Dagur - 12.03.1999, Blaðsíða 2

Dagur - 12.03.1999, Blaðsíða 2
2 - FÖSTUDAGUR 12. MARS 1999 . VESTURLAND Ádöfiimi • I kvöld, föstudagskvöld, heldur Tónlistarfélag Borgarfjarðar Vínartón- leika í Hótel Borgarnesi og hefjast þeir Id. 21. Landsþekktir flytjendur. • Fjölskylduþjónusta kirkjunnar og Akranes- kirkja efna til hjónanám- skeiðs í Safnaðarheimil- inu Vinaminni kl 13-18 á morgun laugardag. Námskeið þessi hafa verið haldin víða um land við miklar vinsæld- ir. Það stendur einnig fólki í sambúð til boða. • Ungir framsóknarmenn halda opinn fund fyrir ungt fólk á öllum aldri: Sunnudaginn, 14. mars. kl. 20:30 í Freyjulundi Stykkishólmi, í Dalabúð mánudaginn 15. mars kl. 20:30, í Breiðabliki miðvikudaginn 17. mars kl. 16, í Gistiheimili Olafsvíkur miðvikudag- inn 17. mars kl. 20:30. • Sjálfstæðisflokkurinn á Vesturlandi heldur fund undir yfirskriftinni Byggðamálin í brenni- depli - í Búðardal þriðju- daginn 16. mars kl. 21,00. Gestur fundarins verður Egill Jónsson al- þingismaður og formað- ur stjórnar Byggðastofn- unar. Frambjóðendur flokksins mæta. • Sýning verður hjá árshá- tíð Brekkubæjarskóla þriðjudaginn 16. mars kl. 18 og 20:30 og fimmtudaginn 18. mars kl. 18:00 og 20:30. • Sr. Sigurður Pálsson sóknarprestur í Hall- grímskirkju fjallar um börn og sorg í Safnaðar- heimilinu Vinaminni þriðjudagskvöldið 16. mars kl. 20:30. • Pétur Blöndal er gestur málstofu Samvinnuhá- skólans á Bifröst mið- vikudaginn 17. mars og talar um heiðarleika fyr- irtækja kl. 1 5:00. • Kristniboðsdagar í Akra- neskirkju hefjast mið- vikudaginn 17. mars kl. 20. Guðlaugur Gunn- arsson kristniboði sýnir skyggnur og flytur hug- leiðingu sem ber yfir- skriftina: Hvers vegna í ósköpunum Afríka? • Menningarkvöldið á Café 15 á Akranesi fimmtudaginn 18. mars verður hagyrðingakvöld. Valdir hagyrðingar af bestu sort. Meðal ann- arra: Pétur Ottesen, bæjarfulltrúi og Sveinn Kristinsson forseti bæj- arstjórnar. Gestaþjónn og kynnir: Gísli Gíslason bæjarstjóri. • Karlakórinn Heimir úr Skagafirði heldur tón- leika í sal Fjölbrauta- skólans á Akranesi fimmtud. 18. mars. Söngstjóri er Stefán R. Gíslason. Kaffihús hluti af menningu bæjarins Það hefurkomið þeim mest á óvart sjálfum hvað það hejurgengið vel, hjónunum sem hafa rekið Café 15 á Akranesi,frá því þau opnuðu í maí ífyrra. „Viðskiptavinahópurinn er mjög blandaður, alveg frá áttræðu ofan f það að nota svona stól,“ segir Omar Morthens hlýlega um leið og hann bendir á hvítan og bleik- an Hokus Pokus barnastól. „Sumarið var yndislegt," segir Omar þegar hann rifjar upp hvernig reksturinn hafi gengið fyrir sig. „Það var bæði mikið að gera og veðrið gott. Mikið af fólk- inu sem skoðaði göngin kom við og í vetur hefur það komið okkur skemmtilega á óvart hvað fólk hefur tekið vel við kaffihúsinu." Omar setur sig í stellingar og segir ákveðið: „Ég hef mjög ákveðna skoðun á kaffihúsum. Kaffihús eru menning." Svo slak- ar hann á og hallar sér örlítið aft- ur í stólnum um leið og hann bætir við: „Faðir minn heitinn sem Iifði og hrærðist í list, menn- ingu og söng í yfir fimmtíu ár, hann ól okkur strákana að hluta til upp á kaffihúsum," segir hann og Ieggur áherslu á að það hafi verið alit af hinu góða, en þá hafi hann kynnst kaffihúsamenning- unni fyrst. „A árunum 1940 og Úmar Morthens er ánægður með hina miklu breidd viðskipta- vinahópsins hjá Café 15 á Akranesi. - mynd: ohr fram yfir 1965 var hellingur af kaffihúsum í bænum, í Kvosinni. Það var Heitt og kalt, Langibar- inn, Laugavegur 11, Tröð, Mokka, Hressó og fleiri. Svo fór þetta minnkandi. Þegar ‘68 kyn- slóðin kom fóru ungir krakkar að byggja, Breiðholtið byggðist upp, Arbærinn og fleiri hverfi. Þá minnkuðu peningarnir í umferð. Þá dóu nokkur kaffihúsanna, en fáein Iifðu af.“ Áfengið feinmisinál „Eg var ellefu ár erlendis og þar fylgir að það er áfengi á kaffihús- um. Erlendis vill fólk geta fengið sér koníak, líkjör eða einn öl, að kvöldi til eða jafnvel á daginn. Það þykir ekkert óeðlilegt. Hérna heima er þetta mikið feimnismál. Það er kannski óvani, en mér Traustur, alvöru, upphækkanlegur, 4x4 jeppi á ÓTRÚLEGU verði • Hátt og lágt drif Byggður á grind • Kraftmikil og hljóðlát vél • Einstaklega góður í endursölu Sjálfskipting kostar 150.000 KR. ALLIR SUZUKI BlUR ERU MEÐ: • vökvastýri • 2 loftpúða • • aflmikiar vélar • samlæsingar • • rafmagn i rúðum og speglum • • styrktarbita í hurðum • • samlitaða stuðara • $ SUZUKI SUZUKI BILAR HF Skeifunni 17. Sími 568 51 00. www.suzukibilar.is

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.