Dagur - 10.06.2000, Page 5

Dagur - 10.06.2000, Page 5
X^MT' LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 2000 - 5 FRÉTTIR L Sleipnismeim kæra lögbaim sýslumaims Formaður Sleipnis, Óskar Stefánsson, tii hægri á myndinni, mætti til sýslu- manns Reykjavíkur í gær ásamt iögmanni sínum, Jónasi Haraldssyni, vegna iögbannskröfunnar. Sieipnir ákváð svo og kæra úrskurð sýslu- manns. - mynd: gva Lögbanns beiðni Teits Jónassonar á verkfaU langferðabílstj óra herðir enn á verkfalls- hnútnum. Spái því að við séum að sigla inn í langt verkfall segir for- maður Sleipnis. Sýslumaðurinn í Reykjavík tók í gær til greina lögbannsbeiðni Teits Jónassonar hf. og Austurleiðar á verkfall Sleipnis. Lögbannið tekur til þess að Sleipnismenn megi ekki stöðva bifreiðar sem ákveðnir nafngreindir menn hjá þessum tveimur fyrirtækjum aka. Lög- bannið kvað upp Ulfar Lúðvíks- son, deildarstjóri hjá sýslumannin- um í Reykjavík. Eftir fund í gærkvöldi með Iög- mönnum ákváðu Sleipnismenn að kæra úrskurð sýslumanns og verð- ur sú kæra lögð inn strax eftir helgi. Oskar Stefánsson, formaður Sleipnis, sagðist vera mjög svart- sýnn á að verkfall langferðabíl- stjóra leysist í bráð. Hann sagði að bara Iögbannsbeiðnin á verkfallið hefði enn hert á hnútnum. Ekki hefði verið annað hægt að gera en að kæra úrskurð sýslumannsemb- ættisins. „I raun sé ég enga Ijóstýru framundan og ég held að deilan sé komin í enn harðari hnút en nokkru sinni hefur verið vegna lög- bannsbeiðninnar. Ég spái því að við séum að sigla inn í mjög langt verkfall,“ sagði Óskar. Hann sagði að það væru einstak- ir aðilar að keyra sem Sleipnis- menn hefðu litið svo á að væru að ganga í störf sem Sleipnir semur um við fyrirtækin. Það hafi þeir túlkað sem verkfallsbrot. „Við erum að semja við þessi fyr- irtæki og enda þótt að þessi bif- reiðarstjórar séu ekki í Sleipni þá verða þeir að leggja niður störf,“ sagði Óskar. Ileíur hægst utti Hann sagði að mest hafi gengið á fyrsta verkfallsdaginn en síðan hafi þetta allt verið rólegra. í gær voru samt tvær rútur stöðvaðar í Vík í Mýrdal en annars hefði allt verið frekar rólegt. Óskar var spurður hvað mikið hefði borið í milli þegar slitnaði upp úr samningaviðræðum. Sleipnismenn hefðu krafist 90 þúsund króna í byijunarlaun en viðsemjendur þeirra boðið Flóa- bandalagssamninga sem gera ráð fyrir að lægstu laun fari upp í 90 þúsund krónur á þremur árum. „Við vorum líka að gefa annað eftir í kjarasamningunum því við samþykktum að þeir mættu setja á sólarhringsvaktir og þess vegna er erfitt að bera þetta saman bara í krónum," sagði Óskar. I gærkveldi var boðað til fundar hjá sáttasemjara. „Þetta er nú bara venjulegt kaffispjall að frumkvæði sáttasemjara en ekki formlegur samningafundur," sagði Óskar Stefánsson. — S.DÓR _* • •«,g Goshverinn heimsfrægi, Geysir í Haukadal, iét bíða svolítið eftir sér í fyrradag þegar 40 kílóum af sápu var skellt ofan í hann til að koma honum af stað. Náttúruverndarráð og Orkustofnun stóðu fyrir uppákomunni í rannsókna- skyni. Eins og kemur fram hér tii hiiðar í opnunni í viðtali við jarðfræðing hjá Orkustofnun þá er vonast tii að þetta sé ekki síðasta Geysisgosið. Fjöldi fólks fylgdist með bununum upp úr hvernum, eins og sjá má. - mynd: njörður helgason. Valnefnd samhljóma Sr. Flóki Kristinsson hefur verið valinn sóknarprestur í Hvann- eyrarprestakalli í Rorgarfirði, og tekur hann við brauðinu af sr. Sigríði Guðmundsdóttur. Sr. Flóki verður einnig sr. Eðvarði Ingólfssyni, presti á Akranesi til aðstoðar. Ákvörðun valnefndar var samhljóma, þ.e. enginn grei- ddi atkvæði gegn þessari ákvörð- un en hjáseta, ef einhver hefur verið, telst ekki með. Fundi val- net’ndar stjórnaði vígslubiskup, sr. Sigurður Sigurðarson, en pró- fasturinn, sr. Þorbjörn Hlynur Árnason á Borg sat einnig fund- inn. Sr. Flóki tekur við emb- ætti I. júlí nk., en hann hefur gegnt embætti í Luxembourg sem verður lagt niður, en áður var hann í prestur í Lang- holtssöfnuði sem kunnugt er. Umsækjendur voru sjö. Þeir voru sr. Carlos Ferrer á Kol- freyjustað, sr. Hannes Björnsson á Patreksfirði, sr. Bjarni Þór Bjarnason fyrrv. héraðsprestur í Kjalarnesprófastdæmi en hefur starfað í Englandi og guðfræði- kandidatarnir Elínborg Gísla- dóttir, Leifur Ragnar Jónsson og Magnús Magnússon. Sr. Þor- björn Hlynur Arnason segir að ekki séu fleiri prestaköll laus í Borgarfirði, enda losni ekki oft prestembætti ( Borgarfirði, t.d. sé hann sjálfur þriðji presturinn þar á síðustu 100 árum. — GG Sýkna í hnífsstimgumáli Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur sýknað 20 ára gamlan mann eft- ir hnífstungumál á Þórshöfn 20. júní sl. Hnífur stakkst í nára 21 árs gam- als manns í átökum og skarst slagæð í sundur sem olli miklum blóðmissi. Akærði var ásamt fleira fólki staddur í gleðskap á Þórshöfn og var ölv- aður eins og flestir viðstaddra samkvæmt lögregluskýrslu. Eftir atvikið hringdi ákærði á Neyðarlínuna og komu læknir og Iögregla á staðinn inn- an skamms. Akærði hélt sig staðfastlega við það að atvikið hefði orðið vegna slysni en hann kannaðist við að hafa ógnað nærstöddum með hnífnum. „Héraðsdómur telur að ekki hafi komið fram nægjanlegar líkur fyrir því, að ástæða þess, að ákærði hafi gripið til hnífsins, hafi verið deilur hans rið einhvem eða einhverja í eldhúsinu. Lýst athæfi ákærða, sem virðist af framburði vitna fyrir dómi ekki hafa verið í neinu samræmi \ið ástandið í eldhúsinu umrætt sinn, verður að meta ákærða til gáleysis í skilningi 219. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940,“ segir í dómnum. - BÞ Landsvirkjim hækkar gjaldskrá Stjórn Landsvirkjunar hefur ákveðið að nækka heildsölugjaldskrá fyrir- tækisins um 2,9% frá og með 1. júlí nk. til þess að mæta að hluta til al- mennum kostnaðarhækkunum. Landsvirkjun segir að miðað við verð- lagsþróun hefði þurft til 5% hækkun til að „halda raunverðinu stöðugu á árinu í samræmi við ákvörðun eigenda. Raunverðslækkun hefst því ári fyrr en áformað var samkvæmt stefnumörkun eigenda Landsvirkjunar um 2-3% raunlækkun árlega 2001 til 2010. Ráðgert er að raunlækkun á gjaldskrá fyrirtækisins verði í samræmi við stefnumörkunina þegar til lengri tíma er Iitið," segir í tilkynningu fVá fyrirtækinu. Stórsöngvurum fagnað Stórsöngvurunum Kristjáni Jóhannssyni, Sigrúnu Hjáimtýsdóttur, Kristni Sigmundssyni og Rannveigu Fríðu Bragadóttur var fagnað með dúndrandi lófaklappi í lok tónieika i Laugardaishöii í fyrrakvöid. Voru tónleikarnir einn af lokaatriðum Listahátíðar í Reykjavík. Tónleikarnir þóttu glæsilegir sem og frammistaða söngvaranna. - mynd: e.ól.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.