Vísir - 11.06.1968, Blaðsíða 16

Vísir - 11.06.1968, Blaðsíða 16
 Þriðjudagur n. Jönl 1968. ÓEIRÐIRNAR BLOSSA AFTUR Á saltfiskveiðar við V- Grænland með færeyskan fiskilóðs Vélskipið Helga Guðmundsdóttir frá Patreksfirði er nú að byrja salt fiskveiðar við vesturströnd Græn- lands. Skipið er á leið þangað vest- ur fyrir, en um 7 tíma sigling er á miðin. Færeyskur fiskilóðs er um borð, en Islendingar eru alls ókunn ir netaveiðum á þessum slóðum. Fjórtán manna áhöfn er á skip- inu og er btiizt við að það hafi langa Utivist. Nokkrir bátar eru á línuveiðum við Austur-Grænland, eða hyggja á línuveiðar þar. Þar á meðal er vélbáturinn Þrymur frá Patreks- firði sem er búinn að fara einn ,,túr“ og viröist hafa aflað ágæt- lega. | Blóntvöndur til j keppinautanna J Fyrsta áætlunarflug SAS til fslands er í dag frá Kaupmanna höfn, en fvrir viku kom flugvél félagsins fyrst til Keflavíkur. í dag kl. 14.30 verður mikið um að vera, lúðrablástur Svana, kvartettsöngur Keflvíkinga, kokkteilboð fyrir erlenda gesti og fleiri í biðsalnum á flug- vellinum, en erlendir gestir, blaðamenn og ferðaskrifstofu- menn eru milli 60 og 70 talsins og halda áfram til Grænlands, en koma þaðan aftur á fimmtu- dag. Þessi mynd var tekin, þegar SAS-flugvélin kom á dögunum, en þá fóru isl. blaðamenn utan með vélinni. Flugfleyja frá „keppinautunum“, Flugfélagi Islands, sem reyndar á ákaflcga elskuleg samskipti við SAS, al' hendir hér flugstjóra vélarinnar blómvönd. UPP I FRAKKLANDI Lögreglan ú nú í □ í gær kom til nýrra ofbeldisaðgerða í París, þegar stúdentar reistu götuvígi og kveiktu í lögreglubifreið og rifu upp grjót úr götunum, þetta minnir á hinar blóð ugu óeirðir í síðasta mán höggi við verkamenn og stúdenta uði, sem híeyptu af stað allsherjarverkfallinu. Seinna tilkynnti stúdentasam- bandið, að efnt yrði til mót- mælaaðgerða í dag til að mót- mæla ,,kúgun“ eins og það heit ir í fréttatilkyningunni, en þar segir ennfremur: ,,1 dag var stúdent myrtur af lögreglunni, og mótmælin við því verða að koma strax og vera einhuga." Klukkan sex í morgun voru stórir hópar lögregluliðs í nám Stúdentar fleygðu grjóti og „Mólótov-kokteilum í lögregl- una, sem svaraði meö táragas sprengjum. Mikill mannfjöldi var samankominn á óeirðasvæð inu til að fylgjast með því, sem var að gerast. 1 götuóeirðunum í nótt slasaðist alvarlega hinn ís aðeins eftir við vestanvert Norðurland ísinn hefur nú minnkað geysilega mikið við Austur- og Norð- austurland en ennþá er þó mikill ís á Óöinsboðasvæðinu, samkvæmt upplýsingum Landhelgisgæzlunnar, en farið var í ískönnunarflug í j gær. Greiðfær leið er þó ennþá vestan frá fyrir Horn að Dranga- skörðum. Nokkuð ísrek er við Skallarif- og inn með landi, austan við Skaga. Hrútafjörður og Miðfjörður eru lokaðir eins og er og mikill ís er á Steingrímsfirði. Sigling er erfið á þessum stöðum eins og er, en held- ur virðist ástandiö þó hafa skánaö síðustu dagana. 50 lúður v/ð Grænland Margir skipstjórar á stærri veiði skipunum eru óráðnir í hvað gera skuli í suma, en færri fara senni- lega á síld í ár en áður. Þrjú skip eru til dæmis byrjuð lúðuveiðar djúpt vestur af landinu. Eitt þeirra Arnfirðingur er að veiðum vestur undir Grænlandi og fékk á dögun- um 50 lúður — en frekar hefur ekki frétzt af veiði lúðufangaranna. Hin tvö skipin munu hakla sig um 100 mílur frá landi. Stúdentar berjar nú við lögregluna í Frakklandi og beita grjóti, gegn táragasi og kylfum. Lögreglan / tveimnr umferð- arslysum / gær Mesti slysadagur i gær s/ðon á H-dag. Alls fj'ógur umferdarslys i Reykjavik • Lögregluþjónar voru held- ur seinheppnir í umferðinni í gær. Þeir lentu í tveimur um- ferðarslysum á einum og sama deginum. Annað umferðarslys- iö verður að skrifast á reikning viðkomandi lögregluþjóns, en varla hitt. Tvö önnur slys urðu í umferöinni í gær, en alls slös- uðust fimm manns, þótt ekkert i slysið gæti talizt verulega alvar- j legt. 1 Annað slysið, sem lögreglan var þátttakandi í, varð, þegar þeir höfðu verið kallaðir út vegna slyss. Lögreglubíllinn sem var með rauð ljós og hafði sírenuna í ganga, lenti í árekstri við VW-bifreið á horni Njarðargötu og Freyjugötu. Tveir menn, sem voru í VW hent- ust út úr bifreiðinni. Báðum var ekið á slysavarðstofuna ,en þeir reyndust ekki mjög alvarlega meiddir. Seinna lögreguslysiö varð á horni Lækjargötu og Hafnarstræt- is. Jeppabifreið lögreglunnar var ekið norður Lækjargötu. Hún var | stöðvuð til að hleypa bifreið sem var á leið austur Hafnarstræti, framhjá. Þegar bifreiðin fór af stað aftur, reyndist maður á reiðhjóli hafa verið í hvarfi fyrir aftan hina bifreiöina og lenti lögreghi- bifreiðin á honum. Hann mun hafa slasazt lítillega. Hin tvö umferðarslysin i»ðn bæði á hjólreiðamönnum og urðu því hjólreiðaslysin þrjú í gær. Annað af þessum hveimur síðast töldu hjólreiðaslysum varð á mót- um Rauöarárstígs og Miklubrautar Þar varð fullorðinn maður á reið- hjóli fyrir bifreið. Hann meiddist eitthvað í andliti og á fæti. Hitt slysið varð á horni Furumels og Hagamels. Þar varð piltuc á skellinöðru fyrir bifreið. Skelli- naðra piltsins lenti undir fram- hjóli bifreiðarinnar. Hann bjargað- ist naumlega við það, að hann henti sér upp á vélarhlíf bílsins og valt út af henni. Hann slapp með skrám ur, en hjólið gjöreyðilagðist. Þrjúr mdlverka- sýningar Mikið er um málverkasýningar í borginni þessa dagana og er nú verið að opna þrjár sýningar á svartlistarmyndum og málverkum. í dag opnar í nýbyggingu Mennta- skólans sýning á eftirprentunum verka úr svartlistardeild Ríkissafns ins í Amstordam eftir marga hinna gömlu meistara, svo sein Rem- brandt, T.ucas van Leyen o. fl. Þá er nýopnuð sýning á Mokka- kaffi á málverkum Japana, sem bú- settur hefur verið á Íslandi í 8 ár, Matsuka Sawamura. Þriðja sýn- ingin er í sýningarsa! Málverkasöl- unnar á Týsgötu 3, en þar sýnir Sigurður Kristjánsson, listmálari. Fiske-skákmótið: Ostojic hefur betra gegn Friðriki 8. umferö alþjóölega skák- mótsins var tefld í gærkvöldi. Taimanov vann Jón, Byrne hafði yfirburði gegn Andrési og Addi- son sigraöi Benóný. Jafntefli gerðu Bragi og Freysteinn og Guömundur og Vasjúkov. Rúss- inn haföi eytt talsverðum tíma, auk þess sem hann var ekki ánægður meö stöðuna og sætti sig við jafntefli. Biðskák varö hjá þeim Friö- riki og Ostojic. Það var ein- hver skemmtilegasta skák móts- ins til þessa. Tefldú báðir háska lega á opnu borði, en Júgóslav inn virtist hafa betur, og eru lík ur til, að hann vinni skákina. B ðskákir urðu ennfremur hjá þeim Jóhanni og Inga og Uhl- mann og Szabo. Biðskákir úr fyrri umferðum voru tefldar I gær. Vasjúkov tókst að vinna Jóhann, en skák Friðriks og Benónýs fór aftur i bið. Friðrik Hefur lítið eitt betri stööu. Staða efstu manna er þessi: Taimanov og Vasjúkov hafa 6 vinninga. Ostojic 5y2 og biðskák við Friðrik. Byrne 5 v. og bið- skák. Uhlmann 4>/2 og biðskák. Bragi 4i/2 og Friðrik 3Y2 og 2 biðskákir. Aðrir hafa nokkru

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.