Dagur - 01.12.1999, Blaðsíða 11

Dagur - 01.12.1999, Blaðsíða 11
MIÐVIKVD AGU R 1. DESEMBER 1999 - 11 X^tnr. Ia dagskrá FRÉTTIR Ráðherrar mætaddd Blindur er bóklaus maður Hátíðardagskrá H.I. hefst í dag kl. 14 í Hátíðarsal Háskól- ans, aðalbyggingu. Yfirskrift hátíðarinn- ar er að þessu sinni: Blindur er bóklaus maður - bætum bókakost Háskóla Is- lands. Avarp flytja m.a.: Páll Skúlason, rektor, Sig- mundur Ernir Rúnarsson, frétta- maður og skáld og Þröstur Helgason, blaðamaður og for- maður Bókasambands íslands. Heiðursgestur er forseti Íslands, Olafur Ragnar Grímsson. Aðalfundur Hollvinasamtakanna Aðalfundur Hollvinasamtaka Háskóla Islands verður haldinn í dag í fundarherbergi Félags- stofnunar stúdenta, á annarri hæð í Stúdentaheimilinu við Hringbraut. Fundurinn hefst kl. 12 á hádegi. A dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf. Hvert er hlutverk RUV á nýrri öld? Samband ungra framsóknar- manna boðar til opins hádegis- fundar á Kaffi Reykjavík um málefni Ríkisútvarpsins, í dag kl. 12:10. Framsögumenn verða Hjálmar Árnason alþingismaður, Sigríður Anna Þórðardóttir for- maður menntamálanefndar al- þingis og Hreggviður Jónsson Forstjóri íslenska útvarpsfélags- ins. Allir velkomnir. Jólahappdrætti Krabbameinsfé- lagsins I jólahappdrættinu fá konur heimsenda happdrættismiða. Vinningar í jólahappdrættinu eru 153 talsins að verðmæti 18,4 milljónir kr. Aðalvinningarnir eru tværYaris Sol bifreiðar frá Toyota að verðmæti 1.198.000 kr. hvor. Þriðji vinningurinn er bifreið eða greiðsla upp í íbúð að verðmæti 1.000.000.-. 150 vinningar eru svo úttektir hjá ferðaskrifstofu eða verslun, hver að verðmæti kr. 100.000.- Vinningarnir eru skattfrjálsir. Dregið verður 24. desember. Jóhanna Sigurðardótt- ir segir óþolandi þegar ráðherra lætur ekki sjá sig í þmginu þegar tekið er fyrir þing- mannamál sem snerta viðkomandi ráðherra. Þegar Jóhanna Sigurðardóttir spurðist fyrir um fyrirspurn sem liggur fyrir Alþingi, en dómsmála- ráðherra hefur ekki enn svarað, sá Sólveig Pétursdóttir dóms- málaráðherra ekki ástæðu til að vera viðstödd. Jóhanna segir þetta algerlega ólíðandi. „Því miður er það algengt að ráðherrar séu ekki við þegar tekin eru fyrir þingmannamál og það er auðvitað algerlega óþolandi. Eg er ekki að tala um að allir ráðherrar séu alltaf til staðar, en þegar tek- in eru fyrir mál sem snúa að ákveðnu ráðuneytið hlýtur maður að kreljast þess að viðkomandi ráðherra sé viðstaddur nema ef hann er með Iögmætt fjarvistar- leyfi,“ segir Jóhanna. Mörgiun spumrngum ósvarað Þessi fyrirspurn Jóhönnu snertir Jóhanna Sigurðardóttir. nýgenginn sýknudóm Hæstarétt- ar yfir ákærðum föður í kynferðis- afbrotamáli. „Mörgum spurningum er ósvar- að í kjölfar nýgengins sýknudóms Hæstaréttar yfir ákærðum föður, sem dóttir hafði kært fyrir gróft kynferðisbrot. Spurningarnar snúast m.a. um rannsóknarað- ferðir, sönnunarkröfur og mat á sönnunargögnum. Hvers vegna beitti Hæstiréttur ekki ákvæðum laga um meðferð opinberra mála um munnlega sönnunarfærslu, þegar að frumkvæði verjanda ákærða ný gögn sérfræðinga eru lögð fram, eins og frá geðlækni ákærða. Ekki síst vekur þetta furðu þegar þessi gögn virðast hafa orðið eitt aðalgagnið, sem meirihluti Hæstaréttar byggði sýknudóm sinn á. Hvers vegna var ekki þolanda gefinn kostur á munnlegri sönnunarfærslu eða þeim sálfræðingum og geðlækn- um, sem gefið höfðu skýrslu fyrir héraðsdómi? Spurning vaknar líka um hvort ekki þurfi að skylda dómstóla til að kveðja til með- dómendur með sérfræðikunnáttu á sviði kynferðisbrota þegar dómsstólar fjalla um kynferðis- lega misnotkun á börnum,“ segir Jóhanna Sigurðardóttir á heima- síðu sinni á Netinu. Og hún held- ur áfram: „Að öllu samanlögðu er Ijóst að alvarleg brotalöm er í rétt- arfarinu í kynferðisbrotamálum. Brýnt er því að gera úttekt á öll- um ferli kærumála í réttar- og dómskerfinu. Athuga þarf hvaða úrbætur eru nauðsynlegar í allri málsmeðferðinni, frá því að kæra berst og þar til úrskurður dóm- stóla liggur fyrir. Einnig verður að endurskoða lagaákvæði er varða starfshætti dómstóla og hvort þörf er á að herða refsiúrræði. Á þessu er tekið í þingsályktun um bætta stöðu þolenda kynferðis- brota, sem ég hef flutt á Alþingi ásamt Einari Má Sigurðarsyni og Merði Árnasyni." - S.DÓR SH svarað eftir áramót Sigmundur Ernir Rúnarsson. ■krossgatan Lárétt: 1 sía 5 rik 7 söngl 9 eyða 10völdum 12 ráð 14fæða 16 tími 17snúið 18hress 19 fljótfærni Lóðrétt: 1 yfirhöfn 2 frjáls 3 tuskur 4 óðagot 6 greind 8 átt 11 merkir 13ófrægja 15utan Lausn á síðustu krossgátu Lárétt: 1 þörf 5 eitri 7 álit 9 ið 10 læðan 12norn 14 þil 16 tin 17 nakið 18ugg 19 rak Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna stofnaði nýlega fyrirtækið Neos Seafoods á Nýfundnalandi ásamt tveimur öðrum fyrirtækj- um, öðru frá Nýfundnalandi og hinu frá Nova-Scotia, sem síðan gerði tilboð í öll hlutabréf sjávar- útvegsfyrirtækisins Fishery products Intl. á Nýfundnalandi, sem hljóðaði upp á 9 Kanada- dollara á hvert bréf, en þau eru Iiðlega 15 milljónir talsins, eða alls 142 milljónir Kanadadollara, sem er um 7 milljarðar íslenskra króna. Mikill meirihluti hluthafa Fishery products eru stofnana- fjárfestar. Hlutur SH í Neos Seafoods er 20%. Gunnar Svavarsson, forstjóri Gunnar Svavarsson, forstjóri SH. SH, segir að því fari fjarri að málið sé gengið til baka, það sé í vinnslu, en tilboðið rennur út um næstu áramót. En til þess að hægt sé að leggja fram tilboðið lögformlega þarf að breyta lög- um félagsins en þar eru ákvæði þess efnis að enginn má eiga meira en 15% í félaginu. Ekki dregur til tíðinda fyrr en eftir hluthafafund, sem boðaður hef- ur verið í byrjun árs 2000, en á honum verður m.a. borin upp tillaga um að ákvæðum um eign- arhlut í félaginu verði breytt. Stjórn Fishery products hefur lagt til að þeim lögum verði breytt sem og hluthafar og fisk- iðnaðurinn á Nýfundnalandi, en þarlend verkalýðshreyfing stend- ur gegn því. — GG SÁÁ tapaði „sið- feröisbrot amííli ‘ ‘ Lóðrétt: 1 þjál 2 reið 3 fitan 4 ári 6 iðinn 8 læsing 11 notir 13 riða 15 lag ■gengid Genglsskráning Seðlabanka islands 30. nóvember 1999 Dollari 72,48 72,88 72,68 Sterlp. 115,95 116,57 116,26 Kan.doll 49,19 49,51 49,35 Dönsk kr. 9,853 9,909 9,881 Norsk kr. 9,013 9,065 9,039 Sænsk kr. 8,543 8,593 8,568 Finn.mark 12,3234 12,4002 12,3618 Fr. franki 11,1702 11,2398 11,205 Belg.frank. 1,8163 1,8277 1,822 Sv.franki 45,77 46,03 45,9 Holl.gyll. 33,2493 33,4563 33,3528 Þý. mark 37,4634 37,6966 37,58 Ít.líra 0,03784 0,03808 0,03796 Aust.sch. 5,3249 5,3581 5,3415 Port.esc. 0,3655 0,3677 0,3666 Sp.peseti 0,4403 0,4431 0,4417 Jap.jen 0,7083 0,7129 0,7106 írskt pund 93,036 93,6154 93,3257 GRD 0,2229 0,2243 0,2236 XDR 99,41 100,01 99,71 kEg , 73,27 73/73,. . 73,5. fmvj.abnlbud.w Hæstiréttur hefur staðfest þá niðurstöðu undirréttar að SÁA eigi að greiða fyrrum starfs- manni sínum skaðabætur vegna ólöglegrar uppsagnar, en honum var sagt upp yegna „siðferðis- brots“. Hæstiréttur lækkaði hins vegar bæturnar úr 600 í 300 þúsund. Starfsmaðurinn fyrrver- andi, Þorkell Ragnarsson, fór J frám á 3,5 milljónir. r.'H i; (;.nrri í . Þorkell var meðferðarfulltrúi hjá SÁÁ frá vori 1995 og var ráð- inn ótímabundið þar til honum var sagt upp með bréfi í febrúar 1998. Framkvæmdastjórinn vís- aði til siðareglna og bar á Þorkel að hafa átt í persónulegum sam- skiptum við konu sem væri í meðferð, en bann væri lagt við slíku. Þorkell bar hins vegar að þau hefðu verið góðir vinir, að —----------- í , s meðferð hennar hefði verið lokið tveimur árum áður en þau kynntust, að hann hefði ekki verið áminntur samkvæmt lög- um og ekki fengið að njóta and- mælaréttar. Uppsögnin taldist ólögmæt þar sem Þorkell var ekki áminntur og lékk ekki að tjá sig um ástæður uppsagnarinnar. . - FÞG (nuiaú b .niiii ga «wit Miðasala: 462-1400 I ^ JÓLAFRUMSÝNING „Blessuð jólin“, -eftir Arnmund Backman. Fumsýning 17. desember 2. sýning 18. desember 3. sýning 19. desember Miðasala hafin. Miðasalan opin alla virka daga frá kl. 13:00-17:00 og fram að sýningu, sýningardaga. Sími 462 1400. www.leikfelag.is Kortasalan í fullum gangi! GJAFAKORT - GJAFAKORT Einstaklingar, fyrirtæki og stofnanir. Gjafakort í leikhúsið er skemmtileg jólagjöf Peir sem voru svo elskulegir að senda okkur klukkustrengi geta nálgast þá á miðasölutíma í leikhúsinu. Lil UJ IkilLIU InlDlnll 101 ltl Ld LEÍKFELAG AKUREYRAR |Lil.,l]jiuiiii<HimuiiuiLiu llnlnlrrHíilflOhnlálW llílKffl.AfiAKIIBfVMP

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.