Dagur - 26.02.2000, Blaðsíða 9

Dagur - 26.02.2000, Blaðsíða 9
 LAUGARDAGUR 26. FEBRÚAR 2000- 25 ^LÍFIÐ í LANDINU hafa næg verkefni á sinni könnu. Mér er hins vegar orðið ljóst að mjög erfitt er að vera jafn vel að sér í öllum málaflokkum heldur er ákveðinnar sérhæfingar þörf. Þó mér hafi þótt ég nokkuð vel að mér í ýmsum málefnum þá er mér orðið ljóst að það tekur nokkurn tíma að setja sig inn í mál af ýmsum toga. Ég hef starfað sem Iögmaður og er vön því að starfa sjálfstætt en jafnframt í samstarfi. I lög- mennsku þarf maður að vera mjög vel að sér í þeim málum sem maður vinnur með og axla fulla ábyrgð á bæði skrifum sín- um og orðum. Með þennan bak- grunn geri ég þá kröfu til sjálfrar mín að fjalla ekki um mál nema kunnátta og innsýn búi á bak við.“ Virkjun er vítamínsprauta - Við fmrfum að víkja að við- kvæmu ntáli sem er Eyjabakka- málið. Hvort stendur þú þar mer Ólafi Emi flokksbróður þínum eðaforystu Framsóknarflokksins? „Ég hef eytt mörgum fríum á fjöllum, bæði gangandi og ríðandi en uni mér best úti í ósnortinni náttúru þessa lands, ég er um- hverfissinni og umhverfisvinur og fylgi forystu Framsóknarflokksins í þessu máli. Pólitík er fyrst og fremst hagsmunamat, að for- gangsraða hagsmunum og búa í haginn. I þessu máli tel ég þjóð- hagslega hagsmuni okkar eiga að vega þyngst, auk félagslegra og byggða- og atvinnuhagsmuna fólksins á Austurlandi. Við getum ekki rætt um byggðaröskun og at- vinnumöguleika á Austurlandi sem afmarkað vandamál fólksins sem þar býr eða sem sérstakt vandamál landsbyggðarinnar. Það er þjóðarbúinu mjög óhagkvæmt að fólk þar, sem annars staðar, flytji úr sinni heimabyggð og skilji þar eftir verðmæti, hvort sem er í einkaeign eða eigu hins opinbera og byggi upp á Reykjavíkursvæð- inu með tilheyrandi kosnaði og þensluáhrifum i þjóðfélaginu. Menn hafa spurt hvort ekki finnist aðrar lausnir en virkjun og stóriðja, án þess að benda á eitt- hvað annað sem dugar, en ég tel að þetta sé sú vítamínsprauta sem þessi landshluti þarf á að halda til að snúa þróuninni við. Ég hef skerpst í þessari afstöðu minni eftir að hafa tekið þátt í fundum á vegum flokksins úti á landi og ég verð ekki vör við mikla andstöðu í þessu máli hér á Reykjavíkur- svæðinu. Ég tel að það séu mörg önnur mál sem Reykvíkinga skiptir mun meira máli og láti sig varða.“ - Finnst þér kannski að um- hverfissinnar hafi farið offari í málflutningi sínum? ,Já, mér finnst að nokkrir menn sem hafa gefið sig úr fyrir að vera öðrum fremur vinir um- hverfisins hafi farið offari í þessu máli og að undirskriftir sem safn- að var til stuðnings lögformlegu umhverfismati hafi verið nýttar á annan veg en þeir ætluðu sem skrifuðu undir." - Þií ert í stjóm samtakanna Heimili og skóli, ertu sátt við skólamálin í Reykjavík? „Það er búið að setja nýjar aðal- námskrár fyrir leikskóla, grunn- skóla og framhaldsskóla og það liggur mikil vinna þar að baki. Að- alnámskráin var kynnt undir for- merkjunum: „Enn betri skóli". Ég tel að við búum í aðalatriðum við góðan skóla en það er afar margt sem við gætum gert betur. Það er alltof stór hluti nemenda sem lýk- ur tíunda bekk sem er ekki með fullnægjandi einkunnir í einu fagi eða fleirum og eru vegna þess hvorki nógu vel undir áframhald- andi nám eða starf búnir. Brott- fær jafnréttisbaráttan mjög breytta mynd. Ef karlar og konur geta unnið saman að málefrium barna og Ijölskyldna þá er það trú mín að það leiði til jafnréttis í atvinnulífi, jafnt og á öðrum svið- um þar sem konur standa höllum fæti.“ Ekki hugleitt varaformennsku - Nú heyrist stundum sagt að Framsóknarflokkurinn sé að gjalda þess að vera í stjóm með Sjálfstæðisflokknum. Ertu sam- mála þvt? „Já, ég held að Framsóknar- flokkurinn gjaldi þess frekari en hitt. Svo virtist f síðustu kosning- um að menn vildu óbreytt stjórn- arsamstarf áfram en greiddu síð- an af einhverjum ástæðum Sjálf- stæðisflokknum atkvæði sitt fremur en Framsóknarflokknum. Framsóknarflokkurinn fer með nokkur erfið ráðuneyti sem mild- ar kröfur eru gerðar til og skiptar skoðanir um forgangsröðun. Sennilega geldur hann þess. Svo má spyija hvort Framsóknarflokk- urinn geti ekki gert mun betur í sínum kynningarmálum. Kemur hann nógu vel á framfæri stefnu sinni, áherslum og sérstöðu sinni meðal annars gagnvart Sjálfstæð- isflokknum?" - Nú hafa ýrnsir haft á orði að Framsóknarflokkurinn sé nánast að hverfa í Reykjavík og sagt hejur verið að flokksstarfið sé í hálfgerð- um molum. Hvað er til ráða? „Allir flokkar eiga við einhver vandamál að etja, ekki síst Sam- fylkingin. Fylgi Framsóknar- flokksins minnkaði í síðustu kosningum frá kosningunum 1995, en það er einlæg skoðun mín að flokkurinn, hugmynda- fræði hans og steíha og sá árang- ur sem hann hefur náð, bjóði ekki upp á annað en sóknarfæri, sem ég vona að menn starfi sam- an að við að nýta.“ - Ertu ánægð með Davt'ð Odds- son sem forsætisráðherra? „Kannanir sýna að Davíð er vinsæll í sínu starfi. Það kemur mér í sjálfu sér alltaf jafnmikið á óvart, því kannanir hafa líka sýnt að stór hluti kjósenda er mjög ósammála forystu Sjálf- stæðisflokksins í ákveðnum stór- málum, eins og kvótamálum og ýmsum velferðarmálum. Ég veit ekki í hverju vinsældir Davíðs liggja. Ég get ekki sagt að ég sé óánægð með Davíð Oddsson sem forsætisráðherra, en ég get líka séð fyrir mér aðra menn í því starfi.“ - Nú hef ég heyrt að þú njótir velvildar flokksforystunnar, gæt- irðu hugsað þér að gefa kost á þér til varaformanns á næsta flokksþingi Framsóknarflokksins? „Það væri merki um lítinn metnað að svara þessari spurn- ingu harðneitandi, en sannast sagna þá hef ég ekki einu sinni hugleitt að gefa kost á mér til varaformanns." - En dreymir þig um að verða ráðherra? „Nei, mig hefur ekki dreymt þann draum ennþá, án þess að ég gefi það frá mér að hann birt- ist mér einhvern tíma.“ - En þú myndir ekki hafna því embætti efþað biðist? „Að sjálfsögðu ekki.“ Þtí ert í stjórnarflokki en ert ekki ráðherra. Heldurðu að þú getir hafi einhver áhrif sem óbreyttur þingmaður? „Já, ég hef trú á því að svo sé. Flesta þingmenn dreymir eflaust um ráðherraembætti til að geta haft auldn áhrif, enda fer fólk út í pólitík til að hafa áhrif á fram- gang góðra mála og taka virkan þátt í að móta samfélag sitt.“ „Efkarlar og konur geta unnið saman að málefnum barna og fjölskyldna þá erþað trú mín að það leiði til jafnréttis í atvinnulífi, jafnt og á öðrum sviðum þar sem konur standa höllum fæti." fall úr framhaldsskólanámi er líka alltof mikið, nær 50%. Það eru líka alltof mörg börn og unglingar sem koma frá grunnnámi með brotna sjálfsmynd og lítið sjálfs- traust. Hluti þessara barna nær ekki að fóta sig í lífinu og leiðist út í fíkniefnaneyslu. Þórarinn, kenndur við SAA, hefur sagt að hægt sé að þurrka þessa krakka upp en eftir standi hjá mörgum stór undirliggjandi vandamál af ýmsum félags- eða tilfínningaleg- um toga, vegna misþroska, of- virkni og lesblindu eða annarra ástæðna, sem hafa gert að verk- um að þau hafa ekki rekist í skóla á farsælan hátt og farnast illa fé- lagslega. Það þarf auk annars að gera átak í því að styrkja stoðkerfi skólans, sem samspil félagsþjón- ustu, heilbrigðiskerfis og skóla- þjónustu, til að koma í veg fyrir að svona fari. I skólakerfinu er nauðsynlegt að leita að styrkleika hjá nemend- um. Ég held því fram að það eigi allir styrkleika einhvers staðar, það þurfi bara að vinna að því að koma auga á það hjá hverjum og einum. Við eigum langt í land með að gera eins vel og við best getum.“ - Þú ertformaður Félags kvenna í atvinnurekstri. Hafa konur á liðnum árum átt etfiðan aðgang að slíkum rekstri ? „Kannanir hafa sýnt að karlar og konur hafa ólíka aðkomu að fyrirtækjarekstri og nokkuð aðra afstöðu til hans en karlar. Kann- anir sýna að karlar setja hagnað- arvonina efst, konur virðist skipta meira máli að vera sinn eigin herra, skapa sér atvinnu og laun „Mér finnst að nokkrir menn sem hafa gefið sig úr fyrir að vera öðr- um fremur vinir um- hverfisins hafi farið offari í þessu máli og aðundirskriftir sem safnað var til stuðnings lögformlegu umhverfis- mati hafi verið nýttar á annan veg en þeir ætluðu sem skrifuðu undir“ og geta sveigt vinnutíma sinn að þörfum fjölskyldunnar. En það verður ávallt að hafa hugfast að stærstur hluti kvenna í atvinnu- reksri, eins og konur sem eru launþegar, eru með Ijölskyldu og það virðist sem sú ábyrgð valdi mestu um þann mun sem er á viðhorfum karla og kvenna til fyrirtækjarekstrar. Það er fjöl- skylduábyrgðin sem á stærstan þátt í því að setja konum stólinn fyrir dyrnar og veldur því að hluta til að þær taka síður áhættu en karlar, eru til dæmis tregari til að veðsetja fasteign og aðrar eigur vegna öryggis Ijölskyldunnar. Það er einfaldlega svo að konur taka meiri ábyrgð á fjölskyldunni en karlar. Kannski er stærsti lyk- illinn að jafnrétti kynjanna sá að lengja fæðingarorlofið og tengja feður meira börnum og fjöl- skyldulífinu þannig að þeir axli ábyrgðina til jafns við konur. I mörg ár hefur verið rætt um það hvemig tryggja eigi á sem bestan hátt jafnan rétt karla og kvenna. Til skamms tíma mátti ekki blanda fjölskyldunni og börnun- um í þá umræðu því þá var því alltof oft tekið þannig að talað væri gegn jafnrétti kvenna. Að hluta til held ég að hagsmunir fjölskyldunnar og bamanna hafi verið bomir fyrir borð, þó vilji í sjálfu sér hafi ekki staðið til þess. En ef við förum að tala um rétt karla til bama og fjölskyldulífs, ekki bara um skyldur þeirra, þá

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.