Dagur - 29.07.2000, Blaðsíða 14

Dagur - 29.07.2000, Blaðsíða 14
LÍF OG HEILSA LAUGARDAGUR 29. JÚLÍ 2000 Með stöðugt suð fýrir eyrunum í þögninni magnast suðið fyrir eyrunum og getur einstak- lingurinn fengið það á tilfinninguna að hann sé að sturlast. Eitt ráð við þessar aðstæður er að kveikja á útvarpinu. Þegar heyrnin skerðist eiga flestir erfitt með að horfast í augu við vandann og kenna oft öðru eða öðrum um. Hávaði og streita valda vaxandi heyrn- arskerðingu. „Eg nenni ekki orðið í sam- kvæmi lengur", þessi setning getur hafa verið sögð af mann- eskju með skerta heyrn, sem hún veit ekki af sjálf. En af hveiju skyldi hún ekki nenna í samkvæmi lengur? Líklega vegna þess, að þar sem margir eru samankomnir og allir tala í einu, greinir þessi manneskja ekki orðaskil, getur ekki fylgst með samræðum og líður þess vegna ekki vel í samkvæminu, en gerir sér þó ekki grein fýrir af hverju. Þó er möguleiki á að hún geti greint orðaskil einnar manneskju svo lengi sem hún horfir beint fyrir framan hana og les þá af vörum, en gerir sér samt ekki grein fyrir því að hún er að lesa af vörum. Suð fýrir eyrum Þegar sú heymarskerta kemur heim úr samkvæminu, Ieggst upp í rúm og liggur í þögn næturinnar, hefur hún gjarnan stöðugt suð fyrir eyrunum. Suðið er hljóð sem ekki kemur frá umhverfinu og hægt er að líkja við sjávarnið, suð frá raf- magnssnúrum, vélarhljóð eða hátíðnihljóð frá tölvum. Suðið getur verið missterkt og getur verið stöðugt eða komið með hléum, oft er eins og það teng- ist æðaslætti. Hjá 90% einstak- linga, sem hafa suð fyrir eyrum veldur það einnig skertri heyrn. Orsakirnar geta verið marg- víslegar; kvillar í hlustinni, t.d. eyrnamergstappi eða aðskota- hlutur, gat á hljóðhimnu, kvill- ar í miðeyra, t.d. miðeyrna- bólga, kvillar í innra eyra, skemmdir af völdum hávaða eða skert heyrn vegna aldurs eða völundarsvima. Aðrar or- sakir geta verið of hár blóð- þrýstingur, blóðleysi eða of stór skammtur af astýlsalisýl- sýru (sem er í sumum verkja- lyfjum). Afneitunin Ymislegt bendir til þess að há- vaði og streita geti átt drjúgan þátt í því að valda vaxandi heyrnarskerðingu og þá ekki síst hjá eldra fólki, þó dæmi séu fyrir því að heyrn skerðist í auknum mæli hjá yngra fólki í dag. Þótt heyrnar- skerðing- una megi oft rekja til hrörnunar í innra eyra, magnast vandamálið af miðlæg- um þáttum á ýmsa vegu, eins og til dæmis úrvinnslu taugaboð- anna í heila, at- hygli, skyndiminni, viðbragsflýti og fleira. Þess utan er sjón oft farin að gefa sig á efri árum, sem gerir þá tjáskiptin mun erfiðari fyrir einstakling sem er heyrnarskertur. Ekki er vitað með vissu hvað veldur þeim vefrænu breytingum scm eiga sér stað í heyrnarkerfinu, en erfðir geta átt þar nokkurn þátt. Fyrst í stað eiga heyrnar- skertir oft erfitt með að horfast í augu við vandann og kenna oft öðru eða öðrum um. Af- neitunin kemur fram í ýmsum myndum til dæmis þegar fólk er með yfirlýsingar eins og: „ég skil ekkert hvað unglingarnir segja í dag, þeir tala svo óskýrt, er ekki nóg að hafa kveikt á einu tæki í einu ég heyri ekki orðaskil eða rosaleg hátíðni- hljóð eru í þessari tölvu" og þar fram eftir götunum. Hvað er hægt að gera Víða eru menn að prófa sig áfram með að draga úr suði fyrir eyra, en hafa enn ekki fundið meðferð sem virkar fyr- ir alla. Ef heyrn er skert mun heyrnartæki oft draga úr suð- inu. Sumir nota tæki sem nán- ast dulbúa suðið með lægra hljóði, sem ekki veldur eins miklum óþægindum. Ef suðið er mikið geta róandi lyf verið gagnleg. í sumum tilvikum hverfur suðið án meðhöndlun- ar. Nauðsynlegt er að hafa sam- band við háls-, nef- og eyrna- lækni sem reynir að finna or- sökina með rannsóknum. Sé um varanlega heyrnarskerð- ingu að ræða, skiptir það mjög miklu máli að draga ekki að fá sér heyrnartæki, þar sem að- lögunin verður erfiðari með hverju árinu sem líður. En hafa ber í huga að tilraunir til heyrnartækjameðferðar eru yf- irleitt ekki vænlegar til árang- urs fýrr en viðkomandi sjálfur finnur hjá sér hvöt til þess að leita sér hjálpar. Fyrstu skrefin með heyrnar- tæki geta stundum verið tals- vert þung og má um kenna hé- gómagirnd, stolti og við- kvæmni, sem má svo rekja til viðhorfa f samfélaginu gagn- vart þessu sjálfsagða hjálpar- tæki, sem byggist því miður oft á fordómum og skilningsleysi sem gerir notendum erfitt fyr- ir, allt heldur furðulegar ástæður ef gleraugnanotkun er tekin til samanburðar. - W Heimildir á netdok.tor.is og U-pplýsingarit Heymar- og tal- meinastöðvar ísl. Heilsumolar Áunnin sykursýki Áunnin sykursýki meðal yngra fólks hefur aukist verulega seinni árin og þá sérstaklega samfara breyttum matar- venjum og þyngdaraukningu. Þessi teg- und sykursýki gengur undir heilinu Tegund 2 meðal lækna og er fjölgun sjúklinga sem hana fá að meðaltali einn á dag hér á landi. Vaxandi vandamál Það er töluvert algengt að fólk sé að leita sér lækninga vegna annarra kvilla, þegar upp- götvast að það gengur með sykursýkissjúk- dóminn Teg- und 2. Oft tengist þessi sjúkdómur erfðum, en það eitt að þyngjast eykur töluvert hættuna á að fá sjúkdóminn. A síðustu 20 árum hefur sykursýki orðið að vaxandi vandamáli hjá konum, körlum og sérstaklega börnum sökum þess að insúlínið virkar ekki eins og það á að gera f starfsemi Iíkamans og brisið hefur ekki undan. Orsökin er aðallega talin vera þyngdaraukning vegna breyt- tra matarvenja og hreyfingarleysis. Streita getur líka átt sinn þátt í þyngd- araukningu, þar sem þeir sem eru önn- um kafnir frá morgni til kvölds hafa oftar en ekki mjög svo óreglulegar matarvenjur og eru gjarnan í þeim hópi sem grípur skyndi- bitann fram yfir hollustuna og skiptir þá engu máli hvenær dagsins borðað er. Þetta getur valdið því að viðkomandi hefur enga yfirsýn yfir það sem borðað er yfir daginn og magn hitaeininganna fer langt yfir það sem nauðsynlegt er. Hvað er til ráða Þeir sem eru í áhættuhópnum eru að meðaltali tuttugu prósentum of þungir miðað við kjörþyngd. Einkennin lýsa sér helst með tíðum þvaglátum, sýkingum í þvag- eða kynfærum og síþreytu. Helstu meðferðir við sykursýki tvö eru ráðleggingar um mataræði og/eða Iyf. Það hefur sýnt sig að þyngdartap getur verið nóg til að lækna sykursýki Tegund 2. Konukraftur Kona er auðvitað ekki það sama og kona. Við erum allar einstakar líkamlega, and- Iega og tilfinn- ingalega en þó eigum við ákveð- na þætti augljós- lega sameigin- lega eins og til að mynda kynfærin okkar. Við erum vel flestar með leg, eggjastokka, leggöng, géblett, sníp, innri skapabarma, ytri skapaharma og munaðarhól skreyttan skapahár- um. Kynfærin okkar eru stórkost- leg og falleg og ef við förum rétt að þeim getum við leyst úr læð- ingi ótakmarkaðan kraft sem við höfum ekki aðgang að eftir öðr- um leiðum, ég er að tala um kraftfullnægingarinnar. Samt er það allt of algengt að konur og stelpur séu feimnar eða í versta falli hafi óbeit á kynfær- um sínum. Þetta er kannski rótin að fullnægingarvanda flestra þeirra kvenna sem við hann stríða. En hvaðan eru þessar til- finningar komnar? Hvers vegna geta þessar konur ekki látið sér þykja vænt um kynfæri sín og verið góðar við þau? Blygðun og vitleysa Kynferðisþroski okkar byrjar snemma á æviskeiðinu, sumir vilja meina strax við fæðingu, og allt Iífið erum við að þróa okkur og þroskast sem kynverur. Það sem gerist í bernsku okkar og á unglingsárum er þó mikil- vægast í mótun okkar og hefur gríðarleg áhrif á það hvernig við upplifum kynferði okkar sem fullorðnir einstaklingar. Það er allt of algengt en vonandi á und- anhaldi að börnum sé innrætt að kynfærin séu bannsvæði, óhrein og að þau eigi ekki að snerta. Unglingsstúlkur fá svo gjarnan þau skilaboð að kynlíf sé ógeðs- legt og að það eigi þær að geyma fyrir eiginmann sinn! Þetta er svona meydómsfasismi sem er al- gjörlega óþolandi. Þennan boð- skap fá stúlkurnar en sjaldnast fýlgir jákvæður boðskapur um heilbrigðar og skemmtilegar leið- ir til að fá útrás fyrir vaxandi kyn- hvötina t.d. SJÁLFSFRÓUN, þá gvuðsgjöf. Vissulega er heill hellingur af stúlkum og konum sem uppgötva nautnir þess að snerta sig sjálfar án þess að nein sérstök hvatning komi til en þær eiga það flestar sameiginlegt að eiga að baki já- kvætt kynferðislegt uppeldi. Ég er ekki að segja að foreldrar eigi að segja tvisvar á dag „jæja elsk- an, viltu ekki fara og fróa þér núna“, heldur aðeins að ekki sé verið með beinum og óbeinum hætti að ýta undir blygðunar- kennd og óbeit stúlkna (og drengja) á sjálfum sér sem kyn- verum. Vandinn sem karlmenn lenda í er líklegri til að vera til- finningalegur því það verður að viðurkennast að þeirra sjálfsfró- un er mun einfaldari aðgerð. Vonameisti! I næstu pistlum ætla ég að skrifa KYIMLIF Ragnheiðun Eipíksdóttir skrifar ■ „Unglingsstúlkur fá gjarnan þau skilaboð að kynlíf sé ógeðslegt." meira um konur sem hafa ekki enn fengið fullnægingu. Já ég segi „ekki enn“ því flestir full- nægingarfræðimenn eru sam- mála um það að hver einasta kona geti fengið fullnægingu ef réttum aðferðum er beitt. Ég er þá ekki að meina að þær þurfi bara að læra á einhveija geimald- artitrara, heldur er vinnan miklu flóknari en það og kemur inn á orku líkamans, öndun og slökun og alls konar tilfinningar gamlar og nýjar. Að lokum vil ég þakka þeim sem hafa sent mér línu með tölvupósti - takk strákar og stelp- ur ekki vera feimnar! Ragnheiður Eiríksdóttir er hjúkrunarfræðingur kynlifspisti l l@hotmai l.com

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.