Dagur - 27.05.2000, Blaðsíða 7

Dagur - 27.05.2000, Blaðsíða 7
-------------------- inn ímvndað sér hvað það er gaman að sjá bók eftir sig á hvítu tjaldi. Ætli það sé ekki. svipað og sjá barnið sitt fá Gullpálmann." - Þú ert að skrifa skáldsögu, um hvað fjallar hún og hvenær kemur hún út? „Hún fjallar um rithöfund sem deyr og vaknar upp í skáld- sögu sem hann skrifaði fyrir fimmtíu árum. Smám saman uppgötvar hann að allt umhverf- is hann er skrifað af honum sjálfum. Hugmyndin kviknaði að hluta til þegar ég var viðstaddur tökur á kvikmyndinni „101 Reykjavík". Það var einkennileg tilfinning að sitja í miðju „setti“ sem maður hafði sett á blað á einum eftirmiðdegi en tuttugu smiðir höfðu svitnað við að smíða á hálfum mánuði. Þetta var eins og að sitja í höfði sínu miðju. Eg veit ekki hvenær ég klára þessa skáldsögu." Er að læra að þegja - Ertu mjög hörundssár þegar gagnrýni er annars vegar? „Eg kýs að túlka það sem svo að undirliggjandi texti þessarar spurningar sé: „Hvernig er sam- band þitt við móður þína?“ Því svara ég þannig: Það cr besta sambandið sem ég hef verið í. Hún er besta konan sem ég þekki í þessum í heimi. Eg á henni allt að þakka. Af þessum sökum er umburðarlvndi mitt nær ótakmarkað, eins og þú kannast sjálf við, og ég get í mesta Iagi vorkennt þeim gagn- rýnendum sem skrifa illa um mig. Hins vegar get ég orðið al- veg snarbrjálaður ef ég sé þá skrifa vel um eitthvað sem á það ekki skilið. Og það gerist nær daglega því litla þjóðfélagið okk- ar er „þjóðfélag lyginnar", þar sem enginn kemst af án þess að Ijúga sér leið framhjá sannleik- anum upp Laugaveginn á hverj- um degi því enginn vill horfast í augu við hann. Allir eru svo hræddir við að særa og „hags- munirnir" Iiggja við hvert fót- mál, alveg rosalega brothættir. Þannig verður til samkomulagið um að hampa öllu hæfilega, engu um of og rakka niður allt sem ræðst gegn því. Þannig verður til samkomulagslist á hverjum tíma sem allir eru sam- mála um að vera sammála um að sé góð. I gamla daga var það abstraktið, septem-listin, en í dag er samkomulagslistin sú sem kemur frá mínimalistatrú- boðinu, allar þessar sýningar sem gætu verið ættaðar úr dán- arbúi Donalds Judds. I bók- menntunum er það... já, nú nenni ég ekki að láta hrópa mig útaf fleiri börum í bili. Eg er fyrst núna að komast til baka úr þeirri útlegð sem ég bakaði mér fj'rir þremur árum með einni lít- illi grein um ljóðlist. Sko: Eg er smám saman að Iæra að þegja." - Finnst þér að rithöfundar og listamenn eigi að vera þjóðfélags- gagnrýnendur og taka pólitiska afstöðu i verkum sinum? „Já og nei. Það er aldrei hægt að gera þá kröfu til þeirra en þeir eru þó lítils virði ef þeir eru alveg Iausir við slíkt. Vandi rit- höfundarins er sá að hann skilur alltaf öll sjónarmið. Hann verð- ur bæði að geta sett sig í spor sægreifans og nýbúaþrælsins, tekið afstöðu með báðum og gætt þá samúð. Þetta er því allt saman mjög snúið. Listin er yfir siðgæði hafin. Höldum við ekki dálítið með „Ríkharði þriðja" í illvirkjum hans? Víst fær hann makleg málagjöld - ótakmörkuð illska borgar sig aldrei til langs tíma litið - en „refsing hans" kemur í raun upplilún okkar lít- ið \dð og allur slíkur móralismi er bara barnalegur og móðgandi gagnvart verki af þessari breidd- argráðu. „Vondu mennirnir" eru aðeins alvondir í vondum bók- um. Góð list er vond í sér. Vond Iist er góð í sér. „Það þarf hugar- far morðingja til þess að mála góða mynd af manni,“ sagði Degas, og Degas af öllum mönnum! Maður sem bjó til blúndukjóla á ballerínur. Það er einmitt útaf þessu sem fólk verður svo hissa á þvf að hitta mann. Það heldur að maður sé illvirki út í gegn, bara af því að maður skrifaði illa um nokkur fiðrildi, lét Ragnheiði Birnu enda í hjólastól og Hlvn Björn fróa sér nokkrum sinnum. Já já. Það þótti alveg agalegt á sínum tíma hvað drengurinn fróaði sé mikið en nú, fjórum árum síðar, þá fá menn bara Oskarinn íyrir það í Hollywood, að fróa sér í sturtu, ha! Svona er þetta nú.“ Lífíð er sendiferð - Þú varst á sínum tíma eins kon- ar hirðskáld Alþýðuflokksins og ómissandi á öllum meirháttar samkomum flokksins. Kemur til greina að þjóna Samfylkingunni á sama hátt? „Samfylkingunni?! Eg meina, það er ekki einu sinni til rímorð við Samfvlkinguna. Þeir verða þá fyrst að brevta um nafn. Vinstri menn eru bara alltaf svo hræddir við breytingar. Þeir eru svo hræddir við ákvarðanir. Þeir vilja alltaf bíða og sjá til. Flest mál stjórnarandstöðunnar ganga út á það „að farið verði hægar í sak- irnar". Það eru þrjú ár síðan ég sagði Össuri það upp á DV að hann yrði aldrei forsætisráðherra ef hann gengi með slaufu. Ef hann hefði nú bara hlýtt því strax, þá hefði hann orðið for- maður fyrr og kosningarnar farið öðruvísi. Það var týpískt fyrir þetta lið að þora ekki að skipta um nafn á flokksþinginu. Nú er það ekki hægt úr þessu, það er orðið of seint. Maður skiptir ekki um nafn þegar maður er orðinn tveggja ára. Maður fær bara einn séns. Það er einhver bölvaður kommúnistafnykur af þessu nafni, „Samfylkingunni“.“ „Maður skrifar eins og maður skrifar þegar maður skrifar. Svo líður tíminn og maður skrifar öðruvísi. Þegar maður er ungur og ör á maður fullt í fangi með að hemja skepnuna. Það er eins og að fara í göngu- ferð með hundi. Á með- an maður gengur nokk- ur skref þýtur hann á leiðarenda og aftur til baka. Andinn er óður hundur. Á meðan manni tekst að koma einni línu á blað er hann búinn að fylla síðuna þrisvar sinnum. En svo mæðist Snati með aldrinum og það kemur að því að þau leiðast fallega niður síðuna: Hugur og hönd.“ - En þér er þó ekki enn upp- sigað við kommúnismann? „Jú, í rauninni. Ég held ég muni aldrei geta fyrirgefið þess- um bvltingaróðu marxistum sem börðu hlustirnar á manni á menntaskólaárunum. Þegar við byrjuðum í MH þurftum við að bíða í tvö ár þartil skólinn hreinsaðist af þessari pest. Eg get ekki fyrirgefið þeim vegna þess að þeir Iétu mig fá minni- máttarkennd gagnvart eldmóði sínum og kenningum og maður á mjög erfitt með að fyrirgefa sjálfum sér það að hafa fengið minnimáttarkennd gagnvart tómri dellu. Æ síðan hef ég átt erfitt með að umgangast þessa týpu: Þennan næstum því vel gefna en að sögn mjög vel lesna menntamann. Fimm árum eftir að þessir menn kláruðu mennta- skólann voru þeir svo komnir um borð í Framsókn eða farnir LAUGARDAGUR 27. MAÍ 2000 - 23 að stjórna einhverju sporsluráð- inu fyrir Sjálfstæðisflokldnn. Líklega er þetta það eina sem ég lærði í MH: Þeir sem ungir gefa mestan skft í kerfið eru tilbúnir til að éta hann fyrir það síðar. Eg man: Á umræðufund í Norð- ur-kjallara ’79 kom Hannes Hólmsteinn og var nánast baulaður út úr skólanum fyrir „vitlausar“ skoðanir sínar. Af þeim sem töluðu á þeim fundi er hann sá eini sem enn er að tala og líka sá eini sem ekki hef- ur skipt um skoöun. Maður get- ur ekki annað en virt hann fyrir það.“ - Fer kynslóðin fyrir ofan þig í taugarnar á þér? „Sko. Við gátum... ég gat bara ómögulega tekið mark á mínum kennurum. Af þeim var ekkert að Iæra vegna þess að sjálfir kunnu þeir ekki neitt. Þeir höfðu sjálfir hafnað Iærdómi, öllum formum, allri „kunnáttu“, sem ungir menn. Og það er svo- lítið erfitt að fyrirgefa eldri kyn- slóðunum það. Eða hvað er sorglegra en gamall maður sem ekkert kann. Ekkert nema sína eigin litlu sérviskulegu aöferð við að mála eða yrkja. Sextugir málarar gátu ekki einu sinni kennt manni það að skvggja „með litnum". Roskin ljóðskáld kunnu engin bragform. Þetta var sorglegt. Og maður þurfti að læra allt upp á eigin spýtur. Maður þurfti að moka sig í gegnum Iistasöguna og það tók mann tuttugu ár. Kjarval og Lax- ness sá ég aldrei lífs. Eg hef aldrei séð „gamla meistara". Einu kennslustundirnar sem ég fékk voru tvær: Eg keyrði Helga Hálfdánarson eitt sinn heim eft- ir sýningu í Leiklistarskólanum, og svo borðaði ég eitt sinn pizzu með Megasi á Eldsmiðjunni. Meira var það nú ekki.“ - Hugsarðu stundum um það hvort verk þin, sögur, Ijóð og málverk, eigi eftir að lifa sem vel heppnuð verk. Skiptir það þig máli að þau lifi eftir að þú ert allur? „Are you kidding me? Skiptir öllu máli. Maður reynir og mað- ur reynir. Og klukkan tifar og klukkan tifar. Tíminn er versti óvinurinn. Þess vegna er ég með fimm klukkur heima. Ég lærði það af Napóleon að maður verð- ur að splundra óvinahernum og revna að koma í bakið á honum. En svo kemur að því að úr út- varpsklukkunni híjómar „Wa- terloo“. Ég er bara að reyna að gera sem mest. Það er nú það minnsta sem maður getur gert. Lífið er sendiferð og maður vill ekki koma úr sendiferðinni og segja guði: „Ég gleymdi að kaupa mjólkina.“ - Stundum ertu gagnrýndur fyrir að vera helst til of langorður í skrifum þinum, kunna ekki að takmarka þig og þreyta lesand- ann. „Ég er þar í ágætis félagsskap. Allir þeir bestu hafa verið sak- felldir fi'rir sama brot. „Ágætt hjá þér, en of margar nótur," sagði keisarinn við Mozart. Shakespeare er aldrei sýndur án þess að stvtta hann verulega. Er það ekki birt í blöðunum ef ein- hverjum tekst að komast í gegn- um Ulysses? „Eðli góðra bóka er það að maður verður þreyttur á þeim,“ sagði Guðbergur í út- varpið um daginn. Maður skrifar eins og maður skrifar þegar maður skrifar. Svo líður tíminn og maður skrifar öðruvísi. Þegar maður er ungur og ör á maður fullt í fangi meö að hemja skepnuna. Það er eins og að fara í gönguferð með hundi. Á með- an maður gengur nokkur skref þýtur hann á leiðarenda og aftur til baka. Andinn er óður hundur. Á meðan manni tekst að koma einni línu á blað er hann búinn að fýlla síðuna þrisvar sinnum. En svo mæðist Snati með aldr- inum og það kemur að því að þau leiðast fallega niður síðuna: Hugur og hönd. Já já. Þetta er allt að koma. Nú er ég til dæmis orðinn nokkuð fær í þeirri list að senda SMS-skiIaboð og þar ganga sko engar langlokur. Ætli það form þróist ekki smám sam- an út í nýja tegund af drótt- kvæðum hætti. Eins og ég segi. Ég er smám saman að læra að þegja. Ég hef þá annski lært það af atómskáldunum eftir allt. Þeir menn kunnu nú aldeilis að þegja. Þeir gátu þagað heilu síð- urnar alveg. Þögn.“ „Ég er bara að reyrta að gera sem mest. Það er nú það minnsta sem maður getur gert.“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.