Dagur - 26.02.2000, Blaðsíða 6

Dagur - 26.02.2000, Blaðsíða 6
22 - LAUGARDAGUR 26. FEBRÚAR 2000 „Verða aðgengileg sagnfræðingum sem afhreinum hug vilja lýsa æviferli Davíðs Stefánssonar, “ segirAnna Osterman um bréfin sem hún fékk frá skáldinu frá Fagraskógi og nú eru í umsjón Héraðsskjaiasafnsins á Akureyri. Lára Ágústa Ólafsdóttir safnvörður gluggar íþau. myndir: brink. Á Héraðs- skjalasafninu á Akureyri eru geymdir pakkar úr Davíðshúsi, sem enginn veit hvað er í. Þámá opna 2100 og 2250 og ef til vill fær fólk framtíðarinnar þá meira að vita um leyndardóms- fulla ævi þjóðskáldsins frá Fagraskógi. Þá eru í safninu pakkar sem opna má 2016 þar sem eru bréf sem fóru á milli Krístjáns frá Djúpalæk oq Guðmundar á Kirkju- bóli. „Að sjálfsögðu veit ég ekkert hvað í þessum pökkum frá Davíð er, en við höfum stundum getið okkur þess til að þetta séu bréf,“ segir Aðalbjörg Sigmarsdóttir skjala- vörður og dregur fram hina dular- fullu pakka. Við erum stödd í Héraðsskjalasafninu á Akureyri og erum komin inn í eldtrausta geymslu, þar sem varðveittar eru helstu og ef til vill mestu gersem- ar safnsins. Pakkarnir þrír, sem hér er vísað til, eru ættaðir frá Davíð skáldi Stefánssyni frá Fagraskógi og fylgir þeim það sidl- yrði að enginn megi opna þá og gæjast í fyrr en eftir langan tíma. Pakkarnir eru innsiglaðir og handskrifað er á tvo þeirra að þá megi ekki opna fyrr en 2100. Þriðji pakkinn er þó sýnu leyndar- dómsfyllri, en á hann er skrifað; „Má opnast ef atómsprengjur falla á landið. Annars ekki fyrr en 2250.“ Finn fýrir vissri auðmýkt „Auðvitað finnur maður fyrir vissri auðmýkt að vera fýrir þessu trúað," segir Aðalbjörg Sigmars- dótir héraðsskjalavörður þegar hún handleikur pakkana góðu. Þeir voru lengi vel varðveittir í Davíðshúsi að Bjarkarstíg 6 á Ak- ureyri, en voru fluttir þaðan í ör- ugga geymslu í Héraðsskjalasafn- inu fyrir örfáum árum. „Það virð- ast sem svo að fáir viti af þessum bögglum, en reyndar hefur tals- vert verið spurt af fræðimönnum eftir bréfum Davfðs. Eg hef hins- vegar sagt þeim að þau bréf séu öll innsigluð; það er að segja ef það eru bréf í þessum pökkum sem mér finnst trúlegast." En hvað er í pökkunum og er hægt að fá einhvern botn í málið? Ragnhciður Stefánsdóttir á Akur- eyri, bróðurdóttir Davíðs, hefur í allmörg ár verið húshaldari í Dav- íðshúsi og tekið þar á móti gest- um sem þangað koma. Hún kvaðst í samtali við Dag engu geta svarað til um innihald pakk- anna góðu. Aðeins það að fýrir- rennari hennar f Davíðshúsi, Kristján Rögnvaldsson, sem gerð- ist þar húshaldari þegar Bjarkar- stígur 6 var öllum opnaður fáum árum eftir að Davíð lést árið 1964, sagði henni frá þeim. „Hann sagði mér frá brúnum pökkum sem væru geymdir á vís- um stað,“ segir Ragnheiður. Ættað frá Einari frá Hraunum Gunnar Stefánsson, bókmennta- fræðingur og útvarpsmaður Rás 1, sem hvað manna best þekkir ævi og störf Davíðs Stefánssonar, telur líklegt að pakkar þessir hafi að geyma bréf frá Davíð til frænda sfns, Einars Guðmunds- sonar frá Hraunum í Fljótum og að hann hafi frá pökkunum geng- ið. Einar og Davíð áttu með sér náið samband alla tíð. „Það er mjög sérstakt hve óskaplega lang- ur tfmi skal líða þar til opna má böggla þessa, þann sfðasta ekki fýrr en árið 2250. Algengur tími eru kannski 25 til 50 ár, en ég hef aldrei heyrt um skilyrði einsog þessi, að bögglar skuli vera inn- siglaðir í hartnær 300 ár. Þetta er nánast fjarstæðukennt. En ef til vill er þetta í nokkru samræmi við Einar Guðmundsson, sem var nokkuð sérstakur maður eftir því sem ég hef heyrt." Um pakka þessa segir Aðalbjörg Sigmarsdóttir að sér þyki það frá- leitt að rjúfa innsigli þessara pakka og kíkja í þá. ,Að minnsta kosti Iegg ég ekki í það og ég hef engan heyrt vera á annari skoð- un. Ef það reynist svo rétt að það séu bréf í þessum bögglum þá er það líka í samræmi við það sem haft er eftir Davíð, að honum var illa við að verið væri að glugga í einkabréf. En auðvitað eru margir svolítið forvitnir gagnvart þessum pökkum og eru með þá f höndun- um einsog börn á aðfangadags- kvöld.“ „... laust við hvers kyns óholla sögumyndun“ I Héraðsskjalasafninu á Akureyri er þó sitthvað til sem er fólki þeg- ar orðið aðgengilegt sem getur brugðið ljósi á líf Davíðs Stefáns- sonar. Arið 1964 bárust Amts- bókasafninu tveir litlir innsiglaðir pakkar með bréfum í eigu Onnu Z. Osterman. Hún var sænsk og starfaði hér á Iandi sem sendi- kennari, en fékkst einnig við þýð- ingar og þýddi hún meðal annars úr íslensku og yfir á sænsku Gullna hliðið og Sólon Islandus, þau tvö verk Davíðs í óbundnu máli sem ber ef til vill hæst. Hér- aðsskjalasafninu á Akureyri sem sett var á laggirnar árið 1967 var síðar falin umsjón þessara inn- sigluðu bréfa, en þeim fylgdi sú kvöð að þau mætti ekki opna fýrr en 25 árum eftir dauða Onnu. Hún lést 1969 og máttu áhuga- samir því fara að glugga í bréfin árið 1994. Það hafa hinsvegar fáir gert, enda hefur tilvist bréf- anna verið á vitorði afar fárra til þessa. Bréfin sem Davíð sendi Onnu eru llest rituð á sjötta áratugnum eða á meðan hún fékkst við þýð- ingar á tveimur áðurnefndum verkum Davíðs. A ýmsu er tæpt í bréfum þessum, meðal annars persónulegum málum, en ekki verður til þeirra vitnað hér enda væri það í mótsögn við þau skil- yrði sem Anna sjálf setti í bréfi því sem Arni Jónsson amtsbókavörð- ur á Akureyri fékk með pökkun- um tveimur þegar hann veitti þeim viðtöku. Þar segir Anna að bréfin megi aldrei dreifast út lýrir veggi safrisins en megi og eigi „ ... verða aðgengileg sagnfræðingum sem af hreinum hug vilja lýsa æviferli Davíðs Stefánssonar laust við hvers kyns óholla sögumynd- un sem forvitni og vanþroski lýðs- ins jafnan leitast við að skapa um fræga menn, ekki síst einsetu- menn.“ ...hvemig menn hugs- uðu á þessum árum“ Þessu til viðbótar lumar Héraðs- skjalasafnið á bréfum sem fóru á milli Kristjáns frá Djúpalæk og skáldbróður hans Guðmundar Böðvarssonar á Kirkjubóli á Hvft- ársíðu. Bréfin eru í brúnni öskju sem innsigluð var þann 8. febrúar 1979 af Birni Jósep Arnviðarsyni, þá fulltrúa Bæjarfógetans á Akur- eyri á. Bréfin eru frá löngu tíma- bili, eða frá árunum 1943 til 1974 - en það ár Iést Guðmund- ur. Þegar Kristján afhenti Héraðs- skjalasafninu á Akureyri bréfin góðu sem fóru á milli þeirra fé- laga fýlgdi með annað bréf þar sem Kristján tekur fram að bréf þessi hafi aldrei verið skrifuð með geymslu fyrir augum né öðrum ætluð. „Þau kunna því að vera full af sleggjudómum um menn og málefni samtímans og má í fæstum tilfellum taka það mjög alvarlega. Þegar leið á bréfasam- band okkar fórum við að ræða um það að bréfin skyldu geymd í allt að hálfa öld ef einhverjir skyldu þá hafa gaman af að því að sjá hvernig menn hugsuðu á þessum árum. Fjarlægð í tíma ætti þá og að vera orðin svo mikil að sársaukalaust sé öðrum mönn- um,“ segir þar. í bóíánni Skáldið sem sólin kyssti, ævisögu Guðmundar Böðvarssonar sem Silja Aðal- steinsdóttir skráði, segir að bréfa- skipti þeirra félaga hafi staðið í áratugi en Kristján hafi; „ ... heill- ast svo mjög af ljóðum Guð- mundar að hann orti um þær ljóð og sendi honum. Ljóðið heitir „Þrjár bækur“ og er í fyrstu bók Kristjáns, Frá nyrstu ströndum (1943) ... Guðmundur svaraði þessum aðdáanda sínum með elskulegu Ijóðabréfi, og varð þetta upphaf að bréfaskiptum þeirra og vináttu sem stóð meðan báðir lifðu,“ segir Silja. Leyndardómsfull þjóðskáld I samanburði við þau skilyrði sem Davíð Stefánsson setur um sína dularfullu böggla, sem fæst okkar sem í dag lifum, fáum að vita hvað er í þá er þess ekki svo ýkja langt að bíða að lesa megi hvað skáldunum frá Djúpalæk og Kirkjubóli fór á milli. Böggla Kristjáns má opna þann 16. júlí 2016, en þann dag hefði hann orðið hundrað ára. „Verði sonur minn, Kristján Kristjánsson, á lífi þá veiti ég honum óskoraðan for- gangsrétt til að handíjatla þessi hréf og nýta. Annars er það á valdi safnsins,“ segir Kristján í bréfi sínu til Héraðsskjalasafnsins sem skrifað er í febrúar 1979. Við þurfum því að bíða í sextán ár enn til þess að vita hvað þeim Kristjáni frá Djúpalæk og Guð- mundi á Kirkjubóli fór á milli í áratugalöngum bréfaskiptum þeirra. Annað er svo að þeir félag- ar eru lfklega ekki heldur nærri jafri leyndardómsfullir menn og skáldið frá Fagraskógi bæði er og ef til vill var, þó þeim þremur hafi öllum verið I)fr á stall þjóðskálda. Pakkinn dularfulli sem ættaður er frá Davíð Stefánssyni. Augljóslega er gengið frá honum á tímum Kalda strfðsins, þegar menn máttu búast við að atómsprengjur myndu á landið falla þá og þegar. Aðalheiður Sigmarsdóttir skjalavörður við pakkana góðu, en þegar þeir verða opn- aðir verða menn sjálfsagt margs vísari um ævi og störf þjóðskáldanna þriggja, Davíðs, Kristjáns og Guðmundar. Sigupöun Bogi Sævarsson skrifar

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.