég. — Já. Þegar ég kom aftur til Marciu sagði hún ertandi: — Peter hefur gersigrazt af þér, Joyce. Ég horfði fast á hana. — Held- urðu þaö? — Ég sá það strax um kvöldið í samkvæminu mínu. Manstu ekki að ég sagði að ég skyldi verða glöð ef þið yrðuð hjón? Ég skyldi hana ekki. Ef hana langaði að við Peter yrðum hjón, hefði hún varla laumazt út til að ná í hann í gærkvöldi og spilla kvöldinu fyrir mér? — En svo maður tali um eigin- menn, er maðurinn minn skrambi erfiður í dag, sagði hún og hristi höfuðið. — Ef satt skal segja, JoyCe — það er ekki alltaf dans á rósum að vera giftur. Hjónaband var varla dans á xós- um hjá Carlos, heldur, hugsaði ég með mér. Hvaða eiginmaður gat sætt sig við að konan hans kæmi heim í aftureldingu með öðrum karlmanni? En hann vissi það kann- ski ekki. Hann vissi kannski ekki aö Peter var f Malaga. — Ég var dálítið hissa á að hann skyldi ekki koma í morgunverðinn, sagði ég. Marcia varp öndinni. — Hann var fokvondur út af því að ég kom svo seint heim í nótt. — Heimsækir þú þessa vini þína oft? — Talsvert oft. Carlos fer aldrei með mér. Honum fellur ekki við þetta fólk. Og því reyndar ekki við hann heldur. Hann reifst við þau fyrir nokkru, og hefur ekki talað við þau síðan. LOFTSKEYT AMENN Loftskeytamann vantar til starfa hjá Pósti og síma. Vaktavinna. Laun samkvæmt hinu al- menna launakerfi ríkisins. Upplýsingar gefur Þorvarður Jónsson, yfirverkfrseðingur. Póst- og símamálastjómin. » Það hlaut að koma sér vel fyrir hana, hugsaði ég með fyrirlitningu. Þá mundi Carlos varla grennslast um hvort hún kæmi til þeirra eða ekki. Ég fór að velta fyrir mér hvort ég ætti að spyrja hana, hvað hún hefði haft fyrir stafni kvöldið sem hún átti að taka á móti mér í Gibraltar. Svo mikið vissi ég, að hún hafði ekki verið með Peter þaö kvöldið, Líklega átti hann einhvem keppinaut. f/-----'B/lAJLIUiAN RAOOARÁRSTÍG 31 SlMI 22022 Maðurinn sem annars aldrei les auglýsingar BELTI o g BELTAHLUTIR á BELTAVÉLAR Keðjur Spyrnur Framhjól Botnrúllur Topprúllur Drifhjól Boltar og Rær jafnan fyrirliggjandi BERCO er úrvals gæðavara á hagstæðu verði EINKAUMBOÐ ALMENNA VERZLUNARFÉLAGIÐf SKIPHOLT 15 -SÍMI 10199

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.