Dagur - 28.07.2000, Blaðsíða 19

Dagur - 28.07.2000, Blaðsíða 19
FÖSTUDAGUR 2 8. JÚLÍ 2000 - 19 UagjiuT- LEIKHÚS KVIKMYNDIR TÓNLIST SKEMMTANIR * Vertavo mætir í sólina S" Reykholtshátíð verður haldin íJjórða sinn í Reykholtskirkju dag- ana 28. til 30.júlí. Sérstakir gestir hátíðar- innareru norski strengjakvartettinn Vertavo og Hanna Dóra Sturludóttir sópran- söngkona. Vertavo strengjakvartetinn er skipaður fjórum norskum kon- um, sem leikið liafa saman í sext- án ár. „Meira en hálfa ævina,“ segir Björg áður en hún snýr sér að landakortinu, sem Steinunn Birna Ragnarsdóttir, skipuleggj- andi Reykholtshátíðar, hefur fært |ieim. Björg, Oyvor, Berit og Henninge eru varla lentar á ís- lenskri jörð, en samt þegar búnar að stilla saman strengina á Súfistanum, kaffihúsi Bókabúðar Máls og menningar í Reykjavík. Og nú á að bruna beint í Borgar- nes þar sem smá tími gefst til hvíldar og æfinga. Öj'vor liggur hálf ofan í kortinu með Björgu á meðan Berit og Henninge segja undan og ofan af l’erli kvartettsins. „Þetta byrjaði sem ábugamál og stækkaði smám saman. Núna er kvartettinn okk- ar aðalatvinna, en við spilum mest utan Noregs. I gær fþriðju- dagskvöld] vorum við að spila í Kaupamannahöfn og flugum Norski strengjakvartettinn Vertavo var með óvænta uppákomu á Súfistanum á hingað í gegnum Stokkhólm." Þær hafa einu sinni áður komið tið Islands en það var fyrir tíu árum. „Þá var svo kalt að við urð- um að kaupa okkur húfur og vettlinga við komuna til Iandsins. Núna er Island hins vegar rétti staðurinn og við erum fegnar að vera hér. Það hellirigndi bæði í Kaupmannahöfn og Stokk- hólmi,“ segja þær. Þykk eMsskrá Vertavo strengjakvartettinn segist eyða meiri hluta sumarsins í að ferðast á milli tónlistarhátíða, Reykholtshátíðin sé aðeins ein af mörgum. Bnndís Halla Gylfa- dóttir sellóleikari kemur fram með þeim á tónleikunum, en þær segjast ckki þekkja til hennar. Berit er samt sannfærð um að hafa séð hana áður. „Eg verð að spyrja hana,“ segir hún og þær fullyrða allar að það sé alltaf gaman að fá nýja hljóðfæraleik- ara til Iiðs við sig. „Það er upp- örvandi og eykur ímyndunar- aflið." Þær tala líka um ímjndunar- allið varðandi efnisskrá kvartetts- ins, sem er hæði þykk og fjöl- hreytt. „Við erum með svona stóran bunka af nótum með okk- ur,“ segir Henninge og glennir út fingurna. „Við reyndum að minnka bunkann, en það gengur ekkert sérlega vel." Þær bara spila það sem beðið er um og finnst það ekkert mál. „Jú við erum hrifnar af Bartok og erum núna að taka upp geisladisk með tónlist hans. Við erum heppnar að hafa útgefanda sem leyfir okkur að ákveða sjálfar hvað við spilum, en það er sjaldgæft og okkur finnst það vera mikill Iúxus.“ íslenskir strengir A tónleikunum sem heljast kl. 21 f kvöld ætlar Verta- vo að leika Italska serenöðu eftir Hugo Wolf, Strengjakvartett nr. 6 eftir Béla miðvikudaginn. Bartok og loks Strengjakvintett í C-dúr eftir Franz Schubert með Bryndísi Höllu. Hún kemur einnig fram á form- legri opnun hátíðarinnar á morg- un klukkan 14 ásamt Steinnuni Birnu og Hönnu Dóru, sem koma einnig fram saman á tón- leikum með íslenskum sönglög- um annað kvöld klukkan 21. A sunnudaginn klukkan 16 verða aftur tónleikar með Hönnu Dóru og Steinunni, að þessu sinni með íslenskum strengja- kvartett, sem skipaður er Gretu Guðnadóttur, Sigurlaugu Eð- valdsdóttur, Guðmundi Krist- mundssyni og Bryndísi Björgvins- dóttur. Flutt verður tónlist eftir bæði íslensk og erlend tónskáld. Bach í beinni Bein útsendingfrá Bachtónleikum um allan heim í Sjón- varpinu í dag. í tilefni 250 ára ártíðar Jó- hanns Sebastians Bach hóf Ríkissjónvarpið útsendingar klukkan 5 í morgun frá org- eltónleikum í Tómasarkirkj- unni í Leip7.ig. Utsendingar frá Leipzig og Freiburg halda áfram l’ram eftir degi með við- komu í Tokýó klukkan 10.03, þar sem Bach Collegium í Jap- an Hytur Jóhannesarpassíuna ásamt einsöngvurum. I milli- tíðinni verður sjónvarpað fyrri hluta flutnings Daniels Baren- hoim á Goldberg-tilbrigðunum, en seinni hlutinn er á dagskrá klukkan 01.03. Þannig heldur sjónvarpsdagskráin áfram til klukkan 16, cn þá verður tekið Sjónvarpsstöðvar heimsins halda upp á 250 ára ártíð Bach með beinum út- sendingum. til við að senda út nokkra fasta dagskrárliði. Það á greinilega ekki að hnika of mikið til fyrir Bach, þó það sé gert fyrir fót- boltann. Að vísu verður ekki boðið upp neitt nema Bach á besta útsendingartímanum klukkan 20.50, en þá hefjast tónleikar undir herum himni í Leipzig. Meðal flytjenda eru Bobby Mc- Ferrin, djasstríó Jacques Lou- issier, Turtle Island strengja- kvartettinn, Jiri Stivin, Quintessence og Gezandhaus sinfóníuhljómsveitin í Leipzig. Þegar þeim herlegheitum lýkur verður skotið inn einni amer- ískri híómynd, en síðan verður tekið aftur til við snillinginn Bach fram undir morgun. Ton Koopman orgelleikari verður í aðalhlutverki fram til klukkan þrjú, en dagskránni Iýkur undir morgun á h-moll messu. Guðmundur Hafsteinsson. Eyþór Ingi Jónsson. Trompet og orgel í Akureyrarkirkju Fjórðu Sumartónleikamir íAk- ureyrarkirkju verða haldnir í kirkjunni sunnudaginn 30. júlí, kl. 17.00. Þá munu koma fram tónlistar- mennirnir Guð- mundur Haf- steinsson, trompetleikari og Eyþór Ingi Jónsson, orgel- leikari og leika verk eftir: Vejvanovsky, Loeillct, J.S. Bach, Hov- haness, Sibelius, V. Williams, Lindberg, D ben og Boyce. Samspil Guð- mundar og Ey- þórs hófst vet- urinn 1997-98 þegar þeir störfuðu sam- an við Tónlist- arskólann á Akranesi. Síð- an hafa þeir haldið tón- leika saman á hveiju sumri. Guðmundur leikur reglulega með Sinfóníuhljómsveit ls- lands og leikur nú í 50 ára al- mælissýningu Þjóðleikhússins: Draumi á Jónsmessunótt. Hann er einn af stofnendum málmhlásara- og slagverks- hópsins Serpents. Eyþór Ingi Jónsson hóf tón- listarmenntun sína sex ára gamall. Eyþór hlaut í vetur styrki úr minningarsjóði Karls J. Sighvatssonar og Menning- armálanefnd Dalasýslu. Ferðataskan opnuð Jón Sigurpálsson myndlistar- maður opnar sýningu í Slunkarfki á lsafirði laugardag- inn 29. júlí klukkan 16. Jón sýnir verk frá þessu ári sem hann nefnir "... landslag upp lír ferðatösku...". Um er að ræða farandsýningu og er Slunkaríkið þriðji viðkomu- staður hennar. Aður hefur ferðataskan verið opnuð í EFTA húsinu í Brussel og í Atelier Catherine 4a í Luxemborg. Jón Sigurpálsson nam myndlist í Hollandi á árun- um 1976-84 Hann hefur hald ið fjölmargar einkasýningar og tekið þátt í sam- sýningum, bæði hér á landi og erlendis. Jón gerir ýmsilegt (leira en starfa við myndlist Hann er einn af stofnendum Gallerís Slunkaríkis og félags um uppbyggingu Edinborgar- hússins á Isafirði, þar sem hann hóf starsemi menningar- miðstöðvar kenndrar við húsið Frá 1995 hcfur hann rekið ásamt öðrum Listaskóla Rögn- valdar Ólafssonar. Sýningin Slunkaríki stendur til sunnu dagsins 20. ágúst og er opin fimmtudaga til sunnudag frá kl. 16 til 18. Verk eftirJón Sigurpálsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.