Vísir - 09.08.1968, Blaðsíða 7

Vísir - 09.08.1968, Blaðsíða 7
VÍSIR . Föstudagur 9. ágúst 1968. morgun útlönd í morgun útlönd í raorgun útlönd í raorgun útlönd fíiNEFNING AGNEWS VELDUR AL VARLEGUM ÁGREININGI Flokksþingi republikana / Miami lokið — Höfuðatriði stefnu Nixons: Heiðarlegur friður i Vietnam — samstarf við allar þjóðir — regla og réttlæti heima fyrir ■ Richard Nixon flutti í nótt lokaræðuna á flökksþingi repúblikana í Míamí og kvað það höfuð- atriði stefnu sinnar heið- arlegan frið í Víetnam, og ef hann yrði kjörinn for- seti yrði mótuð stefna til þess að hindra „nýtt Víet- nam“, ems og hann kvað að orði, og allar skuldbind- ingar við aðrar þjóðir yrðu teknar til endurskoðunar. Hann kvaðst muadu vinna aö þvt, ef iiann yrði kjörinn forseti, að nýtt tímabH hæfist, þar sem leStaðyiði samkomulags við komm- áriistailMn, — stefnan yrði friöur og samstarf við allar þjóðir, en hexma yröu einkunnaroröin: Regla Hann kvað blökkumenn eiga að bafa jafnan rétt til áhrifa á gang Um afstöðu út á við sagði hann auk þess, sem að ofan getur: „Við munum efla styrk Banda- ríkjanna, svo aö vér verðum ávallt nógu sterkir fyrir til þess að geta samið meö þann bakhjari, og þurfum ekki að semja vegna veikrar aöstöðu. Við munum verja okkar kerfi af eins miklum áhuga og kommúnistar verja sitt“. Áður hafði flokksþingiö fallizt á tilnefningu Agnew’s ríkisstjóra i Maryland sem varaforsetaefni. Kom þó áður til allmikils ágreinings á flokksþinginu, þar sem frjálslyndir repúblikanar úr norðurríkjunum gerðu tilraun til þess að fá Romn- ey ríkisstjóra tilnefndan í staöinn, og sumir Lindsay borgarstjóra í New York, og var hrópað og kall- aði: Við viljum Lindsay eða Við viljum Romney, — en Romney lagði þá til, að Agnew yrði sam- þykktur, og gerði flokksþingið þaö með miklum meirihluta. Meðan þetta gerðist æptu ungir blökkumenn I blökkumannahverf- inu —Liberty City — í Míamí: „Drepið okkur, drepið okkur“ er taugaóstyrkir þjóðvarnariiðsmenn sóttu fram gegn þeim. Til alvarlegustu átakanna kom, er leyniskyttur í byggingu nokkurri og þjóövarnarliðsmenn skutust á. „Að hefðbundnum sið ...“ Það má segja, að það sé hefðbundin kosningavenja, að frambjóð- endur í kosningum stundi það að vinna sér hylli foreldranna með því að kyssa krakka - og þegar kosningabarátta er háð eru birtar myndir, sem sýna að venjunni er enn fylgt, en líklega þarf að gera eitthvað meira fyrir framtíðarkjósendur en kyssa þá á óvitaaldri. ’ Myndimar eru af McCarthy og Humphrey. Tveir blöikkumenn biðu bana í ó- eirðunum og margir særðust. Yfir 100 menn voru handteknir. — Út- göngubann er í hverfinu. Mike Mansfield kominn til Prag — fékk ekki að tala við leiðtogana / Moskvu MOSKVA: Mike Mansfield, banda ríski öldungardeildarþingmaðurinn fór frá Moskvu í gær — án þess að hafa rætt við sovézka leiötoga — og hélt til Prag. Við brottförina frá New York sagði hann, að hann gerði sér von- ir um að geta rætt við sovézka leiðtoga. Spiro G. Agnew — valið á honum sem varaforseta veldur dcilum. — • Sjá útsíðufrétt. Ný sovézk herþota MOSKVA: Sovézki flugherinn hef- ur tekið í notkun herþotu af nýrri gerð, sem flýgur með margföldum hraða hljóðsins. Verkamannablaö- ið segir aö flugvélin líkist klofnum þríhyrningi með hreyfilinn í sam- skeytunum. Ef til vill er þetta sú flugvél, sem mikið var rætt um í Washington, snemma í júnf, en þá sagöi flugmálaritið Aviation Week, aö á lokuðum þingnefndarfundi hefði verið rætt um sovézka flug- vél, sem stæði langt framar banda rískum herþotum af nýjustu gerð. Tékkneskir rithöfundar gagn- rýna sovétleiðtoga opinskátt leg, þar sem taliö sé, að meira máli skipti ,,um einstaka menn en grund vallaratriöi.‘‘ AMMAN: ísraelsmenn og Jórdanir skiptust á skotum í noröanverðum Jórdandalnum í gær. Tveir ísraelsk ir hermenn særðust og brynvagn var eyöilagður fyrir Israelsmönn- um, að því er tilkynnt er í Amm- an. Skipzt var á skotum í 85 mín- útur. MOSKVA: Pravda birtir grein f gær, þar sem gagnrýndir voru þeir kommúnistar, sem setja hagsmuni sinna eigin þjóða, ofar samstarfinu milli kommúnistalandanna. MIAMI: Aukinn lögregluvörður er í blökkumannahverfum Miami Beach vegna þess, að þrír menn urðu þar fyrir skotum í fyrrakvöld. Blökku- menn veltu um bílum og kveiktu f og unnu fleiri spjöll og létu greip- ar sópa í búðum. Yfir 80 menn hafa verið handteknir. SAIGON: Fundizt hafa miklar birgð ir matvæla og hergagna, m.a. eld flaugar á fimm stöðum í Suður- Víetnam, seinustu dægur. Einnig fundust herbúðir, þar sem voru 50 kofar. PORT AU PRINCE: Tíu menn, sem sakaðir voru um innrás á Haiti 20. maí hafa veriö dæmdir til líf- láts. — Brezki sendiráðsmaðurinn John David Knox, er sakaður um að vera meðsekur um hina mis- heppnuðu innrásartilraun og verður mál hans tekið fyrir á mánudaginn kemur. NÝJA DEHLI: Yfir 50 manns hafa drukknað í flóðum í Gujayat-héraði á Norðvestur Indlandi. NEW YORK: Svíinn Nils Gussing, sem U Thant fól sem sérlegum full trúa sínum, að samræma hjálpar- starfsemi í Biafra, fór í gær áleiðis til Sviss, en hann byrjar starfið með því aö ráðgast viö Alþjóða Rauöa krossinn. PRAG: Rithöfundasamband Tékkó- slavakíu gagnrýndi í gær opinskátt Sovétríkin fyrir aö reyna aö leysa pólitísk ágreiningsmál með þving- unum. 1 vikuriti sambandsins segir, aö áhyggjur sovézkra leiötoga séu skiljanlegar, — þeir óttist, að þró- unin í Tékkóslavakíu verði til þess aö veikja hið socialiska skipulag og einingu í kommúnistalöndunum, en gagnrýnin sé óheppileg og frum Óeirðir í London fyrir framan sov- ézka sendiráðið ONDON: I fyrrakvöld kom til ó- -irða fyrir framan sendiráð Sovét- íkjanna og voru brotnar rúður í 'isinu og brenndur rauöur fáni í i á götunni. | Þarna hafði safnazt saman um ( .) manns úr Æskulýðssambandi | traina á Bretlandi og var þess ■ tfizt, að pólitískum föngum í Sov j íkjunum yrði sleppt úr haldi og ' Isræði auki ð.17 menn voru . . _ _ , . ídteknir. _ Sovétstjórnin sendi j3essir unEu menn í Prag ræða horfurnar eftir Bratislavafundinn. czku stjórninni mótmæli út af í Nu hefur Rithöfundasambandið í Tékkóslóvakíu gagnrýnt opin- cburðinum. i berlega sovézka leiðtoga. Sbr. frétt á öðrum stað í blaðinu. Ungir menn í Prag

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.