Dagur - 06.11.1999, Blaðsíða 15

Dagur - 06.11.1999, Blaðsíða 15
 LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 1999 - 31 LÍF OG STÍLL Það var bótin sem gerði gæfumuninn og greip auga Gotta þegar hann átti að velja skó í Bossanova. Þessi leðurstígvél kosta 13.300 kr. í Valmiki var ákveðið að reyna að finna framúrskar- andi herraskó en reyndist eigi auðvelt. „Karlaskór eru alltafsvo miklu staðlaðri, karlmenn eru svo miklu stífari en konur, “ sagði Gotti en rak þá augun í þessa lágbotna, þægilegu skó úr mjúku leðri á 12.800 kr. „Maður sér strax að þessir skór eru öðruvísi og ég virði framleiðandann fyrir að taka þá áhættu." Skórnir fást í Valmiki og kosta 6.950 kr. „Þessir eru mjög skemmtilegir, það er flott klassískt yfirbragð á þeim þó þeir séu grófir. Þægilegir en samt sparilegir." Fást í Valmiki og kosta 12.900 kr. Fótvænt og skótau Þótt einmunatíð hafi verið ríkjandi framan af hausti er eins víst að nóvember læðist aftan að okkur og krefjist þess að við gröfum upp vetrarskóna eða verðum grand á því og kaupum nýja. Gotti auglýsinga- teiknari sem gerð- ist skóhönnuður skrapp með okkur í Kringluna til að taka út vetrartísk- una í skótauinu. Gotti Bernhöft er lærður auglýsingahönnuður og starfaði sem slíkur í nokkur ár eða þar til hann lenti á fundum með Óskari Axeli Ósk- arssyni út af auglýsinga- verkefni. Gotta datt þá í hug að rissa upp skó og sýndi Óskari teikning- una. „Eg hafði náttúru- lega enga hugmynd eða von eða ætlanir um að verða skóhönnuður en hann keypti þessa fyrstu teikningu á staðnum og bauð mér vinnu," segir Gotti en hann hefur síð- an hannað hundruði skóa - sem fara auðvitað ekki allir í framleiðslu. Skórnir sem Óskar féll fyrir voru mjög einfaldir íþróttaskór, segir Gotti, „en hugmyndin var að þeir hefðu þrenns konar nýtni: strigaskór, inni- skór og innisokkur. Svo kom náttúrulega seinna í ljós að það var ekki hægt að gera þetta en honum fannst hugmyndin góð.“ Virtur spænskur skó- hönnuður byggði upp XI8 merkið sem fyrir- tækið Fashion Group tók upp fyrir þremur árum en hann var nýhættur þegar Gotti kom inn fyrir tæpu ári sfðan. XI8 byggir þó á traustum grunni enda Qölskyldan á bak við fyrirtækið „búin að vera í skóbrans- anum frá því að bærinn byggðist," segir Gotti. Skór sem fyrir tilviljun fengu heitið „jöklaskór", og spænski skóhönnuðurinn hannaði, hafa komið XI8 merkinu á kortið og eru þessir stórgerðu íþróttaskór með göddum gríðarlega vinsælir. Næsta skref, segir Gotti, er að leggja megináherslu á söluvæn- lega skó enda sé fyrirtækið nú þegar búið að skapa sér sérstöðu á markaðnum. „Við lítum nú ekki svo á að allur björninn sé unninn - en að allavega húnn- inn sé unninn." „Það sem einkennir vetrarlínuna almennt í búðunum er að skórnir eru allir í sömu litunum, brúnn, grár og svartur eru ráðandi i bæði fötum og skóm, “ segir Gotti og heldur hér á tveimur skóm sem eru væntanlegir i búðir frá XI8. Jöklaskórnir eru vinsælustu skórnir frá XI8, nafngiftin er til- komin þannig að skilgreina þurfti skóna fyrir tollayfirvöldum útí heimi og þótti „jöklaskór" ágætis skilgreining. Aðstand- endur fyrirtækisins hafa reyndar ekki prófað að þramma upp á jökla í skónum „en það er mjög gott að spila i þeim golf. Þeir eru svo stöðugir.1' Lítið um slabbskó í vetrarlínunni Vetrarlínan hjá XI8 sem Gotti hannaði samanstendur af stíg- vélum af öllum hæðum í svörtu, gráu og brúnu, bæði úr leðri en einnig teygjuefninu, skylt kaf- arabúningaefni, sem er svo áberandi í skóm vetrarins. - Hvaðan sóttirðu hugmyndir í vetrarlínuna? „Bara hingað og þangað. Það er nú engin ein uppspretta hug- mynda. Verðið er náttúrulega lykilatriði, ég veit að enginn hönnuður myndi segja það, en verðið skiptir miklu. En þægindi og gæði skipta rosalegu máli. Og auðvitað skapar markaðurinn einhverja línu, það er ekki hægt að ætlast til þess að þú komir með einhverja hugmynd og markaður- inn kaupi hana - þó að tískuhönnuðir vilji meina það. Það er nátt- úrulega einhver stefna í gangi sem allir reyna að túlka og tileinka sér.“ - Og hvemig myndirðu lýsa þeirri stefnu sem nú er allsrdðandi fyrir vetur- inn? „Hún er fótvæn, fólk- svæn og götuleg. Hún gerir ráð fyrir að fólk sé f skónum í vinnunni og úti á götu en séu ekki upp á punt. Hún gerir ráð fyrir að þú þjáist ekki þó þeir séu uppháir og að tærnar séu ekki að kremjast." - Þegar þú hannaðir votrurlínuna, tókslu tillit til þess að fólk þyrfti að ganga í krapi og slohbi? „Já, á sumum skónum. Við erum með mikið af stígvélum sem eru ekki beint slabbskór en svo erum við líka með gróf- ari línu eins og jökla- skórnir." Danir með skóljótuna Að þessu spjalli loknu hófst ferð okkar í Kringluna og var Gotta gefinn þar laus taumur- inn. „Ég er mjög hrifinn af skóbúðum sem taka sénsa, eins og Bossa- nova og Valmiki. Þetta eru búðir sem eru stefnuleiðandi á mark- aðnum hér og fyrir mig, Gotti fékk að lokum frjálsar hendur og var beðinn um að velja eina spari og eina vetrarskó fyrir slabbið handa vinkonu sinni úr vetrarlínunni. Þessir urðu fyrir valinu, vandaðir háhælaðir skór 01.900 kr.J úr gráu krumpuefni sem fara vel á fæti. „Slabbskórnir" kostuðu 12.900 kr. sem er djúpt sokkinn í skóbrans- ann, þá er alltaf gaman að koma í búðir þar sem maður sér nýja hluti," sagði hann á leið inn í Kringluna og var stefnan því tekin á áðurnefndar búðir. Bossanova var fyrsta stopp og Gotti beðinn um að gefa alls- herjarálit á skónum sem þar fást fyrir veturinn og velja svo þá skó sem honum þætti standa upp úr á einhvern hátt. I ljós kom að japanska Iínan í skóbotnum var mjög áberandi í Bossanova en tískuhönnuðurinn Prada hefur gert þá línu að sínu aðalsmerki. Gotti var hrifinn af japönsku botnunum, stundum kallaðir bátabotnar, sem eru lágir og úr léttu efni. Því næst var haldið í Valmiki og má sjá afrakstur þessa leiðangurs á myndunum hér á síðunni. Að könnuninni lokinni var skóhönnuðurinn spurður hvað honum þætti um skóúrvalið á Islandi? „Mér finnst það rosa skemmtilegt. Þegar ég byrjaði í bransanum var alltaf verið að tala um að Islendingar væru með skóljótuna. En ég var að koma frá Kaupmannahöfn þar sem ég sá ljótustu skó sem ég hef séð á fólki - ég held að þeir séu með skóljótuna á háu stigi. Skóbúðum hér hefur fjölg- að og úrvalið með. Ég held að þetta sé í góðum farvegi." - En svona uð lokum [segir blm. og lítur niður ú skóbúnað skóhönnuðarins] - af hverju gengur þú í Nike skóm? „Við hara framleiðum svo lítið fyrir karlmenn," svarar Gotti hrosandi, „80% af okkar markaði eru konur. Og ég fíla ekki þessa gaddajöklaskó, sem er það eina sem við eigum í dag fyrir karl- menn á íslandi..." LÓA Amerísk gæðadekk fyrir jeppa og fólksbifreiðar Kópavogur • Selfoss • Njarðvík

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.