Vísir - 23.07.1968, Blaðsíða 6

Vísir - 23.07.1968, Blaðsíða 6
6 VÍGIR . Þriðjudagur 23. júlí 1968. TONABIO íslenzkur texti. Hættuleg sendif'ór („Ambush Bay") Hörkuspennandi og mjög vel gerð ný, amerísk mynd I lit- um er fjallar um óvenju djarfa og hættulega sendiför banda rískra landgönguliða gegnum viglínu . apana f heimsstyrj- öldinni síðari. Sagan hefur ver ið framhaldssaga i Vfsi. Sýnd kl. 5 og 9 Bönnuð innan 16 ára. ÍSLENZKUR TEXTI. Hörkuspennandi, ný, amerísk kappakstursmynd f litum og Panavision. Sýnd kl. 5,15 og 9. Bönnuð bömum innan 12 ára. BÆJARBÍÓ Fórnarlamb safnarans Spennandi ensk-amerlsk kvik- mynd. Terence Stamp Samatha Eggar. íslenzkur texti. Bönnuö börnum. Sýnd kl. 9. LAUCARÁSBÍO Æ vintýramaðurinn Eddie Cbapman (Triple Cross) ELLI OG HRÖRNUN — Breytt afstaða læknisfræðinnar gagnvart bessum tveim þáttum ■ Gáta, sem maður lærði ungur, var á þessa leið: „Hvað vilja allir verða, en engir vera?“ Og ráðningin var fólgin í einu orði: „Gamlir“. Sannleikurinn, sem fólginn er I þessari gömlu gátu, hef- ur að vísu ekki tekið nein- um breytingum, en viðhorfið gagnvart ellinni hefur aftur á móti breytzt verulega. Það er ekki einungis aukin tillits- semi af hálfu hins opinbera gagnvart ellinnl - trygging- ar, elliheimili og annað þess háttar, þótt ekki sé þar enn nóg að unnið — sem veldur því að menn geta litið ró- legri fram á leið, til elliár- anna heldur en áður, heldur hefur og aukin þekking lækna og heilsufræðinga á eðli hennar gert hana mun bærilegri. T íffræöilega nær maöurinn full um þroska á 25 til 30 ár- um. Á þvi timabili nær líkams- bygging hans fullri stærð og styrkleika. Eftir það fer mann- inum smátt og smátt aftur. Samfara þessari afturför er frumufækkun í líkamanum. Á hverri mínútu deyja og eyðast líkamsfrumur svo milljónum skiptir, en aðrar nýjar myndast í þeirra stað. Eftir því sem mað urinn eldist, gengur þessi endur nýjun seinna fyrir sig enda þótt hún stöðvist aldrei að fullu á meðan maðurinn er á lifi. Þegar færri frumur endur- nýjast en þær sem deyja, kemur eins konar seigt og óvirkt trefja efni I þeirra stað. Eftir því sem þeim frumum fækkar þannig, sem halda uppi allri starfsemi líkamans, gengur sú starfsemi að sama skapi hægara fyrir sig. En svo eru lika til þær frum ur, sem ekki endumýjast. Með- al þeirra eru taugafrumurnar og vöðvafrumur hjartans. Þegar likaminn hefur öðlazt fullt magn af þessum frumum, verða þær að endast honum ævilangt. Yfirleitt gera þær það, en þó deyr nokkur hluti þeirra óhjá kvæmilega. Þegar aldurinn fær- ist yfir, hlýtur því starfsemi tauganna og heilans að slævast nokkuð, svo og geta hjartans. Enn er þó ekki vitað hvað veldur þessari hnignun. Stórar frumuheildir, sem hald ið hefur verið á lífi í rannsókn- arstofum hafa lifað mun lengur i fullu fjöri, en þau líffæri, sem þær voru teknar úr. Jafnvel hjartafrumur geta endumýjazt við slík skilyrði — þeim hefur fjölgað það mikið, að þær hófu að mynda eins konar holan vöðva og þar hefur jafnvel orð- ið vart hjartsláttarhreyfinga Það Htur því út fyrir að fmmu heildum í lifandi líkama séu sett einhver takmörk hvað end- ingu snertir. Aftur á móti deyja sumir einfrumungar i rauninni aldrei — þeir skiptast og lifa áfram í afkvæmum sinum í margar kynslóðir. Að þvi leyti virðist dauðinn aðeins lffsleng- ingarfyrirbæri, samstíga þróun- inni. Annað atriði er það, sem óve fengjanlega er tengt lengd ævi- tímabilsins — hormónafram- leiðslan, sem á sér stað f ýms- um þeim innri líffærum, er virð ast þannig hnitmiða gang allrar starfsemi líkamans. Þetta sannast ef til vill bezt á þvi, að konur verða yfirleitt langlffari en karlar, hvað kemur til af þvf, að hormónar, sem myndast i eggjastokkum þeirra, gera líkamsfrumurnar ending- arbetri og hafa hvetjandi áhrif á endumýjun þeirra. Maðurinn sýkist af þvi að líkamsfrumur hans sýkjast. — Verði sjúkdómurinn til þess að frumuheildir deyi og ekki komi aðrar f þeirra stað vegna þess að líkaminn reynist ekki nógu sterkur til að framleiöa þau efni sem þarf til endumýjunar innar þá hefur maðurinn f raun réttri elzt, hvað sem árin segja, þvf að ellin orsakast ein- mitt af frumufækkun. Það er vissulega bæði auðveld ara og hyggilegrá að reyna að koma f veg fyrir slíka hnign- un líkan.ans, hvort heldur hún stafar af aldri eða sjúkdómum, heldur er að freista að bæta það tjón, sem þegar er orðið. Það má seinka „eðlilegum" áhrifum ellinnar og eins er unnt aö koma i veg fyrir sjúkdóma, en það krefst stöðugrar aðgæzlu og athygli. Maturinn er mannsins megin því verður ekki móti mælt, en allt óhóf í- matarneyzlu er líkam anum hættulegt. Aftur á móti eru miklar líkur fyrir því aö fasta endrum og eins geti verið heilsusamleg. Tilraunir hafa sannaö, að rottur, sem sveltar voru tima og tíma og lifðu ann- ars við nauman skammt, urðu mun langlffari þeim rottum, er fengu aö eta að vild sinni. Og ekki nóg með það — heldur unnu líkamsvefir þeirra mögru sigur á krabbameinsfrumum, sem dælt var i skrokk þeim, enda þótt sama magn af þessum sýktu frumum reyndist feitu rottunum banvænt. Óþarft fitumagn f líkamanum krefst blóðs, en það þýðir að líkaminn veröi að lengja æða- kerfi sitt, og hjartað að dæla auknu blóðmagni og þá að sjálf sögðu lengri leið. Þama virðist að finna lykilinn að sambandi offitu og hjartasjúkdóma. Magn fæðunnar, sem likam inn tekur til sín, ræður þó ekki öllu, heldur hefur næringargildi hennar og efnasamsetning og mikið að segja. Það verður að vera í fullu jafnvægi, næringar efnin f sem réttustum hlutföll- um, annars verður lfkaminn ekki hæfur til starfsemi á eðli- legan hátt og auk þess til við- náms gegn sýklum og veirum Þá er hreyfing annað nauðsynl. sldl yrði allrar heilbrigði og liffæra endingar. Rúmlega í viku hefur skaðleg áhrif á jafnvel full- hraustan og sterkbyggðan mann Án áreynslu hnignar líkamanum og það býður ellinni heim. Vöðvamir verða linir og kraft litlir, beinin holóttari og stökk- ari f sér, blóörásarkerfið verður athafnaminna, og er þá hættara við æðakölkun og æðastfflum, en hjartað missir nokkuð af þreki sínu og verður óhæfara til að mæta skyndilegri á- reynslu. ÖII lfffæri Iíkamans starfa betur ef hann nýtur hóf legrar og stööugrar áreynslu, og einnig eykur þaö hormónafram leiösluna, sem eins og áður er sagt, virðist ráða gangi líkams- starfseminnar. Að sjálfsögðu er líka hætta á að ofreyna líkamann. Hann verð ur að njóta áreynslu, en hann verður einnie að njóta hóflegrar hvíldar, jafna sig, safna kröft- um og bæta sér upp það tjón, sem hann kann að hafa orðið fyrir f lífsbaráttunni. (Meira i næsta þætti á fimmtudag). íslenzkur tezti. Endursýnd kl. 5 og 9. Bönnuð bömum innan 12 ára. STJÖRNUBIÓ Dæmdur saklaus íslenzkur texti. Ný, amerísk stórmynd með Marlon Brando Sýnd kl. 5 og '9. Bönnuð bömum innan 14 ára. HÁSKÓL ABÍÓ Fréttasnatinn (Press for time) Sprenghlægileg gamanmynd i litum fra Rank Vinsælasti gam anleikari Breta Norman Wis- dom leikur aðalhlutverkiö og hann samdi einnig kvikmynda- handritið ásamt Eddie ueslie. tslenzkur texti. Sýnd kl. 5, 7 og 9. AUSTURBÆJARBÍÓ Orrustan mikla Stórfengleg og mjög spenn- andi ný amerísk stórmynd 1 litum og Cinemascope. tslenzkur texti. Bönnuð börnum innan 14 ára. Sýnd kl. 5 og 9. NÝJA bíó Elsku Jón íslenzkur texti. Stórbrotin og djörf sænsk ást arlíf-.mynd. Jarl KuIIe Ci.ristina Scollin. Bönnuð yngn en 16 ára. Etjdursýnd kl 5 og 9. Sfðustu sýningar. CAMLA BÍÓ ii, ..... , t Mannrán á Nóbelshátið (The Price) með Par’ Newman. Endursýnd kl. 9 íslenzkur tezti Hugsanalesarinn Svnd kl. S

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.