Dagur - 26.09.1998, Blaðsíða 8

Dagur - 26.09.1998, Blaðsíða 8
8- LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 1998 Thyttr LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER - 9 t>^ur FRETTASKYRING Eilífö arkanslariiiii á fömm frá Þýskalandi? GUÐSTEINN BJARNASON MiMl óvissa ríkir uni úrslit þingkosning- anna í Þýskalandi á morgun. Um það bil 60 milljónir Þjóðveija ganga til kosninga á morgun til þess að velja nýtt sambandsþing. Jafnframt eru þeir óbeint að velja sér kanslara, sem ekki aðeins er valdamesti maður í Þýskalandi, heldur að öllum líkindum valda- mesti maður í Evrópu. Svo virðist sem kosningabarátt- an hafi snúist aðallega um núver- andi kanslara, Helmut Kohl, a.m.k. á yfirborðinu. Gerhard Schröder, keppinautur Kohls, hefur lagt aðaláherslu á það í kosningabaráttunni að tími Kohls sé á enda, kjósendur séu orðnir þreyttir á honum og nú verði að breyta til. Stööugleíkíim holdi klæddur Kohl hefur setið í kanslaraemb- ættinu í 16 ár, stöðugleikinn holdi klæddur. I hverjum kosn- ingunum á fætur öðrum hefur því verið haldið fram að Kohl væri á síðasta snúningi, en hann alltaf setið áfram jafn fastur í sessi sem fýrr. Og hann ætlar heldur ekki að gefast upp að þessu sinni fyrr en í fulla hnef- ana. „Mig langar til þess að ljúka uppbyggingu Evrópuhússins," sagði Kohl í sjónvarpsviðtali ný- lega. „Og bæta lífsgæði í austrinu þannig að fólk í gamla kommún- íska hluta landsins okkar geti lif- að jafn góðu Iífi og vestan meg- in.“ Að þessu sögðu viðurkenndi hann þó að sig langaði líka til Útilokað þykir að Kohl Ct.vJ taki þátt I samsteypustjórn SPD og hægri- manna. Flokksbróðir hans, Wolfgang Scháuble [t.h.J, þætti þá líklegastur í kanslaraembættið kæmi það í hlut CDU/CSU. þess að skjóta gagnrýnendum sín- um ref fyrir rass: „Langmest lang- ar mig þó til þess að sýna öllum þeim sem hafa afskrifað mig að ég sé hérna ennþá, stöðugur í Schröder enn ofan á Skoðanakannanir hafa undan- farna mánuði verið Schröder ákaflega í hag, en heldur hefur þó dregið saman með PDS og CDU síðustu dagana. I skoðana- könnun sem stofnunin Forsa lét gera á miðvikudag var SPD þó með 4% forskot á CDU. Sam- kvæmt könnuninni var SPD með 42% en CDU með 38%. Munur- inn er þó það lítill að alls óvíst er með úrslitin á sunnudag, ekki síst þar sem óákveðnir kjósendur eru enn margir. Samkvæmt þessari sömu skoð- anakönnun var FDP með 5%, Græningjar með 6% og PDS að- eins 4%. Þar með væri PDS kom- inn undir 5% markið, sem þarf til að komast inn á þing, og fengi hugsanlega engan mann á þing. Litlu flokkarnir þrír eru þó allir nálægt fimm prósenta mörkun- um, og ljóst má vera að útkoma þeirra skiptir miklu máli um stöð- una að loknum kosningum. Atvtnnuleysið bremnir á kjósendiun Atvinnuleysið er eitt stóru mál- anna í kosningabaráttunni og það sem greinilega brennur mest á kjósendum. Atvinnuleysið er um 11% og Þjóðverjar eru sammála um að það sé allt of mikið. Kohl á ábyggilega eftir að gjalda þess í kosningunum að ekki hafi tekist sem skyldi að ná niður atvinnu- leysinu. Allir flokkar hafa heitið því að taka þar til hendinni. Bæði SPD og CDU segjast ennfremur ætla að stokka veru- lega upp í lífeyriskerfinu, enda þykir horfa í óefni þegar sífellt færra fólk á vinnualdri þarf að Helmut Kohl er að nálgast sjötugt, og hefur verið kanslari Þýskalands í nærri 16 ár. standa straum af lífeyrisgreiðsl- um til aldraðra. Enginn flokkur efast lengur um að breyta þurfj kerfinu, en deildar meiningar eru um hvernig á að fjármagna nýja kerfið. „Rauðgræn“ stjóm cða „stór“ stjóm? Ef stjórn Kohls heldur ekki velli þá er annað hvort, að Jafnaðar- menn fari í stjórn með Græningj- um eða mynduð verði svonefnd stór samsteypustjóm eða „þjóð- stjórn“ stóru flokkanna tveggja, Jafnaðarmanna og Kristilegra demókrata. Hvort tveggja myndi tíðindum sæta í Þýskalandi. Græningjar hafa aldrei áður verið í ríkisstjórn, þótt þeir hafi nokkrum sinnum fengið að spreyta sig í stjórn með Jafnaðar- mönnum í sumum sambands- löndunum, meðal annars í Hes- sen og Neðra-Saxlandi. Þeir hafa þó framan af þótt of róttækir í yf- irlýsingum til þess að stóru flokk- arnir treystu þeim til setu í ríkis- stjórn. Schröder hefur þó reynslu af því að vera í stjórn með Græn- ingjum og hefur sagst tilbúinn til að stjórna með þeim, ef úrslit bjóða upp á það. Samsteypustjórn SPD og CDU hefur verið reynd áður, og sat sú stjórn árin 1966-1969. Ef jafnað- armenn fá fleiri atkvæði en CDU er ljóst að Schröder yrði kanslari í samsteypustjórn þeirra. Og þá væri Kohl alls ekki í ráðherralið- inu. En fái CDU fleiri atkvæði þá eiga þeir kanslarann. Hins vegar er ábyggilegt að hvorki myndi Kohl vilja verða kanslari í þeirri stjórn, né heldur myndi SPD sætta sig við að hafa hann í for- ystu. Ef svo færi þykir langlíkleg- ast að Wolfgang Scháuble, núver- andi innanríkisráðherra og hægri hönd Kohls, myndi taka að sér kanslaraembættið. CDU Bandalag kristilegra demókrata (CDU) og systurflokkur þess, Kristilega sósíalbandalagið (CSU), bjóða fram með sameigin- lega stefnuskrá. CSU býður fram í Bæjaralandi undir forystu Theo Waigels fjármálaráðherra, en CDU í öðrum sambandslöndum Þýskalands undir forystu kanslar- ans, Helmuts Kohls. Aðaláherslur þeirra eru að bæta samkeppnis- stöðu Þýskalands á alþjóðavett- vangi, halda áfram upphyggingu í austurhluta Iandsins, fjölga at- vinnutækifærum og efla Iöggæslu í landinu. Sigri þeir í kosningun- um hyggjast þeir m.a. gera vfð- tækar endurbætur á skattakerf- inu, sem verið hafa í deiglunni um Iangt skeið. FDP Frjálsi demókrataflokkurinn (FDP) hefur áratugum saman verið „þriðji flokkurinn" í þýskum stjórnmálum, og setið ýmist í stjórn með CDU/CSU eða SPD. Leiðtogi hans er nú Wolfgang Gerhardt, en utanríkisráðherra Kohls, Klaus Kinkel, er i FDP. Flokkurinn vill styrkja markaðs- kerfið og gera umbætur í skatta- málum og lífeyrismálum. SPD Sósíaldemókrataflokkurinn (SPD) hefur í stefnumálum sínum verið að nálgast CDU/CSU æ meir und- anfarin ár í nánast örvæntingar- fullum tilraunum sínum til þess að steypa Kohl af stóli. I síðustu kosningum (1994) reyndi Oskar Lafontaine, þáverandi formaður og kanslaraefni flokksins, að ganga lengra til vinstri til þess að leggja áherslu á sérstöðu SPD. Það skilaði sér ekki í kosningun- um, og eftirmaður hans, Gerhard Schröder, gengur lengra til hægri en áður hefur þekkst í sögu flokks- ins. Engu að síður er enn veruleg- ur áherslumunur á jafnaðarmönn- um og stjórnarflokkunum. Þeir leggja mesta áherslu á baráttuna gegn atvinnuleysi og vilja einnig styrkja stöðu barna^ölskyldna, en án þess þó að auka skuldir ríkisins enn frekar. Biidnis 90/Griine Græningjaflokkurinn (Búndnis 90/Grúne) hefur löngum þótt of róttækur til þess að teljast „ríkis- stjórnarhæfur" í Þýskaíandi, eins og stjórnmálamenn stóru flokk- anna orða það. Undanfarin ár hafa Græningjarnir þó jafnt og þétt verið að draga úr yfirlýsinga- gleðinni og „raunsæismenn“ und- ir forystu Joschka Fischer náð yf- irhöndinni í flokknum. Mörg kosningamála þeirra eru þó enn mjög umdeild, svo sem krafa þeirra um verulega hækkun á bensínverði. Græningjar vonast til þess að mynda stjórn með SPD, og hafa lagt fram verkefna- skrá íyrir slíka stjóm þar sem mörg önnur umdeild mál eru lögð til hliðar en áhersla m.a. lögð á að beita skattakerfinu markvisst til þess að efla um- hverfisvernd. PDS Flokkur Iýðræðislegra sósíalista (PDS) er arftaki gamla kommún- istaflokksins, sem fór með öll völd í Austur-Þýskalandi. Flokk- urinn hefur þó jafnan lagt á- herslu á að um nýjan og lýðræð- islegan flokk sé að ræða, sem fyrst og fremst berst fyrir hags- munum Austur-Þjóðverja gagn- vart miskunnarlausum markaðs- öflum sem troðið hefur verið upp á þá. Leiðtogi flokksins, Gregor Gysi, nýtur einnig mikilla per- sónuvinsælda, en yfirgnæfandi meirihluti kjósenda virðist samt eiga ákaflega erfitt með að bera traust til flokksins vegna uppruna hans. Keppmautamir Helmut Kohl (f. 1930) var kosinn á landsþing í sambandslandinu Rhein- Iand-Pfalz árið 1959. Tíu árum síðar varð hann for- sætisráðherra í Rhein- land-Pfalz. 1976 bauð hann sig fyrst fram til kanslara, en laut þá í Iægra haldi fyrir Helmut Schmidt. Hann hefur verið kanslari Þýskalands frá því 1. október 1982, eða í bráðum 16 ár. Og það er met. Enginn fyrri kanslara Þýskalands hefur enst jafn lengi í embætti, og raunar mun enginn þjóðarleiðtogi í nútíma lýð- ræðisríki hafa setið lengur við völd. Helmut Kohl. Gerhard Schröder (f. 1944) er fimmta kansl- araefni sósíaldemókrata sem reynir að steypa Kohl af stóli. Hinum hef- ur öllum mistekist, og tvísýnt er enn hvort Schröder takist það nú. Schröder er lögfræðingur að mennt, og settist fyrst á landsþing í Neðra- Saxlandi árið 1986. Frá þvf 1990 hefur hann ver- ið forsætisráðherra í Neðra-Saxlandi, þar sem hann stjórnaði sam- steypustjórn SPD og Græningja fyrstu fjögur árin, en 1994 náði SPD meirihluta í sambandslandinu og viku Græningjar þá úr stjórninni. Gerhard Schröder. HEIMILI OG SKOLI Landssamtök foreldra barna á grunnskólastigi Laugavegi 7, 3.hæð, 101 Reykjavík Sími: 562 7475, fax: 561 0547 SAMFOK Samband forcidrafélaga og foreldraráöa í skólum Reykja- víkur á grunnskólastigi Laugavegi 7, 3.hæð, 101 Reykjavík, Sr'mi: 562 7720 - fax: 552 2721 Foreldraþingið 1998 Ársþing SAMFOKs og Landsþing Heimilis og skóla haidið í Engjaskóla laugardaginn 3. október 1998 „BARNIÐ MITT - SAMSTARF FORELDRA OG SKÓLA UM UPPELDI OG MENNTUN“ Dagskrá: Kl. 8:30 Afhending þinggagna Kl. 9:00 Þingsetning: Óskar ísfeld Sigurðsson formaður SAMFOKs Kl. 9:05 Ávarp félagsmálaráðherra Kl. 9:15 Framsöguerindi: Benedikt Sigurðarson sérfræðingur hjá Rannsóknastofnun Háskólans á Akureyri: „Góður skólastjóri vinnur með bömunum í þágu forcldranna" Jónína Bjartmarz formaður Heimilis og skóla: „Hlutverkaskipan í samstarfi“ Kl. 10:00 Kaffihlé Kl. 10:20 Pallborðsumræður. Stjómandi: Óskar ísfeld Sigurðsson formaður SAMFOKs. Við pallborðið sitja: Þorsteinn Sæberg Sigurðsson formaður Skólastjórafélags fslands, Gerður G. Óskarsdótt- ir fræðslustjóri Reykjavíkur, Guðrún Ebba Ólafsdóttir varaformaður Kennarasambands fslands, Benedikt Sigurðarson sérfræðingur hjá Rannsóknastofnun Háskólans á Akureyri og Jónína Bjartmarz formaður Heimilis og skóla. Hópastarf og hádegisverður Kl. 11:30 Umræðuhópar: Hvaðan kemur siðvitið? - Samstarf heimila og skóla við að þroska og efla siðferðisþroska barna. Leitin að styrkleikanum - Er nægilega hlúð að sterkum hliðum bamanna? Þroski og geta bama við upphaf og lok grunnskóla. Foreldraráð - áhersla á gerð og umsagn- ir um skólanámskrá, starfsreglur o.fl. Stundaskrárhópur - innihald og lengd skóladags (heimanám, hvað er heima- nám?, í þágu hvers er heimanám?) Verkmenntun á hátíðis- og tyllidögum; viðhorf samfélags, skóla og foreldra til verkmenntunar. Umræðuhvatar: Sigrún Júlíusdóttir, félagsráðgjafi, dós- ent við félagsvísindadeild Háskóla ís- lands. Guðlaug Teitsdóttir, skólastjóri Ein- holtsskóla. Anna Kristfn Sigurðardóttir, deildar- stjóri kennsludeildar Fræðslumiðstöðv- ar Reykjavíkur. Jón Hólmgeir Steingrímsson, formaður Foreldraráðs Laugamesskóla og gjald- keri í stjóm SAMFOKs. Kristín Jónasdóttir, framkvæmdastjóri Bamaheilla. Davíð Óskarsson námsráðgjaft Iðn- skólans. Kl. 14:00 Niðurstöður hópavinnu kynntar þingheimi Kl. 15:00 Þingslit; Jónína Bjartmarz formaður Heimilis og skóla Kl. 15:30 Móttaka Þingið er öllum opið. Þátttaka tilkynnist til skrifstofu Heimilis og skóla, sími 562 7475, eða til skrifstofu SAMFOKs, sími 562 7720, í síðasta lagi 2. október kl. 12:00. BORGARBÍÓ KYNNIR: 7> fíT* ■ ■ í HITA LEIKSINS GLEYMAST GEFIN HEIT. ÍSLENSK KVIKMYND EFTIR ÁGÚST GUÐMUNDSS0N. http://WWW.NET.IS/BORGARBIO nn i poiby D I G I T A L CereArbic DIGITAL. S O U N D SYSTEIVI

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.