Dagur - 10.06.2000, Page 2

Dagur - 10.06.2000, Page 2
2 — LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 20 00 , FRÉTTIR Efnahagslegar forsend- ur ekki fyrir hendi íhvalaskoðunarferð. Margir óttast að þær myndu legg/ast afhefjist hvalveiðar að nýju - og Ásbjörn Björgvinsson telur engan efnahagslegan ávinning afslíku. Ásbjöm Björgvins- son, forstöðumaður Hvalamiðstöðvarinn- ar á Húsavík segir hvalaskoðun gefa meira af sér en hval- veiðar geta nokkm sinni. Hann hlaut sér- staka viðurkenningu frá Sameinuðu þjóð- unum fyrir græna ferðamennsku þann 4. júní. Ásbjörn Björgvinsson, forstöðu- maður Hvalamiðstöðvarinnar á Húsavfk, var einn 14 manna í heiminum sem hlutu sérstaka viðurkenningu eða verðlaun frá Sameinuðu þjóðunum þann 4 júní sl. Hann hlaut þessa viður- kenningu fyrir það sem kallað er græn ferðamennska og fyrir að hafa stuðlað að og aðstoðað þau fyrirtæki sem standa fyrir hvala- skoðunar ferðamennsku á Is- landi. Hinir hlutu sams konar viðurkenningar fyrir græna ferðamennsku. Viðurkenningin veitt við milda athöfn í Adelaide í Ástralíu. Þegar við náðum sam- bandi við Ásbjörn var hann á heimleið staddur í Singapoor. „Þetta var mjög ánægjuleg at- höfn og alþjóðlegur dagur um- hverfisins valinn til að veita okk- ur þessa viðurkenningu," sagði Ásbjörn þegar hann var spurður um verðlaunaveitinguna. Hann var spnrður hverning honurn litisl á ef ísland gengi aft- ur í Alþjóða hvalveiðiráðið? „Ég hef alltaf talað fyrir því að við gengjum þarna inn enda er það eina leiðin til þess að hægt sé að skoða það af einhverju viti hvort hægt sé að hefja hvalveið- ar. Það verður að fara í gegnum ráðið,“ segir Ásbjörn. Að skjóta gæludýrin okkar -Ertu andvígur því að hvalveið- ar hefjist aftur hér við land? „Ég sé bara engar efnahagsleg- ar forsendur íyrir því að fara aft- ur að veiða hvali. Það er grunn punkturinn hjá mér. Ég byggi mína skoðun bara á efnahagsleg- um forsendum og útreikningum. Meðan ekki er hægt að flytja af- urðirnar eitt né neitt úr landi, vegna þess að það er alþjóðlegt bann við flutningi á hvalaafurð- um milli landa, þá er það bara tómt mál um að tala að ætla sér að hefja hvalveiðar og þjónar engum hagsmunum Íslands að fara að standa í þessu. Ég segi þetta alveg burt séð frá því þótt hvalaskoðun sé farin að gefa mun meira af sér en hvalveiðarn- ar nokkru sinni geta.“ Ásbjörn var spurður að því hvort hann óltaðist unt hvala- skoðunina ef hrefnuveiðar yrðu leyfðar hér við land? „Það sem ég hef lagt mesta áherslu á í því sambandi er að við þurfum miklu meiri rann- sóknir áður en maður getur farið að gefa eitthvað út um það. Ef hrefnuveiðar verða teknar upp á sömu slóð og hvalaskoðun fer fram þá liggur það fyrir að það er verið að skjóta gæludýrin okkar, sem eru núna farin að leika sér í kringum hvalaskoðunarbátana. Þess vegna myndum við aldrei samþykkja það. Hvalaskoðun og hvalveiðar fara bara ekki saman á slóð," sagði verðlaunahafinn Ásbjörn Björgvinsson. - S.DÓR Hús Háskólans á Akureyri við Þingvallastræti. Metað- sókní háskóla- nám 116 kandidatar útskrifast á há- skólahátíð Háskólans á Akureyri í dag í Glerárkirkju. Þorsteinn Gunnarsson rektor segir bjart framundan. Undangengið skóla- ár fjölgaði nemendum um 100 og nemur sú aukning um 20%. Næsta ár stefnir í metaðsókn. Nemendur verða væntanlega á bilinu 650-680. Næsta vetur verður boðið upp á nýjungar við skólann s.s. fram- haldsnám í kennaradeild í skóla- stjórnun. Einnig verður hleypt af stokkunum 30 eininga nú- tímafræði í fyrsta skipti. Um ræðir hugsvísindanám í sam- vinnu við Háskóla íslands og verður námið bæði staðbundið og fjarkennt. „Við erum að auka mjög námsframboð okkar í fjar- kennslu. Bæði í leikskólakenn- aranámi, hjúkrunarfræði og rekstrarfræði," segir rektor. - Bl> 130 leikskólabörn á biðlista á Akureyri Búið að samþykkja aukafjárveitiugu tH að bæta úr brýnni þörí. Óvenju fjöl- mennir árgangar. Skortur á Ieikskólarými hefur verið óvenju mikill að undan- förnu á Akureyri og eru nú 130 börn á biðlista. Bæjarráð ályktaði nýverið um nauðsyn úrbóta í þessum efnum. Fyrir liggur sam- þykki um aukafjárveitingu, enda foreldrar langþreyttir á ástand- inu og bendir ýmislegt til að kringumstæðurnar hafi staðið bæjarfélaginu fyrir þrifum. Karl Guðmundsson, sviðsstjóri félagssviðs hjá Akureyrrarbæ, segir að biðlistinn miðist við börn sem verði 2ja ára á árinu. „Bæði Leikskólamál eru í ólestri á Akureyri sem stendur. er það að þessi árgangur er 30-40 börnum fleiri en síðustu árgang- ar. Einnig bíður fólk miklu síðar ef það fær ekki sinn leikskóla, það bara tekur það pláss sem býðst. Þörfin fyrir pláss virðist brýnni en verið hefur, hvort sem það er vegna þcss að fólk leitar í ríkari mæli út á atvinnumarkað- inn núna,“ segir Karl. Hebningi bjargað fyrir haustið Nýr leikskóli er í hyggingu við Iðavelli og verður hann fullbúinn í mars næsta ár. Þar verður hægt að veita 80-90 börnum vist en meira þarf til. „Svo erum við að skoða ýmsar Ieiðir til að fj'ölga rýmum inn á núverandi leikskól- um. Það kostar einhverja peninga en það má segja að búið sé að tryggja heimild til aukafjárveit- ingar vegna þessa málaflokks. Ég vonast til að við getum aukið vist- unarrýmið sem nemur 70 pláss- um í haust af þessum 130,“ segir sviðsstjórinn. Beiknað er með að úrbæturnar fyrir haustið kosti Akureyrarbæ 10-20 milljónir. Útrýming biðlist- ans er hins vegar ekki handan við hornið, a.m.k. ckki f)Tr en í mars næsta ár þegar nýi skólinn á Iða- völlum kemst í gagnið. - BÞ Á að banna orðið „kynvillingur“ ? Mjög skiptar skoðanir eru um það hvort nota beri orðið „kyn- villingur" í fjölmiðlum. Meiri- hluti þeirra sem greiddu atkvæði um spurningu Dags á Netinu er þó fylgjandi því. Spurt var: ,A „kynvillingur" að vera bannorð í fjölmiðlum?“ Tæplega tvö þúsund manns grei- ddu atkvæði. Nokkur meirihluti, eða 55 prósent, svörðuðu spurn- ingunni neitandi, en 45 prósent vildu banna notkun orðsins í fjöl- miðlum. Nú er hægt að greiða atkvæði um nýja Dagsspurningu á Net- inu. Hún hljóðar svo: „Á að virk- ja við Kárahnjúka?" Slóðin er sem lýrr: visir.is Viðskiptahalliim 13 milljarðar Viðskiptahallinn við útlönd nam röskum 13 milljörðum á fyrsta árs- fjórðungi samanboriö við 8 milljarða halla á sama tíma í fyrra sam- kvæmt bráðabirgðauppgjöri Seðlabankans. Þetta rt í samræmi við marsspá Þjóðhagsstofnunar um 50 milljarða halla á árinu. Aukinn halla milli ára segir Seðlabankinnn aðallega koma fram í vöruvið- skiptunum, þar sem innflutningurinn hefur aukist um 15% en út- flutningurinn aðeins um 2%. Fjárinnsteymi á fyrsta ársfjórðungi mældist 10,4 milljarðar, sem skýrist af erlendum lántökum. Fjárút- streymi vegna erlendra verðbréfakaupa nam röskum 19 milljörðum á fyrsta ársfjórðungi. GjaldeyTÍsforði Seðlabankans minnkaði um 3,2 milljarða á fýrsta ársQórðungi og nam 32,4 milljörðum í marslok. - hei Evrópuverkefni bama Gilfélagio á Akureyri opnaði í gær forsmekk að Listasumri, Evrópu- verkefní á leikskólanum KJöppum í samstarfi við Ieikskóla í Hollandi, Ungverjaland, Bretlandi og Ítalíu. Sýningin her heitið „Ég, unhverfi mitt og mcnning“ og er opin daglega frá 10-12 og 13 -16, en um hvítasunnuhelgina frá 13 -17. Formleg opnun Listasumars verður síðan 17. júní kl. 1 5°°°° í Dcigl- unni með myndlistarsýningu Kristjáns Steingríms Jónssonar, Guð- mundar Odds Magnússonar og Haraldar Inga Haraldssonar, en auk þess verða ræðuhöld og stuttur ljóðalestur. Kl. 20°°°° verða klassísk- ir tónleikar í Deiglunni (aðgangseyrir 1000 kr.) og kl. 24°°°° miðnæt- urskemmtun í Deiglunni þar sem Norðanpiltar hljóðfæraleikurunum skemmta. Ásgeir áfram Ásgeir Magnússon hefur verið endurkjörinn for- maður bæjarráðs á Akureyri. Á fundi bæjarstjórnar 6. júnf sl. voru Þórarinn B. Jónsson, Vilborg Gunn- arsdóttir, Ásgeir Magnússon, Jakob Björnsson og Oddur Helgi Halldórsson kosnir aðalmenn til eins árs. Varamenn eru Sigurður J. Sigurðsson, Valgerð- ur Hrólfsdóttir, Oktavía Jóhannesdóttir, Ásta Sig- urðardóttir og Marsibil Fjóla Snæbjarnardóttir. Þórarinn B. Jónsson er varaformaður bæjarráðs. ásamt Helga og Ásgeir Magnússon.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.