Dagur - 06.11.1999, Blaðsíða 19

Dagur - 06.11.1999, Blaðsíða 19
 LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 1999 - 35 Fyrsta september 1942 kom út bókin Hrafnkatla og reyndist þar á ferðinni vera Hrafnkelssaga Freysgoða færð til nútíma stafsetn- ingar og með for- mála eftir Halldór Kiljan Lax- ness. Yfirvöld brugðust ókvæða við, enda með í hönd- unum ný lög sem veittu ríkinu einkarétt á að gefa út íslensk rit eldri en frá árinu 1400. Friðrik Þón Guðmundsson skrifar Jakob Möller dómsmálaráðherra (og fyrr- um ritstjóri Vísis), fyrir hönd minnihluta- ríkisstjórnar Olafs Thors og annarra fyrir- manna sem þótti að sér vegið, fyrirskipaði málssókn gegn útgefendunum, sem töld- ust vera Einar Ragnar Jónsson forstjóri, Stefán Ögmundsson prentari og Halldór Kiljan Laxness rithöfundur. Töldust þeir hafa brotið aðeins nokkurra mánaða gömul lög um rithöfundarétt og pentrétt (lög nr. 27/1941). Þar var íslenska ríkinu sem fyrr segir áskilinn einkaréttur til að gefa út íslensk rit, sem samin eru fyrir 1400. Lögin veittu þó ráðuneyti kennslumála heimild til að leyfa öðrum slíka útgáfu gegn því skilyrði „að fylgt sé samræmdri stafsetningu fornri". Þremenningarnir höfðu ekkert slíkt leyfi og það sem meira er: Hrafkatla var gefin út með nútíma stafsetningu, þótt sagan væri með örfáum undantekningum prentuð samkvæmt út- gáfu Konráðs Gíslasonar í Kaupmanna- höfn 1847. Til verndar andlegu frelsi Einar og Stefán kostuðu útgáfuna og sáu um sölu bókarinnar, en Halldór bjó bók- ina undir prentun. Þeir félagarnir vörðu rétt sinn af alefli og notuðu tækifærið til að berjast fyrir málfrelsinu. Halldór kvaðst ekkert fá fyrir sinn snúð og að ef einhver ágóði yrði af útgáfunni „skyldi hann renna í sjóð til verndar andlegu frelsi Islenskra rithöfunda". Hinir kærðu töldu að lögin frá 1941 hrytu í bága við ákvæði stjórnarskrárinnar Jakob Möller var dómsmálaráðherra og fyrirskip- adi málsskókn gegn útgefendum Hrafnkötlu. Árs- gömul lög dugðu ekki til sigurs. Halldór Kiljan Laxness nútímavæddi hinn forna texta og skrifaði formála. Og stóð uppi sem sig- urvegari. Hrafnkatla um prentfrelsi, en því var undirréttar- dómarinn Valdimar Stefánsson ósam- mála. Hann sagði í niðurstöðum sínum: „Réttur manna samkvæmt stjórnar- skránni til birtingar á prenti er takmark- aður á ýmsa lund, m.a. af þeim reglum, sem á hverjum tíma gilda um eignarrétt á ritverkum og um útgáfurétt, en slíkar reglur er almenna löggjafanum ætlað að setja. Sé brotið gegn gildandi réttarregl- um á þessu sviði, verður hlutaðeigandi samkvæmt ákvæðum stjórnarskrárinnar, að sæta ábyrgð fyrir dómi. Með setningu umræddra laga hefur löggjafinn sett regl- ur um útgáfurétt tiltekinna rita, og verð- ur ekki séð, að með því sé farið inn á það svið, sem ákvæði stjórnarskrárinnar um prentfrelsi vernda." Valdimar sakfelldi þremenningana og dæmdi að þeir skyldu hver um sig greiða 1.000 króna sekt í ríkissjóð, en sitja 45 daga í fangelsi ef sektin yrði ekki greidd. Aðeins smávægilegar breytingar Niðurstöðunni var áfrýjað til Hæstaréttar. Lengin var umsögn kennara Heimspeki- deildar Háskólans um meðferð efnis og máls í bókinni. Lagt var til grundvallar að Hrafnkelssaga Lreysgoða væri samin (ý rir 1400 - það var einróma álit fræðimanna að hún væri jafnvel frá því fyrir 1300. Hins vegar þótti sýnt að aðeins á örfáum stöðum hefði verið vikið frá orðalagi handrita „og í smávægilegum atriðum, en reyndar að þarflausu". Sagan sé „að efni allsendis óbreytt í útgáfunni og ekki breytt að meðferð né málblæ, svo að neinu sldpti, nema að því er til áður- nefndra orðabreytinga, málmynda og stafsetningar kemur." 1 fyrstu grein laganna frá 1941 var lagt bann við að birta rit höfundar breytt að efni, meðferð eða málblæ, eða sleppa kafla úr riti og tilgangurinn að vernda þjóðleg verðmæti. Hæstaréttardómararn- ir, Þórður Eyjólfsson, Isleifur Arnason og Gizur Bergsteinsson, voru sammála um að hinir kærðu hefðu ekki breytt þessari fyrstu grein laganna, með því að breyting- arnar voru taldar lítilvægar. Hins vegar skyldu leiðir þeirra þegar kom að spurningunni um hvort stjórnar- skráin verndaði hina kærðu og þá að einkaréttur ríkisins til útgáfu fornrita bryti í bága við stjórnarskrána, þar sem segir að ritskoðun og aðrar tálmanir fyrir pentfrelsi megi aldrei í lög leiða. Verndun þjóðlegra verðmæta Niðurstaða Þórðar og Isleifs og þar með meirihluta Hæstaréttar var hvað þetta varðar skýr: „Með þvi að áskilja ríkinu einkarétt til birtingar [fornrita] og banna á þann hátt öðrum birtingu þeirra, nema að fengnu leyfi stjórn- valda, hefur verið lögð fyrirfarandi tálm- un á útgáfu ritanna, sem óheimil verður að teljast samkvæmt 67. gr. stjórnar- skrárinnar. Meirihlutinn sýknaði því þremenning- ana algjörlega, en Gizur var ósammála og skilaði séráliti. Hann taldi augljóst að lögin frá 1941 hefðu þann tilgang að vernda þjóðleg verðmæti og að almenn- ingur „skuli fá fornritin í hendur til lestrar í góðum útgáfum og svo lítið breytt sem unnt er“. Sú ákvörðun hand- hafa ríkisvaldsins að binda útgáfurétt- inn við Hið fslenska fornritafélag, nema með sérstöku leyfi, verði „alls ekki jafn- að til ritskoðunar og áþekkra tálmana". Enda hefði ríkisvaldið ekkert gert til að ritskoða bókina. Gizur taldi stjórnarskrána ekki fela í sér heimild til að fella lögin frá 1941 úr gildi. „Dómstólar geta ekki virt að vettugi lög, sem almenni löggjafinn hef- ur sett, nema stjórnarskráin sjálf veiti ótvíræða heimild til þess.“ Sýknaðir af meirihlutanum Þá benti Gizur á að hinir ákærðu hefðu ekki aflað sér leyfis til að standa fyrir út- gáfu nefnds rits og því væri ekki hjá því komist að láta þá sæta ábyrgð. Var það niðurstaða hans að þremenningarnir ættu hver um sig að greiða 400 króna sekt í ríkissjóð en sitja 1 5 daga í fangelsi ella. En meirihlutinn réði og þremenning- arnir voru sýknaðir. Með þeirri niður- stöðu voru lögin frá 1941 í raun felld úr gildi. Og sem kunnugt er hefur mikið af Islendingasögunum komið út á prenti sfðan með nútíma stafsetningu. Hvort Hið íslenska fornritafélag hefði farið út í slíka útgáfu burt séð frá þessu máli skal ósagt látið, en óneitanlega hefur „nú- tímavæðingin“ á þessu lesefni gert það aðgengilegra lyrir alþýðu manna. Enda segja fróðir menn að framsetningarmáti hins forna texta hafi tekið mið af því að spara þurfti plásið á skinnunum og staf- setning og frásögn borið þess merki. Varaþingmenn. Fjórirvaraþingmeni tóku sæti á Alþingi í fyrsta sinn í vik- unni og sjást þeir hér á myndinni, þe eru frá vinstri talið; Gunnar Ólafsson Páll Magnússon, Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson og Björgvin G. Sigurðssor Fyrir hvaða stjórnmálaflokka sitja þe á þingi? Skáldið úr Kötlum. Um þessar mundir er þess minnst að hundrað ár eru liðin frá fæðingu Jóhannesar skálds úr Kötlum. Hvert var Ijóðið sem hann samdi og vann til verðlauna sem stofnað var til í tilefni lýðveldisstofnun- arinnar árið 1944? Forsetinn fær Biblíu. í síðustu viku varforseta jslands gefið fyrsta ein- takið af nýrri útgáfu Biblíunnar, sem Hið íslenska biblíufélag gefur út. I hve mörgum tölusettum eintökum kemur þessi útgáfa hinnar helgu bókar út? Við sjávarsíðuna. Hvervar hinn gamli lokadagur vetrarvertíðar meðan hún var í sjósókn landsmanna til sem ákveðið afmarkað veiðitímabil? Atli. j vikunni var gengið frá ráðningu Atla Eðvaldssonar sem þjálfara ís- lenska landsliðsins í knattspyrnu. Hvert er líftryggingafélagið þýska sem Atli hefur haft umboð fyrir hér á landi undanfarin ár? LAI\ID OG ÞJÓÐ 1. Hver er stjórnarformaður Eimskipafé- lags íslands? 2. Um síðustu mánaðamót tók gildi sameining tveggja tryggingafélaga und- ir nafni annars þeirra. Hver eru félögin sem hér um ræðir? 3. Spurt er um sveitarfélag á lands- byggðinni, en það þykir í frásögur fær- andi að um þriðjungur 950 íbúa þess er innan sextán ára aldurs. Hvert er sveit- arfélag þetta? 4. Hver er staðarhaldari í Viðey? 5. Hverjir eru þremenningarnir sem lengst af hafa myndað Ríó-Tríóið? 6. Hvað heitir húsið á Akureyri þar sem sr. Matthías Jochumsson bjó, sem nú hefur verið gert að miðstöð rítlistar í bænum undir nafninu Hús skáldsins? 7. Bræðurnir í Grashaga, Óskin er hættuleg, Turninn og teningurínn, Bróðir minn Húni, Járnblómið og Húsið. Hvaða ríthöfundur skrífaði þessar bækur? 8. Hvað heitir þar sem ný verslunarmið- stöð í Kópavogi, sem framkvæmdir hefj- ast við á næstunni, mun rísa? 9. Síðumúli, Fróðastaðir, Þorgautsstaðir, Háafell, Sámsstaðir, Haukagil og Hvammur. Hvar á landinu eru þessir bæir? 10. Hver er elsti starfandi bamaskóli landsins? u/f9si(>iois e uinuB|0J|SBUJBq jnpBUjBUJBs uinjassjUJ uinjj(j(ou ju/fj jba us 'ZQ8 L PP? jnpsujois jba uubjj B>|j(BqjBj/f3 b J9 su(spuB| ||o>(SBUJBq (puBpsis qs|3 oi jpjjpBBjog j npjsjBijAH t? nja jjæq jjssaq 6 pjpæAS jjijá'q pu||EJBUis ’8 'Jnqæq jbss9c( jpBjjjqs UJ9S uoss|9Jubq jnpunujpng jba psq L 'Jjpæqjn6js '9 'uos -JBpjpq JnjB|Q 60 uossjnjgg j6|9h 'uosbdv Jsn6y 'S /9p!A J JJBpiBqjepejs jg ujbs uusugqdgjs jjjoc) 'js J9 psq y jnpjofpBpunjg :ij9ASJej/íg J9 Biiuq •£ ,-sujs6b|9j Bpujgujepjs jujbu jjpun ísnpnujguJBS ujbs jq ujppispjUJB6u|66% 60 'jq 6uj66Ajx njoA peq z 'uossuibas íqjpougg '( uin pnds jg'jgq luss p!6b|0jb6u!66Ajuj| Ja zubjuv , 'JBuj 'u uin6up| jba uujjnÖBpBqoq , 'jpuB|S| b ujq9i6p| jba juisjjq uepjs njg ujjb 6o 6jouj ujb[ Bp9 ‘qpiujg U9sn|pi OOO'Z 10 bujo>| jeuunjiqjg njeéin ijb -ss9tj jv , 'jnpoj sujui spueq J9 uin pnds jg jgq ujbs pjpofq , 'Bun6u!>(|Ajiues jjjAj uosspjnöjs '0 ujAÖjpfg 6o uujqqoijsjpæisjiefs JjjÁj’uossLUBfqiJA 'q jnuielqiJA 'uujqqoipeuqpsiuejj juAj uossnu6B|Aj ||Bcj 'gA J!J^J >6u;c| b jnqs uossjbiq jeuung , :joas go innuínöjlzi'EI s '.nniríiörí

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.