Dagur - 17.03.2000, Blaðsíða 13

Dagur - 17.03.2000, Blaðsíða 13
 FÖSTUDAGUR 17. UARS 2000 - 13 ERLENDAR FRÉTTIR Ný stjóm Stolten- bergs kynnt í dag „Ráöherrakapallinn“ er í þann veginn að ganga upp. Jens Stoltenberg ætlar að skíra frá ráðherralista nýjn ríkisstjórn- arinnar í Noregi í dag, en hann hefur nú haft eina viku til þess að mynda nýja stjórn. Kjell Magne Bondevik, fráfarandi for- sætisráðherra, lét af völdum í síðustu viku eftir að stel’na stjórnarinnar varð undir í at- kvæðagreiðslu um umhverfismál á þinginu. Ríkisstjórn Stoltenbergs verð- ur minnihlutastjórn, líkt og stjórn Bondeviks. Verkamanna- flokkurinn er með 65 þingmenn af alls 165 á norska þinginu, og þarf því að reiða sig á stuðning eða a.m.k. hlutleysi annarra flokka til þess að geta komið mál- um í gegnum atkvæðagreiðslu á þinginu. Miklar vangaveltur hafa verið í norskum fjölmiðlum síðustu daga um það hverja Stoltenberg hyggst velja til liðs við sig í stjórninni, en sjálfur hefur Stolt- enberg að mestu verið þögull sem gröfin. Hann hefur þó sagt að „ráðherrakapallinn", eins og norskir fjölmiðlar kalla giímuna við að setja saman ríkisstjórnina, verði að ganga upp í dag, föstu- dag. Framan af var talið að Karl Eirik Schjptt-Pedersen, fyrrver- andi sjávarútvegsmálaráðherra Noregs, yrði Ijármálaráðherra í nýju stjórninni, en hugsanlega gæti svo farið að Bjorn Tore Go- Jens Stoltenberg. dal, fyrrverandi utanríkisráð- herra, setjist í stól fjármálaráð- herra. Einnig er talið líklegt að Thor- björn Berntsen verði umhverfis- ráðherra, en hann hefur áður gegnt því embætti. Hann er ákaf- ur umhverfisverndarsinni og gæti bætt úr þeim skaða sem orðinn er á ímynd Verkamanna- flokksins í umhverfismálum eftir deiluna um gasorkuverið. Svo virðist sem umhverfismál- in geti orðið Verkamannaflokkn- um hvað þyngst í skauti, til að byrja með að minnsta kosti. Um- hverfisverndarsinnar hafa lýst megnri óánægju sinni með það hvernig flokkurinn tók á gasorkuverinu, og hafa heitið harðri baráttu gegn þeirri stefnu stjórnarinnar að láta reisa verið. Þá er talið að Hanne Harlem, systir Gro Harlem Brundtland, verði dómsmálaráðherra í nýju stjórninni. Skýrt var frá því í gær að um 100 manns hafi látið skrá sig í Verkamannaflokkinn undanfarna daga, en ósagt var látið hvort ein- hveijir þeirra séu að gera sér vonir um ráðherraembætti á veg- um flokksins. Stoltenberg hefur sagt að auk þess að skýra frá ráðherralista nýju stjórnarinnar í dag, verði einnig tilkynnt um nýja ráðu- neytisstjóra í sumum ráðuneyt- unum. Heriim í viðbragðsstöðu Chen Shui-bian, einn þriggja forsetaframbjóðenda sem helst þykja eiga möguleika. Spennan inilli Kíii verja og Taívanbúa eykst dag frá degi, en forsetakosningar verða haldnar í Taív- an um helgina. I Taívan verða haldnar forseta- kosningar nú á sunnudaginn. Kínverjar hafa ekkert sparað þrýstinginn á kjósendur í Taívan um að kjósa nú „rétt“, þ.e. velja ekki frambjóðanda sem vill Iýsa yfir sjálfstæði Taivans, og hafa þeir gengið svo Iangt að hóta stríði ef niðurstaðan verður þeim ekld að skapi. Spennan milli ríkjanna hefur farið vaxandi dag frá degi, og í gær var herinn í Taívan settur í viðbragðsstöðu. Þá hafa Kínverj- ar varað Bandaríkjamenn við því að blanda sér inn í deilurnar og koma í veg fyrir að Taívan sam- einist Kína. Bæði Bandaríkin og Japan hvöttu hins vegar báða að- ila til þess að fara sér varlega og vera ekki að ögra hvor öðrum að óþörfu. Kínverjar líta svo á að Taívan sé í raun hérað í Kína og vilja endurheimta það með formleg- um hætti hið fyrsta. Taívan er eyja, rétt um það bil 128 km út af strönd Kína, og tilheyrði Kína þangað til kommúnistar gerðu byltingu og gamla stjórnin flúði þangað fyrir um hálfri öld. Taívan hefur aldrei formlega lýst yfir sjálfstæði, og nýtur ekki viðurkenningar sem sjálfstætt ríki. Stefna núverandi stjórn- valda á Taívan er að sameinast Kína síðar meir, þegar Iýðræðis- legri stjórnarhættir hafa verið teknir þar upp. Svo virðist sem almennt séð séu Taívanir sáttir við þessa stefnu, þótt sjálfstæðis- kröfur hafi heyrst og séu jafnvel á stefnuskrá sumra forsetafram- bjóðenda. Einn frambjóðendanna, Chen Shui-bian, sem býður fram fyrir Lýðræðislega framfaraflokkinn, hefur opinberlega Iýst yfir stuðn- ingi við sjálfstæði. Asamt honum njóta tveir aðrir frambjóðendur mestra vinsælda samkvæmt skoðanakönnunum, en það eru þeir Lien Clian, framhjóðandi Þjóðarflokksins, sem nú farið hefur með völdin í Taívan í hálfa öld, og svo James Soong, óháður frambjóðandi sem nýlega sagði skilið við Þjóðarflokkinn. Þetta er í annað sinn sem frjálsar forsetakosningar eru haldnar í Taívan. Vilja sömu skaðabætur og Gyðingar ÞYSKALAND - Sintar og rómar í Þýskalandi, öðru nafni sígaunar, krefjast þess að jafn mikið tillit verði tekið til þeirra og Gyðinga þeg- ar greiddar verða skaðabætur fyrir þrælavinnu á dögum þýsku nas- istastjórnarinnar og seinni heimsstyrjaldarinnar. Þegar hefur verið samið um að Gyðingar fái 10 milljónir þýskra marka í skaðabætur, en það er andvirði rúmlega 360 miiljóna króna. Enn standa þó yfir deil- ur milli þýskra stjórnvalda og fyrirtækja um það hver hlutdeild ríkis- ins verður í þessari Ijárhæð. Krafa Gyðinga um skaðabætur komust aftur á dagskrá þegar þýsku ríkin sameinuðust árið 1991, en þá var sett ákvæði í sameiningarsáttmálann um að greiða skuli skaðabætur til fórnarlamba nasistastjónarinnar Taílendtngar brenna rottuhala TAÍLAND - I gær hrenndu Taílendingar rottuhölum í milljónalali, en það var liður f trúarlegri athöfn sem á að veita Iandsmönnum eins konar syndaaflausn fyrir þann glæp að drepa nagdýrin. Rotturnar hafa verið drepnar í stórum stíl undanfarið til þess að koma í veg fyr- ir smitsjúkdóma, en sá galli er á að samkvæmt ríkjandi trúarbrögðum þar í landi, búddisma, er bannað að drepa rottur. Heilbrigðisráðu- neytið greiðir hins vegar dálitla upphæð fyrir hverja rottu, sem getur verið góð búbót fyrir Iandsmenn. Færeyingar kynna sjálfstæð- istillögur DANMÖRK - Landsstjórnin í Færeyjum hyggst eiga fundi með dönskum stjórnvöldum f dag til þess að kynna fyrir þeim drög að fullveldissamningi, þar sem gert er ráð fyrir því að Færeyjar slfti sambandinu við Danmörku og verði sjálfstætt ríki. Þó er gert ráð fyrir að Fær- eyjar og Danmörk verði með sama konung, og að sama mynt verði notuð í báðum ríkjunum. Fyrirmynd þessarar tillögu er að verulegu leyti fengin frá sambandslögum Islands og Danmerkur frá 1918. Ekki er þó samstaða um þessa tillögu meðal Færeyinga, og stjórnarandstöðuflokkarnir eru ósáttir við hana. Þeir vilja að ríkjasambandi Færeyja og Danmerkur verði ekki slitið. Pout Nyrup Rasmussen ætiar að hlus- ta á fimm fulltrúa færeysku lands- stjórnarinnar í dag. Sprengjuefni fundust í bifreið NORÐUR-IRLAND - Lögreglan á Norður-írlandi fann um það bil 250 kíló af sprengiefni í hifreið, sem stöðvuð var suðvestur af Belfast á miðvikudag. Þrír menn hafa verið í yfirheyrslum hjá lögreglunni, og er talið að þeir tengist hryðjuverkahóp kaþólskra sem er andvígur friðarsamkomulagi á Norður-lrlandi og vopnahléi Irska lýðveldis- hersins. Flest samtök á Norður-Irlandi, sem hafa haldið uppi vopn- aðri baráttu þar, hafa í raun haldið vopnahlé þótt ekld sé full sátt um framkvæmd friðarsamkomulagsins sem gert var fyrir nærri tveimur árum. Osama bin Laden að dauða kominn? AFGANISTAN - Sádi-arabíski hryðjuverkamaðurinn Osama bin Laden, sem lengi hefur verið í felum f Afganistan, er sagður liggja fyrir dauðanum. Fréttatímaritið Asiaweek segir að hann sé haldinn nýrnasjúk- dómi sem sé að draga hann til dauða. Bandaríkjamenn telja Osama bin Laden bera ábyrgð á ýmsum hryðjuverkum, m.a. sprengjurárásum á bandarísku sendiráðin í Naíróbí og Daressalam árið 1998, sem urðu samtals 263 mönnum að bana. Talibanastjórnin í Afganistan hefur ekki viljað framselja hann til Bandaríkj- anna. Osama bin Laden sagður vera al- varlega veikur.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.