Vísir - 12.06.1968, Blaðsíða 13

Vísir - 12.06.1968, Blaðsíða 13
V1 SIR . Miðvikudagur 12. júni 1968. 13 # fíÓTEL GARÐUR hefur aftur hafið starfsemi sína. Er þetta 9. árið, sem stúdentar reka þarna sumarhótel sjálfir. Hótelið er í háðum „görðunum" og ræður yfir 70—80 herbergjum. Lagfæringar hafa verið gerðar á herbergjunum og ný húsgögn keypt. Hótelið verð- ur opið til 1. sept. í haust, — þá munu stúdentar sjálfir verða ríkj- andi þar i stað hinna erlendu ferða- lánga, sem þar eru í meirihluta nú. Hótelstjóri er Ingólfur Hjartarson, stud. jur. # „Ökumenn skulu halda öku- tækjum sínum hægra megin á ak- braut eftir þvi sem við verður kom- ið og þörf er á vegna annarrar um- ferðar“. Þessi há-lögfræðilega setn- ing er úr umferðarlögunum og þýð- in „Akið hægra megin á akbraut- inni“. Þetta vill brenna við hjá öku- mönnum ennþá, þeir aka of mikið á vinstri akrein akbrauta, en vinstri akreinin er ætluð til framúraksturs, — sem er vel að merkja nær úti-* lokaður meðan hraðatakmörkunin # Eftir H-breytinguna urðu þessi skilti ðnýt — hér er haugur af skiltum með ör sem bendir til vinstri. # Áminningarmiðar vegna H-um- ferðar hætta fljótt að hafa áhrif, — þ. e. ef þeir eru ekki fluttir úr stað. Ættu menn því að reyna að flytja miðana til. Sérstök ástæða er til að hæla áminningarmerkjum þeim sem Hagtrygging sendi við- skiptamönnum sínum fyrir H-dag, sérstaklega örinni, sem límd er á framrúðuna og bendir út í hægri vegarbrúnina. • Apótekarar harma það að hug- myndir hafa komið fram um að ieggja niður kennslu í lyfjafræði við Háskóla íslands. Telja þeir að þvert á móti beri að efla og auka kennslu þessa við skólann með þaö fyrir augum að i framtíðinni verði hægt að fullnægja þörfum um þjóð- félagsins i þessari grein með inn- Iendu vinnuafli. Formaður Apótek- arafélags íslands er Sverrir Magn- ússon, gjaldkeri Christian Ziemsen og ritari ívar Daníelsson. Hjúkrunarkonur 1-2 hjúkrunarkonur vantar að lyflækningadeild Borg- arspítalans í Fossvogi, vegna sumarafleisinga, strax eða 1. iúlí. Upplýsingar gefur forstöðukona spítalans í síma 81200. Reykjavík, 11. 6. 1968. SJÚKRAHÚSNEFND REYKJAVlKUR VÍSIR ÍVIKULOKIN 500 krónu mappa Þeir áskrifendur Vísis, sem hafa safnað „Vísi í vikulokin" frá upphafi í þar til gerða möppu, eiga nú 116 blaðsíðna bók, sem, er yfir 500 króna virði. Hvert viðbótareintak af „Vísi í vikulokin" er 15 króna virði. — Gætið þess '■*ví að missa ekki úr tölublað. Aðeins áskrifendur Vlsis fá „Vfsi f vikulokin". Ekki er hægt að fá fylgiblaðio á annan hátt. Það er þvf mlkils virði að vera áskrifandi að Vfsi. Gerizt áskrifendur strax, ef þér eruð það ekki þegar! Dagblaðið VÍSIR íslendingar og hafið SJÁVARÚTVEGSSÝNINGIN framlengd til sunnudagsins 23. júní Athugið breyttan sýningartíma. - Aðgöngumiðasalan opin alla virka dága frá kl. 17-22, laugardaga og sunnudagp kl. 14 — 22 — 17. júní kl. 17 — 22. Sýningin tekur á móti FERÐAHÓPUM á öðrum tímum eftir samkomulagi. Helztu strætisvagnaleíðir að Laugardalshöllinni eru: Sogamýri - Rafstöð, leið 6, á heila tímanum og leið 7 á hálfa tímanum. - Sundlaugar, leið 4 á 15 min. frestí. Tízkusýning í kvöld kl. 20.30 Sjáið ævintýraheim sjávarútvegsins Íslendíngnr og hafið

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.