Bókasafnið - 01.01.1975, Blaðsíða 5

Bókasafnið - 01.01.1975, Blaðsíða 5
Þriðji apríl var helgaður íslenskri barna- bókaritun, og sögðn þar þrír íslenskir barna- ■ bókarithöfundar faá afstöðu sinni til barnabókaritunar og lýstu því hvernig þeir hefðu byrjað að skrifa fyrir börn. Voru það þaer Jenna Jensdóttir, sem um árabil hefur ritað barna- og unglingabækur í samvinnu við eiginmann sinn Hreiðar Stefánsson, Vilborg Dagbjartsdóttir, sem bæði hefur skrifað barnabækur, og séð um barnasíður í dagblöðum og barnatíma, og Guðrún Helgadóttir, sem nýlega hefur sent frá sér sína fyrstn bók. Síðan var lesið upp úr verkum þeirra. Mjög fjölmennt var á þessu barnabókakvöldi og var mennta- málaráðherra, Vilhjálmur Hjálmarsson meðal gesta. Hann ræddi m. a. um reynslu sína af því að lesa ýmiskonar efni npphátt fyrir lítil börn t. d. Ijóð Steins Steinars og gömul ævintýri eins og Brúsaskegg, sem börn hefðu gaman af að lieyra þulin. Af öðrum gestum, sem virkan þátt tóku í um- ræðunum má nefna dr. Símon Jóhann Ágústsson, sem ræddi um rannsóknir sínar á lestrarvenjum íslenskra barna, þar sem hann kernst að þeirri niðurstöðu að lang vinsælasta lestrarefnið séu léttir reifarar og spennandi hasarbækur. Tveimur erlendum fyrirlesurum var boðið til barnabókavikunnar, þeim Tordis 0rjasæter faá Noregi og Ole Lund Kirke- gaard frá Danmörku. Frú Tordis 0rjasæt- er er kennari í barnabókmenntum við Norska sérkennaraskólann í Osló og hef- ur um árabil verið barnabókagag-nrýnandi við Dagbladet í Osló. Einnig hefur hún skrifað um annað barnaefni t. d. efni flutt í fjölmiðlum. Hún hefur verið mjög eft- irsóttur fyrirlesari við menntastofnanir bæði heirna og erlendis og skrifað rnarg- ar bækur um barnabókmenntir og fjöl- miðla. Hennar aðaláhugamál er gildi lest- urs fyrir börn, sérstaklega börn með sér- þarfir, lestreg börn og vangefin. Frú 0rja- sæter flutti hér Jirjá fyrirlestra. í Kennara- háskólanum flutti hún fyrirlestur um gild- ismat á barnabókum og barnaefni. Þar rakti hún m. a. kenningar nokkurra barnabóka- gagnrýnenda t. d. Sven Miiller Kristensen, sem leggur áherslu á að nota sama mat við val bóka fyrir börn og fullorðna og leggur rnesta áherslu á hið listræna gildi bókanna, og Lennart Hellsing, sem finnst mikilvæg- ast að bókin höfði til barnanna, rniðist við Jiekkingu og orðaforða þeirra og fjalli um vandamál, sem þan varðar. Annan fyrirlestur sinn flntti Tordis 0rja- sæter í Norræna húsinu og var hann opinn almenningi. Þar fjallaði hún urn börn og fjölmiðla, og lagði þar til, að efni fyrir börn yrði tekið til athugunar og gagnrýnt á sama hátt og ekki síður en efni fyrir fullorðna. Notkun barna á fjölmiðlum fer stöðugt í vöxt og er Jrví mjög mikilvægt að gæða- mat á sjónvarps- og útvarpsefni liggi fyrir ekki síður en umsagnir um bækur. Hún benti líka á þá miklu möguleika, sem sam- nýting á bókurn og fjölmiðlum býður upp á til þess að auka skilning barna á ein- hverju viðfangsefni ef þau fá tækifæri til þess að ræða um það sem þau hafa lesið, lieyrt eða séð. Sjónvarpsþáttur, sem öll fjölskyldan horfir á, býður upp á meiri mögnleika til umræðna innan fjölskyld- unnar, en barnabók, sem barnið eitt hefnr

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.