Vísir - 06.07.1968, Blaðsíða 6

Vísir - 06.07.1968, Blaðsíða 6
6 V í S IR . Laugardagur 6. júlí 1968. TÓNABÍÓ Tom Jones íslenzkur texti. Heimsfræg og snilldar vel gerö ensk stórmynd í litum er hlotiö hefur fimm Óskars- verölaun, ásamt fjölda annarra viðurkenninga. Albert Finneý Susannh York Endursýnd kl. 5 og 9. Bönnuð börnum. KÓPAVOGSBÍÓ Sérstæö og ógnvekjandi, ný, amerisk mynd i litum og Pana vision. Peter Fonda Nancy Sinatra Sýnd kl. 5.15 og 9. Bönnuö börnun. innan 16 ára. BÆIARBÍÓ Dætur næturinnar Hin djarfa og umdeilda jap- anska mynd. Sýnd kl. 7 og 9. Bönnuð börnum. HATARI Spennandi litmynd um dýra- veiðar f Afríku, með: John Wayne í aðalhlutverki. Sýnd kl. 5. NÝJA BÍÓ Ótrúleg furðuferð íslenzkur texti. Amerfsk Cinema Srope litmynd Furðuleg ævintýramynd sem aldrei mun gleymast áhorfend- um. Stephen Boyd Raquei Welch Sýnd kl. 5, 7 og 9. STJÖRNUBÍÓ Bless bless Birdie Islenzkur texti. Bráðskemmtileg ný kvikmynd. Sýnd M. 5, 7 og 9. Nýr og sérkenni- legur skýjakljúfur í Chicagó Verður umhverfi athyglisverðrar samfélagslegrar tilraunar 1 Chicagó, bandarísku stórborg- inni, þar sem fyrstu skýja- kljúfarnir risu af grunni, er nú unnið að mikilli byggingu og sérkennilegri, sem þegar hefur vakið óskipta athygli bygginga- verkfræöinga vfða um heim. Þetta er skýjakljúfur, eins kon- ar ferhyrndur risaturn, sem á aö verða 1.100 fet á hæð, og áætl- að kostnaöarverð er um 95 millj dollara. Það er líftryggingarfélag nokk urt, kennt við John Hahnbock, sem að byggingu þessari stend- ur. Meðal sérkenna hennar er það, að ailt fyrirkomulag henn- ar miðast við það, að íbúar þessa skýjakljúfs þurfi ekki — ef þeim sýnist svo — að fara út fyrir dyr, neinna erinda, fyrr en þeir verða bomir út f líkvagn inn! Þetta verður, þegar til kem- ur, eins konar borg f stórborg- inni — gert er ráð fyrir að fbú- ar þar verði um 6.000 og skrif- stofustarfsmenn um 1.500, syo þettá vérður þokkalegasti bær, á íslenzkan mælikvaröa að minnsta kosti. Og þaö veröa ekki margir minni bæir, jafnvel ekki vestur þar, þar sem íbúarn- ir eiga völ á eins fullkominni og fjölþættri þjónustu og þarna stendur til boöa, þegar til kem- ur. Verzlunarver veröa á neðstu fimm hæðum, þar sem allur hugsanlegur vamingur verður á boðstólum. Þar veröa einnig mat sölu- og veitingastaðir og alls konar skemmtistaðir. Á 6, —12. hæð verða stæði fyrir 1.200 bíla, sem fluttir verða upp og niður í sterkum lyftum, er ganga þang að sérstaklega. Á 13. —42. hæð verða einkum skrifstofur, en íbúöirnar verða á 46.-93. hæð. Þessar fbúðir verða búnar öll- um hugsanlegum þægindum eins og þau tfðkast ipest þar vestra. Alls verða þessar íbúðir sjö hundruð talsins, og „lægsta" íbúöarhæöin verður um 500 fet fyrir ofan gangstétt! Á 44. og 45. hæð verða kaffistofur, mat vöruverzlanir, lyfjabúð, þvotta- hús, póststofa — og loks sund- laug, opin allt áriö fyrir íbúa skýjakljúfsins og gesti þeirra. Af 94. hæð verður stórfeng- legt að horfa út yfir borgina, og í heiðskíru veðri á að sjást það an í fjögur fylki — Illinois, Vis- consin, Indiana og Michigan. Upp þangað ganga sérstakar hraðlvftur fyrir þá, sem vilja skoða sig um þaðan, og verða ekki nema 39 sekúndur á leið- inni. Á 95. og 96. hæö verða fburð armiklir skemmti- og veitinga- staðir, en á 97. hæð verður kom- ið fyrir alls konar tækjum í sam bandi við útvarps og sjónvarps- starfsemi, bæði innan byggingar og utan, og á þrem efstu hæö- unum verða alls konar vélasalir og viðgerðastarfsemi. Byggingin verður verkfræöi- lega séð frábrugðin því, sem tíðkazt hefur um skýjakljúfa og aörar stórbyggingar — megin burðaraflið verður í útveggjun- um fjórum, en ekki samfelldri burðargrind, gerðri úr þéttriönu neti sterkra stálbita. Að sjálf- sögðu verða stálbitarnir þarna þó til staðar, en mestir og sterk astir í útveggjunum, sem hall- ast lítið eitt inn á við. Mestir verða þó hinir skákrosslögðu stál bitar utan á útveggjunum, sem setja mjög svip sinn á ytra út- lit byggingarinnar, en eru í rauninni helztu burðarásar veggjanna. Verkfræðinga-fyrirtækiö, sem tekið hefur að sér smíði hins nýja skýjakljúfs, hefur að sjálf- sögðu leitað véfrétta hjá tölv- um í sambandi við alla gerð hans, ekki sízt hvað snertir allt burðarþol og hátæknifræöileg atriði. Segja þeir aö þetta sé í rauninni fyrsti „tölvu-byggði“ skýjakljúfurinn, tölvan hafi ekki einungis leyst alla útreikninga af hendi ' margfalt skemmri tíma en fjölmennri sveit þar til lærðra reiknimeistara hefði verið kleift — heldur hafi hún og bent á ýmsar nýjar og merki legar leiðir, sem byggingaverk- fræðingar heföu ekki fundið fyrr en eftir langa reynslu og tilraun ir. Líkön og teikningar af þess- um nýja skýjakljúf Chicagó- borgar sýna, að hann veröur í senn ákaflega stílhreinn og svip mikill, og mun því „stela svið- inu“ að verulegu leyti frá ná- lægum byggingum, þótt stórar séu. En sérfróöir menn telja, að þessi sérkennilega bygging verði ekki eingöngu merkileg frá verkfræðilegu sjónarmiði, heldur veröi hún og umhverfi merkilegrar, samfé’agslegrar til raunar, sem enginn geti spáð um hvernig takist. Ekki einu sinni tölvan... LAUGARASBIO I KLÓM GULLNA DREKANS ISLENZKUR TEXTI Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð börnum. GAMIA BÍÓ kAFNARBÍÓ Niósnaförin mikla Sophia Loren George Pappar<’ tsienzki f texti. Sýnd kl. 9. Bönnuö mnan i4 ára. Kappakstursmyndin: Fjör i Las Vegas með Elvis Presley og Ann- Margaret. — Sýnd M. 5. Lokað vegna sumarleyfa HÁSKÓL ABÍÓ TÓNAFLÓÐ Sýnd M. 5 og 8.30. AUSTURBÆJARBÍÓ Hvikult mark Hörkuspennandi amerísk kvik- mynd. Paul Newman. Bönnuð innan 16 ára. Endursýnd kl. 5 og 9. 9

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.