Bókasafnið - 01.07.1984, Blaðsíða 32

Bókasafnið - 01.07.1984, Blaðsíða 32
sem skólinn sinnir og í barna- bókmenntum. 3. Stjórnunarhlutverk - fjárlagagerð; - skipulagning á safnefni; - umsjón með frágangi/við- gerðum; - umsjón með safnkosti; - gerð starfsreglna fyrir safnið (útlán, bekkjarsett, skamm- tímalán o.s.frv.); - staðtölugerð; - sýningar, dagskrár; - samvinna við önnur söfn; - viðskipti út á við /P.R.; - starfsmannahald. Ekkert meiriháttar ósamkomu- lag er um þennan kjarna, en úttærslur mismunandi. „Guide- lines“ verða tilbúnar í fyrsta upp- kasti á þessu ári, verða þá sendar til umsagnar og síðan væntanlega gefnar út alþjóðlega. Ég er þeirrar skoðunar að menntunarmál skólasafnvarða sé lykilatriði í framtíð þessara stofn- ana hér á landi. Við höfum boðið upp á nám fyrir skólasafnverði í Háskólanum síðan 1979 og nokk- uð margir kennarar sótt þau. Hins vegar hefur verið mjög erfitt að fá nokkrar umræður í gang um breytingar eða hagræðingu á þessu námi, þar sem engar reglur eru til um hvernig mennta skuli safnverði. Þessar tvær stofnanir sem mennta kennara annars vegar og bókaverði hins vegar, KHÍ og HÍ, hljóta að þurfa að tengjast og samhæfa krafta sína til þess að málið verði farsællega til lykta leitt. Lokaorð Skólasafnið getur gegnt lykil- hlutverki bæði hvað varðar gæði menntunar og þörf nemenda fyrir þjálfun í upplýsingaleikni, en þau verða það ef og aðeins ef skóla- safnvörðurinn er starfi sínu vax- inn, og kennararnir fúsir að nota þjónustu hans. Það er engin kúnst að sitja inni á safni og lána út bækur, plasta eða raða í hillur. En það er kúnst að virkja safnið, láta nýta það og gera það að sannri upplýsinga- stofnun innan skólans, hvort sem er tæknivæddri með tölvu til hjálpar eða án tækninnar. Það er hlutverk skólasafnvarðanna og aðeins ef þeir eru vanda sínum vaxnir, eru söfnin þess virði að setja þau upp og reka þau. Einn af nefndarmönnum í vinnuhópnum okkar frá Jamaica sagði á fundi hópsins: „Ég vil heldur hafa skólasafnvörð án bókasafns en bókasafn án skóla- safnvarðar. Skólasafnvörðurinn, kunni hann sitt starf, getur gert ómetanlegt gagn í skólastarfinu, en ónotaður bókakostur er einskis nýtur.“ Sigrún Klara Hannesdóttir lektor í bókasafnsfrœði við Háskóla Islands ÁtWfal jrnvHt KennethBVanctavA SpcttcevMvtvsotv WJW Ný stjórnunaraðferð sem slær í gegn HÚN BER ÁRANGUR Nú er hún komin á íslensku metsölubókin um MÍN- ÚTU-STJÓRNUN. Hún kennir þér nýja stjórnunar- aðferð, sem fer sigurför um heiminn, — aðferð sem ekki bregst. Mínútu-stjórnun er einföld leið til þess að auka stórlega árangur þinn og samstarfsmanna þinna á örskömmum tíma. Hún eykur starfsgleðina, gerir reksturinn markvissari og eykur bæði fram- leiðni og hagnað fyrirtækisins. Þetta eru stór orð, en þau hafa verið staðfest. Bæði stór og smá fyrirtæki hér á landi hafa þegar keypt MÍNÚTU-STJÓRNUN handa öllum starfsmönnum í ábyrgðarstöðum. Einn for- stjóranna sagði eftir að árangurinn kom í Ijós: „Kaupin á þessari bók hafa reynst best og arð- samasta fjárfesting okkar um langt skeið". Hefur þú kynnt þér Mínútu-Stjórnun? 4|VAKA Síðumúla 29 105 Reykjavík Símar 32800 og 32302 32 BÓKASAFNIÐ

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.