Dagur - 02.02.1999, Blaðsíða 9

Dagur - 02.02.1999, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGVR 2. FEBRÚAR 1999 - 9 Ty^m-. vera mynd: hilmar það verður fer að mínum dómi eft- ir úrslitunum í vor,“ sagði Svavar Gestsson í samtali við Dag. Hann segir varðandi prófkjörið í Reykjavík að þar hafi menn verið að reyna að láta búa saman, hlið við hlið, tvær ólíkar hefðir. Annars vegar Alþýðuflokksins, sem hefur haft það til siðs að vera með próf- kjör og hefur oftast verið með fleiri atkvæði í prófkjöri en í kosn- ingum. Hins vegar hefð Alþýðu- bandalagsins sem hefur valið lista sinn í forvali eða prófkjöri innan flokksins. Það hafi skilað flokkn- um mun færri atkvæðum í próf- kjörum en krötum en aftur mun fleiri atkvæðum í kosningum. Hann segist telja að hún hafi sloppið fyrir horn tilraunin við að Iáta þessar hefðir búa saman. Hann var spurður hvort hann ætti von á því að þessi mikla þátt- taka í prófkjörinu niuni skila sér í kosningunum í vor? Hann sagðist ætla rétt að vona það. Hins vegar segist hann vita um fjöldann allan af fólki sem kaus í prófkjörinu en kýs ekki samfylkinga í vor. „Því miður,“ segir Svavar Gestsson. Prófkjörsleikur „Eg hef frá byrjun ekki talið annað koma til greina en að niðurstaðan af þessu samfylkingarframboði yrði stofnun stjórnmálaflokks. Það liggur í hlutarins eðli að þegar flokkar eru hættir að bjóða fram, eins og er með þessa flokkshluta sem þarna eiga hlut að máli, þá eru þeir flokkar ekki Iengur til sem sjálfstæðir aðilar. Þess vegna gerist það í framhaldinu að samfylkingin verður sjálfstæður stjórnmála- flokkur," segir Steingrímur J. Sig- fússon, foringi Vistrihreyfingar- innar - græns framboð. Hann var spurður hvort hann teldi að þessi mikla þátttaka í próf- kjörinu verði til þess að samfylk- ingin fái byr í seglin í kosningun- um í vor, umfram það sem búist hefur verið við? „Það er auðvitað jákvætt fyrir þau hve þátttakan var góð. En við skulum bara horfa á prófkjörin um allt land að undanförnu. Það hef- ur verið mikil þátttaka alls staðar. Lítum á prófkjör Sjálfstæðis- flokksins í Reykjanesi, framsókn- armanna í báðum Norðurlands- kjördæmunum o.s.frv. Ég held að við séum að sjá að prófkjörin eru að snúast upp í eitthvað allt annað en þau áttu upphaflega að vera, þ.e. tækifæri fyrir stuðningsmenn viðkomandi flokka til að koma og velja á listann. Þetta er að snúast upp í leikaraskap hjá mörgu fólld sem tekur þátt í þessu bara vegna þess að því finnst það spennandi. Og alveg þvers og kruss á flokks- bönd og án skuldbindinga um að styðja viðkomandi flokk. Eg minni líka á að þessi mikla þátttaka hjá samfylkingunni í Reykjavík er ekki síst vegna ótrúlegs peningaausturs í auglýsingar og smölun. Ég ætla rétt að vona það að prófkjör séu að syngja sitt síðasta enda er þetta ekkert annað en afsiðun í pólitík," sagði Steingrfmur J. Sigfússon. Engin leið til baka „Þegar svona margt fólk er að smala kemur það ekki svo mjög á óvart þótt þátttakan í prófkjörinu sé góð. Þess vegna legg ég enga sérstaka pólitíska merkingu í þessa mildu þátttöku. Það sem kremur mér á óvart er hve þjóðvakafólkið kemur vel út úr þessu prófkjöri, svona nýkomið inn í Alþýðuflokks- dilkinn. Niðurstaða prófkjörsins hlýtur því að vera vonbrigði bæði fyrir alþýðubandalags- og alþýðu- flokksfólk," sagði Valgerður Sverr- isdóttir, formaður þingflokks Framsóknarflokksins. Aðspurð hvort hún telji samfylk- inguna pólitískt afl sem sé komið til að vera segir Valgerður að það sé engin leið til baka fyrir fólk úr A-flokkunum. - Hún var spurð hvort hún óttaðist að samfylkingin tæki fylgi frá Framsóknarflokkn- um í vor? „Nei, ég óttast það ekki, enda tel ég að þessi sigur Þjóðvaka í Reykjavík muni ergja margan al- þýðubandalagsmanninn og kratann og þeir hugsa sig tvisvar um,“ sagði Valgerður Sverrisdóttir. Niðurstaða prófkjörsins Samtals Aljjýðubandalagið 1. 2. 3. 4. 1.-4. Arnór Pétursson 141 129 189 283 742 Árni Þór Sigurðsson 846 624 275 230 1975 Biyndís Hlöðversdóttir 1288 575 280 176 2319 Elísabet Brekkan 26 119 258 392 795 Guðrún Sigurjónsdóttir 25 361 308 411 1105 Heimir Már Pétursson 283 367 417 462 1529 Herbert Hjelm 18 90 79 117 304 Magnús Ingólfsson 13 151 181 330 675 Vilhjálmur H. Vilhjálmsson 185 409 838 424 1856 Alþýðii ílokkur 1. 2. 3. 4. Samtals 1.-4. Ásta R. Jóhannesdóttir 476 3218 1433 847 5974 Borgþór Kjernested 2 77 244 450 773 Hólmsteinn Brekkan 17 59 102 239 417 Jakob Frímann Magnússon 128 840 779 979 2726 Jóhanna Sigurðardóttir 4041 991 657 482 6171 Magnús Á. Magnússon 20 156 601 850 1627 Mörður Amason 75 736 1347 1935 4093 Stefán Benediktsson 47 356 736 961 2100 Össur Skarphéðinsson 2681 1054 1588 744 6067 Kvennalisti 1. 2. 3. 4. Samtals 1.4. Ásgerður Jóhannsdóttir 14 49 134 179 376 Fríða Rós Valdimarsdóttir 8 67 108 194 377 Guðný Guðbjörnsdóttir 260 115 82 61 518 Guðrún Ögmundsdóttir 279 208 104 43 634 Hólmfríður Garðarsdóttir 22 115 154 166 457 Hulda Ólafsdóttir 153 182 154 93 582 Kjósendur áttu að raða frambjóðendum í sæti 1, 2, 3 og 4 og taflan sýnir hversu mörg atkvæði hver frambjóð- andi fékk í hvert sæti í flokkahólfunum þremur. Aftasti dálkurinn sýnir hversu mörg atkvæði samanlagt hver frambjóðandi fékk. Sigrarog ósigrar Það var sérkennileg stemmning á Grand Hótel þegar tölur fóru að berast úr talningu atkvæða í próf- kjöri samfylkingarinnar á laugar- dagskvöldið. Það var eins og menn vissu ekki alveg hvort þeir ættu að hlæja eða gráta. Niður- staðan var enda áfall fyrir ýmsa þótt forystumenn flokkanna hafi allir lagt áherslu á að próf- kjörið væri mikill sigur sam- fylkingarinnar, ekki síst í ljósi þátttökunnar en alls kusu tæp- lega 11.300 manns. Kvennalistinn reið ekki feit- um hesti frá þessu prófkjöri. Hann fékk 736 atkvæði eða tæp 7% og fimmtán af 18 fram- bjóðendum A-flokkanna eru hver um sig með fleiri atkvæði en kvennalistakonurnar 5 sam- anlagt. Það er hins vegar talið næsta víst að hefði verið opið milli hólfa hefðu einstakir fram- bjóðendur spjarað sig betur en raunin varð. Guðrún Ogmunds- dóttir er til að mynda talin eiga talsvert fylgi út fyrir raðir kvenna- listakvenna. Guðrún vann 1. sætið í Kvennalistahólfinu en Guðný Guðbjörnsdóttir lenti í 2. sæti. Utkoma Guðnýjar er ekkert til að hrópa húrra fyrir. Kvennalista- konur hafa til þessa þótt heldur trúar sfnum forystukonum. Guð- ný hefur verið í forystu fyrir sam- tökin í samfylkingarferlinu og er ekki bara þingmaður heldur f raun eini þingmaður Kvennalist- ans sem eftir er. Það munar að vísu aðeins 19 atkvæðum á henni og Guðrúnu, en Guðný er greini- lega umdeildari. Bæði Guðrún og Hulda Olafsdóttir eru með fleiri atkvæði samanlagt en hún. Um 30% þeirra sem á annað borð kjósa Kvennalistann merkja alls ekki við Guðnýju og rúm 8% setja hana í 4.sætið. Kvennalistakonur geta hins vegar huggað sig við að hlutur kvenna í samfylkingunni er mjög góður því 4 af 5 efstu sætunum eru skipuð konum. Rosalegur iiiunur Prófkjörið var einnig talsvert áfall fyrir Alþýðubandalagið. Flestir höfðu spáð því að þátttakan yrði meiri hjá Alþýðuflokknum en fáir áttu von á að munurinn yrði svona mikill. Reyndar eru flestir á því að Alþýðubandalagið hefði fengið 3 menn í 9 efstu sætin ef opið hefði verið milli hólfa og að Bryndís Hlöðversdóttir og Vil- hjálmur H. Vilhjálmsson hefðu einkum notið góðs af því. Alþýðubandalagið fékk 25% at- kvæða en Alþýðuflokkurinn tæp 68%. Fimm af efstu mönnum í A-hóIfinu eru með fleiri atkvæði hver en Bryndís sem fékk flest at- kvæði hjá Alþýðubandalaginu. Bryndís vann eigi að síður sannfærandi sigur í baráttunni um 1. sætið í G-hólfinu. Hún fékk 45% atkvæða í 1. sætið og Árni Þór Sigurðsson 30% og urðu það honum og stuðningsmönnum hans nokkur vonbrigði. Vilhjálm- ur H. Vilhjálmsson varð í 3. sæti en það varð honum og fleirum sem vildu ungt fólk í öruggt sæti talsvert áfall að skyldi ekki duga til að koma honum ofar en í 10. sæti á sameinuðum lista. Þjóðvaki sigraði Það má Iíka með nokkrum rétti halda því fram að prófkjörið hafi verið nokkur skellur fyrir Alþýðuflokkinn. Sigurvegarinn Jóhanna Sigurðardóttir er ekki í Alþýðuflokknum og Mörður Arnason sem varð 4. efstur ekki heldur. Ásta Ragnheiður gekk í flokkinn f fyrra og Össur Skarphéðinsson fyrir nokkrum árum. Þjóðvaki - flokkurinn sem mælst hefur með innan við 1% í skoðanakönnunum undanfarin ár á 3 af 4 efstu í kratahólfinu. Urslitin hljóta einnig að hafa verið Össuri talsvert áfall, ekki síst vegna þess hversu stór sigur Jóhönnu var. Hún fékk 54% at- kvæða í 1. sæti en Össur 36%. Það virðist Iíka mega lesa það úr niðurstöðunum að Jóhanna og Ásta Ragnheiður réru mjög sam- an á sömu mið. Mjög margir setja Jóhönnu í 1. sæti og Ástu í 2. Ásta er t.d. með þrisvar sinnum fleiri atkvæði en Össur í 2. sætið en vegna þess að atkvæðin í 1. sætið nýtast í 2. sætið er það hans en ekki hennar. Það munar þó ekki miklu eða 41 atkvæði. Úrslitin 1. Jóhanna Sigurðardóttir 2. Össur Skarphéðinsson 3. Bryndís Hlöðversdóttir 4. Guðrún Ögmundsdóttir 5. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir 6. Mörður Ámason 7. Árni Þór Sigurðsson 8. Guðný Guðbjörnsdóttir * 9. Jakob Frímann Magnússon * Tekur ekki sætið

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.