Dagur - 12.03.1999, Blaðsíða 1

Dagur - 12.03.1999, Blaðsíða 1
Föstudagur 12. mars 1999 Skagameim vilj a suður í samstarfi sveitarfélaga Uppi eru raddir uin að Akranes eigi meira sameiginlegt með stærri sveitarfélögum smman Hvalfjarðar en smáum sveitarfélög- um norðan fjarðar. I bæjarstjórn Akraness kom fram tillaga um að skipa nefnd til að skoða kosti og galla núverandi fyrirkomulags á samstarfi sveitar- félaga á Vesturlandi. Nefndinni er sérstaklega ætlað að skoða hvort núverandi fyrirkomulag þjóni hagsmunum íbúa á Akra- nesi og hvort einhverjir aðrir kostir á samstarfi við sveitarfélög henti betur. Það var Kristján Sveinsson sem flutti tillöguna og í greinargerð með henni benti hann m.a. á að Samtök sveitarfélaga á Vestur- landi byggðust á kjördæmaskipan sem komið var á árið 1959 en ýmislegt benti til að breytingar gætu orðið þar á. „Komið hafa fram athugasemdir við starfs- hætti í samstarfinu í bæjarstjórn Akraness og er rétt að þeir verði skoðaðir með hagsmuni íbúa á Akranesi að leiðarljósi. Akranes er stærsta sveitarfélagið á Vestur- landi og hefur á ýmsum sviðum meira sameiginlegt með stærri sveitarfélögum á Suð-Vesturlandi en með smærri sveitarfélögum á Vesturlandi. í því sambandi er rétt að skoða samstarf við sveitar- félög af svipaðri stærð þó ekki liggi þau landfræðilega saman,“ segir í greinargerðinni. Gísli Gíslason bæjarstjóri segir að um langan tíma hafi verið um- ræða um samstarf Akraneskaup- staðar við sveitarfélögin bæði sunnan Skarðsheiðar og á vett- vangi Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi. „Menn hafa um margra ára skeið viljað sjá breytingar á starf- semi SSV, en enginn vilji hefur verið til þess að breyta því formi sem þar er,“ segir Gísli um leið og hann bendir á að staðsetning Akraness gefi færi á víðtækara samstarfi en á Vesturlandi. Hann segir samstarfið \dð önn- ur sveitarfélög sunnan Skarðs- heiðar almennt hafa verið gott, en nokkuð oft komi upp umræða um endurgjald sveitarfélaganna fyrir þá samstarfssamninga sem gerðir hafa verið. Þá sé ljóst að hreppsnefndirnar hafi ekki áhuga á sameiningu og þess vegna sé eðlilegt að móta stefnu til framtíðar varðandi þau sam- starfsverkefni sem menn væru tilbúnir að hafa samstarf um. „Þetta er einungis eðlileg skoð- un með hagsmuni íbúa á Akra- nesi í huga. Meðan ekki er ætl- unin að huga að frekari samein- ingu þá er ekki sjálfgefið að þjón- ustan sem byggð verður upp fyrir Akurnesinga nái til íbúa annarra sveitarfélaga. Allt er þetta gert án nokkurs urgs eða óánægju Skagamanna heldur fyrst og fremst eðlileg skoðun í Ijósi þess umhverfis sem við búum við. Tillagan felur alls ekki í sér að samstarfi verði hætt, en skoðun á verkefnunum getur Ieitt til breyt- inga og menn eiga ekki að vera hræddir við breytingar," segir Gísli. Bæjarráð bætti við tillög- una vilja til að bjóða sveitarfélög- um í Mýra- og Borgarljarðarsýslu til viðræðna um sameiningu allra sveitarfélaganna í eitt öflugt sveitarfélag. „Það er svona til áhersluauka um að þó svo að samstarfsfletir séu skoðaðir þá eru menn alls ekki að hafna sam- starfi heldur ekki síður að leggja áherslu á að það sé nauðsynlegt í ljósi breyttra aðstæðna að skoða alla hluti, þ.m.t. víðtæka samein- ingu sveitarfélaga, til þess að svæðið verði eins sterkt og kostur er,“ segir Gísli. Viðræður uin kortagerð Mikilvægar sanminga- viðræður standa nú yfir hjá Landmæling- iini íslands (LMÍ) á Akranesi inilli íiill trúa íslenskra stjóm- valda og handarísku herkortastofnunar- innar (NIMA) um gerð stafrænna korta. Niðurstaða viðræðnanna ræður miklu um kostnað Islendinga af því að ljúka við gerð stafrænna korta af Islandi í mælikvarðanum 1:50.000. „Island er eina landið í Vestur- Evrópu sem ekki hefur yfir að ráða nothæfum grunnkortum (stafrænum kortum) í mæli- kvarða 1:50.000, en slík gögn eru forsenda margvíslegrar skráning- ar, skipulags og vinnslu Iand- fræðilegra upplýsinga. Að mati LMI er þessi staða óviðunandi og ekki sæmandi þjóð sem kennir sig við tækni og framfarir á flest- um sviðum,“ segir Magnús Guð- mundsson, forstjóri Landmæl- inga Islands. Frá árinu 1976 hefur verið í gildi samstarfssamningur milli LMÍ og NIMA um kortagerð í mælikvarða 1:50.000 af Iandinu öllu. Samningurinn byggir á eldri samningi frá 1959 sem tengdist m.a. varnarsamningi Islands og Bandaríkjanna. Um helmingi kortanna er lokið eða 102 en 200 kort þarf til að þekja allt landið. Austurland og Vesturland eru Iandshlutarnir sem enn er ólokið. Vinna við kortin hefur legið niðri undanfarin fjögur ár vegna nið- urskurðar hjá NIMA en vinnan er misjafnlega á veg komin. Kostnaður \að að Ijúka verkinu er talinn nema um 300 milljónum króna. Náist ekki samningar er ljóst að LMI þurfa að vinna þau kort sem eftir eru frá grunni alfarið á kostnað Islendinga. Vinnulagið við gerð þessara korta hefur verið á þá leið að Landmælingar Islands hafa tekið loftmyndir og safnað upplýsing- um m.a. um byggingar, raflínur, vegi og örnefni. Bandaríkjamenn hafa séð um myndmælingar eftir loftmyndum, útlitshönnun og prentun kortanna en þeir þættir eru mjög kostnaðarsamir. Þrátt fyrir að þau kort sem hér um ræðir séu gerð samkvæmt stöðl- um NATO hafa þau nýst íslend- ingum mjög vel og eru nákvæm- ustu kort sem til eru af mjög stór- um svæðum á landinu. A sama tíma og þessar samn- ingaviðræður standa yfir eru gestir frá dönsku kortastofnun- inni (KMS) í heimsókn hjá Land- mælingum Islands. Danska kortastofnunin hefur tekið að sér að vinna kort á staf- rænu formi af Islandi í mæli- kvarðanum 1:250.000. Ástæða þessa er sú að nú stendur yfir verkefni sem miðar að því að kortleggja öll Iönd heimsins í þessum mælikvarða samkvæmt samræmdum stöðlum og vinnu- reglum. Verkefnið sem kallast V- MAP er unnið að frumvæði NATO ríkjanna þar sem talin var þörf á að samræma ólík korta- gögn sem í notkun eru. Land- mælingar Islands eru aðilar að þessu með þeim hætti að stofn- unin leggur til gögn og upplýs- ingar. Verkefninu er stýrt af bandarísku kortastofnuninni NIMA og því sáu Danir gott tækifæri að hitta bæði fulltrúa þeirra og Landmælinga íslands hér á Akranesi í sömu vikunni. Eins og kunnugt er unnu Dan- ir að kortagerð af íslandi á árun- um 1901-1944 og luku gerð glæsilegra korta sem enn í dag eru á markaði. Þessi kortagerð var einmitt aðdragandinn að stofnun Landmælinga íslands á sínum tíma. Heimsóknirnar eru skipulagð- ar í samvinnu við Akraneskaup- stað.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.