Vísir - 27.05.1968, Blaðsíða 3

Vísir - 27.05.1968, Blaðsíða 3
V1SIR . Mánudagur 27. maí 1968. Middlesex Wanderers — KR 2:0: Á H-DAG SKORUDU WANDERERS BÆDI MÖRKIN FRÁ HÆGRl % MIDDLESEX WANDERERS unnu gestgjafa sína, KR-inga í gærkvöldi í leik liðanna á Laugardalsvellinum með 2:0. Margt áhorf- enda lagði leið sína á Laugardalsvöllinn í hægri (í tvöföldum skiln ingi) umferð, enda þótt rigning væri meðan leik- urinn fór fram. Eflaust hafa margir viljað hjá Þórólf Beck leika aftur eftir langt hlé, en Wand- erers hafa líka áunnið sér vinsældir hér, enda allt landsliðsmenn úr enska Olympíulandslið- inu. • Ekki fór það svo að HÆGRI umferðin gilti ekki hér sem annars staðar. Bæði mörk- in í leiknum komu frá HÆGRI, og það meira að segja frá þeim mann- inum sem staðsettur var yzt á hægri briin vallarins, enda hafa menn væntanlega komizt að raun um það nú að sú regla borgar sig að halda sig við hægri jaðar veg- arins. Wanderers áttu alveg byrjun leiksins, — en segja má að KR hafði aðeins tvisvar í fyrri hálfleik komizt f marktækifæri, Eyleifur fékk góðan stungubolta frá Þór- ólfi, en Swannel markvörður bjarg- aði á síðustu stundu með úthlaupi, og‘ þá átti Baldvin góðan skalla naumlega framhjá. Wanderers áttu mun fleiri tækifæri, aðallega skot utan vítateigs, tvivegis lenti bolt- inn í neti KR-inga, en í fyrri hálf- leik voru bæði mörk leik'sins skor- uð. • Á 7. mín. kom hár bolti utan af hægri kanti yfir Ellert Schram miðvörð og beint á höfuðið á Gedney, sem skallaði. Guðmundur hálfvarði en missti boltann inn fyrir sig. • Seinna markið kom á 35. mín. Hornspyrna var framkvæmd frá hægri og Cozens skallaði lag- iega I jörðu af miklu afli með þeim afleiðingum að boltinn hoppaði yfir Guðmund Pétursson og í mark- ið, 2:0. KR-ingar sóttu sig mikiö í seinni hálfleik, börðust vel og áttu mikið i miðju vallarins með Ársæl, >órð, Halldór og Þórólf. Meö þessari baráttu jafnaðist ieikurinn að mun, en tækifæri KR urðu þó aldrei verulega hættulegs eðlis, nema í eitt skiptið í mikilli pressu innan vítateigs, þegar KR-skotið vantaði. Hins vegar lék grunur á að Magnús /wwwwwwwwvwv Pétursson hefði átt að dæma víta- spymu á Bretana í það skipti þeg- ar einn varnarmaðurinn hafði hendi á boltanum. Bretarnir áttu hins vegar góð tækifæri, — tvö stangarskot — bjargað á línu og hörð upphlaup. Framlína Wanderers var sem sé beittari og ágengari en KR-fram- línan í þessum leik og því lauk leiknum með sanngjörnum sigri Middlesex Wanderers. Middlesex Wanderers er skipað mjög jöfnum leikmönnum, engir veikir punktar, en heldur engir verulega spjallir leikmenn, en út- koman sem heild er prýöileg, enda er liöið Olympíulið Englendinga í knattspyrnu. KR-liðið átti góðan seifní'. hálf- leik, en framlinan er sundurlaus. Þórólfur er þungur, en sýndi að enn býr mikil knattspyrna í hon- um, en beztur var Guömundur Pétursson í markinu, átti frábæran leik og bjargaði liði sínu frá stærra tapi. Halldór Björnsson var góður á miðjunni, en gaf ekki nógu góð- ar sendingar frá sér. Ársæll og Þórður voru góðir á miðjunni. Ólafur Lárusson, sem kom inn i seinni hálfleik var ágætur og mjög hættulegur, hefði verið hættulegri ef hann hefði staðið betur á hálum vellinum. Þórólfur er nú aflur með í íslenzkri knattspyrnu. SAGT EFTIR LEIKINN: ■ Guðmundur Hermannsson — 18,21 í kúluvarpi. Nser Guímmdur 19metnmvm? jjVIÐ KUNNUM EKKI AÐ Guðmundur Hermannsson bætti eigið met I kúluvarpi fyrir helgi, þegar fyrsta frjálsíþrótta mót sumarsins fór fram á Mela vellinum. Guðmundur varpaði kúlunni 18.21 metra og átti ógilt kast að auki vel yfir 18 metra línuna. Eru menn sammála um að Guðmundur lumi á mun meiru, enda líklegt þar sem svo vel tekst til í upphafi keppnis tfmabilsins. Tala sumir um að 19 metra strikið sé það, sem hann muni keppa við i sumar. Afrek Guðmundar er á ágæt- um mælikvarða hvar sem er. Þá vakti Erlendur Valdimarsson athygli, varpaði kúlunni 16.15 metra og ættu 17 metrarnir ekki að standa í vegi fyrir honum í sumar. Jón Þ. Ólafsson stökk 2,04 í hástökki og virðist hann einnig ætla að eiga gott sumar. BRJOTA „PENT" Pfeiffer, þjálfari, aö loknum leik: KR-ingamir fundust mér á- gætir í seinni hálfleik, en gætu gert betur. Ég sé Guðmund Pétursson í fyrsta sinn í mark- inu. Hann er góöur milli stang- anna eins cg flestir markveröir hér, en úthlaupin eru ákaflega vafasöm. Islcndingar kunna heldur ekki þessi alþjóðlegu brögö knattspymunnar. Það sáum viö núna, Englendingam- ir kunna að brjóta „pcnt“, þaö kunna menn ekki hér. Þóróifur Beck: . Ég er ekki ánægður, hvorki mcð mig eöa líðið. Góöir ieikkaflar komu í seinni hálfleik, en þaö vantar meiri hreyfingu á þá leikmenn, sem ekki eru með boltann, og ég held aö ég hafi sjálfur veriö undir þá sök seldur. Ég býst við aö þurfa fjóra- leiki eða svo til aö ná keppnis- reynsiunni aftur. Ég hef ekki leikiö knattspymu siðan i Júlí f fyrra, en æft ágætlega, en það er ekki alltaf nóg. OGREIDDIR l REIKNIHGAR * LÁTIÐ OKXUR INNHEIMTA... Þoð sparar ydur t'ima og óþægindi INNHEIMT USKRIFSTOFAN Tjarnargötu 10 — 111 hæd -Vonarstrætismegin — Simi 13175 (3lmur)

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.