Vísir - 29.06.1968, Blaðsíða 2

Vísir - 29.06.1968, Blaðsíða 2
2 V1SIR . Laugardagur 29. júní 1968. y Stuðningsmenn beggja frambjóð- enda bjartsýnir — Þjóðin t>ekkir dr. Gunnar og hann þekkir þjóðina, segja stuðningsmenn dr. Gunnars Thoroddsens — Fáum upp undir 60°Jo atkvæða, segir Ragnar Jónsson Á MORGUN gefst ís- lenzku þjöðinni kostur á að velja milli tveggja manna ti! að gegna for- setaembætti þjóðarinn- ar. Kosningaundirbún- ingur stendur nú sem hæst, og er mikið um að vera á kosningaskrifstof um beggja aðila. Blaða- maður og ljósmyndari VÍSIS lögðu leið sína á aðalskrifstofur beggja forsetaefnanna í gær, og hleruðu HMóðið í forvíg- ismönnmn skrifstof- anna: í Pósthússtræti nr. 13 er að- alkosningaskrifstofa stuðnings- manna dr. Gunnars Thorodd- sens. Þar hittum við að máli Val Valsson. — Við höfum lagt aðal- áherzluna á það í kosningabar- áttu forsetaefnis okkar, að þjóöin viti að hverju hún gangi greiði hún dr. Gunnari atkvæði, enda er hann landskunnur af löngu og happadrjúgu starfi á sviði þjóðmálanna. Segja má því. að þjóðin þekki dr. Gunnar og að hann gjörþekki þjóðina, segir Valur, er hann spjallar stutta stund við okkur, milli þess, sem hann leysir úr spurn- ingum fjölda starfsmanna, sem þarna eru að störfum, og svar- ar hringingum frá stuðnings- mönnum, — Við vitum að fylgi for- setaefnis okkar er geysimikið og að hann á fylgismenn I öllum stjórnmálaflokkum. Það hefur staðreynzt á hinni gífurlegu fundarsókn, sem verið hefur að fundum hans, bæði f þéttbýlinu hér sunnanlands, svo og úti á landi. Þrír glæsilegir opinberir fundir hafa verið haldnir i Reykjavík, og 18 fundir úti á landi, og hvarvetna höfum við orðið varir við mikið og jafnt fylgi hans. Aðalskrifstofa stuðningsmanna dr. Kristjáns Eldjárns er i Bankastræti 6. Þar hittum við að máli Ragnar Jónsson, en hann er einn af aðalforvfgis- mönnum stuðningsmanna dr. Kristjáns. — Aðalstarf okkar nú f dag er að undirbúa fundinn f Laug- ardalshöllinni. Þar verða 11 ræðumenn, og helmingur þeirra ungir menn og konur. Við von- umst eftir mikilli aðsókn, og gerum okkur ekki ánægða með færri en 10 þúsund manns, þar sem stuðningsmenn dr. Gunnars fengu 6 þús., sem mér finnst gott hjá þeim. — Fylgi dr. Kristjáns er mest á Austurlandi og á Norð- austurlandi. þar sem hann nýt- ur fylgis allt að 90% íbúa og víða reyndar enn meira fylgis. — Reyndar vitum við, að 100% íbúa Svarfaðardalshrepps og í nágrannahreppum styðja dr. Kristján. — Ég held, að dr. Kristján hljóti upp undir 60% atkvæða landsmanna, og hér í Reykjavík virðist fylgi hans vera svipaö og úti á landsbyggðinni eða ég tel að hann hljóti þar yfir 50% atkvæða. Ragnar Jónsson unm RVÍK Y-LAND YFffiÐ. NYEST- NAUST. AXAND S.LAND R.NES LAHDIÐ X kjórskrX ATKV GfttlLÐ AUBIR- ÓGILDIR: 2 w to Qí S 5° ig §E SflMTALS ZZ -< C6 2-< feg o; w ^ w SAHTAIS:

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.