Vísir - 27.05.1968, Blaðsíða 2

Vísir - 27.05.1968, Blaðsíða 2
o o n KEFLAVIK - AKUREYRI 0:1 (0:0) Akureyri vann fyrsta leik sinn o □ o VESTMANNAEYJAR - VALUR 3:1 (1:1) NÝLIÐARNIR UNNU SINN FYRSTA LEIK og sigurinn yfir íslundsmeisturunum vur verðskulduður □ Það verður líklega að leita alllangt aftur í tím- ann til að finna eins óvenjuleg úrslit í 1. deildarleik og urðu um helgina í Vestmannaeyjum, þegar ný- liðamir í deildinni unnu sjálfa íslandsmeistarana og nýbakaða Reykjavíkurmeistara Vals með 3—1. D Vestmannaeyingar sýndu áhorfendum sínum þegar í fyrsta leik að af þcim má vænta talsverðs í sumar, og að það eitt að komast í l.deild virkar á líð eins og vítamínsprauta, enda hafa æfingar liðsins að þessu sinni verið betur sóttar en fyrr, enda kemur þ*ar líka annað til greina, sem er minni og eðlilegri atvinna en áður í Eyjum. Fyrri hálfleikur var mjög jafn. Valsmenn sóttu á móti strekkings kaida og skoruöu sitt mark úr vítaspyrnu, en jöfnunarmarkið kom úr þrumuskoti „Týssa", Guðmund ar Þórarinssonar, sem um .árabil hefur verið í hópi beztu knatt- spyrnumanna Vestmannaeyja og jafnframt landsins alls, þó hann hafi aldrei komizt fram í sviðs- ljósið, — en til þess aö njóta náðartillits fulltrúa landsliðsnefnd ar verða menn að tilheyra 1. deild. Á 16. mín. skoraði Reynir Jóns- son úr vítaspyrnu, sem dæmd var á Viktor Helgason miðvörð Vest- mannaeyja fyrir að handfjatla bolt- ann. Jöfnunin. Á 45. min. aðeins sek- úndur eftir, þrumuskot af ca. 30 metra færi frá Guðmundi Þórarins syni, sem reyndar er einn af styrkustu stoðunum í góðri vörn Vestmannaeyja. Skotiö var mjög fast og óverjandi. Svo lítið var eft ir af tímanum að dómarinn lét ekki hefja leik á ný á miðjunni. Fjöldi góðra tækifæra gafst nú á báða bóga, einkum varði Sigurður Dagsson stórkostlega vel hörku- skot á 3. mín seinni hálfleiks, en Viktor bjargaði líka vel nokkru síðar við mark ÍBV. Á 9. mín skoraöi Sigmar Pálma- son 2:1 mjög glæsilega með skoti yzt úr vítateignum. Og 3:1 kom á 35. mín og enn var Sigmar útherji að verki. Hann komst upp með endamarkalínu, skaut rétt við markteig hörkuskoti sem Sigurður Dagsson náði að slá burtu frá sér, en boltinn lenti uppi í horni marksins í staðinn fyrir að fara yfir markið. Sigmar Pálmason var langhættu legasti maður Vestmannaeyinga, en framlínan í heild var ekki eins hröð og áður, t.d. í fyrra. Vörnin er hins vegar betri með Viktor Helgason sem bezta mann og Guð- mund Þórarinsson, sem er alltaf vel leikandi og laginn með bolt- ann. Ánægja áborfenda í Vestmanna- eyjum var að vonum mikil eftir leikinn, en áhorfendur voru i færra lagi að þessu sinni, og stafaði það af hátiðahöldum sjómannadags- ráðs. Hinn nýi þjálfari ÍBV Hreiðar Ársælsson úr Reykjavlk fékk flug ferð að leik loknum, var tolleraður af lærisveinum sínum. Dómarinn, Baldur Þórðarson dæmdi allvel. — alexander — V1 S IR . Mánudagur 27. maí 1968. Fyrsti 1. deildarleikurinn í Vestmannaeyjum fór fram á laugardagmn var. Hér er eitt mark Vestmannaeyja á Ieið í nctið. — óvenjuleg byrjun Akureyringu í 1. deild ■ Þegar Einar Hjartarson, dóm- ari í 1. deildarlcik Keflvíkinga og Akureyringa, sem leikinn var á laugardaginn á heimavelli hinna fyrrnefndu benti á víta- punkt norðanmanna um miðjan fyrri hálfleik eftir meint brot á Einari Gunnarssyni datt fæst- um annað í hug en hinn skot- öruggi Magnús Torfason næði forystunni fyrir lið sitt með því að senda knöttinn í netið. En svo bregðast krosstré sem önn- ur tré. Laust skot Magnúsar hafnaði f öruggum höndum Samúels markvarðar, sem varð ekki aðeins þess valdandi að Magnús naut sín ekki sem skyldi til leiksloka, heldur einnig máttu Keflvíkingar sjá á eftir tveimur dýrmætum stigum norð- ur. Ekki er út í hött að ætla að þeim hefði lánazt að krækja f ann að stigið, ef pyrnan hefði heppn- azt, þ-vf glæsilegt gegnumbrot Va! steins Jónssonar í seinni hálfleik færði sigurinn 1 þessum leik. Með sigri sínum geta Akureyringar horft vonglaðari fram á veg en oft áður, því að oft hafa fyrstu leikim ir og töp í þeim orðið þeim að fóta kefli í baráttu um meístaratitilinn. Gangur leiksins: Norðanmenn . voru mun snarari og ákveðnari í ;öllum snúningum fyrsta stundar- j fjórðunginn, en sá ljóður var á í ráði þeirra að leikur þeirra var of 1 hægfara og of þver. Þegar leið á | leikinn var eins og mesti móður- I inn rynni af Akureyringum, en Keflvíkingar tóku leikinn meira í sínar hendur með hröðum samleik og snöggum stöðuskiptingum. Gerð ust Keflvíkingar æ aðgangsharðari við Akureyrarmarkið, þar til loks að gullna tækifærið bauðst, Einar Gunnarsson slapp einn inn fyrir, skýtur föstu skoti, en knötturinn lendir á Samúel markveröi og til Einars aftur, en þar er honum brugðið illilega innan vítateigs. En enda þótt framkvæmd spym- unnar hafi farið eins illa og áður er sagt, héldu Keflvíkingar uppi sókn til leikhlés. Seinni hálfleikinn hófu Akureyr- ingar með sókn likt og hinn fyrri, Jón Stefánsson, burðarásinn sem fyrr. i en beittu annarri ’eikaðferð en áð- ur, sendu boltann meira fram á við og notfærðu sér þannig hina fótfráu framherja, Kára Árnason og Steingrím Björnsson. Sama endurtók sig síðar í hálfleiknum, Keflvíkingar gerðust aðsópsmeiri og þrjár hornspyrnur fei^gu Kefl- vikingar, og úr einni þeirra skaíl- aði Einar Gunnarsson í þverslá, en þaðan hrökk boltinn til Grétars, sem átti skot, en heppnin sneri baki við Grétari eins og liðinu I heild. SIGURMARKIÐ kom á 26. mín- útu f seinni hálfleik. Það var Val- j steinn, sem komst einn inn fyrir,! og tókst Kjartani markverði fyrst; að hafa hendur á boltanum, en) missti hann aftur til Valsteins, sem ; skoraði f seinni tilraun sinni. Við þetta misstu Keflvfkingar' heldur möðinn, en það sem eftir i var af leiknum voru Akureyringar mun nær að skora annað mark, en Keflvfkingar að jafna metin. ÍBK-liðið: Kjartan markvörður átti einn sinn bezta leik til þessa. Vonandi voru meiðsl þau, er hann hlaut f leikslok ekki alvarlegs eðlis. Vörnin var þétt, Einar Mngnússon var þar bezti maður, en hins vegar var framlínan heldur Iftið sann- færandi, en að vísu voru þeir Karl Hermannsson, Einar Gunnarsson og Jón Ólafur fljótir og leiknir en misskilnings virtist gæta milli þeirra og runnu mörg upphlaupin út f sandinn af hans völdum. Þá Magnús Torfason — fékk tæki- færi til að krækja í annað stigið. héldu útherjarnir sig of aftarlega Efnilegur tengiliður í liðinu er ný- liðinn Hjörtur Sakarfasson, dugleg- ur og ósérhlffinn. AKUREYRI: Kári Ámason var mjög virkur, sérstaklega eftir að Steingrímur Björnsson kom inn á í stöðu h. útherja. Samvinna þeirra var til fyrirmyndar og léku þeir Keflavíkurvörnina oft grátt. Þá átti Valsteinn Jónsson góðan leik. Jón Stefánsson er sem fyrr burðarás varnarinnar, Guðn;„ Skúli og Magn ús virtust hins vegar í þyngra lagi. Þá virtist Samúel markvörður i mjög góðri æfingu. Einar Hjartarson var mjög góð- ur dómari í þessum leik. Áborfend ur voru fáir ' stórkostlega gððu veðri, hverju svo sem um var að kenna. — emm. —

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.