Vísir - 29.07.1968, Blaðsíða 3

Vísir - 29.07.1968, Blaðsíða 3
VlSIR . Mánudagur 29. júlí 1968. 3 * ' Æ Læknirinn, öick Hardy, var ánægður með verkefnaleysi sitt, og sagðist aðeins hafa fengið þrjá sjúkiinga síðustu daga. Eftir svipnum á þessum sjúklingi að dæma, virðist hann ekki vera sérstaklega þungt haldinn. Flugbjörgunarsveitin tók þátt í æfingunum með Bretunum á laugardag, og þarna er „her- ráðsfundur“ við Hvítá. „Ágætar aðstæður—gætu ekki verið erfiðari Fylgzt með æfingum brezkra hermanna T Tm helgina brá Myndsjáin und ir sig betri fætinum og heimsótti bækistöðvar brezkra fallhlífahermanna nálægt Gull- fossi, en þar í grenndinni stóöu yfir umfangsmiklar heræfingar, eins og áður hefur veriö sagt frá hér í blaðinu. Á Ieiðinni austur rákum viö augun í nokkra hermenn, og þegar betur var að gáö voru nokkur lítil tjöld í námunda við þá. Hermennirnir voru átta sam an, fjórir þeirra héldu kyrru fyr ir i tjöldunum, en hinir voru á verði, vandlega faldir í hæðun- um kring. Þeir gegndu því hlut- verki að reyna að handsama „árásarliðiö“, félaga sína, sem höföu fengið það hlutverk aö komast óséðir aö brúnni yfir Hvítá til að sprengja hana upp, eins og þeir kölluöu þaö. Her- mennirnir voru hinir kátustu, og sögðust hafa gaman af æfingun- um, þótt tíðin væri óþarflega rigningasöm. Og Myndsjáin kvaddi her- mennina með virktum og ósk- aði þeim góðrar veiði. Á Hvítárbrúnni skammt frá Gullfossi voru nokkrar brezkar herbifreiðir og vagnar Flugbjörg unarsveitarinnar, en á laugar- dag tóku flugbjörgunarsveitar- menn þátt í æfingunum meö Bretunum. Welch ofursti, yfirmaður brezku hermannanna, tók vin- samlega á móti blaðamönnun- um, og bauð þeim til aðalstööv- anna, sem settar höfðu verið upp í Einholti, þar sem hann út- skýröi æfingarnar. Þaö kom upp úr kafinu, að ofurstinn hefur ríkt hugmynda- flug, því r i til þess að gera æf- ingarnar raunverulegri fyrir menn sína, hafði hann samið heila ævintýrasögu: Hópar her- liðs áttu að hafa komið til is- lands, og miðuöu að því að sprengja upp Búrfellsvirkjunina og brýr á Hvítá og Þjórsá. Tii þess að koma í veg fyrir þetta ■áttu hópar fallhlífahermanna að leita árásarmannanna og taka þá til fanga, áður en þeir gætu hrundið fyrirætlunum sínum í framkvæmd. Welch ofursti var ákaflega á- nægður með æfingaaðstöðuna hér. „Hún gæti ekki veriö erf- iöari“, sagði hann. „Mennirnir verða að feröast yfir ókunnug og erfið landssvæði, 70—80 mílna vegalengd. Þeir bera 80 til 120 pund á bakinu, svo að þetta reynir á líkamsþjálfun þeirra, ratvísi og hæfileika til að bjarga sér. Ýmsir óvæntir öröugleikar hafa gert strik í reikninginn, t.d. árnar, sem hafa reynzt ákaflega erfiðar yfirferö- ar. En mennirnir eru yfirleitt ákaflega ráöagóðir, áöan var ég aö fá óljósar fréttir um, aö flokk ur sem á að sprengja upp Búr- fellsvirkjunina, hefði með klók- indum fengið einhverja bifreið til að flytja sig góöan spöl af leiðinni. Annar af yfirforingjunum Rog er Jones majór sýndi blaöamönn um, þaö sem markverðast var að sjá í aðalbækistöðvunum. í einu tjaldinu voru loftskeytamenn önnum kafnir við að taka við skilaboöum frá hinum ýjnsu flokkum, en hver þeirra um sig hefur senditæki meöferðis. Maj- órinn sagöi, aö skógleysi íslands heföi skapað óvænt vandamál í fjarskiptunum, því að venjan væri að koma loftneti fyrir uppi í einhverju háu tré til þess að auka langdrægni sendistöðvar- innar. Þessi tré gátu hermenn- irnir hvergi fundið, svo að viö sjálft lá, að hin mesta ringul- reið kæmist á fjarskiptin. Aö sjálfsögðu var læknir meö í ferðinni, snaggaralegur ungur maður, Dick Hardy, að nafni. Hann sagðist hafa haft blessun- arlega lítiö aö gera, þótt hann væri vel undir það búinn að taka á móti viðskiptavinum. „Ég er reyndar með öll þau tæki við höndina, sem þarf til aö fram- kvæma hjartaígræðslu", sagði hann. Hlutverk sitt sagði hann vera fólgið í því, aö veita fyrstu hjálp, ef einhver særðist eða slasaðist, en meiri háttar aögerð ir mundi hann ekki framkvæma, því að yfirleitt væri ráð fyrir því gert, að hinum slösuðu yrði komið á sjúkrahús innan fjög- urra kiukkustunda i mesta lagi. Læknirinn lét vel yfir líf- inu í hernum. „Kjörin eru á- gæt“, sagði hann, „og starfsað- staðan. Það er náttúrulega eitt og annað, sem mætti lagfæra, og það verður lagfært f framtíð- inni.“ Það var margt fleira að skoöa f'herbúðunum, sem of iangt mál yrði upp að telja, en að skoð- unarferðinni lokinni komu blaða menn aftur að máli viö Welch ofursta. Hann sagði, að æfing- unum mundi iíklega ljúka um hádegi á sunnudag. En á mánu dagskvöld, ef veöur leyfir, er ætlunin, að brezkir hermenn keppi viö íslendinga f fallhlífa- stökki á Sandskeiði, kl. 7, nánar tiltekiö. Ennfremur er ætlunin á þriöjudag, að knattspyrnukapp leikur fari fram milli hermann- anna og reykvísks liðs. Og Welch ofursti og foringjar hans þökkuðu blaðamönnum fyr ir komuna, og kváðust hlakka til þess, eftir helgina að geta Þessa tvo hermenn hitti Myndsjáin á leiðinni. Þeir sögðu undanfarna daga hafa verið óþarflega votviðrasama. gert almenningi eitthvað til skemmtunar til aö launa þetta ágæta tækifæri, sem þeir hefðu hlotið hér til æfinga. Welch ofursti stendur á brúnni yfir Hvítá, sem árásaraðilarnir áttu að sprengja upp.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.