Bókasafnið - 01.07.1984, Blaðsíða 9

Bókasafnið - 01.07.1984, Blaðsíða 9
Hleypir þetta ekki upp tilkostnað- inum alveg óheyrilega? Yfirfjár- festa menn ekki í þessum lið? Kemur þetta útgefendum ekki beinlínis í koll, þegar dæmið er gert upp í lok bókavertíðar? ÓR Þegar bókaútgefendur verða varir við samdrátt í bóksölu á almennum markaði, er eðlilegt að þeir leiti nýrra leiða til að vekja athygli á bókunum. Sjónvarpið er nærtækt dæmi. Einn útgefandi byrjar að auglýsa bækur í sjón- varpi, og síðan fara aðrir í kjölfar- ið. Menn hugsa sem svo að taki þeir ekki þátt í slagnum, þá geti bækur þeirra orðið útundan. Því er ekki að neita að kostnaðurinn við sjónvarpsauglýsingarnar er kominn úr öllu samræmi við annan kostnað í bókaútgáfunni og bókaverð almennt. BJ . Sigurður talar um að einna helst séu auglýstar ákveðnar tegundir bóka, sem honum finnst ekki rísa undir auglýsingunni. Það þýðir ekki að auglýsa allar bækur, það eru ekki nema þær sem eru fyrir þennan breiða markað. Ef aug- lýstar eru góðbókmenntir eða ein- hverjar klassískar, þá myndi ekki seljast fyrir helmingi af auglýs- ingakostnaðinum. Þýðingasjóðir SR Eitt af því sem mér hefur fund- ist jákvætt í þróun bókaútgáf- unnar hin síðustu ár, er að út koma fleiri titlar vandaðra erlendra skáldverka í íslenskum þýðingum en áður. Hvað skipta þýðingastyrkir miklu máli við útgáfu þessara bóka? BJ Þýðingastyrkir skipta gífurlega miklu máli. Ef við tökum bók sem ekki er auglýst mjög mikið, þá er um að ræða styrk sem gæti verið upp á 25% af kostnaði við útgáfu hennar. Þýðing á meðal- bók í fagurbókmenntum kostar 70-80.000 kr. miðað við taxta Rithöfundasambandsins. Svona styrkur getur skipt sköpum um það hvort menn þora að ráðast í útgáfu slíkrar bókar. HJ Gildir það jafnt úr hvaða máli þýtt er? Nú er Norræni þýðinga- sjóðurinn starfandi. Hvað með ef þýtt er úr öðrum málum, t.d. þýsku og frönsku? BJ Það eru 2 sjóðir. Það er annars vegar nýi þýðingasjóðurinn sem er íslenskt fyrirbæri. Hann hefur ákveðnar reglur, og þar ræður gæðamat um það hvort bækur koma til álita. Hins vegar er Norræni þýðingasjóðurinn, en nú stendur til að breyta reglum hans þannig, að styrkir til að þýða verk höfunda sem hafa fengið bókmenntaverðlaun Norður- landaráðs hafi forgangsrétt. SR Er styrkurinn úr nýja þýðinga- sjóðnum fyrir öllum þýðingar- kostnaðinum eða ákveðnu hlut- falli og er það breytilegt? BJ I fyrra fundust í Rithöfunda- sjóðnum 800.000 kr. sem ekki var vitað af. Þá fengu allir borgað fyrir allan þýðingarkostnaðinn. Eg hugsa að núna fái menn ein- hverjar prósentur. (Jtlán bókasafna SR Mig langar til að spyrja hvort sambærileg þróun og í bóksöl- unni hafi átt sér stað í útlánum á hinum ýmsu tegundum bóka, t.d. barnabókum og fullorðinsbók- um? í umræðum að undanförnu hefur verið sagt að sjónvarp og vídeó hafi leitt til þess að bókin sé á undanhaldi. En útlánstölur bókasafna sýna að svo er ekki. Bókin virðist hafa ákveðinn sess hjá fólki, það vill lesa og það les mikið. Hins vegar hafa útlán til unglinga minnkað. Utlán almenningsbókasafna hafa hækkað smám saman. Þegar fyrstu skýrslur Hagalíns komu út 1958 eða 59 var meðalútlán á land- inu 3-4 bækur á íbúa, en liggur nú á bilinu 9—10. ÓR Sumir telja, að bókin sé á undanhaldi. Kannski er það full- djúpt í árinni tekið, þótt undan- farið hafi orðið augljós sam- dráttur í bóksölu á almennum markaði. Hilmar: Geysileg sveijla hefur orðið í lesningu harnabóka. Getur verið, að fólki finnist of dýrt að kaupa bækur, sem það les ekki nema einu sinni? Og ef það fær þær ekki í jólagjöf fari það ein- faldlega í bókasafnið, en kaupi sér þær ekki í búð. Það kostar nánast ekkert að fá bók úr safni. Ef útlánaaukningin, sem þið nefnið er vegna þess, að fólk hefur ekki efni á að kaupa sér bækur, þá er það mjög alvarlegt mál. Útgáfa bóka í landinu byggist á því að allur almenningur kaupi bækurn- ar. HJ Mánaðarútlán 3ja almennings- bokasafna, þ.e. á Akureyri, í Keflavík og Kópavogi, voru talin til að sjá hvernig þau skiptust eftir höfundum. Niðurstaðan var svo til sama línan á öllum þessum stöðum. Það sem okkur kom BÓKASAFNIÐ 9

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.