Dagur - 02.02.1999, Blaðsíða 4

Dagur - 02.02.1999, Blaðsíða 4
4 - ÞRIÐJUDAGUR 2. FF.BRVAR 1999 FRÉTTIR L. Airnnan lét dreni þrífa veggjakroti Fremm rólegt var í miðborg- inni aðfaranótt laugardags en öllu meira um að vera á aðfaranótt sunnudag sam- kvæmt dagbók lögreglunnar í Reykajvík. Alls voru 34 ökumenn teknir fyr- ir of hraðan akstur um helgina en sumir þeirra voru á öðru hundraðinu á leið að Hvalfjarð- argöngum. Fjórtán voru grunaðir um ölvun \dð akstur. A föstudagsmorgun þurfti lög- regla að aðstoða 12 bifreiðar á Kringlumýrarbraut við göngu- brúna vegna vatnselgs. Skemmti- Iegra verkefni var um hádegisbil- ið er ganga þúsund verslunar- skólanema var aðstoðuð yfir Listabraut. Stúlka varð fyrir bifreið á Lönguhlíð við Miklubraut um miðjan dag á sunnudag. Meiðsli stúlkunnar voru talin minnihátt- ar. Brotist inn í sölutum A föstudagsmorgun var tilkynnt um innbrot í söluturn við Bú- staðaveg. Þar var stolið miklu af vindlingum. Sama dag var til- ist inn í veitingahús \ið Háaleitisbraut og stolið talsverðu af peningum. Þá var brotist inn í íbúð við Langagerði og stolið sjónvörpum og hljómflutningstækj- um. Alls voru 34 stöðvaðir fyrir of hraðan akstur um helgina. kynnt um innbrot í bifreið við Bergstaðastræti. Stolið var verk- færum, ýmsum varningi og hljómtækjum fyrir háa upphæð. Það vekur stöðugt furðu að menn skuli bjóða þjófum til veislu með því að skilja mikil verðmæti eftir í bílum sínum. Þá var ungur drengur tekinn við að fara inn í bifreið í Breiðholti þennan dag. Hann hafði ekkert skemmt. Síð- degis þennan dag var tilkynnt um að stolið hafi verið nokkru af rækju úr gám á Austurbakka. Á laugardagsmorgun var brot- Aniina Jiín hvað? Maður sem var að vinna við togara féll ofan í lest hans á föstudag. Maðurinn var fluttur á slysadeild en meiðsl hans voru talin minniháttar. Um kvöldmatarleytið á föstu- dagskvöld var fólk í gleðskap í húsi í Fannafold. Það var statt á efri svölum er rör í handriði sval- anna gaf sig og þrennt féll niður um tveggja metra fall. Tvær kon- ur voru fluttar á slysadeild en voru ekki taldar mikið slasaðar. Ungur piltur var tekinn við að krota á strætóskýli á föstudags- kvöld. Hann var fluttur heim til ömmu sinnar. Hún greip til sinna ráða, blandaði sápuvatni í fötu, ók pilti aftur í skýlið og lét hann þrífa eftir sig! Það þykir líldegt að pilturinn hafi óskað þess á meðan á þrifunum stóð að hann hefði ekki krotað á skýlið! Aðfaranótt laugardags var rætt við mann í Hafnarstræti vegna ótímabærs þvagláts hans þar. Ætlunin var að maðurinn færi sína leið eftir viðtalið en hann veittist að lögreglumönnunum og hafnaði í fangageymslu. Tveir menn kvörtuðu yfir árás- um „skoppara11 aðfaranótt laug- ardags, og hafi þeir tekið veski mannanna. Nokkur hross sluppu inn á tún við Norðlingabraut á Iaugardag og skemmdu þar heyrúllur fyrir á annað hundrað þúsund krónur. Voru hrossin fjarlægð í skyndi. Síðdegis á laugardag voru börn talin í hættu vegna brims við leik sinn í fjörunni við Eiðsgranda. Þar fundust strákar með blauta fætur en þó er ástæða er til að vara foreldra við hættunni sem börnum getur stafað af brimi á þessum slóðum. Síðdegis á sunnudag var barn bitið í andlitið af hundi á Kjalar- nesi. Ekki var vitað hvað barnið var mikið meitt. Sameiniiig skóla Á fundi bæjarráðs Olafsfjarðar fyrir áramót var samþykkt að skoðaðir verði kostar þess og gallar að sameina skólana í Olafsfirði undir eina stjórn til þess að skólastarfið megi eflast og verða markvissara. Skóla- nefnd fékk tillöguna til umsagn- ar. Heyfhitningum mótmælt Landbúnaðarnefnd hefur Fjallað um heyflutninga frá bænum Hrísum við Dalvík að Selár- bakka á Árskógsströnd og að höfðu samráði við Ólaf Valsson dýralækni og Sigurð Sigurðar- son yfirdýralækni og með viljayf- irlýsingu Qáreigenda í Ólafsfirði telur nefndin að ekki eigi að Ieyfa heyflutningana undir nokkrum kringumstæðum vegna síendurtekinna riðutil- fella og þeirrar óvissu er varðar smitun. Nefndin leggur til að gefin verði út tilskipun og send til allra skepnuhaldara í Ólafs- firði, dýralækna á Eyjafjarðar- svæðinu og yfirdýralæknis, ásamt Ijallskilanefndum í Svarf- aðardal, Dalvík og Árskógi. GG msm JlH* ALLIR SUZUKI BÍLAR ERU MEÐ • vökvastýri • 2 loftpúða • • aflmiklar vélar • samlæsíngar • rafmagn í rúðum og speglum • styrktarbita ( hurðum • • samlitaða stuðara ■ ÞRÍR EKTA JEPPAR - EITT MERKI - og JIMNY fékk gullverðlaunin '98 í Japan fyrir útlit, gæði, eiginleika og möguleika! Komdu FULL FRAME JIMNY TEGUND: VERÐ: Beinskiptur 1.399.000 KR. Sjálfskiptur 1.519.000 KR. VITARA TEGUND: VERÐ: Jl.X SE 3d 1.580.000 KR. JLX SE 5d 1.830.000 KR. DIESEL 5d 2.180.000 KR. GRAND VITARA TEGUND: VERÐ: GR, VITARA 2,0 L 2.179.000 KR. GR.VITARA EXCLUSIVE 2,5 L V6 2.589.000 KR. og sestu inn! Skoðaðu verð og gerðu samanburð. $ SUZUKI SUZUKI SÖLUUMBOÐ: Akranes: Ólafur G. Ólafsson, Garðabraut 2, sími 431 28 00. Akureyri: BSA hf., Laufásgötu 9, sími 462 63 00. Egilsstaðir: Bíla- og búvélasalan hf., Miðási SUZUKI BILAR HF 19,sími471 20 11.Hafnarfjörður:GuðvarðurEliasson,Grænukinn20,sími555 15 50. ísafjörður:Bílagarðurehf.,Grænagarði,simi456 30 95.Keflavík:BGbilakringlan,Grófinni Skeifunni 17. Simi 568 51 00. 8, simi 421 12 00. Selfoss: Bílasala Suðurlands, Hrísmýri 5, sími 482 37 00. Hvammstanga: Bíla- og búvélasalan, Melavegi 17, sími 451 26 17. Heimasíða: www.suzukibilar.is

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.