Vísir - 07.08.1968, Blaðsíða 16

Vísir - 07.08.1968, Blaðsíða 16
fSggjjl Grunuð um eiturlyfja- neyzlu Rétt fyrir kl. 21 f gærkvöldi varö árekstur milli tveggja bifreiöa á móts við Nesti í Fossvogi. Stjóm- andi annarrar bifreiöarinnar, sem r kona, er grunuð um, aö hafa verið undir áhrifum eituriyfja og var hún þegar send í rannsókn. Engin r.ieiösli uröu á mönnum, og litlar skemmdir á ökutækjum. Báö ir bflamir vom úr Kópavogi. w Ur Landmannalaug- um á fæðingardeild — ferðalagib lengdist um átta daga Sá atburöur gerðist um verzlun- armannahelgina, aö flytja þurfti unga stúlku, sem var ásamt félög- um sínum í Landmannalaugum, með þyrlu á sjúkrahúsiö á Seifossi. Stúlkan sem er úr nágrenni Reykja- víkur haföi tekið léttasóttina og varð því að bregða skiótt viö. Er þyrlan kom meö stúlkuna til Selfoss var hún i skyndi flutt til sjúkrahússins, þar sem hún 61 12 marka sveinbarn. Fæðingin tókst með miklum ágætum og líður báð- um mjög vel. Það hefur komið fram í fréttum að stúlkan hafi ekki átt von á jsér fyrr en eftir tvo mánuði, en það er aigjör vitieysa, að sögn Óla Kr. Guðmundssonar Sjúkrahússlæknis á Selfossi. öðru máli gegnir um hvort skynsamlegt sé fyrir vanfæra, 17 ára stúlku að fara i útilegu í slíku ástandi. Stúlkan fær að halda heim til sín eftir nokkra daga og hefur þá drenginn litla meðferðis. Ein fór af stað, tvö komu til baka! Samkeppni um æskulýðsheimili borgarinnar — heildarverðlaun 205 búsund krónur svipuð starfsemi og Æskulýös- ráð hefur haft að Fríkirkjuvegi 11. Samkomusalurinn á að vera um 280 fermetrar og auk hans er gert ráö fyrir mjólkurbar, leiksviði, tómstundaherbergjum og fleiru. 1 dómnefnd eiga sæti Þór Sandholt arkitekt formaður, Reynir G. Karlsson framkv.stj., Styrmir Gunnarsson lögfr., Jó- hann Eyfells arkitekt og Helgi Hjálmarsson arkitekt. ■ Nýlega hófst samkeppni um æskulýðsheimili á lóð inni Tjarnargötu 12, þar sem nú stendur Tjarnarbær. Það hefur tekið töluverðan tíma að undirbúa samkeppni þessa, en borgarstjóm Reykjavikur samþykkti fyrir alllöngu að hún skyldi fram fara. Heim- iid til þátttöku hafa allir fé- lagar Arkitektafélags íslands og íslenzkir námsmenn í byggingarlist, sem lokið hafa fyrrihiuta-prófi við viður- kennda háskóla í þeirri grein. Heildarverðlaun verða 205 þúsund krónur, sem skiptast þannig: 1. verðlaun 105.000, 2. verðlaun 70.000, 3. verðlaun 30.000. Auk þess er dómnefnd heimilt að kaupa tillögur fyrir allt að kr. 30.000. Þátttökugjald er 500 krónur og er það óaftur- kræft. Þetta nýja æskulýðsheim- ili við Tjarnargatu á að vera um 3000 rúmmetrar aö stærð og er ætlunin að þar veröi rekin X,. Æskulýðsheimili borgarinnar verður staðsett þar sem Tjarnarbær er nú. Ákvörðun um EFTA-aðild í haust — segir viðskiptamálaráðherra. Viðræður við ýmis hagsmunasamtök hefjast innan tiðar í vor og sumar hefur setið að störfum nefnd, sem kanna á mögu- leika á aðild íslands aö fríverzlun- arbandalaginu EFTA og þó sérstak- lega áhrlf slíkrar aöildar á íslenzk an iðnað en nefnd þessi var skip- uö sl. haust. Einar Benediktsson, hagfræðingur, sem var sendiráðu- nautur í París, hefur verið ráðinn deildarstjóri •' viðskiptamálaráöu- | neytinu og vinnur hann aö könnun þessa máls. í Gýlfi Þ. Gíslason, viöskiptamála- ráðherra, skýrði blaðinu frá þessu. ^ Hann kvað aðild að EFTA vera I augljóst keppikefli útflutningsat- i vinnuveganna. Hins vegar þyrfti aö > kanna áhrif hennar á iðnaðinn og I 1 tolltekjur ríkissjóðs. Gerði hann ráð fyrir, að innan skamms hæfust við- ræöur stjórnarvalda viö hagsmuna- samtökin, í sjávarútvegi, iðnaði, verzlun og landbúnaði, Vænta mætti niðurstöðu í málinu í haust. í nefndinni eiga sæti fulltrúar allra stjómmálaflokka, það ecu Gjdfi Þ. Glslason, formaður, Magnús Jóns- son, Lúðvík Jósefsson, Pétur Bene- diktsson og Helgi Bergs. Ekki hefur orðið neinn grundvallarágreiningnr í nefndinni hingað tfl. Uppreisn dýranna Nýja dráttarbrautin á Ak■ ureyri tekin í notkun — næg verkefni framundan, brautin vethur vigð i næsta mánuði ■ 1 gær .ar nýja 200 tonna dráttarbrautin á Akureyri tekin í notkun meö því að m.s. „Snæfell“ var dregið í hana til klössunar. Reynd'st brautin eins vel c ætlað var, enda þótt smá vægilegar lagfæringar væru eft- ir. Viðstaddir voru starfsmenn við uppsetningu brautarinnar, þ.á.m. nokkrir Pólverjar, framá- menn Slippstöðvarinnar hf., sem er leigutaki brautarinnar, og full trúar Akureyrarbæjar, hafnar- stjómar og hafnarmálastjóra, Þe-oi nýi' dráttarbraut er stórt og glæsilegt mannvirki. Ei útbúnaður allur hinn fullkomn- asti. í brautina er unnt að taka upp a.m.k. 2000 þungatonna skip, eða allflest skip, sem nú jru í eigu Islendinga. Til sam anburðar má geta þess, að stærsta brautin, sem fyrir er i landinu, A Reykjavík, er gefin upp fyrir 1500 þungatcnna skip en þar hafa verið tekin upp skip á 3. þús. tonn Næg verkefni eru framundan fyrir dráttarbrautina. Verða fyrst tekin upp minni skip, ea í næsta mánuði er ætlunin að taka brautina formlega i notk un. Þá verður togarinn „Kald- bakur" tekinn upp. Nú er eftir að setja upp hlið árfærslu fyrir 800 þungatonna 10. Blessaöar skepnumar hafa ver ið óþægar við forráðamenn land búnaöarsýningarinnar, og liggur við, a" ekki sé einleikiö með' hegðun þeirra. Ferhyrndi hrút- urinn, sem áttl aö sýna, tók upp á þvi, vesalingurinn, að drukkna f Hvítá á .eiðinni til höfuöborg- arinnar. Á Austurlandi var tam- iö hreindýr, og þótti auövelt aö grípa bað nokkmm dögum fyrir sýninguna. Tólf hreystimenni réðust gegn þvi, en hreindýrið lagði á flótta og snerist svo gegn ofsækjend- um sínum. Urðu kappamir þá felmtri slegnir og hurfu frá að svo búnu. Verður því ekkert hreindýr á ^yningunni. Þá fellur boðaður hrossamarkaður niður. Ríkissjóður hefði tekið yfir tíu af hundraöi söluverðs þeirra og vildi ekki skapa hefö, þannig að sýnendur slyppu skattfrjáls- ir frá slíkum markaöi. Þótti þá forráöamönnum sýningarinnar illur hlutur sinn og ekki borga sig að halda markaöinn. i9^:-3v •'í.tfr**' ■ ■ t ,v-< 4^* ■ ‘ ‘I i \ ‘ 4 4 » Í l'

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.