Dagur - 27.05.2000, Blaðsíða 10

Dagur - 27.05.2000, Blaðsíða 10
LÍFÍÐ' I LÁM-0IÍMU 26 - LAUGARDAGUR 27. MAÍ 2000 A jólunum í Krakau: Móðir Önnu, systir og bróðir ásamt Marek og börnunum. Það er siður á aðfangadag að bera fram 12 rétti, tiieinkaða postuiunum tólf. Nicoiai og María með fimmta fjöiskyidumeðiiminn, páfagaukinn Kasper. Anna fór til Japans á alþjóða- ráðstefnu Suzuki-kennara sem haldin var til heiðurs Suzuki sjálfum sem lést 99 ára gamall “ » ad býða iengi á /estarstöð f Þar Sem hún sów námskeið í fiðluieik eitt sumarið. Hún hefur nú lokið fimmta stigimeð ágætiseinkunn Þótt Nicolai sé hér með fuiiann munninn af grænmeti er hann eini fjölskyldumeðlimurinn sem borðar kjöt. Marek og Anna eru ein af þeim fjölmörgu Pólverjum sem hafa gætt tónlistina á íslandi nýju lífi hin síðari ár. Þau komu hingað fyrst til að vera í eitt ár, en nú eru liðin tíu ár og þau eru hér enn. Marek Podhajski og Anna Podhajska kynntust fyrst þegar Anna var nemandi Mareks sem gegndi prófessorsstöðu í tón- listarfræðum við Tónlistarháskólann í Gdansk. Anna útskrifaðist sem tónlistar- kennarí árið 1976 og þegar þau hittust á útskriftarballinu varð þeim Ijóst að framtíð- in var þeirra. Marek er einn af örfáum aðil- um í Póllandi með Dr. Hab. gráðu í tónlist- arfræðum og er einn vinsælasti fyrirlesari þeirra fræða í Varsjá og Gdansk og ferðast þangað árlega til að halda íyrirlestra. Hann hefur veríð aðalskipuleggjari alþjóðlegrar píanóhátíðar sem haldinn er í Gdansk ann- að hvert ár síðast 1989. Marek og Anna höfðu ferðast vítt og breytt um heiminn áður en þau komu til Islands. Það var fyrir algjöra tilviljun að Is- Iand varð fyrir valinu, pólskir vinir þeirra í Olafsfirði létu þau vita að það vantaði tón- listarkennara við Tónlistarskólann á Akur- eyri. Þar sem þau eru mikið ævintýrafólk, ákváðu þau að láta slag standa og reyna fyrir sér á Islandi í eitt ár. Þau voru , langt komin með að byggja sér hús í Gdansk og fannst þetta vera tilvalið tækifæri til að auka við tekjurnar og klára bygginguna, því íaun á Islandi voru mun hærri en í Póllandi, auk þess fannst þeim Island vera spenn- andi viðfangsefni. Þau komu hingað til lands árið 1990, hófu störf við Tónlistarskólann á Akurueyri, Marek við píanókennslu og Anna í fiðluleik. Síðan eru Iiðin tíu ár og enn eru þau hér, en hvað varð til þess að þau ílendust hér? Kynnir íslensk tónskáld Eftir fyrsta árið á Islandi hafði Marek fengið óbifandi áhuga á íslenskri tón- list og tónskáldum. Hann hafði kom- ist að því að lítið var til skráð um ís- lensk tónskáld og allt of lítið kennt um íslenska tónlist í skólanum. Hann gat því ekki hugsað sér að yfirgefa landið fyrr en hann væri búinn að leggja þessum málum lið. Hann byij- aði því á þvf að skipuleggja píanóhá- tíð, þá fyrstu sinnar tegundar hér á landi og skyldi þar einungis verða flutt íslensk píanótónlist. Hátíðin var haldin á Akureyri í lok maf 1992 og vakti mikla og verðskuldaða athygli. Samhliða vann hann að og ritstýrði bók til kynningar á íslenskri píanó- tónlist og kom hún út á sama tíma og píanóhátíðin í Iok maí 1992. Bók- in heitir „Islensk píanótónlist" og var gefin út á bæði íslensku og ensku. Ahugi Mareks á íslenskum tónskáldum var óstöðvandi og leiddi hann út í enn frekari rannsóknir og útgáfu nýrrar bókar „Dict- ionary of Icelandic Composers" í tilefni af 50 ára afmæli Tónskáldafélags Islands. I þeirri bók er meðal annars að finna upplýs- ingar um 250 íslensk tónskáld, þar af 81 núlifandi tónskáld, dagatal yfir stærstu tón- listarviðburði frá 1906 til 1997, listi yfir merkustu tónverkin og viðtöl við fjölda ís- lenskra tónskálda. Bókin var gefin út á ensku í Varsjá árið 1997. Og enn er Marek að upplýsa þjóðina um eigin tónskáld og hefur fengið því framgengt að skipulögðum fyrirlestrum og kynningu á íslenskri tónlist verði bætt við stundaskrá Tónlistarskólans á Akureyri. Þess utan hefur Anna Podhajska: Hefurunun afað kenna börnum fiðluleik Hún er líka afbragðskokkur og spáir mikið I rétta samsetnmgu maltiðarmnar. Marek Podhajski: íslensk tónská/d og tónlist eru hans ær og hann verið beðinn um að skrifa um íslensk tónskáld í kaflann um tónlist f alfræðiorða- bók sem gefin verður út í Póllandi á ensku þar sem kynnt verða 23 íslensk tónskáld. Þeysist á milli bæja Anna kennir fiðluleik við Tónlistarskólann á Akureyri, í Ólafsfirði og á Dalvík. Síðast- liðin átta ár hefur hún ekið á milli þessara staða í öllum mögulegum og ómögulegum veðrum og kennt börnum á öllum aldri fiðluleik. Anna varð fljótlega vör við það, að það var erfiðara fyrir hana að kenna eftir hinum hefðbundnu kennsluaðferðum þeim nemendum sem höfðu lært eftir Suzuki aðferðinni. Hún sótti því nám til Danmerkur þaðan sem hún lauk fimmta stigi í Suzuki-aðferðarfræðum. Hún segir Suzuki skipta sköpum við tónlistarkennslu og það sé stefna Tón- listarskólans á Akureyri að blanda saman Suzuki og almennri kennslu, en sú aðferð sé einnig háð því að for- eldrar taki virkan þátt í kennslunni heima með börnunum. Pólski skólinn Marek og Anna eiga tvö börn, Maríu 13 ára og Nicolai 6 ára. Þau hafa bæði stundað tónlistamám við Tón- listarskólann á Akureyri og útskrifað- ist Mana af 5 stigi í fiðluleik núna í vor með ágætiseinkunn. Auk hefð- bundinnar skólagöngu, sækja þau pólska skólann, sem Marek stýrir. Sá skóli er haldinn eftir messu í Kaþ- ólsku kirkjunni á hverjum laugar- degi og þangað koma pólsk börn bú- sett á Akureyri og njóta kennslu í pólsku, pólskri sögu og stærðfræði. Mikil áhersla er lögð á stærðfræði- kennslu, en að þeirra mati er henni mjög ábótavant í íslenska gmnn- skólakerfinu. En hvernig er daglegt líf fjölskyld- unnar og hefur þeim tekist að halda í pólska siði á Islandi? Rauðrófur frá ísafirði Fjölskyldan er mjög samhent og skipta hjónin heimilisverkum jafnt á milli sín. Dagur tónlistarkennara ýr- getur verið mjög slitróttur, þar sem kennslustundir miðast gjarnan við það að vera utan tíma hins hefðbunda náms og hefur þeim þótt það erfitt barn- anna vegna. Það er siður í Póllandi að borða haldgóða máltíð klukkan tvö eða þrjú á daginn og þá er alltaf tvíréttað. Tærar súpur eru mjög algengar og alltaf borðaðar fyrst á undan aðalmáltíð, sem oftast er kjötmeti af einhverju tagi. En Marek og fjölskylda eru grænmetisætur og hafa verið síðustu fimm árin, öll nema Nicoali, sem er sá eini sem borðar kjöt. Á kvöldin er svo bara eitthvað Iéttmeti svo enginn fari saddur að sofa, sem ekki er talið vera hollt. Anna segir að rauðrófur séu mikið notaðar í pólskri matargerð, en þær fáist sjaldan f verslunum á Akureyri, hins vegar séu svo margir Pólverjar á Isa- firði að kaupmenn þar hafi teldð upp á þvf að sérpanta rauðrófur í sínar verslanir og hennar Qölskylda hafi notið góðs af því. Marek og Anna luku við að byggja hús- ið sem þau voru byijuð á í Gdansk þegar þau fluttu til Islands og nú eyðir fjöl- skyldan sumarfríunum þar og stundum jólunum. En hvernig hefur þeim gengið að læra íslenskuna og hafa tungumálaörðugleikar ekki verið þrándur í götu f kennslunni. „María og Nicolai tala alveg eins vel og íslensk börn, enda má segja að Nicolai sé Islendingur því hann er fæddur hér. Við erum svo heppin að vera í tónlistinni, það þarf ekki svo mikið að tala því tónlistin er okkar tungumál." -W

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.