Dagur - 28.07.2000, Blaðsíða 9

Dagur - 28.07.2000, Blaðsíða 9
 FÖSTVDAGUR 28. JÚLÍ 2000 - 9 ÍÞRÓTTIR Helgi með þreirnu Vöm íslands var þrátt fyrir yfirbiirðma oft óömgg í fyrri hálf- leik, en kom þó í veg fyrir að leikmenn Möltu kæmu boltan- um upp í homið og gefa fyrir, eins og landsliðsþj álfarinn, Atli Eðvaldsson hafði lagt fyrir. íslendingar voru betri á öllum sviðum knattspyrnunnar þegar Island vann Möltu 5-0 á Laugar- dalsvellinum í gærkvöld. Fyrsta mark leiksins kom á 19. mínútu er Eyjólfur Sverrisson skoraði með skalla eftir hornspyrnu. A 35. mínútu komst Tryggvi Guð- mundsson aftur fyrir varnar- menn við endalínu og skallaði beint til Helga Sigurðarssonar sem sendi hann í netið. Aðeins fimm mfnútum seinna átti Eyjólfur Sverrisson langa send- ingu fram allan völlinn, beint á fæturna á Heiðari Helgusyni sem lék nær og sendi yfir út- hlaupandi markvörð Möltu. Malta bítur frá sár Vörn Islands var þrátt fyrir yfir- burðina oft óörugg í fyrri hálf- leik, en kom þó í veg fyrir að leikmenn Möltu kæmu boltan- um upp í hornin og gefa fyrir, eins og Atli Eðvaldsson hafði lagt fyrir. Möltumenn komu mun ákveðnari til leiks í síðari hálfleik, þeir áttu fyrsta skotið að marki sem Birkir Kristinsson átti auðvelt með að verja. Sóknar- þungi íslendinga náði aftur fyrri styrkleika, Tryggvi átti skot á 6. mínútu en það lenti í varnar- manni. Þar svo svo Helgi Sig- urðsson á 55. mfnútu, sem var mjög baráttuglaður í Ieiknum, sem skoraði fjórða markið eftir að varnarmenn Möltu gerðu al- veg ótrúleg mistök f varnarleikn- um. Helgi með þrennu úr víti A 77. mínútu kom boltinn fyrir, mikil barátta í teignum og varn- armaður Möltu átti ekki annars úrkosta en að toga Helga Sig- urðsson niður, og þýski dómar- inn dæmdi að sjálfsögu víti. Helgi tók sjálfur vítið, skoraði í vinstra hornið og kórónaði þar leik sinn og var búinn að skora þrennu, en staðan 5-0. Síðustu mínútur leiksins var Ieikurinn að leysast upp í hálfgerða leikleysu, Islendingar áttu þó mörg tæki- færi til að bæta við sjötta mark- inu, og sérstaklega hungraði Helga Sigurðsson í það að skora fjórða markið og jafna met Rík- harðs Jónssonar og Arnórs Guðjohsens. ísland ekki dæmt af andstæðingnum Islenska Iiðið verður ekki dæmt af þessum leik, til þess var Iið Möltu allt of lélegt, en engu síð- ar var það oft að spila mjög vel, og sýndi léttan bolta. En það gaf Atla Eðvaldssyni Iandsliðsþjálf- ara tækifæri til þess að skipta öllum varamönnunum inn á, m.a. skipti Gunnleifur Gunn- leifsson, Keflavík, við Birki Kristinsson, IBV, í markinu. Næsti Iandsleikur er 16. ágúst gegn Svíum á Laugardalsvelli. Þá verður meiri alvara, og vænt- anlega meiri skemmtun í boði. Auðvitað á að fylgja þessum stór- sigri eftir og vinna Svfa. Það er kominn tími á það, Svíar hafa ekki verið lagðir í nær 50 ár. Það væri skref í þá átt að vinna Dani í undankeppni HM sem verður haldinn í Kóreu og Japan árið 2002. - GG Jens Martin Knud- sen ekki með Leiftri gegn BreiðabliM Aganefnd KSI dæmdi nýlega nokkra leikmenn í leikbann, þ.m.t. nokkra í úrvalsdeild. Meðal þeirra sem fengu leik- bann eru Ingi Sigurðsson, ÍBV, sem fær eins leiks bann vegna 4 áminninga, Slobodan Milis- ic, KA, fær einn leik vegna brottvísunar í leik gegn FH, Siglfirðingarnir Baldur Benón- ýsson, Hörður Bjarnason, og Ragnar Hauksson fá allir einn leik og einnig þjálfari þeirra, Sigurður Örn Helgason, Alex- andre Da Silva Braga í Leiftri fær einn leik vegna 4 áminn- inga og einnig félagi hans og þjálfari, Jens Martin Knudsen sem verður ekki með Leiftri gegn Breiðabliki næsta sunnu- dag. Örn Ragnarsson, forráða- maður Tindastóls, fékk eins leiks bann vegna brottvísunar í leiknum gegn Sindra. Þjálfarar halda áfram að vera félögum sínum dýrir vegna þess að þeir geta ekki hamið sig á bekkn- um, rífandi kjaft út af dóm- gæslunni. Þetta eru mikið til sömu mennirnir ár eftir ár sem ekkert læra eða skilja þótt þeim ætti að vera Ijóst að það þýðir ekkert að deila við dóm- arann. Þau félög sem fá sektir nú vegna brottvísunar þjálfara eru HSH sem fær 10.000 Jens Martin Knudsen. krónur vegna leiks Fjölnis - HSH í meistaraflokki, KR 10.000 krónur vegna leiks IA - KR í 3. flokki karla, Siglufjörð- ur 10.000 krónur vegna leiks KS - KÍB í meistaraflokki, Fjölnir 10.000 krónur vegna leiks Fjölnis - HSH í meistara- flokki, Tindastóll 10.000 krón- ur vegna brottvísunar forráða- manns í leik Tindastóls - Sindra. — GG Æfingabiíðir til undir- búnings Olympíudög- umæskunnar Æfingabúðir unglingaliðs Skíða- sambands íslands verða haldnar að Hrafnagili í Eyjafjarðarsveit dagana 28.-30. júlí næstkom- andi. Þarna kemur saman á fyrstu æfingabúðum liðsins föngulegur hópur efnilegra ung- linga fæddra á árunum 1984- 1986 sem skipa Unglingalið SKÍ 2000-2001. Þar á meðal eru 10 unglingar sem valdir hafa verið í úrtökuhóp til undirbúnings fyrir Ólympíudaga æskunnar sem fram fara í Vuokatti í Finnlandi 10.-16. mars 2001. Á dagskrá æfingabúðanna eru m.a. fyrirlestrar, samhæfing (Tarzan-leikur!), úthaidsæfingar, æfingar á grasskíðum, karaoke og áfangaþjálfun. Þeir sem taka þátt í þessum æfingabúðum eru f 16 ára hópnum Eva Dögg Ólafsdóttir og Hrefna Dagbjarts- dóttir, Akureyri; Fanney Blöndal, Víkingi; Guðrún Benediktsdótt- ir, Ólafur Guðmundsson og Haukur Már Sveinsson, Ár- manni; Ásdís Jóna Sigurjóns- dóttir, Seyðisfirði, Kristján Uni Óskarsson, Ólafsfirði og Andri Þór Kjartansson og Finnur Ingi Hermannsson, Breiðabliki. I 15 ára hópnum eru Aslaug Eva Björnsdóttir og Fanney Sigurð- ardóttir, Akureyri; Elín Arnars- dóttir, Ármanni; Agnes Þor- steinsdóttir, IR; Kristinn Ingi Valsson, Dalvík; Fannar Gísla- son og Steinar H. Sigurðsson, Breiðabliki og Einar I. Andrés- son, Seyðisfirði. I flokki 14 ára eru Eyrún E. Marínósdóttir, Iris Daníelsdóttir, Snorri P. Guð- björnsson og Sveinn E. Jónsson, Dalvíkurbyggð; Elsa H. Gunn- arsdóttir, Ármanni; Guðrún I. Arinbjarnardóttir, Víkingi; Björn Þ. Ingason, Breiðabliki og Karl F. Jóhannsson, Neskaupstað. - GG Met á EM í Dunkerque Pilta- og stúlknamet voru sett á fyrsta degi Evrópumóts unglinga sem hófst í Dunkerque í gær- morgun. Iris Edda Heimisdóttir setti stúlknamet í 50 m bringu- sundi á tímanum 34,61 sek. og varð ellefta, og Hjörtur Már Reynisson setti piltamet í 100 m flugsundi á tímanum 57,63 sek. og var í 18 sæti. Örn Arnarson átti piltametið í þessari grein. Jakob Jóhann Sveinsson varð fimmti í 100 m bringusundi í undanrásum á tímanum 1.05,17 mín. en úrslitin í þessu sundi fara fram í dag. — GG Islenskir lögreglumenn í 2. sæti á Europian Police Games 2000 Dagana 17. til 23. júlí s.l. fór fram í Avila á Spáni European Police Games 2000 sem var af- mælismót íþróttasambands Lög- reglumanna í Evrópu, USPE „Union Sportive Des Polices D’Europe" sem verður 50 ára á árinu. USPE var stofnað í París í október 1950. A vegum sam- bandsins fara fram evrópumót í 16 íþróttagreinum eða 4 mót á ári en aðildarþjóðir eru í dag 38 að tölu. Iþróttasamband Lög- reglumanna á Islandi, ISL, hefur átt aðild að USPE frá 1982. Á afmælismótinu var keppt í 6 íþróttagreinum; judo, lögreglu- fimmtarþraut, blaki, körfubolta, hálfmaraþoni og skotfimi en ís- land tók þátt í körfuknattleik og hálfmaraþoni. íslensku lögreglu- mennirnir unnu Spánverja 61- 42, HoIIendinga 90-62, og Belga 74-73 en töpuðu 71-27 fyrir Lit- háum sem vörðu Evrópumeist- aratitil lögreglumanna í körfuknattleik frá árinu 1997. Arngrímur Guðmundsson, Keflavík, keppti í hálfmaraþoni en hlaupið var við mjög erfiðar ástæður, 30 stiga hita. Arngrim- ur lenti í 60. sæti (hljóp á 1:28:38) af 68 keppendum. Afmælismótið var styrkt af Al- þjóða Ólympíuhreyfingunni, IOC og Knattspyrnusambandi Evrópu, UEFA. Forseti IOC, Sr. D. Juan Antonio Samaranch flutti ávarp við mótslok og af- henti keppendum verðlaun. — GG Stúlkurnar hrepptu brons a NM Helga Rut Svanbergs- dóttir önnur í ein- staldingskeppninni. Tomas Saimon 7. í einstaMingskeppni pilta. Pilta- og stúlknalandslið Islands í golfi, skipuð kylfingum átján ára og yngri, tóku þátt í Norður- landamóti unglingalandsliða um síðustu helgi, sem haldið var á velli Gilleleje-golfklúbbsins í GiIIeleje í Danmörku um síð- ustu helgi. Stúlknalið Islands hafnaði í þriðja sæti, en þátt- tökuþjóðir voru fimm, bæði í flokki pilta og stúlkna. Helga Rut Svanbergsdóttir úr Golf- ldúbbnum Kili í Mosfellsbæ fór fyrir stúlknaliðinu, lék á 80, 79 og 74 höggum og varð önnur í einstaklingskeppninni, sem haldin er samhliða Iiðakeppn- inni. Helga Rut lauk lék tveim höggum á eftir hinni sænsku Therese Nilsson, sem lék síðasta hringinn á 71 höggi, eða einu höggi undir pari vallarins. Þetta er í fyrsta sinn sem stúlkna- landslið íslands vinnur til verð- launa á stórmóti. I liðinu voru, auk Helgu Rutar, þær Nína Björk Geirsdóttir og Katrín Dögg Hilmarsdóttir, einnig úr Kili, og Anna Lísa Jóhannsdótt- ir, Golfklúbbi Reykjavíkur. Liðið lék á samtals 723 höggum eftir þrjár umferðir, en Svíar fögnuðu sigri í mótinu, léku á 706 högg- um. Lakasti árangur hvers liðs í hverri umferð gilti ekki. Norð- menn urðu í öðru sæti á 711 höggum, tólf höggum á undan Islendingum. Finnar urðu í fjórða sæti og heimamenn Dana ráku lestina. Piltaliðið hafnaði í fjórða sæti á 1.205 höggum, 49 höggum á eftir Svíum sem sigruðu tvöfalt í mótinu. Tómas Salmon lék best íslensku piltanna og hafnaði í sjöunda sæti í einstak- lingskeppninni, lék hringina þrjá á samtals 236 höggum og síðasta hringinn á 75 höggum. Finninn Peter Erofejeff sigraði á 217 höggum. Gunnar Þór Jó- hannsson, GS, varð níundi, einu höggi á eftir Tómasi. Auk þeirra var liðið skipað þeim Ingvari Hermannssyni, GA, Hróðmari Halldórssyni og Stefáni Orra Ólafssyni, Leyni, og Sigmundi Einari Mássyni, GKG, nýbökuð- um Islandsmeistara unglinga í holukeppni. — GG íkvöld 1. deild karla: KA - Þróttur Valur - TindastóII IR - Skallagrímur FH - Dalvík Sindri - Víkingur I. deild kvenna Haukar - RKV 3. deild karla Bruni - HSH ÍH - KFS Neisti D. - Þróttur N. Leiknir F. - Huginn/Höttur Fjölnir - Þróttur V. Grótta - Haukar Völsungur - Magni Barðaströnd - Njarðvík Hamar/Ægir - GG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.