Vísir - 29.06.1968, Blaðsíða 3

Vísir - 29.06.1968, Blaðsíða 3
V1SIR . Laugardagur 29. júní 1968. Æviatriði forsetaefnanna DR. KRISTJAN ELDJARN OG FRU DR. GUNNAR THORODDSEN OG FRÚ rjr. KRISTJÁN ELDJÁRN fæddist 6. desember árið 1916 á Tjöm £ Svarfaðardals- hreppi í Eyjafiröi. Foreldrar hans eru Þórarinn Eldjárn og kona hans Sigrún Sigurhjartar- dóttir. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akur- eyri árið 1936 og stundaöi sið- an nám við Kaupmannahafnar- háskóla á árunum 1936 til 1939. Mag art. prófi í fslenzkum fræðum lauk hann frá Háskóla Islands 1944 og doktorsprófi frá sama skóla 1957. Dr. Kristján var stundakenn- ari við Menntaskólann á Akur- eyri 1939 til 1941. Síðan starf- aði hann við Þjóöminjasafn ís- lands 1945 tit 1947., en 1. des- ember það ár var hann skipaöur þjóðminjavöröur og var þá þrl- tugur að aldri. Dr. Kristján Eldjám hefur starfaö mikið að félagsmálum. Hann var formaöur Stúdenta- félags Reykjavíkur 1948—49 og hann hefur verið I stjóm Hins íslenzka fornleifafélags frá 1945 og f stjóm Hins fslenzka bókmenntafélags frá 1961. Dr. Kristján hefur verið útgáfu- Ltjóri Acta Arhaeologica frá 1957. Af íslands hálfu hefur hann veriö í útgáfustjóm Kult- urhistorisk leksikon for nor- disk middelalder frá 1957. 1 fastanefnd Union Internationale de Siences Préhistorique et Protohistorique frá 1962. 1 stjórn hugvísindadeildar Vís- indasjóðs frá 1958. I náttúru- verndarnefnd Reykjavíkur hef- ur hann átt sæti frá 1958 og hann hefur verið formaður ör- nefnanefndar frá 1959. 1 viöurkenningarskyni fyrir störf sín á aðalskiljanlegum sviðum hefur hann hlotið heið- ursmerki ýmissa landa. Dr. Kristján Eldjárn er einnig með- limur eða heiðursfélagi margra vísindafélaga. Hann hefur einnig veriö af- kastamikill rithöfundur og með- al rita hans má t.d. nefna Geng ið á reka, Tólf fornleifaþættir, Um Hólakirkju, Um Grafar- kirkju, Kuml og haugfé. Stakir steinar, Hundrað ár í Þjóðminja safni og miklu fleiri rit. Dr. Kristján er kvæntur Hall- dóm Kristinu Ingólfsdóttur, sem fædd er 24. nóvember 1923 nr. GUNNAR THORODDSEN er fæddur í Reykjavík 29. desember 1910, sonur hjónanna Maríu Kristínar (fædd Claes- sen) og Sigurðar Thoroddsens yfirkennara, en hann var jafn- framt fyrsti landsverkfræöing- urinn um áratug. (Sigurður var einn af hinum frægu Thorodd- sen-bræðrum.) Dr. Gunnar lauk stúdentsprófi við Menntaskólann f Reykjavík 1929 eöa 18 ára að aldri og fimm árum síðar lögfræðiprófi við Háskóla íslands. Framhalds- nám, aðallega í refsirétti stund- aði hann f Danmörku, Þýzka- landi og Englandi. Doktorspróf í lögum tók dr. Gunnar við Há- skóla íslands 1967, þegar hann varði rit sitt, Fjölmæli. Að loknu lögfræðiprófi stund- aði dr. Gunnar Thoroddsen Iög- fræðistörf ásamt öðrum störf- um 1936—40, þegar hann var á Isafirði. Börn þeirra eru: Ólöf fædd 1947, Þórarinn 1949, Sigrún 1954 og Ingólfur Árni 1960. ráðinn til að gegna prófessor- störfum f lagadeild Háskóla Is- lands, þá 29 ára að aldri. Hann var seinna skipaður prófessor, en veitt lausn frá embættinu 1950. Hann varð landskjörinn al- þingismaður 1934, þá aðeins 23 ára gamall, og var hann yngsti maðurinn. sem nokkru sinni hefur setið á Alþingi. 1942 var hann kjörinn alþingismaður Snæfellsness og seinna Reykja- víkur og sat á þingi til ársins 1965 að hann sagði af sér þing- mennsku og var skipaður sendi- herra Islands f Kaupmannahöfn Dr. Gunnar Thoroddsen var kjörinn borgarstjóri Reykjavik- ur 1947 og gegndi því starfi þar til hann fékk leyfi frá störf- um 1959 og lausn frá starfinu 1960. Bæjarhilltrúi Reykjavfkur var hann 1938 — 62 og bæjar- ráðsmaður 1946—60. Formaöur bæjarráðs 1947—59 og forseti borgarstjórnar 1959 — 60. Fjármálaráðherra varð dr. Gunnar 20. nóvember 1959 f ráðuneyti Ólafs Thors og seinna dr. Bjarna Benediktssonar þar til 1965, að hann gerðist sendi- herra f Kaupmannahöfn, en þvf starfi gegnir hann enn. Dr. Gunnar Thoroddsen hefur verið virkur félagi f slíkum fjölda félaga, nefnda og stofn- ana, að ekki gefst tóm til að 'ja það upp hér. Þess má þó geta, að hann var formaður Norræna félagsins um áratugs skeið, formaður Félags ungra sjálfstæðismanna 1940—42, formaður Landsbankafiefndar, •láðhússnefndar Reykjavfkur, stjórnar Sogsvirkjunarinnar, Is- landsdeilda Þingmannasam- bands Norðurlanda, Fegrunar- félags Reykjavíkur. Blaðaút- gáfu Vísis, heiðursfélagi Tón- listarfélagsins og SlBS. Hann hefur skrifað fjölda rita, m. a. Fjölmæli (doktorsritgerð- in). Æran og vernd hennar. Um ræðumennsku, The Constitution of Iceland, Málfrelsi og meið- , rði o. fl. Dr. Gunnar Thoroddsen kvæntist Völu Ásgeirsdóttur 4. apríl 1941. Þau eiga fjögur börn: Ásgeir (fulltrúi í dóms- málaráðuneytinu). Sigurð (lög- fræðinemi), Dóru (ný-stúdent) og Marfu Kristfnu, (nemandi).

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.