Dagur - 26.09.1998, Blaðsíða 6

Dagur - 26.09.1998, Blaðsíða 6
6 - LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 1998 ÞJÓÐMÁL Útgáfufélag: dagsprent Útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: stefán jón hafstein ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Aðstoðarritstjóri: birgir gubmundsson Framkvæmdastjóri: marteinn jónasson Skrifstofur: strandgötu 31, akureyri, GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK Símar: 460 6ioo OG soo 7080 Netfang ritstjórnar: ritstjori@dagur.is Áskriftargjald m. vsk.: 1.680 KR. Á mánið Lausasöluverð: 150 kr. og 200 kr. helgarbl/d Grænt númer: 800 7080 Sfmbréf auglýsingadeildar: 460 6161 Símar auglýsingadeildar: (reykjavík)563-1615 Ámundi Ámundason (AKUREYRI)460-6191 G. Ómar Pétursson OG 460-6192 Gréta Björnsdóttir Netfang auglýsingadeildar: omar@dagur.is Simbréf ritstjórnar: 460 617i(akureyri) 551 6270 (reykjavík) Þrælahald í fyrsta lagi Islendingar hafa fengið smjörþefinn af því að undanförnu hvernig rússnesk fyrirtæki leyfa sér að fara er með verkafólk. Slíkt þrælahald er daglegt brauð í mafíuríkinu eystra, en sem betur fer sjaldgæft að slíkt berist hingað til lands. Landsvirkj- un á heiðurinn af þessum nýja innflutning með samningi við Technopromexport sem kom með rússneskt vinnuafl til starfa við Búrfellslínuna. Þessir útlendingar hafa fengið lítið sem ekkert af launum sínum. Aðbúnaður þeirra er af því tagi sem lengi hefur ekki þekkst hér á landi. Eftir margra vikna eftir- rekstur íslenskra stéttarfélaga er loks útlit fyrir að íslensk stjórnvöld muni sjá til þess að Rússarnir fái laun sín greidd. í öðru lagi Það hefur vakið sérstaka athygli hversu slapplega hefur verið staðið að máli þessu af hálfu hins opinbera. Ef ekki hefðu komið til ítrekaðar beinar aðgerðir stéttarfélaga væru erlendu verkamennirnir vafalaust enn launalausir uppi á heiðum. Kerfið var alltof seint að grípa á málinu. Hinu bera að fagna að þegar félagsmálaráðherra lét loks til sín taka í vikunni gerði hann það af skörungsskap. Undirmenn hans mættu minnast þeirra orða ráðherrans að þrælahald sé löngu liðin tíð á Islandi og fylgjast betur með því í framtíðinni að leyfi til að ráða út- lendinga í vinnu hér á landi séu ekki misnotuð með ruddaleg- um hætti eins og hér hefur átt sér stað. í þriðja lagi Landsvirkjun hefur nánast látið eins og kjör rússnesku verka- mannanna séu fyrirtækinu óviðkomandi þótt þeir séu að þræla í sextíu tíma á viku til að ljúka verki fyrir Landsvirkjun. Það er eins og að halda því fram að það sé allt í lagi að græða á þræla- haldi bara ef einhver annar sér um að stýra því. Því miður kemur slík afstaða af hálfu Landsvirkjunar ekki á óvart. Von- andi tekst nýjum forstjóra Landsvirkjunar, sem tekur við um áramótin, að gefa fyrirtækinu mannlegra yfirbragð. Elías Snæland Jónsson Vappar kappinn vífi frá... Garri er upp á kvenhöndina og því vakti frétt um Breta sem von er á til Islands frá Noregi athygli hans nú í vikunni. Von er á flagara til landsins. Flagari þessi er upp á kven- höndina eins og nafngiftin gefur til kynna. En það er Garri nú líka. Flagarinn not- færir sér stimamýktina til framfæris og ku hafa svikið milljónir útúr norskum kon- um. Aldrei hefur slíkt hvarflað að Garra, jafnvel ekki í hinni verstu óáran og kreppu þegar allt ann- að hefur virst vonlaust til bjargar. Frekar að svelta en að svíkja. Að vera upp á kvenhönd- ina er bara gott í sjálfu sér og óþarfi að blanda fjáröflun í þá skemmt- un. Það er nefnilega ljótt að stela og gildir einu hvort stolið er frá konum eða körlum. En það að maðurinn er flagari þýðir ekki að hann hafi brotið lög. En hann braut lög með því að svíkja fé af hin- um „flöguðu“ norsku fórnar- lömbum sínum. Og nú er hann að koma til Islands og rifjast þá upp gamlar sögur af hersetu og ástandi. Rifjast upp sögur af viðbrögðum íslenskra karlmanna þegar erlend her- skip leggjast hér að bryggju. Alls engar giingur Við íslenskir karlmenn, við erum sko alls engar gungur. Við neitum að láta bjóð’okkur hvað sem er. Þannig sungu Stuðmenn þegar þeir áttu í stríði við Grýlur. Eða Gærur. V Islenskar konur eru sko alls engar gungur heldur, ekki Grýlur og ekki Gærur. En samt sem áður: Þegar hún amma var ung og blessað stríðið gerði okkur ríka stóðu íslenskir karlmenn frammi fyr- ir þeirri „smán“ að íslenskar konur virtust mun samvinnu- þýðari við erlenda hermenn en fslenska karlmenn. Hugtakið „ástand" varð til sem niðrandi lýsing á vinskap íslenskra kvenna og erlendra hermanna. Ekki síst var talað niðrandi um íslensku konurnar. ís- lenskir karlmenn voru þá að vísu fleiri en hinir erlendu her- menn en hvað geta tíu hugrakkir og hjarta- prúðir gegn einum, þegar sá eini hefur skotvopn? En nú er von á einum og hann er ekki með neina byssu. Samstöðu er þörf - ekki til að verja heiður íslenskra karl- manna, því íslenskar konur geta og mega ákveða sjálfar sín samskipti við hitt kynið - nú eða sitt kyn ef svo ber undir. Samstöðu er þörf til að vetja íslenskt fjármagn því Garri veit sem er að það getur verið svo ljúft og þægilegt að trúa fleygyrðum flagarans. Flagar- inn má ekki fá neinn frið fyrir heiðvirðum íslenskum flögur- um og dettur Garra þá í hug staka sem hann heyrði eitt sinn - en síðari hluti stökunn- ar verður látinn liggja á milli hluta að sinni: Vappar kappinn vífi frá, víst er knappur friður. GARRI. ODDIIR ÓLAFSSON skrifar Mörg eru skrautblómin sem spretta upp í íslensku flokkaflór- unni, sum dafna bærilega í nær- ingarríkum jarðvegi stöðnunar og afturhalds, önnur eru varla nema einær og breiða úr krónum sín- um eitt kjörtímabil og fölna síðan og lognast út af. Stundum eru reyndar kynbætur á plöntum sem eru að úrkynjast og eru þær kúnstir yfirleitt kallaðar kosn- ingabandlög eða sameining flokka. Sem stendur eru nokkrir fram- boðsflokkar í burðarliðnum og ber þar hæst splúnkunýjan fram- sóknarflokk þeirra Sverris og Bárðar. Heldur hefur gengið óburðuglega að gefa nýja flokkn- um nafn, var hann til að mynda gerður afturreka með nafngiftina Lýðveldisflokkurinn, þar sem kristilegir frambjóðendur keyptu sér einkarétt á að kenna sig við lýðveldið. Þrautalendingin var að nefna nýja stjórnmálaaflið Frjálslynda Frjálslyndir Framsóknarflokkar flokkinn, hvað sem það annars þýðir? Málfarslegur Iærimeistari Sverris, hann Halldór frá Lax- nesi, velti einu sinni lengi fyrir sér hvað „frjálslyndur” þýddi á voru máli. Að lokinni rannsókn var niðustaðan augljós. Að vera frjálslyndur er það, að vera lauslátur, drykkfellur og óáreiðanlegur. Þessu getur Sverrir auðveldlega flett upp í heilaberki sínum, og Bárður sagt honum hvernig það hljóðar á latfnu. Heimssamband Frjálslyndir flokkar eru víða til, sumir öfl- ugir, aðrir minni. Þeir hafa með sér heimssamband og halda reglulega þing og ráða ráðum sín- um. Hér hefur slíkt þing verið háð og nokkrir fámennari fundir áhrifamanna innan hreyfingar- innar. Framsóknarflokkurinn er í Heimssambandi frjálslyndra flokka og eru þau þing og fundir sem hér eru haldnir á hans veg- um. Hafa margir heimsþekkir stjórnmálamenn Iátið að sér kveða í boði Framsóknar. Þá sækja málsmetandi framsóknar- menn fundi og ráð- stefnur frjálslyndra flokka víða um heim. Þeir hafa einnig náið samband við þá á Norðurlandaráðsþing- um og annars staðar innan aljóðlegra stofnana. Nú er kominn ann- ar frjálslyndur flokkur við hliðina á Fram- sóknarflokknum. Þetta verður ekki skilið á annan veg, en að nú höfum við tvo Framsóknarflokka í landinu, flokk Halldórs og flokk Sverris. Samkvæmt nýkynntri stefnuskrá eru flokkamir nánast eins. Þeir eru með frelsi en á móti frjálshyggju, kvenfrelsi og gamlingajaást er mikil í bræðra- flokkunum. Þá greinir aðeins á um hvernig á að skipta kvótum og græða á gæðum Iands og sjáv- ar. En seint mun skattpíndur lág- launalýðurinn sækja gull í greip- ar kvótakerfa, svo honum má standa á sama um réttlæti fram- sóknarflokkanna tveggja. Smámál Hvor flokkurinn heldur merki lí- beralismans á Iofti „kemur bara í ljós“, eins og pólitíkusar segja um stefnur sínar. En sjálfsagt geta þeir sameinast í Heimssambandi frálslyndra flokka, þótt smámál eins og kvótakerfi beri á milli. Síðar geta þeir svo runnið saman í lauslátt frálslyndisbandalag og þá verður Sverrir endanlega orð- inn framsóknarmaður og Bárður búinn að stikla um alla flokka- flóruna og kvótinn kominn í ein- hvernveginn öðruvísi einkaeign. Frjálslyndu öflin samein- ast. Hverjir verða. íslatids- meistar í knattspymu? Ami Johnsen alþingismaður og Eyjamaður. “Vest- mannaey- ingar verja titil sinn og fara með bikarinn til Eyja með Herj- ólfi annað kvöld.Orlagadísirnar dansa með Eyjamönnum og þeir eru líka betri dansarar. Annars verður sérstaklega gaman að fást við KR-inga inn í þeirra landhelgi." Bjami Felixson íþróttafréttamaðurá Útvarpinuog KR-ingur. “Ég get ekki svar- að því til, leikurinn er til þess gerður að útkljá það. Að mínu mati get- ur sigur- inn farið á hvorn veginn sem er, en sem gamall KR-ingur vona ég að þeir vinni leikinn. En IBV, núverandi bikar og Islandmeist- arar, eru sýnd veiðin en ekki gef- in og líklegir til þess að halda titlinum.“ Sighvatur Bjamason forstjóri Vinnslustöðvarinnar í Eyjum. “Eyja- menn, engin spurning. Eg held einfald- Iega að það væri stórslys ef þeir yrðu ekki Is- landsmeistarar, liðið er öflugt og sterkara á pappírunum er KR- liðið. Þá er lið IBV orðið vant að vinna titla og á einfaldlega að klára þetta verkefni. Hinsvegar má ekki vanmeta KR-liðið, sem er á heimavelli og hefur engu að tapa.“ Hilmar Þór Guðmundsson Ijósmyndari á DV og KR-ingur. “KR-ingar verða Is- lands- meistar. Liðið hef- ur náð vel saman í ár undir stjórn Atla Eð- valdsson- ar og er þar af Ieiðandi langbest. En ég býst ekki við því að sjá mörg mörk í þessum leik, tölurn- ar gætu kannski orið 1-0 fyrir Vesturbæjarveldið."

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.