Vísir - 09.08.1968, Blaðsíða 10

Vísir - 09.08.1968, Blaðsíða 10
w V IS IR . Föstudagur 9. ágúst 1968. Snltað — Br—i> i SÍÖU Eftirtalin skip tilkynntu um afla til síldarleitarinnar í rnorgun: Arnar 170 tonn, Guðbjörg 80. Helgi Flóventsson 70, Örn 100, Ár- sæll Sigurðsson 130, Fífill 200, Sóley 100, Ásgeir 140, Ólafur Magn Usson 80, Gullver 100, Bára 100, Is- leifur 70, Óskar Halldórsson 70, Kristján Valgeir 40, Brettingur 50, Jörundur II. 150, Tálknfirðingur 70, Ólafur Sigurðsson 20, Magnús Ói- afsson 30, Faxi 25, Tungufell 20, Sigurbjörg .40, Jörundur III 15, og Bergur 15. Auk þess fengu Gjafar 24 tonn og Þórður Jónasson 20 tonn, sem þeir losuðu i söltunarskipið á mið unum. En eftirtalin skip söltuðu síld á miðunum í nótt sem hér seg- ir: Júlíus Geirmundsson 152 tunnur, Eldborg 120, Hafdís 80, Gunnar 50, Faxi 79, Seley 230, Ólafur Sigurðs son 128, Gjafar 70, Bjarmi II 148, Brettingur 57. Tíu skip alls. Eins og kunnugt er hefur mikið verið flutt út af íslenzkum hest- um síðustu árin og er það orðin vinsæl íþrótt víða að ciga þá. I Noregi eru þeir kallaðir víkingahestar og þykir mikill fengur að hafa þá á reiðskólum fyrir unglinga. Björn Olsen, sem sést hér á myndinni, hefur auk íslenzks hests fyrir unglinga fengið sé# Shetlandspony fyrir börn. Sigíús Elíasson hefur uppgötvað leyndar- dóma orgelsins Sigfús Elíasson skólastjóri Dul- spekiskólans kom að máli við blaðið og skýrði frá nýrri uppgötv- un, sem hann hefur verið að vinna að. Telur hann sig geta bætt hljómfegurð kirkjuorgela um víða veröld. Sigfús sagði, að ailir hljóm- ar orgelsins blönduðust saman í þar til gerðri málmhvelfingu eða kúpli, sem aðeins væri opinn að neðanverðu, þar sem pípur orgels- ins eru leiddar upp i liann frá org- elinu. Með því nióti verða sam- | hljómarnir þýðari, fegurri og un- , aðslegri, þegar þeir ná eyrum á- ! heyrendá, hvar sem er i kirkjunni. | Glymji þeia- hver fyrir sig uppi i í kirkjuhvelfingunni, þar sem þeir lenda á stoðnm og bitum eða svöl- I um hússins, verði þeir óþægilegri | fyrir hið tónnæma eyra áheyrend- 1 anna. Hugsjón mín á rætur aö rekja allt til bernskustöðvanna, þar sem ég sem barn hiustaði á lækjarniö inn og bergmálið í hömrunum og hellisskútum klettafjailanna í döl- um Arnarfjarðar. Heiðursmennirnir i þýzka sendi ráðinu Reykjavík voru fyrir löngu svo vinsamlegir aö gefa mér upp nöfn orgelverksmiðjanna í Þýzka- landi. En þar sem ég á ckki heim I angengt vegna mikilla starfa, þá | kysi ég heldur að afhenda leyndar i ' dóminn allan sérfræðingi eða um- boðsmanni, sem til mín kæmi til þess að tryggja sér og sínu fyrir- tæki réttindin til framleiðslu i full kominni verksmiöju þar heima fvr- ir. En aöalatriðiö er þaö að hug- sjón mín er ég hefi fengið viður- kennda af meisturum verði sem fyrst til blessunar löndum og lýö- um, er njóta skulu í framtíöinni. | 87 umferðarslys á landinu vikuna fyrir verzlunarm.helgi Þessi hrafn verður hafður í búri á landbúnaðarsýningunni til að skemmta sýningargestum. Hann virtist ekki vera orðinn tiltakan- lega leiður á fangavistinni, þegar myndin var tekin af honum (i morgun, en trúlega verður fariö að síga heldur í hann undir lok sýningarinnar. HAFNARFJÖRÐUR Bamlaus, svissnesk hjón óska eftir að taka á leigu 1 herbergi með húsgögnum ásamt að- gangi að eldhúsi. Leigist í 5 mánuði. Uppl. f sima 52365. í vikunni fyrir verzlunarmanna- helgi urðu 69 umferðarslys á vegum í þéttbýli, en 18 á vegum í dreif- býli, eða alls 87 umferðarslys — þar af 45 í Reykjavík. Þessar upp- lýsingar hefur Framkvæmdanefnd hægri umferðar fengið úr lögsagnar umdæmum landsins, og ná þær yflr umferðarslys, sem lögreglu- menn hafa gert skýrslur um. Samkvæmt lögregluskýrslum undanfarinna tveggja ára, virðist slysatala í þéttbýli vera í lágmarki, en í hámarki í dreifbýli á þessum tíma. Samsvarandi slysatölur frá und- anförnum tveimur árum voru þann ig: 1 þéttbýli 68 umferðarslys áriö 1966 en 52 árið 1967. I dreifbýli 28 árið 1966 en 44 áriö 1967. Hér hefur því slysatalan á veg um í dreifbýli orðið áberandi lægri en undanfarin tvö ár. Af þeim 69 umferðarslysum, sem áttu sér stað í þéttbýli urðu 28 á vegamótum þar sem tvö ökutæki áttu hlut að. Af 18 slysum í dreifbýli urðu 9 við það að bifreiðir ætluðu að mæt ast. Alls urðu í umræddri viku 10 umferöarslys á landinu, þar sem menn uröu fyrir meiðslum. Af þeim sem meiddust voru 2 ökumenn, 4 hjólreiðamenn, 10 farþegar og 1 gangandi maður. Fyrir þessa tegund slysa gilda iu vikmörk og þegar hafa veriö reiknuð, því að sá mismunur milli vikna, sem áður var getið um, kem ur ekki í ljós af tölum fyrri ára, þegar landið er athugað í heild. Vik mörkin eru 3 og 14, og er slysa- talan milli vikmarka. TILKYNNINGAR Turn Hallgrimskirkju. Otsýnis palluri : er opinn laugardögum og sunnudögum kl. 14—16 og á góðviðrisdögum þegar flaggað et á turninum. Bústaðakirkja. Muniö sjálfboöavinnuna hvert fimmtudagskvöld kl. 8. Kvennadeild Slysavarnafélagsins í Reykjavík fer i 4ra daga skemmtiferð þriöjudaginn 13 ág- úst austur i Landmannalaugar og að Kirkjubæjarklaustri. Allar upp- lýsingar i síma 14374 og 15557 TILKYNNINGAR Húsráðendur, finnið sorpílátum stað, þar sem þau blasa ekki við vegfarendum. Hjálmar minn, ertu undrandi yf ir reikningnum. Ég sagði stelp unum á borðinu fyrir aftan, að láta skrifa allt á þinn reikning, af bví að ég er í svo góðu skapi. VEÐRIB DAG Vestan gola og þokusúld ööru hvoru í dag, hæg- ara í nótt. Hiti 10-12 stig. PIB BELLA Frystihús — > 16 siöu aff taka á móti afla þeirra beggja. Þá hafa sex smærri dekk bátar stundað veiðar frá Dalvík og auk þeirra trillur. Fleiri frystihús, sem tekið hafa á móti afla í sumar, hafa nú lokað vegna markaösútlits- ins og ótta viö að losna ekki við aflann, auk þess sem aflinn. sem veiðzt hefur, er erfiður ' vinnslu. Hafa nokkur frystihús á Suð- urnesjum lokað um stundarsak- ir, einnig hús á Snæfellsnesi. 2

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.