Vísir - 30.07.1968, Blaðsíða 9

Vísir - 30.07.1968, Blaðsíða 9
.VÍSIR . Þriðjudagur 30. júlí 1968. 9 EINS QG FÍNASTA HÓTEL - E BÍLARNIR GAMLIR OG LITLIR — segir bandarískur siökkvilððsmaður um siökkvistöðina okkar i 11ESENBÖR | j |mmoiihi:| í ÞAÐ ERU LESENDUR, sem í hafa orðið í þessum þætti okk í ar, sem birtist eins oft og / efni gefst til. Margir skrifa okkur stutt og góð bréf. en listin að segja frá ir að vera rtuttorður op gagnorður breytt rauðu umferðarljósunum í grænt, því tæki í bxlnum send- ir geisla á undan sér í ljósin." Frú Unnur segist hafa verið óttaslegin nótt eftir nótt, með- Herferðin gegn öllu lifandi. S.P.Á. er ekki sauðfjáreigandi en þykir vænt um skepn- urnar, hins vegar hefur annar maður skrifað okkur og er hann fjáreigandi og segir m. a. um þessi mál: ....þaö virðist rík tilhneiging hjá yfirvöldum og blaöamönn- um að Utrýma öllum lifandi skepnum í borginni og jafnvel víðar á landinu. Varzla bæjarlandsins kostar 584 þús. krónur á ári, þ. e. síðasta ár, sennilega meira í ár. Ætti að vera hægt að verja borgarlandið fyrir þessa upphæö. Nú hefur Hafliöi Jónsson einnig tekið að sér vörzluna ásamt nokkrum piltum auk Skúla Sveinsson- ar, varöstjóra. Fjáreigendafélagið hefur boðizt til aö taka að sér vörzlu bæjarlandsins, en fengið daufar undirtektir. þótt þar ætti að vera hentug lausn fyrir báöa aðila. í>að gefur auga leiö að slátr- un alls fjár í borginni er engin lausn. í öllum nágrannasveitum Reykjavíkur er sauðfjárbúskapur stundaöur og mundi þá verða ágangur af búfé eftir sem áður í borgarlandinu. Ég ;pyr: Er tóm- stundastarf okkar nokkuð þýðingarminna en t. d. sportveiðimann- anna? Hvers vegna erum.við hundeltir, ofsóttir, sviknir, hraktir og hrjáðir með okkar tómstundagaman? Vart getur betra tómstunda- gaman fyrir eldri menn en að sýsla við nokkrar kindur.“ • Fjáreigandi ■ „Þetta er eins og fínasta hótel“, var það fyrsta, sem John McDonald, bandarískur slökkviliðsmaður, sem við hittum á dögunum, sagði eftir að hann hafði skoðað nýju slökkvistöðina okkar í Öskjuhlíð, en hann bætti við: „En bílarnir þeirra eru allt of gamlir og allt of litlir“. Sjálfur er hann reyndur slökkviliðsmaður, hefur starf- að á sömu stöðinni I Jersey City í New Jersey-ríki í 17 ár, — og þar eru brunaútköll tíðari tn þau gerast hér hjá okkur, timburhúsin þeirra I Bandaríkjunum eru nefnilega öllu betri eldsmatur en steinsteypan ykkar. McDonald er hér á ferð ásamt íslenzkri eiginkonu sinni, Unni Ámadóttur, sem er dóttir Áma Gíslasonar frá Miödal, sem margir þekkja. Við spurðum McDonald áfram um slökkvilið- ið í borg hans og nágrannaborg- inni Newark, en slökkviliðsmenn þar um slóðir voru mjög í heims fréttunum fyrir nokkru, þegar óeirðimar miklu brutust út þar í fylkinu og íkveikjuæði greip um sig meðal fólksins. „Okkar kerfi er frábrugðið því sem hér er,“ sagði McDonald. „Við leggjum áherzlu á margar og smáar stöövar, —- það er svo mikiö atriði að komast fljótt á staðinn, það liggur við að sek- úndumar skipti máli í þessu starfi," sagði McDonald, sem daglega ekur meira en 20 metra löngum Hawk & Ladder slökkvi- bíl gegnum götur borgarinnar, sem er stórborg á okkar vísu, telur um 350 þús. manns. Bíll- inn kostar á markaði vestra an ...n beið eftir manni sínum heim úr vinnunni f vetur. Þá horföi hún á sjónvarpsfréttir af bardögunum í New Jersey, þar sem slökkviliðsmenn háöu von- litla baráttu við mikla elda, sem loguöu víða, en áttu jafnframt von á kúlnaregni frá leyniskytt- um. „Það var voðalegt að bíða heima þá,“ sagði hún. „En ég sagði þér að hafa ekki áhyggj- ur,“ segir eiginmaður hennar hlýlega. „Manni var ekki sjálf- rátt,“ svarar hún að bragöi. Þau Unnur og John hafa dvalið hér heima í nokkra daga, rigningardaga, því miður, en hafa engu aö síður skoöað margt skemmtilegt, og heimsótt vini og kunningja, en hvað mestan á- huga haföi John á að kynnast slökkviliðinu hér. starfið er honum hugleikið, enda er það unnið vestanhafs af mikilli þekkingu og þjálfun. Aö loknum nokkrum ferðum um helztu feröamannastaðina hafði John m. a. þetta að segja um v'jakerfið okkar: „Ég vissi að vegirnir voru slæmir, einhver hafði sagt mér það áður, — úff, en svona slæmir, þaö gat ég ekki ímyndaö mér.“ - jbp — rúmar 5 milljónir króna og sagði McDonald að yfirvöldin virtust ekki spör á peningana þegar slökkviliðið væri annars vegar. Bílar sem þessir geta fullhlaðnir náð a. m. k. 80 km. hraða. „Við verðum hins vegar að aka gætilega í borginni, en það hjálpar okkur mikið að með einu handtaki getum við Stúlkur sem nautabanar — „Þetta var bara lítið grey" segir Sigrún Valbergsdóttir „Hvernig getur stúlkum fund- izt gaman aö nautaati?“ „Stúlkum. Það er ekki mikið vandamál,, bara aö vera nægi- lega köld, þá kemur þetta allt.“ „Heldur þú að kálfurinn geri ekki alveg út af viö þig?“ „Nei, nei. Greyiö er svo vit- laust. Hlæja framan í hann og lyfta, aðeins upp pilsinu, þá guggnar hann alveg." Meira vildi hún ekki segja þessi hugrakka stúlka, en hún er eflaust sá kvenmaður, sem kallar ekki allt ömmu sína. Sigrún berst við bola litla leg. - stellingin er sannarlega glæsi- i Tþað er ekki á hverjum degi sem íslenzkar stúlkur lenda í nautaati, En það gerðist þó fyr ir nokkrum vikum að Sigrún Val bergsdóttir, nýstúdent frá Verzl unarskóla íslands brá sér í líki nautabana. Verzlunarskóla stúdentar brugðu sér i skemmti „reisu" til Spánar. Sigrún, sem er skörungur mikill, gekk fram og stóö í fimmtán mínútna viö ureign við kálf einn ógurlegan ásýndum og fór með sigur af hólmi. Vísir náði tali af Sigrúnu er bardaginn stóð sem hæst og þá sagði Sigrún: „Þetta er það æðisgengnasta sem ég hef lent f“. eins og forfeður vorir, þerrar beir rituðu Islendingasöxjurn- ar. Bréf til okkar e'<?a að send ast til eftirfarandi heimilis- fangs: Dagblaðið Vísir, „Les- endur hafa orðið“, Laugavegi 178, Reykjavík. „Þar bíðtir dauðinn glottandi“ „Fáir dagar eru til mestu um ferðarhelgar ársins og dauöinn bíður glottandi á blindhæðinni eftir næsta fómarlambinu. Verð ur það þú eöa ég, þitt fólk eöa mitt?“ Þannig spyr J.H. í bréfi til blaösins um umferðarmál og skiptingu á blindhæöum. Ég hélt í einfeldni minni að öllum blindhæðum á þjóðvegun- um myndi skipt fyrir H-dag annars yrðu þarna lífshættuleg- ar gildrur. Á aö bíða eftir ein- hverri lágmarkstölu látinna og slasaðra? Ef hið opinbera á ekk- ert í sjóði frá bifreiöaeigendum sem leggja má fram strax til að reyna að koma í veg fyrir stór- slys, sem vofa yfir á blindum beygjum og hæöum, fæ ég ekki betur séð en kalla veröi á !iö úr félögum bifreiöaeigenda og frá Öruggum akstri að ógleymd- um vöskum og ósérhlífnum bjöirgunarsveitum SVFl og Flug- björgunarsveitinni til að afnema verstu staðina. Fáir dagar eru eftir til mestu umferðarhelgar- innar, — það ríður á aö sýna fyllstu varkárni". Tvífættir sauðir á götum Reykjavíkur. S.P.Á. er einn þeirra, sem hef- ur skrifað okkur um hin við- kvæmu sauðkindamál, sem hafa verið ofarlega á baugi að undan förnu í Reykjavík. Segir hann m.a. þetta um reynsluna af sauð kind í Edinborg í Skotlandi: ... „þrátt fyrir hina fögru blóma garða Edinborgar gengu tugir sauðfjár lausir í miðri borginni þar sem heitir Arthurs Seat og voru kindurnar hinar gæfustu. Þarna eiga flestar fjölskyldur hunda og sumar fleiri en einn. Ég sá konu eina fara frá barna- vagni með'ungbarni, hundurinn sá um að gæta barnsins, konan gat verið róleg, ferfætta barn- fóstran var örugg. Sauðkindin og vel valinn hund ur, eru prúðustu skepnur, sem hægt er að hugsa sér. Vildi ég heldur mæta þessum dýrum á götum Reykjavíkur en margri mannskepnunni. sem þar er á reiki dag og nótt. Það væri nær að see^ 'tríð á hendur tvífættu sauðk' - ni og heimta hana út úr bæjarlandinu f staðinn fyrir að gera aðsúg að saklausum skepnum, ég segi sakleusum, þv£ það eru garðeigendur, sem eiga að sjá um að garðar þeirra séu skepnuheldir...“

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.