Vísir - 07.08.1968, Blaðsíða 3

Vísir - 07.08.1968, Blaðsíða 3
VISIR . Miðvikudagur 7. ágúst 1968. Sildarflutningaskipin •- MIÐJA SILDAR- :■ ' ' : '.■' í-. 3 Þetta er „höfn“ síldarbátanna. Þeir leggjast þarna úpp að síö- unni við „fríholtin“ og slöngurnar, sem sjást á myndinni flytja síldina úr lestum veiðiskipanna yfir í flutningatankana. Svalbarða, þar sem síldin hefur laðað að sér hundruð skipa. Mannfjöldinn þar nyrðra er eins og í meðalstórri smáborg. Þarna eru menn af ýmsu þjóðerni, Rússar, Norðmenn, Finnar, Þjóð verjar og um þaö bil þúsund íslendingar. Þrátt fyrir þetta mikla fjöimenni er ekkert um aö vera, nema þetta eina, að elt- ast við hana nótt og nýtan dag, kasta út nótinni og draga hana inn aftur, oftast tóma. Það er talið að skipin kasti 20 köstum árangurslaust á móti hverju einu sem heppnast. — Hún er erfiö viö þá, síldin, ljónstygg og treg upp á yfirboröiö. — ★— ★ — Svo „reka þeir í hann“. fylla dallinn og þá fer fiðringur um mannskapinn. Þá er haldið aö næsta flutningaskipi og beðið eftii- löndun. — Flutningaskip- in þjóna nánast sama hlutverki i síldarborginni þar norður viö Svalbarða og markaöstorgin í stórborgunum. Þar fá menn vist ir, vatn og olíu. Flutningaskip- in birgja sig upp af hvers kyns nauðsynjavöru í hverri ferð. Þau flytja tugi og hundruð kjöt skrokka norður á miöin, mjólk, kartöflur —allt sem hugurinn girnist þar noröur undir heim- skauti. - ★ — ★ — Og þau taka viö síldinni af veiðiskipunum. Þau leggjast upp að hvert af öðr og losa veið- ina, þangaö til tankarnir eru orðnir fullir. — Veiðiskipin fara ekki í höfn nema eitthvað sér stakt beri til og menn sjá hvergi til lands einu sinni, utan stöku sinnum á ísbrynjaöar hlíðar Sval barða, þegar skyggni er gott. En það er alltaf logn þarna norður frá segja þeir, spegilsléttur sjór. viku eftir viku. Þegar ung stúlka, Sigrún Marla Sigurðardóttir tók þessar mynd- ir fyrir Vísi um borð f „Síldinni" núna rétt fyrir mánaðamótin biðu þrettán skip eftir „löndun" eins og þeir kalla það, þó að land sé víðs fjarri. — Og það er ekki einasta það að flutninga- skipin séu verzlunarmiðstöðvar og birgðastöðvar fyrir flotann, heldur annast þau einnig fólks- flutninga af miðunum og á þau. „Sildin" var til dæmis með fjóra farþega í þessari ferö, þeirra á meðal var einn skipstjóri á leið að heiman um borð í skipið sitt. Slöngurnar komnar ofan í lestar veiðiskipsins. Magnús kapteinn á Ásgeiri RE hefur brugðið sár um borð í Síldina, á meðan verið er að landa úr skipi hans 280 tonnum, til þess að ræða við Guðna skipstjóra á Síldinni og 1. vél- stjórann um síldarleysið.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.