Bókasafnið - 01.01.1975, Blaðsíða 12

Bókasafnið - 01.01.1975, Blaðsíða 12
að í bókasafninu er myndasafn Urðasókn- ar, um 1100 ljósmyndir og teikningar alls staðar að úr byggðinni sem sýna líf fólksins á helgum dögum og virkum allt frá fornöld til vorra daga, að í bókasafninu getur þú fengið hylkis- segulbandstæki lánað heim, og með hjálp bókasafnsins getur þú fengið lán- uð bönd með fræðsluefni til sjálfsnáms eða önnur hljóðbönd frá Fræðslu- myndastofnuninni í Falun, að blindir og sjóndaprir í héraðinu geta fengið lánuð segulbandstæki frá Blindrafélaginu í Falun og í bókasafn- inu fást lánaðar talbækur, að bókasafnið hefur með höndum starfsemi sem nefnist Bókin kemur. Þetta þýðir að sjúkir, aldraðir og lamaðir geta hringt í salnið og þá verða þeim sendar bæk- urnar, að húsrými bókasafnsins fæst lánað ókeypis fyrir leshringi, fræðslufundi og þess hátt- ar starfsemi. Að lokum þetta: Flafir þú tillögu fram að flytja um eitthvað sem þú telur að bóka- safnið ætti að gera eða beita sér fyrir er slík- um ábendingum tekið með jrökkum. Hittumst heil í bókasafninu. Af þessu verður greinilega séð að starf- semi bókasafnsins í Furudal í Urðasókn er allumfangsmikil þótt hér sé um að ræða stofnun sem ekki hefur á að skipa fastráðn- um starfsmanni. Það leynir sér ekki að hinir bókasafnsfróðu gestir sem dvöldu þama stundarkorn þennan fallega maímorgun voru býsna ánægðir með heimsóknina í þetta litla bókasafn í Dölum eftir að hafa heimsótt mörg stærstu og glæsilegustu bóka- söfnin í Svíþjóð. Hér höfðu bókasafnsmál í dreifbýli verið leyst á skemmtilegan og hagkvæman hátt. En á heimleiðinni til Ráttvik verður mér síhugsað til þess hvað mörg byggðarlög hér á landi gætu leyst bókasafnsmál sín á svipað- an hátt og gert er í Urðasókn. Þetta bóka- safn hefur hingað til ekkert framlag fengið frá ríki, hvorki til bókhlöðu né rekstrar, en á árinu 1975 mun það verða útibú frá bóka- safninu í Ráttvik, og eftir það kemst það í ker'fi sem fær framlag frá ríki. Það hefur samt notið góðrar og mikilvægrar fyrir- greiðslu og aðstoðar frá borgar- og héraðs- bókasafninu í Falun, en Falun er borg með um 34.000 íbúa og er þangað um það bil 50 km leið frá Furudal. Þar er eitt best búna og glæsilegasta bókasafn í Svíþjóð. Hvers vegna verður mér svo tíðhugsað heim til íslands á leiðinni til baka á ráð- stefnustaðinn í Ráttvik? Hér er þó farið um fögur héruð og mér áður ókunn. Og hvers vegna sækir heimsóknin í bókasafnið í Furu- dal svo mjög á hugann við umræður og bollaleggingar þá ráðstefnudaga sem eftir eru? 12

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.